Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 H ELGA Kress er vafalítið áhrifamesti femínistinn í ís- lenskri bókmenntafræði. Hún var fyrst til þess að kynna femínískar bók- menntarannsóknir hérlend- is í byrjun áttunda áratug- arins og fékk óblíðar móttökur hjá bókmenntastofnuninni. Margir urðu til þess að mótmæla er hún virtist sjá kvennakúgun í flestum verkum samtímahöf- unda af karlkyni. Hún sneri sér síðan að ís- lenskri kvennabókmenntasögu og samhliða því rannsóknum á Íslendingasögum sem hún segir sprottnar af hlátri og slúðri kvenna og fjalla um niðurrif karlmennskunnar og hetjuímyndarinn- ar. Hún hefur svo haldið því fram að íslensk bókmenntafræði sé fyrst og fremst eins konar karlagrobb þar sem íslenskir karlar í minni- máttarstöðu gagnvart útlendingum hafi verið að slá sér upp á karlmannlegum verkum íslenskra snillinga á miðöldum sem aldrei voru til. Svo virðist sem Helga hafi alltaf verið upp á kant við íslenskan bókmennta- og fræðiheim en hún hef- ur haldið sínu striki og gefið út fjórar bækur um bókmenntarannsóknir sínar, nú síðast greina- safnið Speglanir á síðasta ári. Hún hefur ritstýrt fjölda bóka með skrifum um og eftir konur, meðal annars Stúlku, með úrvali ljóða eftir ís- lenskar konur og ýtarlegum bókmenntasögu- legum inngangi um ljóðagerð íslenskra kvenna frá upphafi. Þá hefur hún þýtt eitt af brautryðj- endaverkum femínismans, Sérherbergi, eftir Virginiu Woolf. Hún hefur verið kennari í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands frá 1980 og gegnir þar nú prófessorsstöðu. Ég hitti Helgu að máli á heimili hennar vestur í bæ. Hún segist hafa notað tímann til þess að taka til áður en ég kom frekar en að undirbúa viðtalið. „Dæmigert fyrir konu,“ segir hún og hlær. Hún kveðst ekki góð í formlegum viðtölum, henni gangi betur að tala við hóp af nemendum. Ég segi henni að hún geti alveg litið á þetta sem kennslustund. Hún er efins og segir að nemend- urnir verði að vera fleiri en einn og áhugasamir á svipinn. Ég sé það í hendi mér að Helga geng- ur ekki að neinu sem gefnu. Ég kem mér beint að efninu. Að leiðrétta íslenska bókmenntasögu Helga kveðst fyrst hafa komist í kynni við femínisma og femínískar bókmenntarannsóknir í Noregi, en þangað fór hún með börn sín tvö ár- ið 1973 til að vera sendikennari í íslensku við Háskólann í Björgvin þar sem hún dvaldist í sex ár. „Það var mjög gott að vera í Björgvin,“ segir hún. „Við háskólann þar fór fram mikil umræða um kvennabókmenntir og femínisma yfirleitt. Slík umræða var ekki til staðar í Háskóla Ís- lands þegar ég var þar við nám í íslenskum fræðum, og síðar um þriggja ára skeið lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Ég hafði aldrei heyrt minnst á þessi fræði í námi mínu og var al- veg ómeðvituð um þau þegar ég fór til Björg- vinjar. Rauðsokkur voru þá að vísu byrjaðar baráttu sína hér en ég tók lítinn sem engan þátt í henni þótt ég gæti ekki annað en fylgst með af áhuga. Og ég hafði valið mér mjög hefðbundið efni til að skrifa um kandídatsritgerð, viðurkenndan karl- höfund, Guðmund Kamban. Ég hef ekki lesið mikið í þessari ritgerð eftir að hún kom út í rit- röðinni Studia Islandica en ég man að ég var í vandræðum með aðferðafræðina og lagði tölu- verða áherslu á að finna dönskuslettur í verkum höfundarins. Einnig var ég í vandræðum með að finna lýsingarorð til að skreyta með ritgerðina og fór í smiðju til viðurkenndra bókmennta- sögufræðinga, svo sem Kristins E. Andréssonar og Sigurðar Nordals, til að finna þau. Síðar komst ég að því að lýsingarorð eru „aumasta kategoría tungumálsins“ eins og Roland Barth- es heldur fram. Þau eru yfirleitt tóm að merk- ingu og koma ekki í stað greiningar eins og margir halda. Samt er í þessari ritgerð nokkuð góður inngangskafli um íslensku rithöfundana sem fóru til Danmerkur til að hasla sér völl í út- löndum og er þetta að því er ég best veit fyrsta rannsóknin á því áhugaverða efni, þótt ég fylgdi henni síðan ekki nægilega eftir. Þennan kafla kallaði ég, hefðinni trú, „Væringja“, og setti ekkert spurningarmerki við það af hverju þetta voru aðeins karlar. Ég var ekki með neina sjálf- stæða stefnu, var ekki búin að finna mér neitt rannsóknasvið. En í Björgvin opnaðist fyrir mér nýr heimur, ekki bara hvað varðaði bókmenntir, heldur líka sjálfa mig. Ég hafði ekki áður hugs- að fræðilega um stöðu kvenna. Ég hef samt allt- af verið femínisti, er fædd femínisti og alin þannig upp hjá einstæðri móður. Í Háskóla Ís- lands var mikið karlasamfélag. Þegar ég var að byrja í námi var ég um tíma eina konan í deild- inni og ég var vandlega sett út á jaðarinn. Strákarnir sem voru þarna fyrir og mér þótti bæði merkilegir og gáfaðir voru með klúbb sem þeir kölluð „gotneskuklúbbinn“. Þeir hittust einu sinni í viku eða svo og lásu saman gotnesku. Mér datt ekki annað í hug en ég mætti að vera með en það var misskilningur. Þeir vildu ekki fá slíkt aðskotadýr sem konu í félagsskapinn. Mér tókst nú samt að læra gotnesku og stóð mig yf- irleitt frekar vel í skólanum. Meðal annars fékk ég þau hrósandi ummæli á lokaprófi hjá einum prófessornum að ég væri bæði valkyrja og hefði karlmannsvit. En að hafa karlmannsvit var það mesta hrós sem hægt var að viðhafa um konu. Í lokaprófinu var ég komin átta mánuði á leið með dóttur mína, svo að kynferðið fór ekki á milli mála. Ég var mjög ánægð með að hafa karl- mannsvit og sá ekkert athugavert við þessa mál- notkun fyrr en með augum femínismans síðar.“ Og íslenskar bókmenntir hafa væntanlega litið öðruvísi út frá þeim sjónarhóli. Hvað fannst þér brýnasta verkefnið þegar þú horfðir heim? „Mig langaði til að leiðrétta íslenska bók- menntasögu frá grunni og endurskrifa hana. Ég hef líka alltaf verið stríðin og finnst gaman að stríða körlum með vitleysunum í þeim.“ „Vertu suverén“ Helga byrjaði verkefnið á því að skrifa um samtímabókmenntir og segist einkum hafa ver- ið að gagnrýna það hvernig karlhöfundar lýstu konum í verkum sínum. Fyrsta greinin sem hún birti um kvennarannsóknir í bókmenntum var á norsku og heitir „Kvinne og samfunn i noen av dagens islandske prosaverker.“ Greinin var byggð á fyrirlestri sem Helga hélt á ráðstefnu „International Association for Scandinavian Studies“ í Reykjavík sumarið 1974 og birtist ári síðar í ráðstefnuritinu. Í greininni er fjallað um hlutverk kynja í verkum nokkurra samtímahöf- unda, meðal annars Indriða G. Þorsteinssonar. Helga segir í formála að Speglunum að greinin hafi vakið töluverð viðbrögð, „einkum hjá karl- rithöfundum sem þótti á einhvern hátt að sér vegið.“ Hún bendir á smásögu eftir Indriða sem birtist sama ár en þar sé vikið að mjög svo ókvenlegum kvenbókmenntafræðingi með nafni sem sýnir að ekki fer á milli mála við hvern er átt. Jökull Jakobsson segir Helga að hafi fylgt í fótspor Indriða og notað sömu aðferð í skáld- sögu ári síðar „með kafla um svipaðan kven- bókmenntafræðing sem er ekki bara ókvenleg, heldur einhvers konar kynskiptingur með skegg og situr fyrir konum í gufubaði!“ Hún segir að þetta vandræðalega gufubað hafi síðan verið túlkað sem allegorísk goðsögn um véfrétt- ina í Delfi, „en það held ég að sé nú að seilast einum of langt í lærdómi!“ Í framhaldi af þessari frumraun Helgu skrif- aði hún nokkrar greinar í Skírni um konur í bók- menntum að beiðni og hvatningu ritstjórans Ólafs Jónssonar. „Þessar greinar vöktu líka viðbrögð. Fyrsta greinin fjallaði um hefðbundna og borgaralega hlutverkaskiptingu kynjanna í annars sam- félagslega róttækri skáldsögu eftir Véstein Lúðvíksson. Höfundurinn svaraði með grein í Tímariti Máls og menningar undir titlinum „Mikil vísindakona smíðar sér karldjöful“ þar sem hann veittist meir að fræðikonunni en fræð- um hennar. Einnig andmælti Halldór á Kirkjubóli, einn aðalhugmyndafræðingur Framsóknarflokksins, þessari grein í Tímanum og notaði sömu per- sónulegu aðferðina. Þarna gátu karlarnir sam- einast gegn konunni! Ég var að gera drög að svargrein þegar ég fékk bréf frá Halldóri Lax- ness þar sem hann meðal annars víkur að skrif- um þeirra félaga og segir að sér hafi dottið í hug að ég ætlaði að fara að svara þessu. „En það skaltu ekki gera,“ sagði hann, „því að ef þú ætlar að fara að svara öllu því skítkasti sem þú átt eft- ir að verða fyrir á ævinni, þá gerirðu ekkert ann- að.“ „Vertu súverén,“ bætti hann svo við, það er að segja hefðu þig yfir þetta. Ég var mjög fegin þessu ráði, henti pistlinum í ruslið og hef síðan ekki hirt um að taka þátt í svokölluðum „ritdeil- um“ sem eru sjaldnast annað en persónulegt þras. Íslendingar eiga nefnilega mjög erfitt með að gera greinarmun á mönnum og málefnum og reyna að gera persónur tortryggilegar í stað þess að ræða málefnið. Ég gat þó ekki annað en skrifað langa grein um kerlingabókanafngiftina í Tímarit Máls og menningar en þar hafði Sigurður A. Magnússon haldið því fram að þessi nafngift, sem um tíma var mjög vinsælt skammaryrði um lélegar bók- menntir, væri ekki niðrandi um konur eða bæk- ur eftir þær, eins og ég hafði bent á í inngangi að safninu Draumur um veruleika. Sögur um og eftir íslenskar konur sem ég tók saman og kom út haustið 1977. Það er annars athyglisvert að Tímarit Máls og menningar sem var róttækt menningartíma- rit, meðan það var og hét, reyndist ekki svo þeg- KARL SKAL ÞAÐ VERA – ÍSLEND- INGUR OG HETJA Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, sendi nýlega frá sér mikið greinasafn, Speglanir, sem spannar stóran hluta fræðimannsferils hennar. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við hana um fem- ínískar bókmenntarannsóknir og þær blendnu viðtökur sem þær hafa fengið hérlendis, íslenska bókmenntafræði sem Helga segir einkennast af teoríufjandskap, Íslend- ingasögurnar sem hún segir að séu skopsögur, sprottnar af hlátri og slúðri kvenna, höfund Njálu sem hún segir vera tilbúning karlabókmenntafræðinnar og þöggunina sem hún segir erfiðasta við að eiga. Áróru til að liðsinna sér í þjáningunni. Svífandi melódía sem grípur og heldur með teknískum grunni, hörpu og blíðum kór. An Echo. A Stain er mjúkt bít með hörpu- strengjum og hægum syngjanda. Himnakórinn er horfinn og í staðinn er komin jarðtenging með náttúruhljóðum. Röddin furðu yfirveguð í blöndun kórs, hörpu og teknískst takts. Sun In My Mouth er samhljómur strengja og hörpu og textinn er um sköpun og fyrirheit um að fullskapa líkamann. Farið er enn lengra út í hið óhefðbundna með strengjum og hörpu svíf- andi undir söngnum ... en grípur ekki. Heirloom er hvorki með hörpu né spiladós heldur byggir eingöngu á mildu teknísku und- irspili og textinn fjallar um röddina. Þetta lag fellur ekki nógu vel að þeirri heildrænu sem greinanleg er á Vestertine. Ef til vill „venjuleg- asta“ lag plötunnar. Harm of Will er fyrst og fremst söngur með all dauflegu strengjaspili. Textinn er nauðsyn- legur hluti af sögunni sem sögð er í verkinu og er um veruna sem má ekki sýna sig (vespert- ine). Ég hefði skipt þessu lagi út fyrir lagið Gen- erous Palmstroke sem Björk gaf út á smáskífu með Hidden Place-laginu. Það er dulmagnað lag með sterkum söng og þar fer harpan á mesta flugið. Einnig eru bakraddirnar sterkar og er textinn greinilega um samband mann- legrar og guðlegrar veru einsog flestallir text- arnir á Vespertine. Unison er lokalagið og hefst með röddinni einni, svo bætist við það smátt og smátt og gleðin í tónunum birtist. Stúlkan er sterk eftir átökin við guðinn á Vespertine, hún segist geta fylgt reglum hans en verið áfram hún sjálf. Lagið er uppgjör persónu sem hélt hún gæti ekki breyst en vill nú sameinast öðrum. Léttur mjúkur taktur fer um sviðið og röddin er sátt. Öllu er tjaldað í lokin; hörpunni, raftónunum, og strengjum, kór ... Og einnig góðu fólki og sveitum eins og Oval, Matmos og Valgeiri Sig- urðssyni ... (sjá bækling Vespertine). X Samantekt: Glíman við viðfangsefnið Vespertine er fallegt verk. Sagan í verkinu er vissulega sögð undir rós en Björk hefur undir- strikað þessa sögn með því að klæðast svan- inum og minna með því á Ledu sem var við- fangsefni listamanna fyrri alda. Til eru mörg málverk og nokkrar höggmyndir af henni og svaninum (sjá vefslóð: Leda album: http:// hsa.brown.edu/~maicar/Leda.html). Björk er í essinu sínu. Ég tel að Björk hafi lif- að sig inn í goðsöguna þegar hún samdi þetta verk, eða að minnsta kosti inn í goðsagnaheim- inn, og nú flytur hún það á tónleikaferð sinni um Evrópu í óperuhúsum. Það kæmi mér ekki á óvart að síðar yrði saminn ballett eða dansverk við þetta verk og söguna um Ledu og svaninn. Vespertine er vitnisburður um að Björk hef- ur ekki staðnað sem tónlistarmaður, heldur stigið ákveðið skref í tiltekna átt. Verkið er vissulega gott, en hvort það er betra en til dæm- is Debut sem geymir mörg öflug lög, er erfitt að skera úr um. Hún hefur valið mýktina og drauminn á kostnað hörkunnar og vélrænu ork- unnar sem finna má í eldri lögum. Hún hefur valið kórinn og hörpuna í stað hljómborðs og trommusetts, spiladósina í stað gítarsins, a.m.k. á þessum disk. Ég veit ekki í hvaða ferðalag hún fer næst með tónlist sinni, spáin verður að vera tvöföld: Annaðhvort herðir hún aftur takt- inn eða mýkist enn „og frá honum streymi þykk, hlý og allt um lykjandi þögn“. Svanurinn hvílir höfuð sitt hjá Björk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.