Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 14. MARS 1991
LISTAPÓSTURINN
Dallas í
Laugardals-
höllinni
Eitt það bitastœdasta í
leikhúsi alþýdunnar und-
anfarib er tvímœlalaust
uppfœrsla Sjálfstœdis-
flokksins á Dallas undir því
þjódlega nafni Sátt og sam-
lyndi. Vœru veitt sápukúlu-
verölaun á Islandi fœru
þau vœntanlega til þeirra
Þorsteins Pálssonar og
Davíös Oddssonar fyrir
besta skapgeröarleikinn.
Þorsteinn var hreint óborg-
anlegur í hlutverki hins ör-
ugga en pínulítið spœlda
flokksleiötoga sem ber hlý-
hug til fóstbróður síns Dav-
íös sem með metnaði og
skapfestu vill verða þjóð
sinni að sem bestu liði, bla
bla bla bla. Fjölmiðlar fá
síðan klapp á bakið fyrir
tónlistina og Morgunblaðið
sérstakar þakkir fyrir fiðlu-
tónlistina í hjartnœmustu
atriðunum. Ahœttuleikinn
á síðan þjóðin sem mun
vœntanlega borga brúsann
á komandi kjörtímabili.
Þóra Kristín Asgeirsdóttir
Safnari
af guós
náö
„Ljósmyndarinn
safnar umhverfi sínu
og samtíd,“ segir séra
Örn Fridriksson
prófastur.
„Ég sýni á Kjarmlsstööum
um 35 vélar frá árunum
beggja vegna heimsstyrjald-
ar og reyni með þeim að gefa
sem fjölbreyttasta mynd af
safninu í heild en alls telur
það um 250 vélar," segir Örn
Friöriksson prófastur í Þing-
eyjarsýslu en hann sýnir ^
merkar myndavélar í forsal ;
Kjarvalsstaöa. Örn á stœrsta
safn gamalla myndavéla á ís-
landi en þœr eru nú í fyrsta
sinn til sýnis almenningi.
„Ég hef verið safnari alla
mína tíð og byrjaði með því
að safna frímerkjum^g-því
næst myntum, bóKum og
loks gömlum hlutum sem ég
gat komið höndum yfir og þá
kom það af sjálfu sér að ég fór
að safna myndavélum enda
hef ég verið að fást við ljós-
rnyndun frá unglingsárum."
Er nœgilegt pláss á prests-
setrinu fyrir þessi býsn?
„Já það rúmast allt ein-
hvernveginn. Mig vantar nú
samt tilfinnanlega skápa með
gleri undir allar myndavél-
arnar, þetta hefur verið mest
„Það má segja það, maður safnar umhverfi sínu og samtíð með
Ijósmyndun."
AÐ ÞÍNUM DÖMI GUNNAR KVARAN
/ síðasta Listapósti fór
Kjartan Guðjónsson listmál-
ari hörðum orðum um vœnt-
anlegar breytingar á Korp-
úlfsstööum og orðaði það
þannig að lifandi listsköpun
yrði úthýst þaðan og þeim
myndlistarmönnum sem
hefðu þar aðstööu og staður-
inn gerður að grafhýsi yfir
Erró. Listapósturinn spuröi
Gunnar Kvaran listfrœðing
hvort Myndhöggvarafélagið
yrði látið fara frá Korpúlfs-
stöðum, hvort staðurinn yrði
í framtíðinni Errósafn og
hvaða breytingar aðrar vœru
vœntanlegar?
„Það hefur ekki enn verið
tekin endanleg ákvörðun um
tilvist Myndhöggvarafélags-
ins á Kórpúlfsstöðum. Eitt er
þó víst að Errósafnið verður í
miðskipi Korpúlfsstaða og
listamaðurinn er í þann
mund að Ijúka 11 stórum mál-
verkum sem fjalla um lista-
söguna. Starfsfólk listasafna
Reykjavíkur vinnur nú af
miklum krafti við að skrá og
vinna úr gögnum sem lista-
maðurinn hefur gefið Reykja-
víkurborg. Allt miðast við að
gera Errósafnið lifandi og
skemmtilegt."
Fréttamynd ársins
í A.S.Í.
Samtök fréttaljósmynd-
ara og Blaðamannafélag
Islands stóðu fyrir Ijós-
myndasamkeppni meðal
fréttaljósmyndara.
Alis bárust um 400 mynd-
ir í keppnina frá um 30 ljós-
myndurum og verður valin
besta myndin úr eftirtöld-
um efnisflokkum: a) Portr-
ett, b) Almennar fréttir, c)
íþróttir, d) Daglegt líf, e)
Myndasyrpur, f) Skop, g)
Opinn flokkur. Auk þess
verður valin fréttamynd
ársins. 100 myndir af þeim
sem bárust í keppnina
verða á sýningu sem haldin
er í tengslum við keppnina
og verður opnuð föstudag-
inn 15. mars kl. 13.30. Á
opnun sýningarinnar verð-
ur jafnframt tilkynnt um úr-
slitin og veittar viðurkenn-
ingar fyrir bestu ljósmynd-
irnar.
ofan í skúffum hjá mér.“
Þú segist hafa fengist viö
Ijósmyndun frá unglingsár-
unum. Er Ijósmyndun
kannski einn angi af söfnun-
aráráttu?
„Það má segja það, maður
safnar umhverfi sínu og sam-
tíð með ljósmyndun."
Nú ertu prestur. Datt þér
aldrei í hug að gerast atvinnu-
Ijósmyndari?
„Það hvarflaði aldrei að
mér. Skólabróðir minn gerð-
ist hinsvegar atvinnuljós-
myndari. Það var ekki fyrr en
löngu seinna að mér fór að
finnast það skrítið að mér
hefði ekki einusinni dottið
það í hug.“
Þér hefur ekki dottið í hug
að senda inn myndir á sýn-
inguna núna?
„Nei, ég hef ekki tekið
myndir í mörg ár utan nokkr-
ar slidesmyndir. Ég hef verið
svo tæpur til heilsunnar."
Áttu þér einhverja uppá-
haldsvél á sýningunni?
„Já, það er ein sem mér
áskotnaðist núna í vetur. Það
er ekkert verksmiðjumerki á
henni. Það hefur sennilega
dottið af. Gefandinn sagði
mér að þetta væri Zeiss Ikon
sem er afskaplega fínt merki.
Þessi vél er úr fínum harðviði
með rauðbrúnum belg og
málmurinn í henni er svokall-
að gull messing lúxusútgáfa
og miklu fínna en það sem al-
mennt er notað. Linsan er síð-
an í topplagi. Ég hef aldrei
séð neitt í líkingu við þessa
vél. Hvorki hér né erlendis.
Ég vil hinsvegar koma því að
að ég er algerlega á móti
þeim vélum sem eru sérstak-
lega framleiddar til að plokka
peninga af söfnurum. Slíkar
vélar eru yfirleitt ekki fram-
leiddar til að vera notaðar
heldur til að geyma í læstum
skápum. Þær eru því einskis
virði fyrir mér. Ef ég á að
monta mig af minni söfnun
þá er það kannski hvað mér
hefur tekist að ná góðu safni
án þess að eiga nokkurn tíma
pening."
Listahátíö
barna í apríl
Hátíöinni lýkur vœntanlega meö
þingfundi í Alþingishúsinu
Reykjavíkurborg og
menntamálaráðuneytiö efna
til Listahátíðar barna í
Reykjavík dagana 20. til 28.
apríl. Hátíðin veröur sett með
opnunarhátíð í Borgarleik-
húsinu og er haldin í tengsl-
um við barnamenningarátak
menntamálaráðuneytisins.
Sérstök nefnd um barna-
menningu var sett á laggirn-
ar í janúar á síðasta ári og
Reykjavíkurborg gekk síðan
til liðs viö nefndina nú um
áramótin. Hátíðin mun því
veröa haldin í samvinnu
þessara tveggja aðila.
Tilgangurinn er að sögn
Guðrúnar Ágústsdóttur að-
stoðarmanns menntamála-
ráðherra sá að vekja áhuga á
listsköpun barna og virðingu
fyrir viðfangsefnum þeirra.
Einungis börn munu koma
fram á hátíðinni en uppá-
komur í tengslum við hana
verða víðsvegar um borgina
á hverjum degi er hátíðin
stendur yfir. Allir skólar og
dagvistarheimili í borginni
fengu bréf í lok desember
Guðrún Ágústsdóttir.
með fyrirspurn um hvort þau
vildu tengjast hátíðinni á ein-
hvern hátt og er undirbún-
ingur í fullum gangi í þeim
skólum er þess óskuðu.
í lok hátíðarinnar er síðan
stefnt að því að börnin haldi
þingfund í Alþingishúsinu, en
svipuð hugmynd var fram-
kvæmd í borgarstjórn á ári
æskunnar þar sem börnin
fengu að spreyta sig sem
borgarfulltrúar og tóku að
sögn viðstaddra atvinnufólk-
inu fram í flestum málum.
Þórarinn Eldjárn snýr
aftur til Forlagsins
/ nœsta mánuði kemur út
hjá Forlaginu Ijóöabókin Hin
háfleyga moldvarpa eftirÞór-
arin Eldjárn. í samtali við
Listapóstinn sagði Þórarinn
að bókin vceri að mörgu leyti
framhald á bókinni Ydd sem
kom út hjá Forlaginu 84.
„Þetta er lítil ljóðabók sem
inniheldur um 40 stutt ljóð í
óbundnu formi. Titill bókar-
innar sem er sóttur í eitt ljóð-
ið í bókinni vísar til þeirrar
Dreki fékk hönnunarverðlaunin í
ár
„Það framtak sem Hönn-
unardagurinn er verður því
mikilvœgara sem tíminn líð-
ur“ segir Sigurður Halldórs-
son arkitekt sem rekur teikni-
stofuna Glámu ásamt félög-
um sínum þeim Halldóri
Gíslasyni og Jóhannesi Þórð-
arsyni arkitektum. Gláma
hlaut verðlaun Hönnunar-
dagsins að þessu sinni fyrir
barskápinn Dreka. Hönnun-
ardagurinn var haldinn 7.
mars en slíkir dagar til kynn-
ingar á íslenskri hönnun voru
einnig haldnir 1988 og 89.
Áœtlað er að halda slíkan
dag annað hvert ár frá þess-
um degi. Það er Form ísland,
félag áhugamanna um hönn-
un, sem á heiðurinn af þessu
framtaki.
„íslendingar ættu að ein-
beita sér að því að framleiða
vandaða og góða vöru fyrir
fjársterka kaupendur í stað
þess að stíla inn á fjöldafram-
íeiðslu," segir Sigurður. „Ég
held að það standi íslenskri
hönnun fyrir þrifum að fyrir-
tækin eru hrædd við að gefa
hönnuðum frjálsar hendur.
Það eru að koma fleiri og
fleiri sérmenntaðir hönnuðir
úr námi og mikið af því fólki
er með mjög góðar hug-
myndir. Fyrirtækin verða að
mæta þessu fólki með opnum
huga. Það er altalað að ís-
lenskt handverk er mjög gott
og íslensk hönnun verður að
fá að koma þar á móti. Það
myndi tvímælalaust skila sér
í árangri. Ég held að árangur
okkar núna sé því að þakka
Arkitektarnir Sigurður og Jóhannes í
„Fengum frjálsar hendur. Árangurinn
þakka."
Glámu:
því að
að við fengum algerlega
frjálsar hendur við að hanna
húsgögnin."
Vinnið þið allar hugmyndir
saman á teiknistofunni?
„Já, við vinnum hugmynd-
irnar saman en einum er síð-
an falið að fylgja þeim eftir.
Við komum úr mjög ólíkum
skólum og það er bæði kostur
og galli. Ég er menntaður í
Osló og Jóhannes í Skotlandi
og í Bandaríkjunum. Halldór
nam síðan í Bretlandi og á
Italíu. Það fer því allt í gegn-
um ákveðna síu en svo vill
aftur á móti koma fyrir að
maður er peppaður upp í alls
kyns vitleysu sem maður léti
aldrei eftir sér ef að maður
væri einn. Við tókum þátt í
Hönnunardeginum fyrst og
fremst okkur til skemmtunar
en auðvitað vekur þetta at-
hygli á okkur
sem hönnunar-
fyrirtæki og
framleiðand-
anum sem
er Axis í
Kópavogi,"
sagði Sigurður
að lokum.
Barskápurinn Dreki
blöndunar á háu og lágu sem
ég hef verið að fást við í gegn-
um tíðina. Það er að segja ég
hef ýmist verið að skrifa um
lítilsiglda hluti á uppskrúfuðu
formi eða öfugt."
Nú varst þú mjög harður
talsmaður sjálfsútgáfu þegar
þú á sínum tima fórst út í að
gefa bækurnar þínar út sjálf-
ur. Er þessi endurkoma þín til
Forlagsins þá einhverskonar
hugsjónalegt skipbrot?
„Nei.nei. Þetta er einungis
spurning um tímabil. Á þeim
tíma hentaði mér mjög vel að
gefa út sjálfur. Núna er ég
með svo margt annað í takinu
sem mig langar að takast á
við eftir að bókin er komin á
prent. Þessvegna vil ég gjarn-
an vera laus við samninga við
pappírskaupmenn og annað
tímafrekt vafstur. Bókaútgáfa
hefur einnig orðið erfiðari
með árunum. Hún hefur ver-
ið að þjappast saman í stærri
blokkir og það er því erfiðara
fyrir þá sem standa einir að
láta í sér heyra. Ég sé samt
ekki eftir þeim tíma sem
ég stóð í útgáfunni
sjálfur. Það var að
mörgu leyti lærdóms-
ríkur tími,“ sagði
Þórarinn Eldjárn
að lokum.
Það má geta
til gam-
ans að
eftir
Þórarin
Eldjárn
sem kom
út 84 var
fyrsta bókin
sem kom út
hjá Forlaginu.