Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pressan

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Pressan

						44
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992
Guðbjörn Gústafsson er
19 ára nemi í rafvirkjun í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Guðbjörn er einnig formað-
ur myndbandaklúbbs skól-
ans. Hann er bogmaður og á
föstu.
Hvað gerir myndbanda-
klúbburinn? „Hann sér um
að taka myndir úr félagslífi
skólans og gera stuttmyndir til
dæmis."
Hvað borðarðu í morgun-
mat? „Ég hef sjaldnast tíma
til að borða morgunmat."
Kanntu að elda? „Ég kann
að elda það mikið að ég
myndi lifa það af ef ég þyrfti
að elda ofan í mig sjálfur."
Hvar myndirðu helst vilja
búa ef þú ættir þess ekki
kost að búa á íslandi? „Ég
hef aldrei komið út fyrir land-
steinana og hef því ekki hug-
mynd um það."
Hvernig stelpur eru mest
kynæsandi? „Ekki allt of
mikið málaðar."
Ertu daðrari? „Nei."
Hvað er þér verst við?
„Þegar það er mjög kalt úti og
springur á bflnum mínum, þá
verð ég mjög slæmur."
Ef þú ynnir milljón í
happdrætti hvað myndirðu
gera? „Kaupa mér bíl til að
byrja með."
Hvernig bíl langar þig í?
„Mig langar í bíl sem er þann-
ig að hurðirnar frjósa ekki
fastar á vetuma. Eg á Skoda
og hann er svolítið slæmur að
þessu leyti."
Gætirðu hugsað þér að
reykja hass? „Nei."
Hefurðu áhuga á stjórn-
málum? „Nei, ég hef engan
áhuga á þeim."
Ef ég gæfi þér fyrir fegr-
unaraðgerð hvað myndirðu
láta laga? „Ég þyrfti að hugsa
það vel og lengi, en enn sem
komið er er ég þokkalega sátt-
ur við mig."
Áttu þér eitthvert mottó í
lífinu? „Að passa mig á að
verða ekki bensínlaus."
ATVINNULAUSIR
VARAMENN
OCHOR
Við spilum þá tónlist sem
okkur finnst skemmtileg. Þetta
er einfalt rokk og ról en við reyn-
um að sneiða framhjá öllum
klisjum." — Hér mælir Bjarki
Kaikumo, söngvari þeirrar stór-
góðu sveitar Lipstick lovers
(málvöndunarstefna PRESS-
UNNAR felur í sér að við reyn-
um að gefa íslenskar skýringar á
öllum erlendum orðum en í
þessu tilfelli ætlum við að sleppa
því. Einfaldlega vegna þess að
íslenska þýðingin væri eins og
nafn á einhverri kynlífs-fóbíu og
svoleiðis lagað á heima á öðrum
stað í blaðinu), sem allt í einu
hefur stokkið alsköpuð fram á
sjónarsviðið.
Sjálfsagt hafa margir séð
myndband Lipstick lovers með
laginu Ain't got no job í sjón-
varpinu. Hreint ágætt lag og þeir
sem hafa haldið að þar væru ein-
hver erlend poppst-
irni á ferð skulu hér
með leiddir af villu
síns vegar. Nú nú,
þeir varamenn (-
þetta band átti nátt-
úrlega að heita
Vafamenn) eru
fleiri en bara Bjarki.
Þeir eru líka Toni
gítarleikari, Heimir
bassaleikari og
trymbillinn Ragnar
Ingi.
Bjarki segir að
þetta hafi allt saman
verið í bígerð í ein tvö ár og þeir
ætla sér stóra hluti strákarnir. „-
Þetta er spurning um að vera
annaðhvort meðalmenn eða eitt-
hvað meira," segir Bjarki og læt-
ur á sér skilja að meðalmennska
komi ekki til mála. Þann 10. apr-
íl spila þeir í félagsmiðstöðinni
Bóli í Mosfellsbæ, 14. verða þeir
IN6AELINSYNIRI
LONDON
„Ég var á ferðalagi í London og fór með möppu með myndum til
Jakobs Magnússonar. Honum leist svo vel á að hann vildi endilega
halda einkasýningu," segir Inga Elín Kristinsdóttir listakona.
Inga Elín opnaði einkasýningu í Gallery Oriel í London þann 21.
mars. Þar sýnir hún einkum glermyndir sem hún hefur unnið á síðustu
tveimur árum. Sýningin verður opin til
30. april og því kjörið fyrir alla sem eru
á leiðinni til London á næstu dögum að     .....:..;¦:..
kíkja inn og skoða.
Aðferðina sem Inga Elín notar vií
listsköpun hefur hún sjálf þróað. Eðli-
lega er aðferðin leyndarmál en galdur-
inn felst að minnsta kosti að einhverju
leyti í mótunum sem hún býr til.
Margar myndir hennar eru
veggmyndir, en er þetta ekki
dýrara og erfiðara en að vinna
málverk á hefðbundinn hátt,
ef svo má segja? „Þetta er
tímafrekt og mikið nostur í
kringum þetta og maður er
alltaf að prófa þetta og
prófa hitt, en þetta er
mjög skemmti-
legt. Og þegar  ||
maður er að prófa
og gera tilraunir
þá veit maður aldrei
almennilega  hvað
kemur úr ofnunum,"
svarar Inga Elín.
í Fellahelli og 15. á Blúsbarnum. Ragnar Ingi, Bjarki, Heim-
Og við fullyrðum að enginn ir og Toni semja allir sína
verður fyrir vonbrigðum.        tónlist saman, og eru
staöráönir í að meika þaö.
Að síðustu lífsspeki Lipstick
lovers: Það fer ekki eftir því
hvernig maður borar í nefið
heldur hvar maður þurrkar hor-
inn!
My way, með mínu lagi, eft-
ir mínu höföi, og með mínu
nefi.
icoc
KOLLECA
MINN
FRANK
SINATRA
Æði. Ósköp pent og sakleys-
islegt orð sem þó stendur fyrir
mikið. Einhvers konar æði
grípur Islendinga reglulega og
það æði sem nú virðist vera í
gangi er upprunalega frá Japan
og gengur undir nafninu kara-
oke. Karaoke ér maskína sem
spilar alla tónlist sem nöfnum
tjáir að nefna, en karaoke-vélin
syngur ekki. Og það er víst það
sem er svo sniðugt
við þetta fyrirbæri;
það syngur ekki. Því
gefst fólki kostur á
að spreyta sig við
söng og getur fetað í
fótspor helstu söng-
stjarna heimsins.
Um nokkurt skeið
hefur gestum Nilla-
bars í Hafharfirði, Ölvers, A.
Hansen og sjálfsagt fleiri staða
gefist kostur á að troða upp
með aðstoð maskínunnar. Mik-
ið vinsælt og mikið sungið.
Nú hafa Tveir vinir bæst í
hóp þeirra staða sem eru með
karaoke og í kvöld verður tæk-
ið vígt með pomp og pragt.
Jónas Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri vinanna, segir að
þeirra tæki sé hreint stórkost-
legt og hljómburður allur mjög
góður. Auk þess gefst þeim
sem vilja tækifæri á að láta taka
söng sinn upp á kassettu og það
sem meira er; þeir geta líka
keypt myndbandsspólu með
sjálfum sér og skoðað tilburði
sína um aldur og ævi.
Jónas segir að áfram verði
boðið upp á lifandi tónlist
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld en önnur
kvöld verði karaoketækið í
gangi. Syngjum með.
PINNER
Margrét Kristín
Blöndal, söngkona
Risaeðlunnar
PRESSAN bað Möggu
Stínu að velja gesti í
draumakvöldverðinn og
taldi hún ekki nauðsynlegt
íið útlista nánar kosti ein-
stakra gesta. Það gæfi auga-
léið af hverju hún kysi að
bjóða eftirfarandi einstak-
lingurn:
Óttar Proppé
William Shatner
Björn Blöndal
Sigurjón Kjartansson
því ég veit að hann hefur
svo gaman af svona löguðu
Margrét Ragnarsdóttir
og
Björn Jörundur
Friðbjörnsson
Nancy Sinatra
Ivar Ragnarsson
Leonard Nemoy
Steingrímur Eyfjörð
Guðmundsson
Það var ósk Möggu
Stínu að hverogeinn á
listanum byði hinum þús-
undunum sem hún vildi
svo gjarnan borða mcð.
Það er nú alveg dœmigert
að þeir skuli œtla að fara að
bjóða út framleiðsluna á
brennivíninu einmitt núna.
Það eru ekki nema fimm ár
síðan þeir tóku af mér brugg-
grœjurnar. Þeir hafa sjálfsagt
beðið þennan tíma til að vera
öruggir um að ég vœri búinn
að gleyma galdrinum. Og ein-
mitt þá, já einmitt nú, bjóða
þeir draslið út. Sjálfsagt til að
kolkrabbinn geti boðið í það.
Er þetta ekki dœmigert fyrir
hvert ríkisstjórnin er að fara
með þjóðina? Beint ífangið á
kolkrabbanum.
KLASSiKIN
• Sinfónfutónleikar.Það er Orkney-
ingurinn Sir Peter Maxwell Davies,
einhver nafntogaðasti tónsmiður og
hljómsveitarstjóri Breta, sem ræður
ferðinni þetta kvöld. Hann stjórnar
flutningi á tveimur verkum sínum,
Trompetkonsert og því fjörlega Brúð-
kaupi á Orkneyjum (með sólarupp-
PLATAN
BRUCESPRINGS-
TEEN HUMAN TOUCH
& LUCKY TOWN
Bruce er búinn að taka
tímann sinn við þessar plötur.
Aðdáendur hafa elst um
fimm ár og varla margir nýir
bæst við! Hér eru ekki miklar
breytingar og þó — rokkar-
arnir ena einfaldari og rólegu
lögin jafnvel betri. Við fyrstu
hlustun leist mér ekkert á en
síðan síaðist hvert lagið á eft-
ir öðru inn. Fyrst rólegu lögin
Cross My Heart, Pony Boy
og My Beautiful Reward og
síðan rokkararnir Better
Days og titillögin tvö. Góðar
plötur sem hefðu kannski átt
að vera betri, en það er ekkert
við því að gera. HT fær 7 af
10ogLTfær9aflO.
rás). Að auki verða leikin tvö af þokka-
fyllstu verkum Mozarts, forleikurinn að
Brúðkaupi Fígarós og Sinfónía nr. 40.
Einleikari er sænski trompetistinn
Hákan Hardeberger, en líka Skotinn
George Macllwham. Sá kann víst að
spila á sekkjapípu. Háskólabíó fim. kl.
20.
• Sinfóniuhljómsveit æskunnar.
Framlag Pauls Zukofsky til tónlistar-
uppeldis á (slandi er löngu oröið ómet-
anlegt. Og hann heldur áfram að lyfta
grettistökum, svolítið utan alfaraleiðar,
með unglingunum í Sinfóníuhljómsveit
æskunnar. Þeir sem í henni hafa heyrt
vita að það er hreint ótrúlegt hversu
góðum árangri hljómsveitin nær í glím-
unni við sum erfiðustu verk tónbók-
menntanna. Hér verður leikin Sinfónía
nr. 6 eftir Anton Bruckner. Háskólabíó
sun. kl. 14.
• Jóhannesarpassian. í fréttatilkynn-
ingu segir að búið sé að „ráðstafa" öll-
um miðunum á tónleikana í Skálholts-
kirkju þegar Mótettukórinn flytur Jó-
hannesarpassíuna í fyrra skiptið. Það
er vitaskuld bagalegt, en enn munu þó
til miðar á síðari tónleikana í Hall-
grímskirku. Þart að hafa mörg orð um
verkið? Þetta er guðdómleg tónlist,
háleit, göfgandi og voða páskaleg.
Það er alkunna hvað kórinn syngur
vel. Hallgrímskirkja mán. kl. 20.
MYNDLIST
• Rúrí. „Listin er heimspeki. Án hug-
lægs inntaks er ekki um listaverk að
ræða, heldur hönnun," sagði Rúrí á
málþingi um daginn. Einu sinni hafði
þjóðin dálítið gaman af því að heyks-
last á verkunum hennar Rúríar. Nú
hneykslast varia neinn lengur, og yfir-
leitt ekki yfir einu eða neinu; en snjallar
hugmyndir skipa Rúrí ( fámennan
flokk íslenskra heimskúnstnera. Hún
sýnir á Kjarvalsstöðum verk unnin í blý
og timbur, en líka grafíkmyndir.
• Jóhannes Jóhannesson. Ef Jó-
hannes væri íþróttamaður væri hann
kallaður „gamla kempan". Hann hefur
verið lengi að, meðal annars f samfloti
með Septem-listamönnunum, og
lengstum haldið trúnaði við afstraktiö.
Jóhannes opnar sýningu í Gallerí
Borg á fimmtudag; þaö telst alltaf til
tíöinda þegar menn af hans kalíberi
sýna.
ÓKEYPIS
•Menningarstofnun Bandarikjanna.
Menningarstofnunin er ekki útibú frá
CIA, aö minnsta kosti ekki svo vitað
sé. Ýmsir munu náttúrlega ekki stíga
þar inn fæti vegna stjórnmálaskoðana,
en fyrir þá sem eru ekki svo stífir á
meiningunni er ágætlega huggulegt
að skreppa þangað inn af Laugaveg-
inum og fletta amerfskum tímaritum
eða bókum. Flesta daga eru líka
hreyfimyndasýningar á stórum skermi;
fyrst fréttamyndir og fræðsluefni frá
gervihnettinum World Net, en síðan
bíómyndir og þættir af myndbandi. ^
fimmtudag er það upptaka með tríói
djassistans Herbie Hancock, en á
föstudag Lengstur dagur, stórmynd
um innrásina í Normandí á d-degi. Þar
getur að líta stjömuflóö, til dæmis John
Wayne, Richard Burton, Henry
Fonda, Robert Mitchum og Rod Stei-
ger.
ÞUNGA GÁTAN
LARETT: 1 hugaður 6 lúðu 11 kisa 12 skír 13 þverskáru 15 ger
17 deila 18 skömm 20 þjóta 21 eirir 23 leir 24 kúgað 25 kramin
27 grunaði 28 múkkinn 29 þrek 32 bor 36 bleyta 37 liðamót 39
rænu 40 rödd 41 verur 43 tíndi 44 hringla 46 náhent 48 gripu 49
karldýr 50 ásjóna 51 sigraður
LÓÐRÉTT: 1 duglegum 2 segl 3 snæfok 4 grafa 5 rupla 6 glyr-
na 7 svið 8 hlaup 9 magnlaus 10 hljóðaði 14 lesa 16 gleði 19
sortulyngsber 22 slíta 24 hlýjar 26 gagnleg 27 ofn 29 masa 30
dans 31 vandræði 33 kuldi 34 stétt 35 grindin 37 datt 38
hryðjunni 41 bjálki 42 skelin 45 tunga 47 grip
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48