Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 37
FiMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992
37
LÍFIÐ EFTIR VINNU
Langdregið
BISKUP (VlGAHUG
REGNBOGANUM
......©...............
Stuttmyndin Biskup í
ivígahug hefur yfirbragð
jskólamyndar, hún er
lokaverkefni höfundarins, Stein-
gríms Dúa Mássonar, úr kvik-
myndaskóla í Lundúnum. Skóla-
myndir eru misjafnar eins og aðr-
ar kvikmyndir, þessi hlýtur að
skipast í flokk þeirra slökustu.
Hún verðskuldar vart annað en
falleinkunn. I kvikmyndaklúbb-
um fjölbrauta- og menntaskóla
hafa sést tilþrif sem síst eru lakari.
Myndin er kynnt sem vísinda-
skáldskapur og líklega hefur verið
ætlunin að hún yrði hreint ein-
staklega frumleg, að maður segi
ekki fríkuð. Það mistekst ansi
hrapallega. Ekki eitt augnablik er
myndin frumleg eða fyndin og
aldrei geggjuð eða skrítin. Það er
nefnilega ekki sama að láta allt
flakka í belg og biðu og að leyfa
frjóu ímyndunarafli að ríkja. Til
þess þarf mikinn aga. Handritið
er mestanpart vandræðalegt bull.
Ekki bjargar hin tæknilega hlið
myndarinnar heldur neinu. Kvik-
myndataka er slæm, lýsing slæm,
hljóðupptaka afleit. Það heyrast
varla orðaskil hjá leikurunum, en
það skiptir varla máli, því flestir
standa þeir sig hörmulega.
Kannski hafa þeir ekki vitað sitt
ijúkandi ráð.
Myndin er ekki löng, svona 35
mínútur. En á þessum stutta tíma
nær hún að verða fjarskalega
langdregin.
Egill Helgason
Hádegifyrir þá
sem sakna
mommu
HÓTELÓÐINSVÉ
★★
HELSTU KOSTIR: SVOKALLAÐUR
HEIMILISMATUR (HÁDEGINU,
NOKKUÐ LIPUR ÞJÓNUSTA OG
GARÐSKÁLINN ÞEGARVEÐRIÐ
HEGÐAR SÉR SKIKKANLEGA.
HELSTU GALLAR: STÖÐNUÐ OG
BRASKENND ELDAMENNSKA,
ÓFRUMLEGUR MATSEÐILL OG
VONDURINNRISALUR.
IMatsalurinn á Hótel Óð-
insvéum er ágætur stað-
ur fyrir þá sem vilja týn-
ast. Hótelið er hálffalið uppi í
Þingholtum þar sem kynslóðimar
sem aldar eru upp í úthverfunum
villast alltaf. En eins og á öllum
stöðum sem eru góðir til að týnast
á rekst maður alltaf á einhvern
sem maður þekkir á Óðinsvéum
og er kominn þangað í sömu er-
indagjörðum.
Fyrir utan möguleika á flótta
undan úthverfafólkinu er ágætt að
koma á Óðinsvé í hádeginu. Þá er
boðið upp á svokallaðan íslensk-
an heimilismat, sem er sá hluti
danska eldhússins sem íslenskur
landbúnaður getur staðið undir.
Falskur héri, hakkað buff og svo
framvegis. Og allt með sultu.
Einnig fiskbollur, plokkfiskur og
aðrar yfirunnar og -matreiddar
gjafir hafsins. Þar sem flestir eru
famir að borða pasta og grænmeti
heima hiá sér er heimsókn á Óð-
„Ekki eitt augnablik er myndin frumleg eða fyndin og aldrei geggj-
uð eða skrítin," segir Egill Helgason í gagnrýni sinni á Biskup í
vlgahug.
insvé í hádeginu eins og flassbakk
úr bemsku — ffá þeim tíma þeg-
ar mamma var heima og áður en
Jónas Kristjánsson og Sigmar B.
Hauksson sögðu eldamennsku
hennar stríð á hendur.
Ef menn sakna ekki bernsk-
unnar hafa þeir ef tdl vill ekki mik-
ið erindi á Öðinsvé. Eldamennsk-
an þar er ekki merkileg. Þrátt fyrir
að kokkarnir hafi raðað saman
kunnuglegum réttum á seðilinn
sinn er það ekki vegna þess að
þeir geti eldað þá betur en aðrir.
Hugmyndin er sjálfsagt sú að gera
öllum til hæfis og eins og alltaf
þegar það er reynt verður enginn
sérstaldega glaður. Og enginn sér-
staklega full heldur og tU þess er
leikurinn gerður. Þeir sem vilja
sækja eitthvað annað á veitinga-
staði en tryggingu fyrir því að
verða ekki sérstaklega fúlir ættu
því að leita annað.
Matsalnum á Óðinsvéum er
skipt í tvennt. Fremri salurinn
státar af þunglamalegum veitinga-
húsa-húsgögnum sem valin hafa
verið eftir pöntunarlista. Til að
komast í garðskálann þarf að
ganga í gegnum ffemri salinn og
því er hann ónæðissamur, þvert
ofan í þau skilaboð sem þung og
dökk innréttingin reynir að senda
gestunum. Garðskálinn er öllu
þægilegri; sérstaklega á vorin og
haustin þegar veðrið er fallegt séð
„Þrátt fyrir aö kokkarnir hafi raðaö saman kunnuglegum réttum á
seðilinn sinn er það ekki vegna þess að þeir geti eldað þá betur en
aðrir," segir í gagnrýni um matsalinn á Hótel Óðinsvé.
út um glugga en lífshættulegt ef
menn dvelja lengi utandyra.
Þjónustan á Óðinsvéum er
kurteis og fumlaus en verður
aldrei glæsileg.
Fjórmenningar
á Kjarvalsstöð-
__________um______________
[RIS FRIÐRIKSDÓTTIR, KRISTJÁN
STEINGRÍMUR, ÓLAFUR SVEINN
GlSLASON & RAGNAR STEFÁNS-
SON
KJARVALSSTÖÐUM
í vestursal Kjarvalsstaða
^^e*Psýna fjórir listamenn,
^Mtf^þau fris Friðriksdóttir,
Kristján Steingrímur, Ólafur
Gíslason og Ragnar Stefánsson.
Það var einmitt Ólafur Gíslason
sem hlaut Serra-verðlaunin fyrir
stuttu, en sióðurinn var stofnaður
að tilhlutan Richard Serra sem er
höfundur að útiverkinu í Viðey og
skal úthlutað úr honum til ungs,
efnilegs og upprennandi skúlptúr-
ista. Olafur uppfyllir þessi skilyrði
prýðilega. Sýningin er því tilvalið
tækifæri til að skoða hvað hann er
að fást við.
Það fyrsta sem maður tekur eff-
ir í öllum verkum Ólafs er að þau
byggjast upp á hvítmáluðum tré-
kössum, af ólíkum stærðum, en
allir eins gerðir. Sumir eru flatir og
hanga uppi á vegg eins og mál-
verk, aðrir eru eins og stöplar sem
notaðir eru undir verk á sýning-
um, og þeir minnstu passa í vasa.
En hvers konar hlutir eru þetta?
Málverk eða skúlptúrar? Lykilorð-
ið að sýningu Ólafs er að finna í
titlum að tveimur verkum,
„fgildi". Kassarnir eru ígildi, sem
þýðir væntanlega að þeir séu ígildi
listaverka, þ.e.a.s. jafngilda lista-
verkum eða eru staðgenglar fyrir
listaverk. Kannski er réttara að
tala um að kassarnir séu ígildi list-
rænna verðmæta eða gæða.
Framhald og meira afgagnrýni á
síðu 39.
18.00
18.30
18.55
19.00
19.25
20.00
20.35
20.40
21.35
22.25
23.00
18.00
18.30
18.55
19.00
19.25
20.00
20.35
20.40
21.30
22.20
14.00
16.00
18.00
18.25
18.55
19.00
20.00
20.35
20.40
20.45
21.10
21.35
23.10
'»,»lWfW;WiW ■J.K.dLC
17.00 Undur veraldar. Ókannaðir hlutar eyjunnar Borneo.
18.00 Konungabókin. Heimildamynd um fagurlega mynd-
skreyttar bækur frá Persíu.
18.30 Edouard Manet. Þáttur um þennan nafntogaða im-
pressjónista.
SUNNUDAGUR
17.00 Mengun í Norðursjó. Frá sjónarhóli fiskanna. E
17.30 Gerð myndarinnar Drowning by Numbers. Þáttur
um þessa mynd og leikstjórann, Bretann Peter
Greenaway.
18.00 Samskipadeildin.
Við mælum með... >
Við dauðans dyr. Inspector Morse - Dead on
Time. Bresk, 1991. Það ermikið fagnaðarefni
að Sjónvarpið skuli hafa keypt pakka með nýjum
myndum um Morse og Lewis aðstoðarmann
hans. Hér rannsakar gamli maðurinn lát há-
skólakennara og vitaskuld flækjast ástamál
hans ögn inn íþað. ★ ★ ★ ★
MMTUDAGUR
Fjörkálfar.
Kobbi og klíkan.
Táknmálsfréttir.
★Auðlegð og ástríður. Áströlsk sápa.
★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín.
Fréttir.
Blóm dagsins. Fjöruarfi.
★ ★ ★ Til bjargar jörðinni. Síðustu forvöð. í þessum
síðasta þætti er athygli beint að einstaklingum sem
hafa lagt sitt af mörkum til umhverfisverndar.
★ ★ Eldhuginn. Framhaldsmyndaflokkur. Þeldökk-
ur lögreglumaður sleppur úr fangelsi og fer að elta
bófa.
Nýjasta tækni og vísindi. Sigurður Richter sýnir
mynd um brjóstakrabba. Þáttaröð sem mætti alveg
missa sín. E
Fréttir.
h.iuiimiti
Sómi kafteinn.
Barnadeildin. Bresk þáttaröð um lífið á barnadeild á
spítala.
Táknmálsfréttir.
Magni mús.
★ Sækjast sér um líkir.
Fréttir.
Blóm dagsins. Bláberjalyng. En engin ber.
★ ★ Leiðin til Avonlea. Sara og nágrannarnir.
★ ★ Matlock. Kántrísöngvari í gervi lögfræðings.
★ ★ ★ Átta menn úr leik. Eight Men Out. Amerísk,
1988. Mynd sem kemur á óvart. Flún fjallar um stór-
hneyksli sem varð 1919 þegar hafnaboltamenn í liði
Chicago létu múta sér til að tapa leik í úrslitakeppni.
Myndin fangar tíðarandann afbragðsvel, hún er
ágætlega leikin og hafnaboltaatriðin eru þannig úr
garði gerð að engum þarf að leiðast.
inrr^—
(slenska knattspyrnan. Bein útsending frá leik í loka-
umferð íslandsmótsins. Ekki fæst uppgefið hver
hann verður en saman keppa: Valur og KR, (BV og
KA, Víkingurog Breiðablik, FHog Fram og Þórog (A.
(þróttaþátturinn. Logi sýnirof mikið golf.
Múmínálfarnir.
Bangsi besta skinn.
Táknmálsfréttir.
★ Strandverðir. Frekar stæltir strákar, en vart hægt
að búast við meiru.
Fréttir.
Lottó.
Blóm dagsins. Melgresi. Það er nóg af því.
Fólkið í landinu. Um heimsins höf í hálfa öld. Illugi
Jökulsson spjallar við Jón Steingrlmsson skipstjóra.
★ Hver á að ráða? Næstsíðasti þáttur. Við erum að
telja.
★ ★ ★ Ástarraunir. Crossing Delancy. Amerísk,
1988. Ansi hreint glúrin gamanmynd sem er byggð
á þekktu leikriti. Ung kona í New York á í ástarsam-
bandi við rithöfund. Amma hennar fær hjónabands-
miðlara í málið til að finna skárri eiginmann.
★ ★ ★ ★ Við dauðans dyr. Inspector Morse - Dead
on Time. Bresk, 1991. Það er mikið fagn-
aðarefni að Sjónvarpið skuli hafa keypt pakka með
nýjum myndum um Morse og Lewis aðstoðarmann
hans. Hér rannsakar gamli maðurinn lát háskóla-
kennara og vitaskuld flækjast ástamál hans ögn inn I
það. Frábært sjónvarpsefni.
SUNNUDAGUR
17.50 Sunnudagshugvekja. Þórarinn Björnsson guðfræð-
ingur hugleiðir.
18.00 Ævintýri úr konungsgarði.
18.30 Fyrsta ástin. Ástfangnir sænskir unglingar.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna.
19.30 F1 Vistaskipti. Ömurð.
20.00 Fréttir.
20.35 Sjö borgir. Sigmar B. í Glasgow — vonandi gleymir
hann ekki vísakortinu.
21.10 ★ Gangur lífsins. Yfirleitt fellur allt í Ijúfa löð að
lokum.
22.00 Lifandi eftirmyndir Jóhönnu. Bresk spennumynd í
tveimur hlutum sem byggð er á sögu Fay Weldon.
Eins við er að búast af höfundinum er söguþráður-
inn fáránlegur í meira lagi: Læknir, sem er skilinn við
konu sína, hefur látið gera af henni þrjár lifandi eftir-
myndir og ætlar að láta þær taka við hlutverki henn-
ar.
23.20 Sögumenn. Þáttaröð þar sem sögumenn frá ýms-
um löndum láta móðann mása. Flér eru þættirnir
kynntir, en fulltrúar íslands eru Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Þórður frá Dagverðará og Iðunn Steinsdóttir.
Er þetta góð hugmynd?
FIMMTUDAGUR
16.45 Nágrannar.
17.30 Með afa. Örn Árnason og skrípó. E
19.19 19.19.
20.15 Eiríkur. Eiríkur Jónsson þarf ekki lengur að vakna á
morgnana. Spurning hvort hann verður jafnófýrir-
leitinn í sjónvarpi og í útvarpi?
20.30 ★ ★ Fótboltaliðsstýran. Lið sem á erf-
itt uppdáttar.
21.25 Ættarveldið. Þriðji og síðasti hluti framhaldsmyndar
sem gerð er eftir metsölubókum Jackie Collins. Sápa,
kynlíf og sápa.
23.00 ★ Draugabanar II. Ghostbusters II. Amerísk,
1989. Fyrri draugabanamyndin var frábærlega
skemmtileg og frumleg, þessi er næstum alveg mis-
lukkuð. Því miður. Brandararnir eru ófyndnir, draug-
arnir leiðinlegir, draugabanarnir daufir, en Sigourney
Weaverfögur. E
uiimiirn—
16.45 Nágrannar.
17.30 Á skotskónum. Teiknimynd um stráka í fótbolta.
17.50 Á ferð með New Kids on the Block.
18.15 TrýniogGosi.
18.30 Eerie Indiana. E
19.19 19.19
20.15 Eiríkur. Jónsson.
20.30 HKæriJón.
21.00 ★★Lovejoy. Síðasti þátturinn um fornmunasalann
kærulausa.
21.55 ★★ Skóladagar. School Daze. Amerísk, 1988.
Leikstjórinn Spike Lee hefur ekki misstigið sig alvar-
lega síðan hann varð snögglega frægur fyrir rúmum
fimm árum. Þessi mynd, sem fjallar um líf í háskóla
fyrir svört ungmenni, hlýtur þó að teljast lánlausasta
verk hans. í aðra röndina er hann að hæðast að ung-
lingamyndum sem tröllriðu öllu á þessum tíma, en í
hina röndina er hann að gera ofurvenjulega ung-
lingamynd.
23.55 ★★ Stríðsógnir. CasualtiesofWar. Amerísk. 1989.
Brian de Palma þurfti líka að gera Víetnam-mynd,
eins og allir hinir. Að flestu leyti er henni þó ofaukið
þessari mynd, sem fjallar á hrottafenginn hátt um
deild bandarískra hermanna sem tekur innfædda
stúlku höndum og hefur hana til að gagnast dátun-
um, enda var hún engum til framdráttar sem tók
þátt í gerð hennar. Michael J. Fox og Sean Penn of-
leika báðir.
01.50 ★★ Skammhlaup. Pulse. Amerísk, 1988. Ekki af-
leitur vísindaskáldskapur. Heimiíistækin fara að
hegða sér undarlega. E
09.00 Með afa. örn Árnason spilar á gítar
10.30 Lísa í Undralandi. Teiknimyndaflokkur.
10.50 Spékoppar. Teiknimyndaflokkur.
11.15 Ein af strákunum.
11.35 Mánaskífan.
12.00 Landkönnun National Geographic.
12.55 Bílasport. E
13.25 Visasport. E
13.55 Samskipadeildin. Síðasta umferð íslandsmótsins í
fótbolta. Leikir sem geta skipt máli í baráttunni á
toppi og botni.
16.00 David Frost ræðir við Warren Beatty. Hefur kvenna-
bósinn frægi sofið hjá þrjú þúsund konum eða eru
þær bara þúsund? Þetta viljum við vita. E
17.00 ★ Glys. Sápuópera.
17.50 Létt og Ijúffengt. Matur.
18.00 Popp og kók. Um popp og bíó.
18.40 ★★ Addams-fjölskyldan.
19.19. 19.19.
20.00 ★ ★ Morðgáta. Pínulítið eru þeir farnir að verða
þreytandi þessir þættir og alveg er Angela Lansbury
mátulega aðlaðandi.
20.45 ★ ★ Stanley og fris. Stanley and Iris. Amerísk, 1990.
Við og við neyðast stórstjörnur af sauðahúsi Roberts
de Niro til að leika í væmnum vandamálamyndum
eins og þessari sem fjallar um einmana og hrakið
fólk sem sameinast um lestrarkennslu. Jane Fonda
leikur móti de Niro. Ágætlega gert, en samt óáhuga-
vert.
22.30 Kóka kóla-rokk. Bein útsending frá verksmiðju Vífil-
fells. Þar leika Sálin, Síðan skein sól, Júpíters, Þúsund
andlit, Todmobile, Bubbi Morthens, Jet Black Joe,
Kolrassa krókríðandi og KK-bandið — allt í tilefni af
því að það eru fimmtíu ár síðan þeir fóru að fram-
leiða kók á íslandi. Auðvitað var það fýlgifiskur stríðs-
ins og Kanans.
01.00 ★★ Leyfið afturkallað. Licence to Kill.
BreskJbandarisk, 1989. Frekar reyndist nú
Timothy Dalton fúll James Bond. E
SUNNUDAGUR
09
09.
09.:
09.-
10.
10
11.1
ii.:
12.1
.00 Kormákur.
10 Regnboga-Birta.
20 ÖssiogYlfa.
45
10
35
00
30
00
13.1
15.-
17.1
18.(
18.:
19.
20.1
20. :
21.:
22.
23.
Dvergurinn Davíð.
Prins Valíant.
Maríanna fyrsta.
Lögregluhundurinn Kellý.
í dýraleit.
★ ★ Grjótgarðar. Gardens ofStone. Amerísk, 1988.
Coppola hefði átt að láta Apocalypse Now nægja.
Með þessari mynd sem tengist Víetnamstríðinu aug-
lýsti hann eigin hugmyndafátækt. Samt vel leikin. E
ítalski boltinn. Bein útsending. Besti fótbolti í heimi.
Paui McCartney. Heimildamynd um mikla tónleika-
ferð sem bítillinn fór árið 1990. E
Listamannaskálinn. Þýska tónskáldið Paul Hindem-
ith. Atli Heimir telst víst til nemenda hans. E
Lögmál listarinnar. Breskur myndaflokkur um fólk
sem á peninga til að kaupa sér list.
★ ★ ★ ★ Kalli kanína og félagar. Ekta amerískt
skrípó.
19.19.
★ Klassapíur. Leiðinlegar, Ijótar og vitlausar amerísk-
ar kerlingar.
,25 ★ ★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur.
,20 Örlagasaga. Fine Things. Amerísk.
,55 ★ ★ Arsenio Hall.
,40 ★ ★ Peggy Sue gifti sig. Peggy Sue Got Married.
Amerísk, 1986. Coppola aftur. Þolanlega skemmtileg
mynd og stundum frekar snjöll, þótt líklega verði að
teíja hana-enn eitt merkið um það hversu Coppola
er útbrunninn. Kathleen Turner er of gömul fyrir
hlutverkið og Nicholas Cage er óþolandi að vanda. E
00
00
50
★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt © Ömurlegt E Endursýnt efni