Nýja dagblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 1
HistaúttHiiílifliitiiiiisoiiði! lýsir sig gjaldþrota Kolanámur í Englandi Hann haiði áðnr veriö Gustav A. Sveinsson hæsta- réttarmálaflutningsmaður hef- ir verið kærður fyrir fjárdrátt. Hann hefir sem málaflutnings- maður haft stórfé handa á milli, sem hann hefir ekki skilað til hlutaðeigenda. Kæran er frá Sparisjóði Bolungarvíkur. Kærði hefir í gær tilkynnt lögmanninum í Reykjavík, að hann óski eftir, að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta. Álitið er, að skuldirnar muni nema um 70 þúsundum króna. Lögregluréttarrannsókn út af i kærftttr íyrir ijársvik kærunni hefir enn ekki verið hafin. En samkvæmt gildandi lögum ber að framkvæma slíka rannsókn út af gjaldþrotum yfirleitt. Gustav A. Sveinsson er framkvæmdastjóri fyrir Spari- sjóð Reykjavíkur og nágrenn- is. Hann er fyrverandi formað- ur stjórnmálafélagsins „Vörð- ur“. Það var hann, sem íhald- ið ætlaði sér að gera að lög- reglustjóra hér í Reykjavík, ef því hefði tekizt að flæma Her- mann Jónasson úr embætti. Innbrotið í fyrrinótt Þjóinafturitm nexnur 1500 krónum- í fyrrinótt var brotist inn hjá Jóhannesi Norðfjörð úr- smið á Laugaveg 18. Þegar komið var þangað til vinnu fyrst um morguninn urðu starfsmennimir þess var- ir, að ýmislegir smámunir, sem höfðu staðið í litlum glugga, er vissi að stíg. inn 1 portið, höfðu verið teknir niður og látnir á gólfið. Þegar nánar var aðgætt, var saknað ýmsra verðmætra múna og kom þá í ljós, að hér hafði innbrotsþjófur verið að verki. Hefir hann komizt inn um gluggann, sem annað hvort hefir verið illa kræktur aftur eða ókræktur. Nýja dagblaðið átti í gær tal við Jóhannes Norðfjörð og sagði hann að verðmæti þeirra muna, sem teknir hefðu verið, myndi vera um' 1500 kr. Er þar á meðal 1 kvenmannsúr, sem er 300 kr. virði, 7 karlmanns- úr, sem eru frá 80—100 kr. virði hvert. Auk þess hefðu verið teknir margir sjálfblek- ungar, hringar, armbönd, sígar- ettuveski, hálsfestar o. fl. Lögreglan hafði ekki haft upp á þjófnum', þegar blaðið vissi seinast í gær. iHorln I taiplélaoi Rtbyða Eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu var uppvíst fyrir skömmu um ótrúlega mikla vörurýmun hjá Kaupfé- lagi Alþýðu og afhenti þá stjóm félagsins lögreglunni málið til rannsóknar. Hefir Jónatan Hallvarðsson fulltrúi lögreglustjóra haft yf- irheyrslur í því undanfama daga. Hafa verið yfirheyrðir þeir Þorvaldur Jónsson, sem var forstöðumaður félagsins frá því í maí 1932 og til 25. nóv. 1983, og Jón Sigurjónsson, sem verið hefir kauþfélagsstjóri síðan, en starfsmaður við fé- lagið hefir hann verið frá 1. okt. 1932. Hefir Jón játað á sig, að hafa tekið peninga öðru hvoru úr sjóði félagsins frá því fyrsta, og geti hann ekki sagt með vissu, hversu mikil sú upphæð sé samanlögð Er ekki hægt að segja, að svo stöddu, hversu míkill fjár- dráttur hafi átt sér þama stað, en hann getur numið allt að 10 þús. kr. Jónatan Hallvarðsson hefir fengið þá Ara Thorlacius og Helga Sivertsen til að rann- saka fjárreiður félagsins. Held. ur rannsóknin áfram næstu daga og verða fleiri m'enn yfir- heyrðir. Kaupfélag Alþýðu var stofn- að seint á árinu 1931. Ásgeir Pétursson var fyrsti kaupfé- lagsstjóri þess, en lét af því í maí 1932. Síðan hafa þeir tek- ið við eins og áður segir, Þor- valdur og Jón. Stjómin hefir fengið Skúla Jóhannsson verzlunarmann til að veita félaginu forstöðu fyrst um sinn. Myndin hér að ofan er af byggingum þeim, sem starfræktar eru í sambandi við Aller- ton Bywater Colliery námumar, sem eru einhverjar stærstu kolanámumar í Englandi. — Dnskur ferðamður, sem heimsótti námumar, segir frá þeim á þessa leið: Við námurnar vinna 5000 manns. Aðalvinnustaðurinn er um 600 m. undir yfirborði jarðar. Þessa leið nið- ur fór maður á einum 40 mín. öll nútímatækni hefir verið notfærð . í sambandi við kola- gröftinn. Sjálfar kolavinnzluvélarnar sáust ekki. Það var skiljanlegt, því náman nær orð- ið um 6 km. út til aUra hliða. Tollsvik Þjóan á Gallfossi flytur inn 115 kg. ai tollsviknn tuggngúmmii. Karoly Szenássy Paganinihljómleikar Á síðari árum hefir fjölgað mjög heimsóknum ýmsra tón- listarmanna. En farið hefir þar, sem víðar, að „misjafnir sauðir“ hafa verið í þeirri hjörð — márgir lélegir og í méðallagi, en líka nokkrir framúrskarandi. Einn þeirra síðasttöldu er Ungverjinn Ka- roly Szenássy, sem hér hefir dvalið að undanfömu. Hann hefir haldið nokkra hljómleika og nú síðast í Iðnó í fyrra- kvöld. Viðfangsefnin voru að þessu sinni öll eftir ítalska fiðlusnillinginn og tónskáldið Paganini, hinn allra mesta undramann, sem nokkumtíma hefir á fiðlu leikið. Það var heldur ekkert vafaatriði að þessar tónsmíðar voru ekki meðalmannsraun — þar þurfti snilli. En hún virtist svo, að „tekniskir“ erfiðleikar voru ekki til. — Að dæma um m'eð- ferð tónsmíðanna, á þessu stigi getu og kunnáttu, er aðeins fárra méðfæri, svo að nokkur rök liggi til. En „ólærður“ áheyrandi áttar sig varla á, hvort furðulegra er, fimin og og leifturhraðinn eða sjálfir tónarnir, sem listamaðurinn töfrar úr þessu litla hljóðfæri, ýmist titrandi mjúkir og ang- urblíðir eða magnþrungið sindur suðrænna ástríðna og skapofsa. — Áheyrendurnir sátu sem töfraðir undir hverju lagi þar til lófatakið brauzt út, og að síðustu varð lista- maðurinn að leika tvö aukalög, en samt var haldið áfram að I síðastl. mánuði var Frí- mann Guðjónsson, þjónn á Gullfossi, kærður af tollstjóra fyrir óleyfilegan innflutning á „tuggugúmmí" og afhenti hann lögreglunni málið til rannsókn- ar. Við rannsókn kom það í ljós, að Frímann var búinn að flytja London kl. 16, 13./9. FÚ. Óeirðunum á Rhode Island, í sambandi við verkfallið í vefn- aðariðnaðinum, heldur enn áfram, og í morgun skaut lög- reglan á 5000 manns, sem ráðizt höfðu á verksmiðjur og vefnaðarverzlanir. Fjórir menn særðust hættulega, og einn hefir síðan dáið af sárum, er hann hlaut. Tvær sveitir her- manna hafa verið sendar á vettvang, lögreglunni til að- stoðar. óeirðir hafa orðið víða í Bandaríkj unum, þar sem verk_ smiðjur hafa áður verið settar undir lögregluvernd. Formaður verkfallsnefndar gaf út boðskap í dag, þar sem hann segir, að úr því svo hafi klappa þar til allir voru von- lausir um að fá að heyra meira að þessu sinni. Es. inn 115 kg. af tollsviknu „tuggugúmmí“ og selja það ýmsum verzlunum hér í bæn- um'. Var hann dæmdur til að greiða þrefaldan toll eða kr. 7,50 af hverju kg. og auk þess 150 kr. sekt. farið, að vinnuveitendur hafi hafnað tilboðinu um að setja málið í gerðardóm, megi við _ því búast, að verkfallið standi yfir í að minnsta kosti einn mánuð enn, ef það eigi að ná tilgangi sínum. Baan áþýzkumbltti- um I Austurrfkl Berlín kl. 8, 13./9. FÚ. í Austurríki hefir hið al- menna bann á sölu þýzkra blaða verið framlengt um 3 mánuði frá 16. þ. m. að telja. Bannið nær til svo að segja I allra dagblaða, sem gefin eru ! út í Þýzkalandi, en flest tíma- ' rit og sérfræðirit eru undan- ' þegin banninu. Verkfallsóeirðirnar í Bandaríkjunum Lðgreglan ber vopn á verkfallsmenn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.