Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						HERMANN PÁLSSON HASKOLAKENNARI:
KONÁN Á BREIÐABÓL-
STAD I VESTURHÓPI
Hinir fornu íslenzku annálar eru
yfirleitt enginn skemmtilestur, enda
var þeim ætlað að gegna næsta ein-
hæfu hlutverki. Helzti tilgangur ann-
álaritunar var að ársetja atburði, sem
margir hverjir voru kunnir af ýmiss
konar heimildum. Tímatalið er því
stærsti skerfur þeirra til þekkingar
á sögu þjóðar vorrar, og raunar veita
annálarnir einnig töluverða vitneskju
um forna sögu nágrannalanda vorra,
svo sem Noregs og Orkneyja. Ann-
álarnir eru sérstaklega mikilvæg
heimild fyrir þá sök, að mörgum
sagnariturum vorum var ósýnt um
tímatalsfræði, þótt Ari fróði hefði
la,gt mikla áherzlu á slíkt. Stofninn
í hínum fornu annálum vorum um
atburði fram yfir 1100, mun vera
runninn frá Ara sjálfum, eins og
Barði Guðmundsson hefur sannað í
merkilegri grein um þetta efni.
Þótt annálahöfundar legði yfirleitt
mikla áherzlu á að minnast höfuð-
viðburða, innlendra og útlendra,
slæðast þó með töluvert af minnihátt
ar atriðum, sem virðast í fljótu bragði
koma sögu þjóðarinnar næsta lítíð
við. Þetta er þó næsta eðlilegt, því
að annálaritari hefur ekki getað stillt
sig um að minnast atbúrða, sem vörð-
uðu ætt hans sjálfs eða ævi. Þannig
er því háttað um atburði sögualdar,
sem getið er í annálum, að þeir varða
forfeður Ara fróða, en slíkt varð
Barða Guðmundssyni mikilvægur
leiðarvísir um upptök fornra annála.
Hinir fornu annálar eru nú ekki
til í eldri gerðum en frá 14. öld, þótt
auðsætt sé, að stuðzt hafi verið enn
eldri gerðir. Við annála Ara fróða
mun hafa verið aukið, eftir því sem
tímar liðu. Til hafa verið annálar,
sem náðu fram yfir aldamótin 1300,
og nú eru aðrar gerðir til frá síð-
ara hluta 14. aldar. Af einstökum
héruðum, sem tengd eru við annála-
ritun, má sérstaklega geta um Húna-
vatnsþing. Síra Einar Hafliðason á
Breiðabólsstað í Vesturhópi tók sam-
an Lögmannsannál um 1362, en síðan
var aukið við annálinn fram til árs-
ins 1392. Síra Einar getur í annál
sínum næsta ótæpilega um atburði í
ævi sinni og Hafliða föður síns, og
þannig verður Lögmannsannáll ekki
einungis heimild um timatal í sögu
veraldar og fslands, heldur einnig
skrá um atburði í ævum þefrra feðg«
anna á Breiðabólsstað. Um 1390 var
saminn annar annáll í Húnavatns-
þingi. Það var gert í Víðidalstungu
á vegum Jóns Hákonarsonar, en rit-
ari annálsins var Magnús prestur Þór
hallsson. Magnús studdist að sjálf-
sögðu við eldri annála, en sjálfur hef
ur hann þó samið síðustu kaflana.
Eins og eðlilegt var, mun Magnús
hafa notað annál síra Einars Hafliða-
sonar, sem átti heima í nágrenninu,
en auk þess hefur hann hagnýtt sér
svokallaðan Konungsannál eða. ein-
hverja annálsgerð, sem honum var
náskyld. Annáll Magnúsar í Víðidals
tungu er yfirleitt kallaður Flateyjar-
annáll af þeirri ástæðu, að skinnbók-
in, sem varðveitir hann, gengur undir
nafninu Flateyjarbók.
Síra Einar Hafliðason er oftast tal-
inn vera niðji Háfliða Mássonar á
Breiðabólsstað (d. 1130), og ráða
menn slíkt af Hafliða-nafninu og bú-
stað þeirra. Hafliði er engan veginn
algengt heiti, og það virðist í fljótu
bragði merkileg tilviljun, ef tveir
Hafliðar , sem báðir áttu heima á
Breiðabólsstað, hafi verið óskyldir,
þótt.um það bil tvær aldir skilji þá.
Hafliði Steinsson fæddist árið 1253,
en Hafliði Másson mun vera fæddur
skömmu fyrir miðja 11. öld. En séu
heimildirnar gaumgæfilega athugað-
ar, kemur annað í Ijós. í Lárentíus-
sögu eftir síra Einar Hafliðason er
getið um móður Lárentíuss biskups,
en hún átti einmitt heima á Breiða-
bólsstað hjá Hafliða Steinssyni. Síra
Einar getur þess, að hún hafi verið
komin af Illuga presti Bjarnasyni,
sem fluttist að Breiðabólsstað frá
Hólum, þegar Hólastóll var stofnað-
ur árið 1106. Hins vegar minnist síra
Einar þess hvergi, að Hafliði Steins-
son sé kominn af Hafliða Mássyni,
og má slíkt merkilegt heita, ef hon-
um hefur verið kunnugt um þenna
skyldleika og látið þó undir höfuð
leggjast að minnast þess. Ástæðan
til slíks var ekki sízt brýn af þeim
sökum, að dóttir Hafliða Mássonar
giftist syni Illuga Bjarnasonar, eins
og síðar verður rakið. Og þegar Lög
mannsannáll er kannaður, kemur
einnig annað merkilegt í ljós. Hinir
fornu annálar geta flestir um lög-
deilu þeirra Hafliða Mássonar og Þor
gils Oddasonar, en Lögmannsannáll
nefnir Hafliða ekki einu sinni á nafn.
Og í þríðja lagi er það eftírtektar-
'HERMANN   PÁLSSON
vert, að á síðara hluta 12. og fyrri
hluta 13. aldar að minnsta kosti,
virðist Breiðabólsstaður ekki hafa
verið í ábúð niðja Hafliða Mássonar.
Hins vegar munu ábúendur Breiða-
bólsstaðar um þessar mundir hafa
verið komnir af Húnröði, afa Hafliða
Mássonar.
Ég hef þegar getið þess, að Flat-
eyjarannáll hefur notað Konungs-
annál, en þessir tveir annálar geta
ýmissa atburða, sem varða Hafliða
Másson og er ekki minnzt annars
staðar í fornum heimildum. Á þessu
geta ýmsar skýringar verið tiltæki-
legar, en einföldust væri sú, að hér
sé um annálsgerð að ræða, sem rituð
væri af einhverjum niðja eða frænda
Hafliða Mássonar. f Konungsannál
koma fram viðhorf, sem benda ein-
dregið í slíka átt, og í annálum eru-
önnur atriði, sem bera með sér, að
hann sé ritaður í Húnavatnsþingi. Af
einstökum atriðum, 'sem sérstaklega
eru tengd við Hafliða Másson og fjöl-
skyldu hans í Konungsannál og Flat-
eyjarannál, má minna á þrjú: Ann-
álar þessir geta um dánarár Hafliða
(1130) og Ingimundar tengdasonar
hans  (1150), og í þessum annálum
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAB
S
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 577
Blašsķša 577
Blašsķša 578
Blašsķša 578
Blašsķša 579
Blašsķša 579
Blašsķša 580
Blašsķša 580
Blašsķša 581
Blašsķša 581
Blašsķša 582
Blašsķša 582
Blašsķša 583
Blašsķša 583
Blašsķša 584
Blašsķša 584
Blašsķša 585
Blašsķša 585
Blašsķša 586
Blašsķša 586
Blašsķša 587
Blašsķša 587
Blašsķša 588
Blašsķša 588
Blašsķša 589
Blašsķša 589
Blašsķša 590
Blašsķša 590
Blašsķša 591
Blašsķša 591
Blašsķša 592
Blašsķša 592
Blašsķša 593
Blašsķša 593
Blašsķša 594
Blašsķša 594
Blašsķša 595
Blašsķša 595
Blašsķša 596
Blašsķša 596
Blašsķša 597
Blašsķša 597
Blašsķša 598
Blašsķša 598
Blašsķša 599
Blašsķša 599
Blašsķša 600
Blašsķša 600