Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 10
Nafn: Indíana Auðunsdóttir Aldur: 24 ára Braut: Myndlist Lokaverkefni: Ég er að fjalla um töffaraskap. Ég fékk nýlegan jeppa, rándýran Landcruiser sem er í láni frá Toyota-umboðinu. Ég er að breyta honum í rosalegan sportbíl. Ég er búin að setja á hann fjórfalt púst og spoiler og ljós og ýmislegt. Ég er aðeins að ganga út í öfgar í töffaraskapnum. Það er ákveðið vald sem fylgir jeppanum og ég er að gera það ennþá sýnilegra með að bæta þessum aukahlutum á. Hann lítur ekki út eins og venjulegur bíll, hann er of ýktur til þess. Honum verður stillt upp úti í portinu og það verður eins og einhver hafi bara keyrt inn á sýninguna á honum. Skólinn: Þetta nám hefur gerbreytt allri myndlistarsýn minni. Maður fór í þetta nám með hálfbrenglaðar hugmyndir um myndlist. Ég ætlaði upphaflega að sækja um grafík. Ég fór eiginlega alveg á hinn endann á því sem ég byrjaði á. Hvað næst?: Ég stefni á að fara í meistaranám, ekki strax að vísu. Ég ætla aðeins að vinna til að rétta fjár- haginn af því maður nær aldrei endum saman á námslánum. Maður hefur líka gott af því að taka sér pásu og þroskast í myndlistinni. Svo er bara um að gera að vera opinn fyrir tækifærum og efna til sýninga. 10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|5|2004 MORGUNBLAÐIÐ Árleg útskriftarsýning Listaháskóla Ís- lands verður opnuð á laugardaginn kl. 15 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu. Tæplega 60 manns eru að útskrif- ast, um 25 úr myndlistardeild og 33 úr hönnun (þar með talið í fata- og text- íldeild). Útskriftarsýning fata- og textílhönn- unarnema verður aðeins fyrir boðsgesti fyrir opnun en verður sýnd áfram á skjá í safninu. Fyrsta og annars árs nemar verða hins vegar með sýningu kl. 18 á laugardaginn. Listasafnið er búið að vera lokað síð- an í síðustu viku og hafa nemendur lagt nótt við dag að setja upp verkin sín og lítið farið fyrir góðum nætursvefni. Af þessu tilefni ræddi Fólkið við tvo útskriftarnema til að fá nasaþef af því fjölmarga sem verður í boði á sýning- unni. Viðfangsefni þeirra beggja tengist hugmyndum um kynferði, þó á ólíkan hátt. Annað sem er til umfjöllunar á sýningunni er m.a. siðferði í auglýs- ingum, mannbætandi herferðir eiga sér stað, kústur sem er líka gítar og gerir heimilisstörfin skemmtilegri er þarna sem og fótbolti úr glæru plasti og teiknimynd með frumsaminni tónlist. Ennfremur er hafin röð útskrift- artónleika, sem standa til 29. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem útskrifaðir eru nemendur með háskólapróf í tónlist á Íslandi. Þeir sem komast ekki á opnunina þurfa ekki að örvænta því sýningin verð- ur opin daglega eftir opnunina frá 10 til 17 og stendur til 31. maí. Ennfremur verður boðið upp á leiðsögn fyrir hópa alla virka daga milli 9 og 14 en þá munu nemendur veita gestum innsýn í verkin. |ingarun@mbl.is T ís ka , m y n d li st , h ö n n u n T ís ka , m y n d li st , h ö n n u n og tónlist 15. maí Útskriftarsýning LHÍ opnuð í Hafnarhúsinu Nafn: Helga Valdís Árnadóttir Aldur: 25 ára Braut: Hönnun Lokaverkefni: Ég er að hanna skilaboð til stelpna. Með þessu er ég að hugsa um allar þessar hefðir og venjur sam- félagsins sem beinast aðallega að stelpum en strákar fara ekkert eftir. Þegar við förum á unglingsaldurinn hættum við oft að hugsa hvað við viljum vera og hvað við viljum gera og förum að hugsa – hvað get ég gert til að öðrum líki við mig. Skilaboðin verða í formi spjalda og líka á vefsíðunni www.this.is/stelpur þar sem hægt er að lesa allt um verk- efnið. Þar verður m.a. hægt að senda myndskilaboð áfram til að koma hugleiðingunum á framfæri. Verkið heitir Þæg eða óþæg? Þessi umræða kemur upp af og til en fólk er ekki sammála um hvaða stelpur eru hvað. Ég er ekki að reyna að segja stelpum hvernig þær eigi að vera heldur vekja til umhugsunar. Hver er þín hlið? Hver er þín skoðun? Skólinn: Hugur manns hefur opnast og maður er orðinn meðvitaðri um samfélagið. Maður er búinn að vera að skoða margar hliðar samfélagsins því auglýsingabransinn er þannig. Þú verður að skilja svo margar hliðar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt nám og er búinn að vera ofboðslega skemmtilegur tími. Maður opnast og er meðvitaðari um það sem er að gerast í kringum mann. Hvað næst?: Ég er svo heppin, ég er búin að fá vinnu sem grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Expo markaðs- stofu. Ég er bara að fara að vinna á mánudaginn, get varla hvílt mig eftir þessa törn en það kemur! Þæg eða óþæg? Morgunblaðið/Árni Torfason Töffaraskapur Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.