Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003
ÍTALSKI forvörðurinn Cinzia
Parnigoni vinnur hér að hreins-
un Davíðs eftir ítalska endur-
reisnarlista-
manninn
Michel-
angelo í
Flórens á
Ítalíu. Líkt
og oft áður
er hreinsun
þekktra
listaverka
hefur staðið
fyrir dyrum
hafa verið
uppi miklar
deilur í alþjóða listasamfélaginu
um hreinsun styttunnar og þau
hreinsiefni sem notuð eru, en
Davíð er með þekktari listaverk-
um endurreisnartímans.
El Greco í Metro-
politan safninu
SAFN verka hins grískættaða El
Greco, eða Domenikos Theo-
tokopoulos eins og hann hét
réttu nafni, verður til sýnis í
Metropolitan safninu í New York
til áramóta. Sýningin er sú
fyrsta á verkum El Greco í
Bandaríkjunum í 20 ár, en lista-
maðurinn
sem vakið
hefur mikla
athygli lista-
manna,
gagnrýn-
enda og
safnara frá
því á 19. öld
þótti full
sérkenni-
legur fyrir
smekk samtímamanna sinna á
17. öld. Alls verða ein 80 verk,
sem safnað hefur verið saman
víða úr heiminum, á sýningunni,
en sérstakri athygli hefur verið
beint að síðari verkum hans sem
einkennast af dulrænum
áherslum.
„Eitt af því áhugaverðara,
burt séð frá því að sjá safn El
Greco verka á sama stað, er að
virða fyrir sér áhrif þessara
gömlu meistara á nútímalist,“
sagði Keith Christiansen safn-
vörður við Metropolitan, en El
Greco hafði m.a. mikil áhrif á
Picasso.
Á rúllandi ferð
ALL-sérstæð sýning stendur nú
yfir í bandaríska bygginga-
listasafninu, American Building
Museum, í Washington og er hún
tileinkuð rúllustigum, lyftum og
hreyfanlegum gangvegum. Sýn-
ingin nefnist Up, Down, Across:
Elevators, Escalators and Mov-
ing Sidewalks og er að sögn
stjórnenda fyrsta sýningin sem
tileinkuð er rúllustiganum og
lyftunni, arkitektúr þeirra og
áhrifum á nútíma þægindi.
Uppruna lyftunnar má rekja
ein 150 ár til baka er ungur vél-
virki, Elisha Otis kynnti fyr-
irbærið fyrir áhorfendum í á
sýningu í Crystal Palace í Lund-
únum 1854. „Það áhugaverða er
að á þeim rúmlega hundrað ár-
um sem eru liðin þá hefur lyftan
orðið hraðskreiðari og fágaðri
en hún hefur samt ekki breyst,“
hafði Voice of America eftir
Abbot Miller, stjórnanda sýning-
arinnar.
Davíð
hreinsaður
ERLENT
Heilög Veróníka
með klæðið helga eftir
El Greco.
Göngum Pompidou safnsins er veitt
athygli á sýningunni.
LISTAMENN sem ekki eiga formlegt listnám
að baki, gjarnan nefndir næfir eða alþýðulista-
menn, setja áberandi svip á sýningar Listasafns
Reykjavíkur um þessar mundir. Þannig taka
þjóðkunnar viðarverur Sæmunds Valdimarsson-
ar til að mynda á móti gestum Kjarvalsstaða
þessa dagana, en safnið hýsir einnig næstu mán-
uði sýningaröðina List án landamæra þar sem
sjónum er beint að verkum fatlaðra einstaklinga,
og í Hafnarhúsinu má finna hina jákvæðu og
skemmtilega nefndu Yfir bjartsýnisbrúna – þar
sem tengsl alþýðulistar og samtímalistar eru
könnuð.
Skógarbúarnir
Það hefur ekki margt breyst í list Sæmundar
Valdimarssonar frá því hann hóf að höggva út
styttur úr rekavið snemma á áttunda áratug síð-
ustu aldar enda, líkt og Aðalsteinn Ingólfsson
bendir á í sýningarskrá, ekki við slíku af búast af
rosknum listamanni. Það hefur hins vegar aldrei
komið niður á vinsældum Sæmundar sem á sér
fjölda dyggra aðdáenda. Eftirspurn eftir verkum
hans hefur líka verið meiri en framleiðnin þrátt
fyrir mikla afkastagetu. En Sæmundur hefur á
rúmlega þrjátíu ára ferli náð að vinna ein 500
verk.
Sýningin sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð-
um geymir þó ekki nema brot þess fjölda, sem að
mestu er unninn frá síðustu stórsýningu Sæ-
mundar í Gerðarsafni 1998. Og þó nokkrir gamlir
kunningjar skjóti upp kollinum eru flest verk-
anna ný, m.a. hin snögghærða Líf (2003) sem,
með dularfullt bros á vör, horfir dapureyg út yfir
sýningarrýmið og hin tignarlega grænhærða
Ástkona Picasso (2002). Líkt og í eldri verkunum
er það hér hæfni Sæmundar til að manngera við-
inn sem hleypir lífi í trjádrumbana sem tálgaðir,
mótaðir og skreyttir verða ýmist karlkyns, kven-
kyns, tvíkynja eða hvorugkyns í meðförum lista-
mannsins. Og þó vinnubrögð Sæmundar hafi um
margt orðið fágaðri og meiri rækt lögð við smáat-
riðin eftir því sem vald hans á verkfærunum hef-
ur aukist hefur hann líka öðlast öryggi til að leyfa
náttúrunni sjálfri að njóta sín þar sem við á. Er
notkun hans á berki viðarins einmitt skemmti-
legt dæmi um slíkt í nokkrum nýrri verkanna,
m.a. í síamstvíburunum Gleði (2001), Tveimur
andlitum (2001), Nýsköpun (2001) og Jóni Oddi
og Jóni Bjarna (2001) er samvaxnir gjóa hvor
annan augum. Sá leikur listamannsins að
náttúrulegu yfirborði viðarins sem einkennir
þessi verk fjarlægir þau þó á vissan hátt sæbar-
inni veröld rekaviðarins og færir þær á ný nær
uppruna sínum innan skógarins. Hefðbundin stíl-
brigði Sæmundar eru engu að síður auðþekkj-
anleg hér sem annars staðar og eru hverri veru
veitt persónusérkennin sem fella þær að ævin-
týralegum þjóðflokki Sæmundar.
Alþýðulist og alþýðleg list
Sæmundur er hins vegar ekki einn um að nota
viðinn í listsköpun sinni því fjölmargar ólíkar við-
arverur má líka finna á sýningunni Yfir bjart-
sýnisbrúna, m.a. Fólk og fénað Laufeyjar Jóns-
dóttur frá Sæbóli í Húnaþingi, Fólk Helga
Björnssonar frá Huppahlíð í Húnaþingi og hina
bráðskemmtilegu Mjallhvíti og dvergana sjö eft-
ir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur frá Akureyri svo
dæmi séu tekin.
Sýningin Yfir bjartsýnisbrúna er samvinnu-
verkefni Listasafns Reykjavíkur og Safnasafns-
ins á Svalbarðsströnd og virðist að stórum hlut
hugarfóstur sýningarstjórans, Niels Hafsteins
forstöðumanns Safnasafnsins, er leggur upp með
þá hugumstóru fyrirætlan að brúa bil megin-
strauma og jaðarsvæða innan myndlistarinnar
og birtir graf af hringferli myndlistar í sýning-
arskrá máli sínu til stuðnings. Hvort bil meg-
instrauma og jaðarsvæða er brúað með sýning-
unni skal látið ósagt, þó tengslin sem víða má
finna með verkum alþýðulistafólksins og hinna
lærðu bendi vissulega til þess að gjáin sé ekki
alltaf svo ýkja breið.
Einlægnin kann vissulega að vera meira
ríkjandi í verkum alþýðulistamannanna, líkt og
sjá má í jafn ólíkum verkum og steinmyndum
Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og klippi-
myndum Maríu Jónsdóttur frá Hvolsvelli, sem
og nákvæmnin líkt og tálgað tréfólk Helga
Björnssonar ber með sér, þar sem vandlega er
gætt að einstaklingseðli hvers og eins – jafnt
prests sem hunds. En á móti kemur skerpan og
húmorinn í verkum hinna lærðu myndlistar-
manna. Litrík fósturlaga Hanaegg Ólafar Nordal
og verk Gabríelu Friðriksdóttur Meðferð og
Árás minnimáttarkenndarbakteríanna eru bæði
gott dæmi um slíkt, sem og Gulrótarregla Hann-
esar Lárussonar. Tengslin við framandi ævin-
týraheima verða þá einnig oft meiri í verkum
hinna síðarnefndu sem nota eldri sagnaheima til
að særa fram nýjar og ferskar útgáfur af fram-
andlegum vættum og verum, líkt og Hanaegg
Ólafar og kómískir þúfulingar Guðrúnar Veru
Hjartardóttur bera með sér. Hversdagurinn og
náttúran reynast hins vegar kollegum þeirra öllu
hjartfólgnari, líkt og sjá má á Fleygum, fuglum,
Ágústar Jóhannssonar á Hvammstanga.
Hvað sem háleitum hugmyndum um tengsl
ólíkra heima líður er ljóst, líkt og Níels bendir
réttilega á, að íslensk samtímalist nýtir sér að
ýmsu leiti verklag og aðferðafræði alþýðulista-
fólks. Sú skemmtilega sýning sem Yfir bjart-
sýnisbrúna er undirstrikar vissulega þau tengsl.
Hennar er þó fyllilega hægt að njóta án þeirrar
forsendu, enda líflega upp sett og vandlega út-
hugsuð sem gerir það að verkum að sýningarsal-
ir Hafnarhússins hafa sjaldan notið sín jafnvel.
Byggingarsögustiklur
Húmorinn sem svo víða má finna í verkum
samtímalistarmannanna í Yfir bjartsýnisbrúna
er kannski ekki einkennandi fyrir verk íslenskra
arkitekta, þó hugmyndir Einars Þorsteins Ás-
geirssonar um kúlulaga íbúðir fyrir prestskandí-
data á Hallgrímskirkju (1974) einkennist vissu-
lega af nokkrum gáska og gamansemi.
Byggingarlist er hins vegar almennt fjárfrekari
framkvæmdir en svo að þær séu oft byggðar á
húmorískum grunni. Hugmyndir um varanleika,
glæsileik og styrk eru oftar ofar á blaði.
Sýningin Úr byggingarlistarsafni sem nú
stendur yfir í Hafnarhúsinu veitir lauslega kynn-
ingu á ævi og starfi nokkurra þekktra íslenskra
arkitekta. Ítarleg kynning í textaformi við stór-
huga skólateikningar nokkurra arkitektanna er
til fyrirmyndar og draumarnir sem þar birtast í
byggingum á borð hótelteikningu Einars Sveins-
sonar og baðhús og afþreyingarmiðstöð Helga
Hjálmarssonar eru skemmtileg mótsögn við öllu
látlausari íslenskan veruleika húsbygginganna
heimafyrir, s.s. Shell bensínstöðina við Suður-
landsbraut (1946), nú Laugarveg, eftir Þór Sand-
holt. Vissulega settu þó mörg þessara húsa, líkt
og bensínstöðin, sinn svip á sögu og þróun ís-
lensks arkitektúrs, og má segja hið sama um
Ægisíðu 80 sem þykir með athyglisverðustu
íbúðarhúsum sjötta áratugarins. En munir
tengdir þeirri byggingu Sigvalda Thordarsonar,
mynda í raun eins konar örsýningu innan sýning-
arinnar, þar sem bakgrunni og byggingarsögu
hússins er fylgt eftir á skemmtilegan hátt.
Sýningin Úr byggingarlistarsafni er látlaus á
að líta, en uppsetning hennar engu að síður vel
úthugsuð og vel til þess fallin að vekja sýning-
argesti til umhugsunar um þá öru þróun sem orð-
ið hefur í hérlendri byggingarlist á ekki lengri
tíma. Notkun á líkönum af byggingum á borð við
Stykkishólmskirkju eftir Jón Haraldsson og
Austurbæjarskóla Sigurðar Guðmundssonar,
sem og fyrrnefnd líkön Einars Þorsteins Ás-
geirssonar, veita þá gott mótvægi við teikning-
arnar á veggjunum og gaman að virða fyrir sér
þær breytingar sem hugmyndir tóku, sem og
hugmyndir er aldrei urðu að veruleika. Notkun
ljósmynda af byggingum, sögu húsa og þróun
hefðu þó óneitanlega verið til bóta og fært sýn-
inguna fjær hugmyndunum á teikniborðinu og
nær raunveruleikanum.
Af verum, vættum
og húsbyggingum
Anna Sigríður Einarsdóttir
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir
Sýningin stendur til 12. október. Safnið er opið alla
daga frá kl. 10–17.
SÆMUNDUR VALDIMARSSON EINKASÝNING
Morgunblaðið/Jim Smart
Hluti af verkinu Mjallhvít og dvergarnir
sjö eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Íbúðir fyrir prestskandídata á Hallgríms-
kirkju eftir Einar Þorstein Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Alda eftir Sæmund Valdimarsson.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Sýningarnar standa til 2. nóvember Safnið er opið alla
daga frá kl. 10–17.
YFIR BJARTSÝNISBRÚNA – SAMSÝNING ALÞÝÐULISTAR
OG SAMTÍMALISTAR ÚR BYGGINGARLISTASAFNI