Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 19. okt. 1974 — 32. tbl. 7. árg. —nr. 183 TIMANS Asgeir L. Jónsson vatnsvirkjafræðingur og ráðunautur Fæddur 2. nóv. 1894. Dáinn 13. aprll 1974. Fyrsta vikan af september er liðin, þegar ég skrifa þessi orð, og blöðin eru byrjuð að blikna á trjánum i garðinum minum. En vorið kom snemma og sumarið, sem er að kveðja eitt hið bliðasta og besta, sem menn muna um | allt land. Og þó man ég eftir öðru heit- ara, en það er önnur saga sama efnis og góö. Asgeir L. Jónsson, sá þjóðkunni Húnvetningur var vanur að taka dag- inn snemma til allra verka og fylgdi jafnan fyrstu vordægrum til starfa hjá bændum, þvi að i þeirra þágu var allt hans ævistarf. Nú var þvi lokið og þó ekki fyrr en fyrir tveimur árum og var hann þó á áttugasta aldursári. En vor- þráin seiddi hann frá steinlögðum strætum. Og nú skyldi skroppið austur i Skaftártungu til ættar- og æskustöðva hinnar glæsilegu og raunsarlegu eigin- konu hans. Það þótti ekkert heimstak að fara slika ferð, fyrr á árum, en nú er þetta eins og leikur. Og Ásgeir fór þessa lönguferð á skömmum tima. En þegar austur kom, dapraðist honum llfsþrótturinn á skammri stund. Var þá haldið heim með þeim hraða, sem fáanlegur var. Hann fékk að anda að sér hinu tæra islenzka vorlofti inn i sjúkrahús i Reykjavik, en þar slokkn- aði lifsljós hans svo að segja sam- stundis. Lifsstarf hans var á þann veg, aö það útheimti mikil ferðalög og hann feröaðist til hinztu stundar lifs sins. Þegar útfór Asgeirs var gerð frá Dómkirkjunni, að viðstöddu miklu fjölmenni, stóð yfir hið langa og leiða prentaraverkfall, sem hélt áfram enn um langa stund. En þegar það leystist, var hans minnzt með greinum nokk- urra vina hans, og er þessi grein ekki skrifuð til þess að bæta um þær, að öðru leyti en þvi, að þar er litið sagt frá hinu margháttaða starfi hans i þágu bænda og landbúnaðarins i heild. Satt aö segja bjóst ég við minningar- og þakkarorðum frá þeirri stofnun, þar sem hann vann svo að segja allt ævi- starf sitt, en þar verður hans að sjálf- sögðu minnzt seinna. En við Ásgeir höfðum mikið saman að sælda og all náið samstarf i 32 ár, en kunnings- skapur okkar var miklu lengri, sem breyttist með árunum i einlæga vin- áttu og vil ég þvi biðja lslendingaþætti að geyma nokkur minningar- og keðjuorð frá mér — þó seint sé. Asgeir Lárus Jónssorv svo hét hann fullu nafi, var þjóðkunnur maður og Húnvetningur að ætt og uppeldi. Hann fæddist að Þingeyrum i A-Húna- vatnssýslu 2. nóvember 1894 og var þvi á 80. aldursári, er hann andaðist. For- eldrar hans voru Jón Asgeirsson, bóndi þar og ráðskona hans Guðbjörg Arnadóttir, bónda á Sigriðarstöðum i Þverárhreppi, Arasonar. Þeir Þing- eyrarfeðgar voru þjóðkunnir bænda- höfðingjar á sinni tið og þó nokkuð sitt með hvorum hætti. Asgeir Einarsson, bóndi og alþm. flutti búferlum frá Kollafjarðarnesi i Strandasýslu, að Þingeyrum, vorið 1861. Honum er svo lýst, að hann hafi verið afburða duglegur og hagsýnn bú- sýslumaður, mikill sjógarpur og smið- ur góður bæði á tré og járn, vinsæll höfðingi og trúmaður. Hann hóf strax aþ byggja upp staðinn og skömmu seinna hina fögru kirkju, sem var sannkallað afreksverk sveitabónda og mun halda nafni hans uppi um langa framtið. Kirkjan er byggð úr höggnum steini, sem sóttur var i Nesbjörg langa leiö. Jón Asgeirsson faðir Asgeirs L., fæddist á Kollafjarðarnesi 1839 og var þvi rúmlega tvitugur, þegar hann kom að Þingeyrum með foreldrum sinum, Asgeiri alþm. og Guðlaugu Jónsdóttur kammerráðs og sýslumanns á Melum 1 Hrútafirði. Jón Ásgeirsson er sagður hafa verið hinn mesti atgervismaður á alla lund. Mikið hraustmenni, ágætur ' sjómaður, þjóðkunnur hestamaður, sundmaður góður, sem ekki var al- gengt þá, góður smiður bæði á tré og járn, sem hann stundaði þó litið. Hann haföi mikla hneigð til lækninga bæði á mönnum og skepnum, sem var vel þegið á þeim timum og viðaði að sér þekkingu á þvi sviði, eftir þvi sem föng voru á. Hann battum margt beinbrotið og kippti i margan liðinn, sem úr lagi fór, með góðum árangri. Hann var gleðimaður mikill, höfðinglynt göfug- menni, óspar á fé, fórnfús við snauða og reyndi að bæta hag vesalinga. Vegna þessara mannkosta sinna, naut hann mikilla vinsælda og virðingar, þrátt fyrir óreglu úr hófi fram, þvi vin- drykkja hans var mikil og mun i þvi falli hafa gengið lengra fram, en flest- ir samtiðarmenn hans, en hins vegar

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.