Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1978, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1978, Blaðsíða 1
 ISLENDINGil MTTIR Fimmtudagur 16: febrúar 1978 Jic tbl. TÍMANS Hannes Pálsson frá Undirfelli F. 18. apr. 1898 d. 15. jan. 1978 Á sjöunda áratug aldarinnar sem leiö bar svo viö sem oftar á þeim árum, aö hópur riöandi fólks kom sunnan yfir fjöll snemmsumars og stefndi niöur Blöndudal. Þetta var ungt fólk af Suöurlandi og Suöurnesj- um aö leita i kaupavinnu noröur i HUnaþing. Fólkiö reiö i hlaö á Guö- laugsstööum og fékk svaladrykk. Hús- móöirin Elin Arnórsdóttir frá Gunn- steinsstööum, stóö i bæjardyrum og ræddi við fólkið. Hún sá i hópnum myndarlega stúlku og vék sér að henni, spuröi hvort hún væri ráöin. Svo var ekki enda kom kaupafólkið aö sunnan oft óráöiö noröur. Þessi stúlka hét Halldóra Pálsdóttir frá Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd. Elln spuröi Halldóru hvort hún væri ekki fáanleg til þess aö ráöast til sin kaupakona, og varö þaö aö ráöi. önnur útgáfa sögunnar segir, aö Elln hafi spurt Hannes son sinn, hvort hann vildi ekki vera svo góður aö taka konuefniö sitt af baki. Halldóra Pálsdóttir fór ekki suður um haustið og giftist Hannesi Guö- mundssyni á Guölaugsstööum., Þau bjuggu þar lengi viö rausn og prýöi. Af þeim er kominn hinn merkasti ætt- bálkur I Húnaþingi. Synir þeirra voru Guömundur Hannesson prófessor og Páll bóndi á Guðlaugsstööum. Og börn hans og Guðrúnar Björnsdóttur Ey- steinssonar, eru alkunnugt mann- dómsfólk á okkar tið og hefur ekki að- eins sett reisnarsvip á héraö sitt, held- ur einnig tekiö virkan þátt í málum lands og þjóðar. Eitt barna þeirra Guðlaugsstaða- hjóna var Hannes Pálsson frá Undir- feUi sem borinn er til grafar I dag. Hannes fæddist á Eiösstööum I Blöndudal 18. apr. 1898, en þar bjuggu foreldrar hans fyrstu búskaparár en 1907 fluttist fjölskyldan í ættaróðaliö, Guölaugsstaöi og þarólstHannes upp. Hann var snemma dugmikill og áræðinn eins og hann átti ættir til, og fór i gagnfræðaskólann á Akureyri 1914 og siöan Samvinnuskólann 1918. Raunar hafði hann ráögert aö fara langskólaleiö meö stuöningi Guö- mundar fööurbróður sins en sjúkleiki og aörar ástæöur skákuöu honum ann- aö sem raunar var meira I samræmi viögeröhansog áhugamál. Hann var i hópi fyrstu nemenda Jónasar frá Hriflu, mótaðist mjög af kynnum viö hann og mat hann mikils, þótt hann ætti ekki fulla samleiö meö honum i skoöunu'm siðar á ævi. Þegar heim kom eftir skólavist, gekk Hannes I félagsmálabaráttu hér- aðs síns hvorki veill né hálfur. Sam- vinnuhreyfingin varaö festa þar rætur og Hannes átti mikinn hlut aö þvi aö efla kaupfélagsskapinn I héraöinu og dró aldrei af séri þeirri baráttu alla þá stund sem hann var heima I Húna- þingi. Hann var atkvæðamikill i ung- mennafélögum og búnaðarfélögum og raunar hverju þvi héraösmáli sem hann taldi horfa til heilla, enda hlóöust áhann margvisleg trúnaöarstörf fyrir sveit og sýslu þegar eftir tvitugsaldur. Hann gekk i Framsóknarflokkinn ung- ur aö árum og mátti meö sanni kallast brjóstvikingur hans I héraöinu i ára- tugi og fór orö af vasklegri baráttu hans þar viða um land. Árið 1924 kvæntist Hannes Hólmfriði Jónsdóttur, Hannessonar á Undirfelli, systur Hannesar Jónssonar alþingis- manns, konu mikillar gerðar. Þau bjuggu siðan á Undirfelli i Vatnsdal um tvo áratugi og eignuðust mann- vænleg börn, sem aö hefur kveðið á siöustu árum sem ööru þessu ættfólki En þau hjón báru ekki gæfú til ævi- langra samvista, og Hannes fluttist brott frá Undirfelli um miðjan aldur og settist aö i Reykjavik. Undirfell er vildarjörö I miðjum Vatnsdal, einhverjum fegursta reit þessa lands. Hannes bjóþar myndar- búi og tók jafnframt virkan þátt i stór- brotnu félags- og mannlifi sveitarinn- ar sem raunar er löngu landsfrægt. Um hann stóð jafnan styrr, þvi aö hann var ekki ætíð hlifisamur þegar i hraöbakka sló — og þar sló i marga harða brýnuna. En það er til marks um gerö Hannesar og þeirra Vatns- dælinga og annarra Húnvetning, sém viöhann kljáöustaö hann kom ókalinn á hjarta úr þeim leik og eignaöist fleiri þessara fangbræöra sinna aö vinum en óvinum. Hannes Pálsson var i áratugi buröarás i stjórnmálabaráttu Fram- sóknarflokksins heima i héraöi sinu og stóö jafanþar, sem haröast varbarizt, ósérhlifnari, óeigingjarnari og félags- lyndari en flestir aörir menn. Hann var hvaö eftir annaö i framboöi fyrir flokk sinnog átti jafnan viö haröfenga og mikilhæfa andstæöinga. Þaö mun- aöi ekki ætiö mörgum atkvæöum, að hann næöi kosningu. Og yfir viöureign- inni I Húnaþingi var ætiö sá svipur, aö eftir var tekiö meö forvitni um allt land. Hannes Pálsson var flestum hrein- skilnari og kröfuharöari um þjónustu við hugsjónir og hann haföi ekki geö til þeirra hálfyrða og tviskinnungs, sem oft riöur baggamuninn um kjörfylgi.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.