Íslendingaþættir Tímans - 09.12.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.12.1981, Blaðsíða 4
Páll O aö sér. Það er eins og jarösaga, búskapar- saga og mannlifssaga Jökuldals ljúkist upp fyrir athugulum augum hans og for- dómalaus viöhorf sýna i nýju ljósi ýmis- legt sem áöur var torskiliö. Ég leyfi mér aö efast um aö hópur fræðimanna af hin- um ýmsu sviðum hugvisinda og raunvis- inda heföi gert þessu verkefni betri og gleggri skil en bóndinn á Aðalbóli geröi af brjóstviti og heilskyggnum vettvangsat- hugunum. Standa Jökuldælingar i mikilli þakkarskuld viö Pál fyrir þetta gagn- merka verk. Páll var bókasafnari af ástriöu og átti eitthvert stærstaog dýrmætasta bókasafn i einkaeign um sina daga. Var lærdóms- rikt aö ganga með honum um safnið og undravert að heyra hve gjörkunnugur hann var þvi. Ég held að hann hafi vitaö einhver skil á flestum þeim bókum sem i safninu voru og ég held lika aö hann hafi vitað nokkurnveginn upp á hár hvaöa bækur hann átti og hverjar ekki. Má þaö heita meö hreinum ólikindum. Bókasafn Páls var honum ofarlega i huga er hann dvaldist á sjúkrahúsi hér i Reykjavik langtimum saman siöasta vet- urinn sem hann liföi. Hann var ekki enn kominn af gjörgæslunni, er þau Ingunn ræddu nauösyn þess, að byggja sérstakt hús yfir safniö og voru þegar fyrir jól lögö ákveöin drög aö þvi hvernig þaö hús skyldi vera. En hann var einnig stööugt vakandi fyrir þvi að efla safn sitt og er heilsa hans fór batnandi eftir áramót, stytti hann sér stundir við að glugga i bæklinga frá Braga. Eitt sinn er ég kom til hans á sjúkrahúsiö var hann aö gefa Dagnýju dóttur sinni fyrirmæli um aö kaupa nokkur smárit, er skráö voru i ein- um slikum bæklingi. Og þegar Páll út- skrifaöist af Borgarsjúkrahúsinu sl. vori, þá var hans fyrsta verk að halda á fund Freys Jóhannessonar og mæla fyrir um teikningu að bókhlööu, er risa skyldi i tengslum viö ibúöarhúsiö á Aöalbóli. Sú bókhlaöa heföi oröið menningarfyrirbæri einstakt i sinni röð. Þvi miður entist Páli ekki aldur til aö gera þessa hugsjón sina aö veruleika. Honum þyngdi fljótlega á ný eftir að hann kom austur sl. vor. Og er hann kom aftur á Borgarsjúkrahúsiö i ágúst var hann mjög þjáöur orðinn og lá þar aöeins i tiu daga. Ég sat hjá honum einn heimsóknar- tima i siöustu vikunni sem hann liföi. Hann mókti þá lengst af en i návist hans rikti sama geöþekka ró og jafnan fyrr, þegar óþarfa mælgi virðist ofaukið. Rétt áöur en ég fór, vaknaöi Páll og við skipt- umst á nokkrum orðum. Honum var þungt um mál, en jafnvægið og stillingin sem endranær. Hann virtist taka þvi sem nú beiö hann meö sömu fumlausu ró og ööru sem hafði mætt honum og markvisst og yfirvegað haföi hann gefið fyrirmæli um hvernig með skyldi fariö. Jón Hnefill Aöalsteinsson. 4 Signrjón Jónsson Snæhvammi Fæddur 29. jan. 1896 ,, dáinn 10. nóvember 1981. A himni er hækkandi dagur, i huganum sólarlag. Þessar hendingar eru niðurlag á visu sem Sigurjón i Snæhvammi kvað ungur maður 1921. Nú 60 árum síöar á dánardægri hans finnst mér eins og þetta verði að áhrins- orðum. Ef nokkur maður á skilið að sjá bjarma fyrir björtum degi á dauðastund- inni, hvort heldur talað er i likingum eöa ekki, þá er það i minum huga öðlingurinn og ljúfmennið Sigurjón i Snæhvammi, eins og viö Breiðdælingar nefndum hann ætið. Þó ég hafi vitað hver maðurinn var allt frá þvi aö ég man fyrst eftir mér tel ég mig ekki hafa kynnst honum fyrr en ég gekk i skóla „út i Snæhvamm” veturinn 1941-2 en þá kenndi Björn Jónsson okkur krökkunum á útsveit þar i nokkurn tima. Og svo litlu siöar eða veturinn 1943-4 gengum viö börnin af Breiðdalsvik aftur i skóla útíSnæhvamm. En nú var sú breyt- ing á orðin aö Sigurjón annaðist kennsl- una sjálfur. Hafi eitthvað skort á kynni okkar barnanna viö Sigurjón og annað heimilisfólk á bænum frá fyrri skóla- göngu þangað þá bætti þessi vetur fylli- lega úr þvi. Ég man enn vel eftir fyrsta skóladeginum þá um haustið: Aðkomu- börnin voru öll kölluð inn i eldhús og sett þarniöur viðborðog gefin hressing. Sjálf- sagt hefur þetta átt aö vera táknrænn þáttur I byrjun vetrarstarfsins á þann veg að Sigurjón vildi sýna okkur að hann væri öðrum þræöi að taka okkur inn i heimilið, sem og reyndist. Ég efast ekki um að veitingar þær sem Elin kona hans bar okkur hafi verið hinar mestu kræsingar þótt ég muni það ekki. En hitt man ég vel að bolla og drykkjar- glösþrautá heimilinu þegar svona marg- ir sátu til borðs samtimis hjá Snæ- hvammshjónum. Það varhart i heimi um þessar mundir. Heimsstyrjöldin i al- gleymingi og annað að gera með peninga en að birgja sig upp af gestaleirtaui. Ég drakk kakó úr stórri sultukrukku og sum hin börnin höfðu einhver álika ilát. Sjálf- ur drakk Sigurjón úr spengdum bolla og hafði þetta I flimtingum. úr þvi að hann hló fannst okkur að við mættum lika skemmta okkur og hlæja. Hér var i rauninni verið að framkvæma eins konar „busavigslu”. Að aflokinni þessari „skólasetningu” hófst svo vetrarstarfið. Þvi var ekki að leyna að bekkjarbróöir Tómasar Guðmundssonar úr menntaskóla var sumstaðar farinn að ryðga i fræðunum þegar hann tók til að fræða okkur um leyndardóma tölfræðinnar eða gang himintungla. — En hafi i þeim efnum eitt- hvaðskort á hagkvæmustu vinnubrögð þá bætti hinn nýi kennari i Breiðdalsskóla- hverfi það fyllilega upp á öðrum sviðum. Égtelmig búaennað þeirri „innrætingu” sem ég hlaut i kennslu Sigurjóns þennan vetur. Og þess þykist ég full viss að fengju öll börn i heimi hér að ganga i skóla til sliks manns þó ekki væri nema part úr vetri, þá væri betra i heimi að búa. Við fráfall Sigurjóns i Snæhvammi eiga ættingjar og vinir um sárt að binda eins og ætið þegar dauöinn kallar. En jafn- framt eiga Breiðdælingar á bak að sjá einum af sinum ágætustu sonum. Nú týnir aldamótakynslóðin ört tölunni. Sennjlega er hægt að telja á fingrum annarar handar þá núlifandi Breið- dælinga sem fæddust á öldinni sem leið. Um leið og þeir hverfa, hverfa fyrir fullt og allt persónueinkenni sem hver íslend- ingur gæti verið stoltur af. Þvi fleiri eigin- leika sem við nútimamenn tileinkum okkur af þvi sem Sigurjón i Snæhvammi hafði til brunns að bera, þeim mun hærra getum við borið höfuðið. — En það var einmitt, eftir á að hyggja,einn dagfars- háttur hans, að bera höfuðið hátt. Og nú þegar göfugmennið og mannvin- urinn, skáldbóndinn i Snæhvammi: Sigurjón Jónsson kemur að hliðum Himnarikis getur hann svo sannarlega leyft sér að bera höfuðið hátt. Samúðarkveðjur til allra ættingja og vina hins látna. Heimir ÞórGislason. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.