NT - 29.06.1984, Blaðsíða 26

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 29. júní 1984 26 - 10krónurfyrirseltblað ■ Alfreð skoraði aðeins eitt mark í gær og hefur oft gert betur Tap fyrir A-liði ■ Eins og áður hefur komið fram íNT, er í gangi happdrætti fyrir biaðburðar-og blaðsölu- börn blaðsins. Happdrættis- vinningurinn er ekki af lakari endanum, ferðavinningur til Stuttgart í V-Þýskalandi til að sjá stórleik í v-þýsku Búndes- lígunni á milli VFB Stuttgart og einhvers annars stórliðs í Búndesligunni á Necker-leik- vanginum í Stuttgart. Dregnir verða út 6 ferðavinn- ingar. Auk þess sem börnin sjá leikinn mun Ásgeir Sigurvins- son heilsa upp á hópinn, og eyða með honum dagstund. Fararstjóri í ferðinni verður Ólafur Sigurvinsson, fyrrum knattspyrnugarpur úr Vest- mannaeyjum. Aðeins blaðsölu- og blað- burðarbörn NT hafa aðgang að happdrættismiðunum. Blað- Ásgeir Sigurvinsson burðarbarn sem ber út kvört- unarlaust í einn mánuð fær 4 happdrættismiða fyrir en einn miði dregst frá fyrir hverja kvörtun. Blaðsölubarn sem sel- ur 50 blöð fær 1 happdrættis- miða, og síðan annan fyrir 50 næstu, og þannig koll af kolli. Nú hefur sú nýjung verið tekin upp í blaðasölunni hjá NT, að fyrir hvert selt blað fær blaðsölubarn 10 krónur í stað 5 áður. Það gerir það að verkum að hægt er að hafa helmingi meiri tekjur af blaðasölunni en áður svo nú er bara að ná í NT og selja. Hægt er að ná í NT í af- greiðsluna á Síðumúla 15, og einnig í afgreiðslu-bíl blaðsins á Hlemmi. Tékkóslóvakíu Neisti rúllar ■ íslenska landsliðið sem nú undirbýr sig af kappi fyrir 01- ympíuleikana í Los Ángeles keppir í Tékkóslóvakíu. Þar er tekið þátt í móti ásamt A og B-liði Tékka og norska landsliðinu. 1 gærkvöldi var leikið gegn A-liði Tékka og tapaðist leikurinn 22-16 Þegar NT náði tali af Bogdan þjálfara íslenska liðsins með aðstoð túlks sagði hann að liðið hefði alls ekki leikið illa og var hann mjög ánægður með varn- arleik íslenska Iiðsins. „Það var enginn sem skar sig neitt úr heldur var liðið mjög jafnt og allir beittu sér vel“ sagði Bogdan. „Þetta var einn besti leikur okkar í keppninni og ég er ekki óánægður“. Þá tók Bogdan einnig fram að Tékk- arnir hefðu leikið illa gegn Norðmönnum í fyrrakvöld svo þeir voru virkilega hungraðir í að vinna sigur hér í gærkvöldi. Helsti gallinn á íslenska liðinu var sá að ekki tókst að nýta upplögð færi og állmorg hráó- upphlaup fóru forgörðum sem upplagt hefði verið að nýta. Þá var markvörður Tékka mjög góður og varði oft á tíðum frábærlega og má segja að hann hafi unnið leikinn með stór- góðri markvörslu. Hjá íslendingum var Krist- ján Arason markahæstur og gerði alls 4 mörk, Atli Hilmars- son gerði 3, Þorbergur Aðal- steinsson gerði 2 og pað gerðu einnig Bjarni Guðmundsson, Jakob Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson. Alfreð Gíslason gerði svo eitt svo mark. Ekki tókst að hafa uppá úrslitum úr leik Norðmanna og B-liðs Tékka. Árangur íslend- Wunderlichl farinn að spila inga verður að teljast mjög viðunandi; sigur á Norð- mönnum, jafntefli við B-lið Tékka og tap fyrir A-liðinu á þeirra eigin heimavelli. Eins og fyrr sagði er mót þetta liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Olympíuleikana en þar ríður á að standa sig vel. 1. deild kvenna ■ Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í gærkvöld. Ekki tókst að hafa uppá úrslitum í leik Víkings og ÍBÍ sem var á Víkingsvelli. En á Vals-1 velli kepptu Valur og ís- J landsmeistarar Breiða- bliks og varð jafntefli 0-0. Heldur þóttu Blikastúlk- J urnar frískari og áttu fleiri færi en tókst ekki að nýta þau og því fór sem fór. Hrafnkatli upp ■ Tveir leikir voru í F-riðli í 4.deild í fyrrakvöld. Á Djúpa- vogi kepptuNeistiogHrafnkell og lauk leiknum með stórsigri heimamanna 8-0. Þeir Boga- synir fóru á kostum og gerði samtals 4 mörk. Gunnlaugur gerði 2, Ágúst og Ómar eitt hvor. Þá var Snæbjörn Vil- hjálmsson betri en enginn og skoraði þrennu. Loks gerði Þorvaldur Hreinsson eitt mark. Þess má geta að enn einn bróðirinn, Ragnar, lék ekki með, en þeir bræður stefna að því að skora allir í sama leiknum áður en keppnistíma- bilinu lýkur. Þá kepptu Leiknir og Höttur og varð jafntefli 1-1. Þessi lið eru efst í F-riðli og jafntefli við hæfi. Jón Kristinsson náði for- ystu fyrir Hött með þrumu- skoti en Leiknir jafnaði með Þjálfar Benthaus v-þýska landsliðið - Frá Gísla Á Gunnlaugssyni frclta- manni NT í V-Pýskalandi: ■ Erhard Wunderlich. hin mikla skytta Gummers- bach og v-þýska landsliðs- ins áður fyrr, og síðan leik- maður síðastliðið ár, er farinn að spila á ný með v-þýska landsliðinu í hand- knattleik. Wunderlich lék með v-þýska landsliðinu gegn Bandaríkjamönnum í fyrradag og skoraði 4 mörk úr 7 skotum. Leikn- um lauk með jafntefli 20-20. Wunderlich fann sig aldrei í spænskum hand- bolta, og leið þar illa að eigin sögn. Hann datt á þeim tíma út úr þýska landsliðinu, stóð sig þá illa með liðinu í leikjum þess. Hann var aftur á móti allt í öllu hjá Gummersbach í hittiðfyrra, þegar liðið vann alla þá titla sem lið getur unnið á einu ári, skoraði þá jafnan helming marka liðsins, og var þá einnig burðarás í þýska landsliðinu. Wunderlich er mikil skytta, er vel yfir 2 m á hæð. - Frá Gísla Á Gunnlaugssyni frcttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Frans, fyrrum „keisari“ Beckenbauer hefur verið ráð- inn tæknilegur ráðgjafí þýska landsliðsins í knattspymu. Frans tekur þar við hluta af starfí Jupp Derwalls landliðsþjálfara sem sagði af sér í vikunni. Þar sem Frans er ekki þjálfara- menntaður, eins og Iög gera ráð fyrir að knattspyrnuþjálfar- ar í V-Þýskalandi skuli vera, verður að ráða þjálfara með honum, og eru þar nefndir helst þeir Horst Köppel og Erik Ribbeck. En þessi skipan mála mun ekki verða nema í eitt ár. Þá mun Helmut Benthaus, nú þjálfari Stuttgart, taka við starfinu, að því er þýskir fjöl- miðlar fullyrða þessa dagana. Neuberger framkvæmdastjóri v-þýska knattspyrnusambands- ins telur öruggt í blaðaviðtölum að Benthaus slái til, og Frans Beckenbauer sagði í viðtali við Kicker í gær að þegar Benthaus konii til starfa muni hann hætta. Rætt hefur verið um að hugs- anlega sjái Benthaus um Stutt- gart og landsliðið samtímis á næsta ári, en Stuttgart vill ekki gefa Benthaus lausan frá samn- ingi við liðið, og er því sú skipan mála ólíkleg. Benthaus hefur sjálfur ekkert sagt um málið, þar eð hann er í fríi í Kanada og ekki hefur verið hægt að ná í hann. Samningur hans við Stuttgart rennur út vorið 1985. Þeir Köppel og Ribbeck, sem helst koma til greina sem að- stoðarþjálfarar Beckenbauers, eru báðirfyrrum aðstoðarmenn Jupp Derwall, Köppel þar til Derwall sagði af sér s.l. þriðju- dag, og Ribbeck þar til fyrir einu ári, er í odda skarst á milli þeirra. Síðan hefur Ribb- eck séð um ólympíulið Þjóð- verja. marki Óskars Tómassonar. eyri 2-0 í ágætum leik. Jóhann Leikið var á Egilsstöðum. Ævarsson skoraði bæði mörk Staðan i F-riðli er nú þessi: Bolvíkinga, SÍtt í hvorum hálf- “' 7 4 2 ? 16-8 u |eik; Leiku™" þokkalega súian 7 4 12 16-10 13 lcikinn, pratt fynr nokkurt rok. Neisti 7 4 0 3 22-13 12 Úrslit: Sindri 7 3 2 2 12-15 11 , fn „ ,, umfb 7 2 0 5 9-19 6 Leikmr-IR.................0-11 Hraínkeii 7205 8-22 6 Bolungarvík-Stefnir .... 2-0 Egill rauði 7 0 1 6 7-21 1 Staðan: ÍR........... 7 6 0 1 39-7 18 Nú skorar Tryggvi 8! Boiungarvík ..7402 13-11 15 Tryggvi Gunnarsson mar- ReymrHn .... 7 2 1 4 13-15 7 kaskoran IR genr það ekki Grótta ..........5203 8-12 6 endasleppt 1 tjorðu deildinm. I Grundarfj.. 6 2 0 4 11-19 6 fyrrakvöld lék IR við Leikni í stefnir....4 1 0 3 3-12 3 Breiðholti á útivelli, og skoraði E-riðill* Tryggvi 8 mörk í 11-0 sigri i ÍR Vaskur-Vorboðinn........4-2 Nu hefur Tryggvi skorað alls 23 Leikurinn var iafn í fvrri mörk í 7 leikjum í 4. deild, og . álfl ■, ^ .y., geri aðrir betur. halfleik, og staðan 2-2 , !e.k- Tryggvi skoraði tvö mörk í hlei. 1 s,ðan „ham.eik settu r • •! , >c ., .. Vaskarar 1 fluegirinn oe tyrn nalfleik, en staöan 1 leik- c 6 L|r a r\ n's i i skoruou tvo mörk. Svanur h ' 'A ' h'ifi í, t 3nl- Kristinsson skoraði tvö mörk við 6 i siðari halfletk Tryggvi f ir VasR Jóh var . strangn gæslu allan le.k- Byjarnason 2 Mörj. Vorboðans mn, og ekkert markanna var , a n • n JL , ,i __- . , „ skoruðu Bragi Bergmann og sem ka a ma „pot mark . „ 6 6 0- .. , Valdimar Juhusson. Hin mork hðsins gerðu Hlynur El.'sson úr vítaspyrnu, Ágúst Staðan: Guðmundsson og Gústaf Vaskur............3 3 o 011-5 9 Björnsson þjálfari. Tjornes ..........2 2 0 0 5-0 6 f n , -1 i Arroðinn...........2 0 112-41 I Bolungarvik s.gruðu Vorboðinn.......3 0 1 2 3-8 1 heimamenn Stefm frá Suður- Æskan............2 0 0 2 2-6 0 Helmut Benthaus þjálfari Stuttgart. Stórvinningur fyrðr blaðburðar- og sölubörn: Skemmtiferð til Stuttgart til að sjá stórleik í Búndeslígunni og hitta Ásgeir Sigurvinsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.