Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Hrossadeila Blöndubænda:
Sýslumaður sendir lög
reglumenn á staðinn
¦ „Ég var að senda lögreglu
út í dag til að kyrina sér málið
- þeir munu taía við viðkom-
andi oddvita og kanna þetta á
annan hátt," sagði Jón ísberg.
sýslumaður A-Húnavatns-
sýslu, spurður hvort fregnir
um að einhverjir bændur í
A-llún séu búnir að reka
hross á Auðkúluheiði þrátt
fyrir bann landbúnaðarráðu-
neytisins, ættu við rök að
styðjast. Reynist hross komin
þarna fram eftir sagðist sýslu-
maður leggja málið fyrir
ráðuneytið. „Oski það eftir að
þau verði þá sótt munum við
gera það", sagði sýslumaður.
Sigurjón Lárusson, oddviti
á Tindum í Svínavatnshreppi,
kvaðst ekki vita til að menn
hafi rekið ennþá, enda komi
sér það mál ekki lengur við.
„Með ráðuneytisbanninu, sem
er það vitlausasta sem hægt var
að gera í stöðunni eins og hún
var orðin og gerði stórbölvun,
hefur þetta mál verið tekið úr
höndum sveitarstjórna og þá
skipti ég mér ekki nokkurn
hlut af þessu. Landbúnaðar-
ráðherra  verður  að   stjórna
þessu héðan af," sagði Sigur-
jón.
„Hins vegar eru nokkrar
jarðir þarna inn frá þar sem
svo hagar til að þær eiga land
framan afréttargirðingarinnar,
og menn gera það ekki að
gamni sínu að sleppa yfirráða-
rétti yfir sínum eigin löndum.
Bannið lendir hins vegar jafnt
á þeim og það sætta menn sig
ekki við. Hvað öðrum líður
veit ég ekki". Sigurjón taldi
það á annan tug kílómetra sem
afréttargirðingin liggur þannig
í gegn um eignarlönd bænda,
þannig að sú girðing verði ekki
færð á stundinni.
Auðkúla er einþessara jarða.
Ásbjörn bóndi Jóhannsson
sagði þónokkurh hluta síns
lands framan afréttargirðing-
arinnar og sagðist ekki sjá
hvernig það ætti að vera hægt
að banna honuin og öðrum að
beita sitt eigið land. „Það væri
þá alveg eins hægt að banna
okkur að beita hér heima við
tún." Ekki kannaðist hann þó
við að vera búinn að reka fram
fyrir girðinguna, - „hvað sem
maður kannski gerir seinna."
í Sædýrasaf ninu:
Stærsti ísbjörn
í heimi dauður
Steig á glerbrot og
drapst úr blóðeitrun
¦ Hann hefur varla gert sér
greín fyrir því maðurinn sem
henti tómri glerflösku í ís-
bjarnargryfjuna í Sædýrasafn-
inu í I fafiiuriírði að flaskan ætti
eftir að drepa stærsta ísbjörn í
heimi.
ísbjörninn „Björn" drapst á
þriðjudag vegna meiðsla sem
liaiin hlaut þegar hann steig á
glerflösku. Igerð komst í sárið
og fékk Kjörn blóðeitrun sem
dró hann til dauða. Björn var 15
ára og var talinn stærsti ísbjörn
í dýragarði í heimimim.
Starfsmenn Sædýrasafnsins
tóku eftir því á sunnudaginn var
að ísbjörninn var haltur. Strax
var reynt að koma honum inn í
hús svo hægt væri að skoða
sárið. Kallað var á dýralækni,
sem kom næsta dag. Læknirinn
reyndi að gefa Birni súlfalyf til
varnar blóðeitrun, en björninn
leit ekki við matnum sem lyfin
voru sett í. Ekki fékkst hann
heldur til að drekka og þaðan af
Skatturinn á
miðvikudag
¦ Álagningarskrár skatta
verða lagðar fram í ölliini
skattumdæmum landsins á
miðvikudag. Gestur Stein-
Sórsson, skattstjórí í
leykjavík, sagði í saintali
við NT að vegna ákvörðunar
Álþingis í vetur yrðu skrárn-
ar ekki gefnar út fyrír al-
menning að þessu sinni,
heldur yrðu þær látnar liggja
frammi á skattstofunum í
tvær vikur til skoðunar.
Álagningarseðlar til ailra
gjaldenda í landinu voru
lagðir inn á pósthús í gær, og
er miðað við að þeim liafi
verið dreift til viðtakenda
fyrir miðvikudag.
síður til að. fara inn í hús sitt.
Á þriðjudag heppnaðist loks
að lokka björninn inn í húsið og
sást þá að hann var með svöðu-
sár á vinstra afturhrammi. Var
þegar í stað kallað í dýralækni,
en Björn gaf upp öndina um
klukkan 15 þann dag, ör-
skömmu áður en læknirinn
kom.
Við leit í lauginni í búrinu
fundust þrjár pilsnerflöskur og
var ein þeirra brotin. Botn
hennar fannst hvergi og þykir
fullvíst að björninn hafi stigið á
flöskuna og síðan tætt út úr
sárinu er hann reyndi að ná
brotinu úr hrammi sínum.
Jón Gunnarsson, forstöðu-
maður Sædýrasafnsins, sagði að
björninn hefði ekki verið
tryggður, enda væru tryggingar
fyrir dýr í dýragbrðum mjög
lélegar. „Þetta er óbætanlegt
tjón fyrir okkur," sagði Jón.
Hann kvaðst ekki vita hvort
safnið myndi reyna að fá annan
björn í staðinn, en nú er aðeins
eitt kvendýr í Sædýrasafninu.
ísbjörninn var jólagjöf 'frá
dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn og kom hann hingað fyrir
15 árum. Þá var hann aðeins
lítill húnn, en var orðinn um
700-800 kg að þyngd er hann
lést. Mun sjaldgæft að ísbirnir
nái þeirri stærð.
Þess má geta að ísbjörninn
hefur tvívegis áður skorist á
flöskubroti. í fyrra skiptið var
hent flösku niður í búrið og
greip björninn hana í kjaftinn
og skarst illa við það. í síðara
skiptið steig hann á glerbrot líkt
og nú, en þá náði björninn að
pilla brotið úr sárinu.
Að sögn starfsmanna safnsins
hefur einnig komið fyrir að
flöskum hafi verið hent inn til
apanna, en engin slys hafa orðið
á þeim. Stranglega er bannað
að fara með flöskur inn á safnið.
Heimsmet í spjótkasti:
100 metra múrinn í molum
Austttr-Bertin-Reuter
¦  Austur-Þjóðverjinn   Uwe
Hohn   fleygði   spjóti   104.80
metra á móti í Austur-Berlín í
gærkvöldi.
Hohn verður þannig fyrsti
maðurinn til að kasta spjóti
meira en 100 metra. Hohn
bætti eldra heimsmet, sem
Bandaríkjamaöurinn Tom
Petranoff átti, um 5.08 metra.
Heimsmet Petranoffs var
99.72 metrar.
Á sama móti setti búlgarska
stúlkan Ludmilla Andonova
nýtt heimsmet í hástökki
kvenna, 2.07 metra.
¦ Verða það einnig örlög
„Bimu" að týna lifinu vegna
fádæma hugsunarleysis gesta
safnsins. Botninn áflöskunni
sem „Björn" steig á hefur
ekki enn fundist, en líklega
hefur hann méiast við átakið.
Það virðist seint ætla að
takast að koma í veg fyrir þá
áráttu safngesta að kasta
flöskum inn tíl dýranna, en
tvívegis áður hafði bjöminn
skorið sig á glerflöskum.
NT-mynd: Árni Bjanu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32