NT - 16.08.1984, Page 9
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 9
Myndlist
Hin margvíslega
meðvitund
i.
■ Getum við talað um annan
uppruna hugmynda en þann
sem birtist í efninu? Ef við
teljum „hugmyndina" upp-
runna í óáþreifanlegri orku
sem ýmist rýkur útí buskann
eða binst í áþreifanlegu efni í
verkum manna, gætum við þá
ekki ennfremur sagt að þessi
orka sé einskonar guðs,
samanber „hinn guðdómlega
innblástur listamannanna?“
Skynfærin „ákveða“ hvað er
skynjanlegt í umhverfinu og í
gegnum þau berst hin „áþreif-
anlegri" heimur inní manninn
og kristallast þar yfir í meðvit-
und. Síðan berst þessi meðvit-
und aftur útúr manninum og
nær einungis staðfestingu í
áþreifanlegum verkum (efni).
A þennan veg er hin einkenni-
lega hringrás sköpunarinnar.
Hugmvndin og efnið eru
samslungin í öllum verkum og
ef til vill einungis aðskiljanleg
í orðræðunni.
II.
Myndlistarmennirnir vinna
bæði með höfðinu og höndun-
um. Eru sívinnandi með höfð-
inu hvert sem þeir flækjast,
ekki síst sofandi eins og þeir
segja sjálfir. En til þess að gera
þessa vinnu sánka þeir að sér
áhöldum og efni á handhægan
stað. Þessi staður ervinnustofa
listamannsins. Á þeim stað
fara fram átökin við efnið;
fullnægingin sem hver maður
leitar eftir er að beygja það
undir meðvitund sína. Geturn
við talað um djúpa meðvitund?
Sá sem nær að sýna fram á
dýpstu meðvitund fyrir um-
hverfi sínu á skynlegan hátt er
þá mesti listamaðurinn.
III.
Ef enginn yrði verksins
áskynja, væri það á vissan hátt
ekki til, þess vegna er nauðsyn-
legt að koma því á framfæri við
hina til að ljúka sköpun þess.
Þegar munnlegu smiti og sögu-
sögnum sleppir, eru boðskort;
plaköt. og auglýsingastarfsemi
í fjölmiðlum helstu tengiliðir
milli verka listamannsins og
hinna (almennings).
IV.
Upplýsingamiðlun verður æ
mikilvægari þáttur listalífsins,
þ.e.a.s. hvað, hvar, hver. Á
okkar tímum er „upplýsingin“
á góðri leið með að éta upp
verkin, Stundum fá menn bara
upplýsingarnar en engin verk,
sitja þá uppi sem hluti af
einhverskonar „félagslífi" sem
er án forsendu. Helsta stað-
festing þess hvort upplýsing-
arnar hafa komist til skila er
opnun sýningarinnar. En opn-
un er einskonar fundur þar
sem vandamenn listamannsins
koma saman til að skeggræða
og bera saman bækur sínar.
Með því að kanna hóp opnun-
argesta má um leið afla bestu
fáanlegu upplýsinga um félags-
lega aðstöðu viðkomandi lista-
manns.
Fjöldi þeirra sem hafa yfir-
sýn, tilfinningu og dirfsku til
að skilja verkin, sama hvort
þau eru „góð eða slæm", er
hins vegar í réttu hlutfalli við
fólksfjölda samfélagsins sem á
í hlut.
V.
Svningarstaðurinn; söfn,
gallerí eða önnur „hlutlaus"
umgjörð sem listamaðurinn er
búinn að flytja verkin sín í frá
vinnustofu sinni í 600 ár. Ein-
mitt þessir flutningar og flytj-
anleiki hafa löngum verið með
veikustu þáttum myndlistar-
innar og lýsir betur en flest
annað undirlægjuhætti og
hræðslu „listamannanna"
frammi fyrir verstu óvinunum
sínum, gróðabröllurunum.
VI.
Verkin komin á staðinn, en
tímabundið, eru svo aftur flutt
burt. Hin færanlegu verk, lok-
uð inní eigin formi, segja frá
einhverju liðnu sköpunar-
stríði, ekki frá augnablikinu
sem er núna, ekki frá eigin
sköpunartíma. Sýningartími,
oftast 14 dagar, stundum 10
dagar, sjaldnar skemur eða
lengur. Varningur og glingur á
„útsölu" eða markaði, skipt
um varning um það bil einu
sinni til tvisvar í mánuði. Dag-
legur opnunartími 2-6. 4-8,
2-10, samrunnmn viðskipta-
tíma búða, banka og bíóa og
með samræmd markmið þeirra
stofnana.
VII.
Hér á undan hefur verið
lítillega drepið á hvernig
myndlistin fer fram og hver
eru hefðbundin umsvif þeirra í
samfélaginu sem vinna við að
búa hana til. Allir þessir hafa
mótast og orðið til fyrst og
fremst vegna hefða, vana,
málamiðlunar og svo frv.
þ.e.a.s. vegna sögulegra for-
sendna. Flestir þessir þættir
þarfnast nýskoðunar og gagn-
rýni, en slík gagnrýni getur
hvergi náð þroska nema meðal
myndlistarmannanna sjálfra,
því afurðir starfs þeirra er
auðvitað grundvöllur allrar
„yfirbyggingar" kringum
„myndlist". Hins vegar þegar
talað er um „myndlistarmenn"
er mönnum furðu gjarnt á að
rjúfa þá úr þjóðfélagslegu sam-
hengi og halda því fram að
„listin" sameini þá í einni
ópólitískri samkundu. Svo er
augljóslega ekki, heldur eru
þeir hluti af þjóðfélagsvefnum
eins og aðrir. Þess vegna fæða
hin margvíslegu spillingaröfl,
listapoppararnir, gróðabrallar-
arnir, ofstækismennirnir af sér
hvert sína gerð af list og lista-
mönnum. Þetta á einnig við
aðra gæfulegri þjóðfélags-
hópa. Utfrá þessu má líta á
alla listsköpunarviðleitni sem
„rétta" gagnvart nýjum og nýj-
um viðmiðunum. - En verðum
við samt ekki að viðurkenna,
að við höfum öll svipaða lík-
ama, við fæddumst öll fyrir
skömmu, deyjum bráðum
o.s.frv.? Meðal annarra orða,
það sem veitir raunverulega
fullnægingu, er „langvarandi
rétt“, er það sem gerir því skil
sem er fyrir innan yfirborðið,
þ.e.a.s. ruglast ekki á egginu
og unganum.
■ Jóhanna K. Yngvadóttír: „Svört kona“ (olía á striga) 1984.
Litaskynjun berst sífellt frá dekkra yfir í átt til Ijósara og frá
Ijósara yfir í átt til dekkra. Getum við talað um Ijóssvart og
dökksvart? Eða er leiðin frá svörtu ekki ávallt yfir í Ijósara? Þó
stundum sé svarti liturínn tengdur dauða og myrkri má eins tengja
hann nýju upphafi, nýju Ijósi. Konan sem kemur út úr myrkrinu
er því bjartsýniskona á leiðinni á móti Ijósinu. Flest verk Jóhönnu
ganga útá að rjúfa myrkur myndflatarins, glæða svertuna með
nærveru lífverunnar.
■ Erla Þórarinsdóttir: „Put the fish back to the river.“ (Látið fiskinn aftur í ána) mynd 3 úr
flökkumyndasyrpu (Nomad drawings) 1984.
Ein af myndunum 5 á sýningunni sem ekki eru gerðar beint út frá mannverunni. 5 fiskar og 1
étinn. Ekki mynd af neinum sérstökum tegundum heldur táknmynd fiska. Listamaðurinn lætur
myndina bara vaða ef svo má að orði komast, útfærslan uppgerðar prímitív án allrar snerpu og
spennu. Nafnið ábyrgðarlaus skírskotun til tískuhugmynda. Margir listamenn allra tíma hafa aldrei
botnað í meiri hluta eigin verka. Þeir bara gera þau, varpa þeim fram og svo eiga „hinir“ að sjá
um „hugsunina“, í þessum verkum. Einmitt þetta hefur átt drýgstan þátt í því að koma þeirri flugu
inní koll fólks að það útheimti ekki þekkingu að skilja og njóta listar, heldur dugi smáskammtar af
brjóstviti og „tilflnningu“, og vissulega gætu þeir skammtar meira en dugað í þeim tilvikum þar
sem ekkert er fyrir hendi í verkunum til að „skilja“ hvort sem er.
■ Steinunn Þórarinsdóttir: „Svo á jörðu“ (járn, steypa) 1984.
Úth'nur vængjaðrar mannveru eru markaðar í járnvír, andlit
hennar er mótað í steypuklessu sem loðir við vírinn. Útfærslan er
fáguð og persónuleg, verkið er sérkennilegt. Þessi mynd hristir
uppí okkur. Aumingja mannveran er svo grá og döpur, flrrt
tilgangi, lokuð inn í sjálfri sér, heimur allur á helvegi í
bomburómantíkinni. Hvað á hún að taka til bragðs? - En viti
menn, hún á eina örugga undankomuleið, að láta andlitið detta
á gólflð og fljúga út upp um þakið, upp í átt til stjarnanna.
Er kjaftasagan háskóli
konunnar?
Á Kjarvalsstöðum sýna nú í
Vestursal 9 konur. Af um 70
verkum (60 tvivíð, málverk og
teikningar, 8 þrívíð, skúlptúr-
ar) eru aðeins 5 verk sem ekki
eru af mannverum. Hin öll eru
af fólki, köllum og kellingum,
liggjandi, sitjandi, gapandi, í
kös, gubbandi, ríðandi, míg-
andi, drekkandi, hoppandi,
skeiðandi, reykjandi, aðgerð-
arlausu, sofandi, dauðu, ó-
sýnilegu. Ef þetta segir eitt-
hvað um konur almennt, þá
bendir það til þess að þær geri
sér fyrst og fremst annað fólk
að efnivið, skoði það úr fjar-
lægð í samanburði við sjálfar
sig, segi frá því geti í eyðurnar,
smjatti á göllunum hjá sumum,
en öfundi og dáist að öðrum.
Á sýningunni á Kjarvals-
stöðum eru flest verkin fremur
af manndýrum en mönnum.
Þau ganga ekki út á samskipti
sem vekja erfiðar spurningar,
heldur greina frá ýmsum
glenningi sem er oft ágætt efni
í kjaftasögur en tapar fljótt
púðrinu eins og þær. Hér að
neðan verður litið á 3 verk af
þessari sýningu.
Þessa grein má lesa á fjóra
vegu eins og flestar aðrar
greinar. Lesa aðeins fyrirsagn-
irnar. lesa aðaltextann, lesa
það sem skrifað er undir mynd-
unum, lesa myndirnar sjálfar.
Hver eining er 25% af grein-
inni í heild. Sá sem les á engan
af þessum vegum missirauðvit-
að af öllu.