NT - 05.11.1984, Blaðsíða 7

NT - 05.11.1984, Blaðsíða 7
friðar- og afvopnunarmálum er taki mið af þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfinu við Banda- ríkjamenn annarsvegar og sí- felldri útþenslu sovéska her- flotans á Norður-Atlantshafi hinsvegar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á nauðsyn þess að brotist sé út úr þeim þröngu skorðum, sem einhæft atvinnulíf hefur sett þjóðinni. Það er kjarninn í þeirri breyttu efnahagsstefnu sem mótuð var við stjórnarskiptin á s.l. ári. Erfiðleikarnir nú eiga rætur sínar að rekja til þess, að ekki var safnað í verðjöfnunarsjóði í góðærunum og sjávarútvegin- um skapaður traustur rekstrar- grundvöllur, sem öll efni stóðu til að gert væri. Það þrengir svigrúmið nú til að mæta áföll- unum, að utanríkisverslunin hefur verið rekin með halla öll árin síðan 1971 nema eitt, árið 1978, og erlendar skuldir þjóð- arinnar hafa vaxið jafnt og þétt. Á verðbólguáratugnum varð gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélginu, sem gróf undan siðgæðisvitund, ruglaði verð- mætamati og ýtti undir óarð- bæra fjárfestingu, en hagræð- ing ög almenn vöruþróun sat á hakanum. Við stjórnarskiptin á sl. ári var verðbólgan um 130%, lífs- kjör höfðu farið versnandi og verulegt atvinnuleysi blasti við nema söðlað væri um í stjórn efnahagsmála. Þó tókst að skapa atvinnuvegunum viðun- andi rekstrargrundvöll með fjölþættum ráðstöfunum sem tóku til allra þátta efnahagslífs- ins. Full atvinna hélst en óhjá- kvæmilegt var að viðurkenna að lífskjörin væru þegar skert og að rjúfa vítahring víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa á ýmsum sviðum iðnaðar og þjónustu. Á hinn bóginn varð til nýr vandi í sjávarútveginum sem gerir nauðsynlegt að hann lagi sig að breyttum aðstæðum og að arð- semissjónarmið verði meir ráðandi en verið hefur í rekstri og fjárfestingu. Traust staða framleiðsluatvinnuveganna er grundvöllur heilbrigðrar byggðastefnu. Fað er ljósasti votturinn um árangur efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar, að á síðustu tveim misserum hefur ríkt meiri stöðugleiki í efnahags- málum en uppvaxandi kynslóð íslands hefur þekkt í meir en áratug. Það getur verið mönnurn umhugsunarefni og ekki síður hitt hvaða gildi það hefur í uppeldislegu tilliti. Frá efnahagslegu sjónarmiði ræður áframhaldandi stöðugleiki úr- slitum um samkeppnishæfni at- vinnuveganna og er forsenda þeirrar nýsköpunar, sem ein getur staðið undir vaxandi kaupmætti í framtíðinni. Fyrir launafólk er mikilsvert að frá síðustu áramótum, eða eftir að stöðugleikans fór að gæta, hef- ur almennt vöruverð og hækk- un launa nánast haldist í hend- ur og hagur hinna verst settu verið bættur sérstaklega. Við lausn kjaradeilnanna nú er knýjandi að samningsaðilar einbeiti sér að því að finna leiðir til að varðveita kaupmátt án nýrrar verðbólgu, enda séu skattalækkanir og aukið að- hald í fjármálum ríkis og sveit- arfélaga liður í þeirri lausn. Þjóðarsátt á þessum grundvelli yrðu farsælar lyktir þeirrar kjaradeilu, sem nú ógnar af- komu allra landsmanna. Á umbrotatímum er það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að vera kjölfesta í þjóðmála- umræðu og byggja brýr milli stétta og hagsmunahópa. Flokksráðs- og formannafund- urinn treystir því að þingmenn og ráðherrar flokksins fylgi fram þessu meginhlutverki Sjálfstæðisflokksins. Steinunn Marteinsdóttir: „MENNINGAR- PAKKK>“ LOKAD ÚTI ■ Laugardaginn 27. október er hundruð prúðbúinna manna dreif að til að vera við opnun myndlistarsýningar Steinunnar Marteinsdóttur að Kjarvals- stöðum stóð fílelfdur flokkur verkfallsvarða B.S.R.B. í dyr- um og meinaði fólki inngöngu. Urðu sýningargestir að vonum ókvæða við og lá við stymping- um. Á Kjarvalsstöðum hefur allt verið í hers höndum sökum verkfallsins. Sýningar hafa riðlast og framlenging sýninga er óframkvæmanleg nema í mjög litlum mæli vegna þess hve húsið er pantað langt fram í tímann. Um þessar mundir eru Kat- rín Ágústsdóttir og Sverrir Ólafsson með sýningar í hús- inu og verða þau mjög illilega fyrir barðinu á þessu ástandi. Óft liggur margra ára vinna að baki hverrar sýningar og kostn- aður er mikill við að setja upp og halda hverja sýningu og eiga listamennirnir fjárhags- lega framtíð næstu ára undir því hvernig til tekst. Þetta var leiðinda klúður að þessi uppákoma skyldi verða. Ákveðið var í byrjun síðustu viku að reyna að opna mína sýningu um helgina í þeirri von að verkfallið yrði leyst. Ég lét prenta boðskort og vinir mínir dreifðu þeim með ærinni fyrir- höfn. Mjög hefur verið loðið hvað mætti gera í þessu húsi og hvað ekki. Listamönnum þeim, sem voru með sýningar í húsinu þegar verkfall skall á var leyft að Ijúka sínum sýningum. Bæði myndlistamönnum og Alþýðuleikhúsinu, sem hefur verið með æfingar, var leyft að vinna í húsinu. Á föstudag vissi ég ekki betur en að þessi opnun yrði leyfð en seint um daginn kom afdráttarlaust afsvar frá verk- fallsnefnd B.S.R.B. Samt sem áður trúði ég ekki mínum eigin augum þegar heilt herfylki verkfallsvarða umkringdi Kjarvalsstaði rétt fyrir opnun. Gengi myndlistarsýninga ræðst oft að miklum mæli af því hve opnun tekst. Þarna dreif að hundruð manna og margir vina minna stóðu þarna fyrir utan með blóm til að samgleðjast mér á þessum degi. Eg er persónulega mjög reið og sár út af þessum vinnu- brögðum verkfallsnefndar B.S.R.B. og ég tel t.d. að það hefði engu máli skipt fyrir „prinsip" vinnubragða þótt þessi hersveit hefði verið send nokkrum tímum seinna og ekki eyðilagt fyrir mér opnun- ina. Það að ofsækja myndlist- armann, sem er að opna sýn- ingu er ekki til þess fallið að verkja samúð með verkfallsað- gerðum enda heyrðist mér á tali verkfallsvarða við húsið að þeir mættu vera betur upplýstir um forsendur þessara aðgerað. Voru margir þeirra mjög sam- úðarfullir í minn garð. Mér heyrðist samt sumir þeirra fá eitthver „kikk“ út úr því að loka úti „menningarpakkið" eða „loka buddunum" - svo- leiðis tónn, en ég held að flestir þeirra hafi ekki skilið „prinsip“ þessarar aðgerðar frekar en ég. Skil ég þetta ekki öðruvísi en aðgerðir manna sem njóta þess að sýna vald, enda hafði verkfallsvarsla B.S.R.B. dyggan stuðnings- mann innan veggja hússins á fullu kaupi frá borginni í háum launaflokki. Litlir Stalínar og Hitlerar eru hættulegir á gerræðistím- um. Af sýningu minni er það að segja að hún verður opnuð fólki strax og verkfall leysist og önnur formleg opnun verður á vegum Kjarvalsstaða laugar- daginn 3. nóvember. Er ég mjög þakklát æðstu stjórn Kjarvalsstaða fyrir velvild í minn garð í þessu máli. Ég hef vandað mjög til þessarar sýn- ingar og meðal annars fengið Kristinn Daníelsson, ljósa- meistara Þjóðleikhússins, til þess að sérlýsa hana, sem hann hefur gert af sinni alkunnu snilld. Fékk ég til þess lánaða alla ljóskastara sem voru á búvörusýningunni og kann ég þeim aðilum kærar þakkir. Einnig læt ég skipta salnum niður með gashengjum í stað sinna hefðbundnu skilrúma. Að lokum vil ég bera kveðju mína og þakklæti til allra þeirra sem mættu við þessa sögulegu opnun og vona að þeir láti sjá sig aftur þegar um hægist en sýningin stendur til 18. nóvember. ■ Steinunn Marteinsdóttir ásamt nokkrum verka sinna. Mánudagur 5. nóvember 1984 TIMIM Málsvari frjáislyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Gloppurnar í kerfinu ■ Allar götur frá því NT kom fyrst út í vor, hefur blaðið reynt að vekja athygli á og vara við afleiðingum þeirrar aukningar, sem hefur orðið á neyslu vímuefna á íslandi. Blaðið hefur birt reglulegar fréttir af sakamálum tengdum eiturlyfja- markaðinum og gert ítarlegar úttektir á þessum málaflokki. 1 blaðinu hafa þá m.a. birst viðtöl við forfallna eiturlyfjaneytendur á barnsaldri og sölu- menn hættulegra efna. Jafnframt hefur blaðið bent á hversu illa stjórnvöld hafa sinnt vörnum á þessu sviði bæði hvað fyrirbyggjandi menntun og eftirlit varðar. Nú síðast hefur blaðið reynt að athuga hve auðvelt það reynist að útvega sér vímuefni gegnum hið innlenda lyfjasölukerfi. Frá þessu var sagt ítarlega í NT fyrir helgi og voru niðurstöður rannsóknarinnar vægt sagt athyglisverðar. Rannsóknin var framkvæmd þannig að nokkrir blaðamenn á NT tóku sér læknisnafn og hringdu í nokkur apótek borgarinnar þaðan sem þeir pönt- uðu lyf. Lyfin fengust afgreidd, og eftir að hafa leyst þau út, gengu blaðamenn á fund landlæknis þar sem þeir afhentu lyfin og óskuðu skýringa á þessari „gloppu í kerfinu“. Viðbrögð landlæknis voru þau, að kæra blaða- mennina til ríkissaksóknara, og er málið nú í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Var Rann- sóknarlögreglunni falið að rannsaka málið með tilliti til 157. og 158. gr. almennra hegningarlaga um skjalafals, og hugsanlega 116. gr. sömu laga samkvæmt lögjöfnun. Fað þýðir, að auk þess að vera kærðir fyrir hreint skjalafals kemur til álita hvort blaðamenn NT hafi gerst sekir um að hafa „tekið sér opinbert vald, sem þeir ekki hafa“. Þessi rannsókn NT og viðbrögð yfirvalda eru athyglisverð. í fyrsta lagi kemur í ljós að með lítilli sem engri fyrirhöfn getur hver sem er náð sér í ólögleg vímuefni. í öðru lagi eru viðbrögð yfirvalda eftirtektarverð. Þegar blaðamenn NT koma til þeirra strax og brotið hefur verið framið og játa þannig á sig glæpinn, fá þeir á sig ákæru og yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Væntanlega mun síðar dómur fylgja í kjölfarið með tilheyrandi afleiðing- um varðandi t.d. sakavottorð. Ef viðkomandi blaðamenn myndu t.d. sækja um skólavist, þar sem krafist er sakavottorðs, kæmi í ljós að sá hinn sami hefði verið dæmdur fyrir skjalafals. Hvergi mun koma fram, að hann hefði verið að þessu til að hjálpa yfirvöldum til að koma í veg fyrir lögbrot, en það er vitað að leið sú sem blaðamenn NT fóru, er algeng. Að vísu bjuggust blaðamenn NT ekki við lofsyrðum, en að minnsta skoti einhvers konar þakklæti fyrir að benda á gloppur í kerfinu sérstaklega þegar það er haft í huga að við bendum einnig á hvernig megi koma í veg fyrir þær. Gloppurnar í kerfinu reyndust þannig verá tvenns konar. í fyrsta lagi að það skyldi vera svo auðvelt að ná sér í vímuefnin og í öðru lagi, að þeir sem hjálpa yfirvöldum til að koma í veg fyrir þennan leka, skuli verða dæmdir fyrir vikið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.