NT - 12.05.1985, Blaðsíða 12
-1 PÍT7 Sunnudagur 12.maí 1985 12
LkJj IVlyndl ist
„Möguleikar glers eru óþrjótandi“
M Pía Rakel Sverrisdóttir: „Þó aðgleríðsé hart, hefurþað tilað bera mjúka, næstum
ósýnilega hrynjandi, sem kallar á mann. Gegnsæiþess, svo og Ijósbrotið íþvískipta mig
mestu.“
M Lísbet Sveinsdóttir: „ Gler heillar mig fyrir það hve tært það er. “
■ Nú um helgina gefur að líta
nýstárlega myndlistarsýningu að
Kjarvalsstöðum í Reykjavík.
Listamennirnir níu sem að
sýningunni standa eiga það allir
sammerkt að nota gler í verk'sín og
mun þetta vera í fyrsta skipti sem
hópur íslenskra glerlistamanna
kemur fram saman með slíka
sýningu.
Fyrir utan það að vera úr gleri eru
verkin mjög ólík hvert öðru og
spegla því mismunandi vinnubrögð
oe aðferðir höfunda sinna og smiða.
í sýningarskrá eiga listamennirnir
hver fyrir sig stuttan orðastað við
Aðalstein Ingólfsson, listfræðing,
þar sem þeir lýsa meðal annars þeim
eiginleikum glersins sem höfða livað
mest til þeirra hvers og eins.
Þar segir til dæmis einn
listamannanna, Pía Rakel
Sveinsdóttir:
„Gler höfðar til mín vegna
tvíeðlis síns. Annars vegar er það
tljótandi og heitt, hins vegar hart og
kalt. En þó það sé hart, hefur það
til að bera mjúka, næstum ósýnilega
hrynjandi sem kallar á mann. Mig
langar til að láta ljósið leika í
glerinu, eins og sólin gerir á
vatnsfleti."
Leifur Breiðfjörð, annar tveggja
karla í hópnum, hefur þetta að segja
um það efni sem hann vinnur mest
í: „Möguleikarglerseruóþrjótandi.
Því lengur sem ég nota það, því
betur sé ég hve óendanlega margt
má gera við það.“
Þriðji listamaðurinn Sören S.
Larsen hefur þetta að segja um
vinnu sína með gler: „Glerlistin
spannar breitt svið, allt frá
formsköpun nytjahluta til stærri
verkefna á sviði skreytilista og
skúlptúrs. Trúnaðurinn við
handverkið er mér mikilvægur, ekki
síður en trúnaðurinn við lífið og
náttúruna. Þaðan hef ég
innblásturinn."
Verkin á sýningunni eru æði ólík
eins og áður segir og bera það með
sér að listamennirnir koma hver úr
sinni átt en þeir hafa sótt reynslu
og lærdóm í glersmiðjur í
Bandaríkjunum, ftalíu,Þýskalandi,
Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi
svo eitthvað sé nefnt.
En orð og setningar eru allt aðrar
nálganir en myndir og því fengum
við leyfi til að birta nokkur
sýnishorn af því sem gefur að líta á
þessari sýningu sem
^ðstandendurnir nefna Gler brot
’85.
M Kunito Nagaoka
Þessar sérkennilegu myndir eru gerðar af
einum af kennurum Myndlista- og handíða-
skóla íslands en sá er ættaður frá Japan og
ber nafnið Kunito Nagaóka. Þær eru hluti
sýningar sem Nagaoka opnar nú um helgina
í Gallerí Langbrók og eru unnar með svokall-
aðri litætingu. Höfundurinn sem stundaði
nám bæði í Tókýó og Vestur-Berlín er stadd-
ur hér á landi í annað sinn til að kenna hér
tækni sína í grafík, en hann hefur unnið til
fjölda verðlauna víða um heim fyrir verk sín.
Hann á að baki ekki færri en tólf einkasýning-
ar auk þess sem hann hefur tekið þátt í að
minnsta kosti 10 samsýningum í Evrópu.
Myndimar sem Nagaoka sýnir að þessu
sinni líkjast margar hverjar ljósmyndum sem
teknar eru úr lofti og eru unnar með litætingu
eins og áður segir.