NT - 12.07.1985, Blaðsíða 24
Föstudagur12,júlí1985
LURIR ÞU A
HRINGDU ÞA f SIMA
Við tökum við abendingum um fréttir ailan sólarhringinn.
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, simi:
Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn
Fullrarnafnleyndar er <
, auglýsingar 18300
og 687695 • ■þrottir 686495
íslensk list í deiglunni:
„Menn voru orðnir þreyttir á
að sjá bara Gullfoss og Geysi“
■ „Menn voru orðnir þreyttir og fiskveiðar í kynningarritum að sýna eitthvað meira," sögðu
á að sjá bara Gullfoss. og Geysi um ísland. Okkur fannst þörf á aðstandendur Iceland Crucible,
Áfengisvarnarnefndir:
Meðmæltar 6 nýjum
vínveitingaleyfum
- nei við 17 umsóknum
■ Dómsmálaráöuneytið
hefur gefið út sex vínveit-
ingaleyfi síðan ákveðið var
nýlega að taka fullt tillit til
álits áfengisvarnarnefnda í
viðkomandi bæjarfélögum. í
tveimur tilvikum voru leyfi
veitt eftir að áfengisvarnar-
nefndirnar höfðu skipt um
skoðun, og orðið fylgjandi
leyfisveitingu.
Upplýsingar þessar fékk
NT hjá Ólafi Walter Stefáns-
syni skrifstofustjóra dóms-
málaráðuneytisins. Hann
upplýsti ennfremur, að á síð-
ustu dögum hefði ráðuneytið
synjað sautján umsóknum
vegna neikvæðrar afstöðu
áfengisvarnarnefnda. Auk
þess hefði nokkrum umsókn-
um verið synjað af öðrum
ástæðum. Ellefu umsóknir ■
bíða nú afgreiðslu.
Aðspurður um hvort vín-
veitingaleyfi yrði veitt, ef
áfengisvarnarnefnd tiltekins
bæjarfélags væri því
meðmælt, en bæjarstjórn á
móti, sagði Ólafur Walter,
að það væri í lögum, að ekki
mætti veita slíkt leyfi gegn
vilja bæjarstjórnar. Ef þessu
væri hins vegar öfugt farið,
réði vilji áfengisvarnarnefnd-
arinnar, samkvæmt nýju
reglunun.
viðamikillar kynningar á ís-
lenskum nútímalistum, sem
verður opnuð á Kjarvalsstöðum
á morgun, á fundi með frétta-
mönnum.
Iceland Crucible, eða ís-
lenskri deiglu, er ætlað að kynna
íslenska menningu meðal ann-
arra þjóða, og á næsta ári er
áformað að halda til Bandaríkj-
ana og Kanada. Kynning þessi
skiptist í þrjá hluta, ljósmynda-
sýningu með 330 myndum af
um 170 listamönnum úr öllum
greinum, kvikmyndum um
gróandann í íslensku listalífi og
loks bók, þar sem birt er úrval
mynda af sýningunni, auk þess
sem Sigurður A. Magnússon
skrifar um þróun lista hér á
landi.
Tómas Holton forstjóri Hildu
hf. er aðalhvatamaðurinn að
kynningu þessari og fjármagn-
aði hann gerð kvikmyndarinnar
og ljósmyndasýningarinnar.
Ólafur Ragnarsson forleggjari í
Vöku gefur bókina út. Ljós-
myndirnar eru eftir rússneskan
landflótta Ijósmyndara Vladim-
ir Sichov, sem hefur tekið
myndir fyrir tímarit austan hafs
og vestan. Kvikmyndin er eftir
tvo bandaríska kvikmynda-
gerðarmenn, Hal Calbom og
Phil Davies, áttfalda Emmy-
verðlaunahafa fyrir framúrskar-
andi sjónvarpsþætti í heima-
landi sínu.
Ólafur Ragnarsson sagði að
reynt hefði yerið að líta á verk-
efnið sem eina heild, þannig að
það þyrfti alla þættina þrjá til að
segja alla söguna. „Síðan höfum
við látið okkur detta í hug, að
þegar farið verður að ferðast
um með kynninguna, geti fjórði
þátturinn verið sá, að lista-
mennirnir komi á staðinn og
sýni list sína,“ sagði Ólafur.
Vladimir Sichov tók 30 þús-
und myndir fyrir verkefni þetta,
bæði í svart-hvítu og lit, og
heimsótti hann um 8 listamenn
á dag á meðan á myndatökunum
stóð. Hann sagði, að bók eins
og Iceland Crucible, A Modern
Artistic Renaissance, eins og
hún heitir fullu nafni, væri óska-
verkefni hvers ljósmyndara, og
sagðist hann ekki vita til þess,
að sambærileg bók hefði verið
gerð annars staðar í heiminum.
Hal Calbom sagði, að með
gerð kvikmyndarinnar hefði
m.a. vakað fyrir honum að
draga fram það, sem íslendingar
ættu sameiginlegt með öðrum
þjóðum, og það sem þeir ættu
einir. „Mig langaði líka að koma
til skila gífurlegum áhuga ís-
lendinga á listum,“ sagði hann.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
verður opin til 28. júlí og á
meðan á henni stendur, verður
kvikmyndin sýnd tvisvar á dag.
Hér verður þó ekki staðar
numið, því að á næsta ári kemur
væntanlega út bók um gullaldar-
bókmenntir íslendinga, skrifuð
af Magnúsi Magnússyni sjón-
varpsmanni á Bretlandi.
■ Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Hal Calbom kvikmynda-
gerðarmaður og Sigurður A. Magnússon rithöfundur standa fyrir
aftan Tómas Holton forstjóra og upphafsmann tslenskrar deiglu.
NT-mynd: Sverrir
Ódyrir og nfösterkir
PLASTPOKAR
á rúllum