NT - 31.08.1985, Page 13

NT - 31.08.1985, Page 13
Laugardagur 31. ágúst 1985 13 ■ Frá æfingu hjá Stúdentaleikhúsinu á rokk-söngleiknum „EKKÓ - guðimir ungu“ „EKKÓ - guðirnir ungu“ ■ Að undanfömu hafa staðið yfir æfingar hjá Stúdentaleikhúsinu á rokk-söngleiknum „EKKÓ -guðirnir ungu“ eftir Claes Andersson. Forsýn- ing var í félagsmiðstöðinni Tónabæ 27. ág., og frumsýning í bíóhöllinni á Akranesi miðv. 28. ágúst. Síðan er ætlunin að fara með söngleikinn víða um land skv. ferðaáætlun, sem birtist hér á eftir. Ólafur Haukur Símonarson rit- höfundur annaðist þýðingu og semur söngtexta, Ragnhildur Gísladóttir „fyrrverandi Grýla“ frumsemur tón- list við verkið. Andrés Sigurvinsson, leikstýrir því. Karl Aspelund hannar leikmynd og búninga, en Guðný B. Richards gerir brúður, sem fara með hlutverk hinna fullorðnu í sýning- unni. Egill Árnason ljósahönnuður sér um lýsinguna. Prettán ungir leikarar koma fram á sýningunni, en auk þeirra er heil hljómsveit á sviðinu og taka jafnframt þátt í leiknum atriðum. Gamalreynd- ir leikarar ljá brúðunum raddir sínar. Stúdentaleikhúsið vinnur að þess- um sýningum í tilefni af „Ári æskunn- ar“ sem nú stendur yfir. Ferðaáætlun - „EKKÓ - guðimir ungu“ 28. ágúst kl. 20:30 ...Akranes 29. ágúst kl. 20:30 . Grundarfjörður 30. ágúst kl. 20.30 . Stykkishólmur 31. ágúst kl. 20:30 ... Búðardalur 1. sept................Ferðadagur 2. sept. kl. 20:30 . . Patreksfjörður 3. sept. kl. 20:30 ..... Þingeyri 4. sept. kl. 20:30 .... Bolungarvík 5. sept. kl. 20:30 ....Hnífsdalur 6. sept................Ferðadagur 7. sept. kl. 20:30 . . . Hvammstangi 8. sept. kl. 20:30 ..... Blönduós 9. sept. kl. 20:30 . . . Sauðárkrókur 10. sept. kl. 20:30 . . . Siglufjörður 11. sept. kl. 20:30 . . Ólafsfjörður 12. sept. kl. 20:30 ...... Dalvík 13. sept. kl. 20:30 ...Akureyri 14. sept. kl. 15:00 ...Akureyri 15. sept. kl. 20:30 . Aðald. (Ýdalir) 16. sept. kl. 20:30 ..... Húsavík 17. sept. kl. 20:30 ...Þórshöfn 18. sept. kl. 20:30 . . Vopnafjörður 19. sept. kl. 20:30 . Borgarfj. eystri 20. sept. kl. 20:30 .... Egilsstaðir 21. sept. kl. 20:30 . Neskaupstaður 22. sept. kl. 15:00 . Reyðarfjörður 23. sept. kl. 20:30 ........ Höfn 24. sept. kl. 20:30 Vík 25. sept. kl. 20:30 . . . Hvolsvöllur .26. sept. kl. 20:30 ........ . Selfoss 27. sept. kl. 20:30 .-. . Laugarvatn Fyrirhugaðar. ferðir um helgar í október og nóvembér: Vestmanna- eyjar, Keflavík, Aratunga, Stokks- eyri, Þorlákshöfn. Leikritið verður síðan sýnt í miðri viku í félagsmiðstöðinni Tónabæ í októbermánuði. , Septem '85 ■ „Það er allt fullt af sýningum hér í Reykjavík. Menn sem kalla sig listamenn eru að hengja upp myndir í öllum skúmaskotunr,11 sagði Valtýr Pétursson einn úr Septem hópnum, á blaðamannafundi sem boðað var til vegna 13 sýningar hópsins. Valtýr sagði að markáðurinn væri orðinn fullur og vel það, því sala á listaverkum hefur snarminnkað upp á síðkastið.. Valtýr sagði að ■Septem hópurinn hefði ákvcðið-að sýn«. ekki næsta ár, en farið væri að velta vöngum yfir sýningu 1987. Á sýningu Septem hópsins eru tveir gestir, Hafsteinn Austmann og Daninn Jens Urup, sem meðal annars sýnir steinda glugga sem hann hefur gert í Sauðárkrókskirkju. Þeir verða sýndir þarna, ásamt vinnuteikningum listamannsins. Sýningin Septem ’85 verður opnuð í dag klukkan 14:00. íslenskt landslag í eigin útfærslu ■ „Þó þetta séu landslagsmyndir ratar enginn eftir þeim,“ sagði Jón Reykdal þegar hann sýndi blm. yfir vestur sal Kjarvalstaða, þar sem hann var að hengja upp 64 verk, olíumál- verk og þurrkrítarmyndir, Lengst af hefur Jón fengist við grafík, en hann sagði olíumálverkið ágæta aukabúgrein, sem hann hafði stundað með grafíkinni. Jón sagði landslagið á myndunum hreinar vinnustofupælingar, „ég get ekki farið með trönur út t' sveit og komið landslaginu yfir á léreftið, eins og Ásmundur og fleiri kappar gerðu meistaralega“, sagði Jón, „en ég vona að fólk sjái íslenska náttúru og birtu út úr þessum myndum mínum.“ Sýning Jóns ctpnar í dag klukkan 14:00 og er opin daglega frá klukkan 14-22. sýningunni lýkur sunnudaginn 15. september. LIGHT NIGHTS ■ Síðasta sýning á .Light Nights á þessu sumri verða baldnar í Tjarnar- ■ Kristín G. Magnús er sögumaður á sýningum LIGHT NIGHTS. bíói við Tjörnina í kvöld laugardags- kvöld. Sýningarnar hefjast kl. 21.00. LIGHT NIGHTS sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmtun- ar og fróðleiks fyrir erlenda ferða- menn. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku. Leikhússtjórar eru Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús, sem er jafnframt sögumaður Light Nights. Orgeltónleikar ■ Björn Steinar Sólbergsson heldur orgeltónleika í Kristskirkju Landa- koti sunnudaginn 1. sept. kl. 17.00. Hann mun leika verk eftir Bach, Alain og Duruflé. Eftirlit með innréttingum Byggingamefnd fhjgstöðvar á Keflavíkurflugvelli vill ráða eftirlitsaðila með innréttingu flugstöðvarinnar. Verkið sem nefnist innréttingar FK 5 var boðið út 26. ágúst 1985 og er ráðgert að opna tilboð 19. nóvember 1985 og að verkinu jjúki 1. mars 1987. Verkið naar m.a. til: a) lrinréttinga og frágángs byggingarinnar. b) Hréinlætislftgna, vatnsúðunarkerfis, hitakerfis og loftræstikerfis. c) Raflagna. ' ' , Byggingarnefndip leitar eftir einum ábyrgum eftirlitsaðila sem hefur á að skipa hæfU starfsliði til verksins. Einstök atriði sem meðal annarra verða lögð til grundvallar við.val á eftirlitsaðila eru: (1) Réynsla við eftirlit með sambærilegum 'fram- kvæmdum (2) Hæfoiviðstjórnun margþættraframkvæmda-þár með talin áætlanagerð (3) Umsögn fyrri verkkaupa. Góð enskukunnáttá starfsmannaér áskilin. Verkfræðistofum sem áhuga hafa á verkefninu er boðið að senda upplýsingar til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúla- götu 63,105 Reykjavík eigi síðar en 16. september 1985 kl. 12:00. Fyrirspurnum yerði’beint til skrifstofu byggingarnefndar á Keflavíkur- flugvelli, sími (92) 1277. Byggingarnéfnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelii I.M II ■ Hluti þeirra sem sýna á Septem ’85, frá vinstri Jóhannes Jóhannesson, Hafsteinn Austmann, Valtýr Pétursson og Guðmundur Benediktsson. NT-mynd - Sverrir ■ Jón Reykdal opnar sýningu m/landslagsm. aft Kjarvalsstöftum í dag. Rykkrokk ■ Fellahellir gengst fyrir útitónleik- um á laugardag milli kl. 18-23. Meðal þeirra sem fram komaeru hljómsveit- irnar „The Voice“, „No Time“, „Sweet Pain“, og „Tic Tac“. Auk þeirra hljómsveitin „Þetta er bara kraftaverk” og „Kukían" sem eru þau í Kukl auk Megasar. Langbrók: ■ Gallerí Langbrók færir út kvíarn- ar nú um helgina en þá opnar nýtt gallerí, Gallerí Langbrók textíll með verkum þeirra Guðrúnar Gunnars- dóttur, Guðrúnar Marinósdóttur, Sigrúnar Guðmundsdóttur, Stein- unnar Bergsteinsdóttur, Önnu Þóru Karlsdóttur, Asu Ólafsdóttur, Heiðu Björk Vignisdóttur-. og Valgerði Torfadóttur. Galleríið er á horni Laufásvegar og Bókhlöðústígs. Opn- unin verður laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00 og er allt áhugafólk boðið velkomið. Álmennur típnunartími er 12-18:00 virka daga. Framsóknarkonur: ■ Framsóknarkonur halda Lands- þing Landssambands framsóknar- kvenna að Laugarvatní helgina 31. ágúst til 1. september. Þingið hefst með ávarpi formanns Lands- sambandsins, Sigrúnar Sturludóttur, kl. 10:00 á laugardag en lýkur kl. 18:00 á sunnudag. Frá hinu þekkta franska fyrirtæt Telemecanique getum viö nú boðiö af lager mjög fjölhæfa rofasam- stasöu til samrööunar með hagan- fega geröum rofastýringum, sem smeila saman án skrúfufestinga. Fyrir allan algengan iönað, stóran og smáan, ekki síst skipalönaö. Leltiö.nánari upplýsirrga. trí&æmbJ!- SÍMi; 685656„og 84530

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.