NT - 06.10.1985, Blaðsíða 2

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 6. október NT Kjarval á Kjarvals- stöðum Safnið verður undirlagt guðföður sínum fram að áramótum í tilefni af aldarafmæli meistarans þann 15. október. Kassarnir dulurfullu höföu að geyma bókasafn Kjarvals, verkfærin og fjölda teikninga. En auk þess sauðskinnsskó, steina, saltfisk, álftarlappir, þrúgur, hatta og fleiri persónulega muni. Á aldarafmælissýningunni gefst almenningi í fyrsta sinn tækifæri til að berja þetta augum. Það verður mikið um að vera á Kjarvalsstöðum á næstunni. Eftir langan undirbúning að aldarafmælis- sýningu Kjarvals eru endarnir að ná saman og búast má við að þessu óskabarni þjóðarinnar verði gerð góð skil á sýningunni sem opnuð verður á afmælisdaginn 15. október og á uppákomum í tengslum við hana. Ef til vill er það markverðast að loksins hafa hinir mörgu pappakassar er voru innsiglaðir við dauða Kjarvals og valdið deilum milli borgarinnar og erfingja hans verið opnaðir. Upp úr þeim kom ógrynni af persónulegum munum og teikningum og verður hluti þessa til sýnis á Kjarvalsstöðum. En megnið bíður rannsókna og skrásetningar og enn gerir sér enginn grein fyrir hversu mikið né hvaða gildi þetta kann að hafa. Á sýninguni verða yfir tvö hundr- uð myndir og margar þeirra hafa ekki komið fyrir almennings sjónir áður. Þeim verður raðað upp eftir réttri tímaröð, þannig að áhorfendur geta fylgt férli málarans frá óstyrk- um tilraunum byrjanda, í gegnum leit hans að fótfestu og að þeim tíma er hann fellur í faðm íslenskrar náttúru. Á göngum verður komið fyrir persónulegum munum Kjarvals; höttunum hans, bókunum, myndun- um er prýddu veggi vinnustofunnar, steinasafninu og svo framvegis. Auk þess verða á sýningunni myndbönd, litskyggnur og annað til að miðla upplýsingum um málarann til gesta. Margt annað er á prjónun- um; svo sem að fá bátinn hans og stilla honum upp fyrir utan Kjar- valsstaði. I tengslum við sýninguna verður gefin út vegleg sýningarskrá eða bók með áttatíu síðum af lesmáli og hatt á þriðja tug litmynda. í hana skrifa Guðbjörg Kristjánsdóttir um málverk Kjarvals, Bera Nordal um teikningar hans og Árni Sigurjóns- son mun fjalla um Ijóð hans og laust mál. Meðan á sýningunni stendur verða haldnir fyrirlestrar og ýmsar aörar uppákomur eru áætlaðar. Stefnt er að því að allir nemendur grunnskólans sem tök hafa á að koma verði leiddir um sýninguna í fylgd fróðra manna og safnakennar- ar eru að smíða verkefni sem notuð verða í tengslum við heimsóknina. Á meðan sýningin stendur ætlar sjónvarpið að taka upp þátt þar sem þeir menn er best þekktu Kjarval munu segja frá kynnum sínum af honum. Verður þátturinn að hluta til tekinn á Kjarvalsstöðum innan um persónulega muni hans en einnig á ómissandi umgerð Kjavals - Þing- völlum. Og ekki má gleyma hinni lang- þráðu bók Indriða G. Þorsteinsson- ar um Kjarval er koma mun út á afmælisdaginn 15. október. Minningu meistarans verður því haldið á lofti og fólki gefst nóg tækifæri á næstunni að njóta listar málarans sem málaði sig inn að hjörtum landsmanna. gse NT-mynd Róberl. Verslun við Hverfisgötu i—Sagaúrdaglegalífinu Jóhann gamli sat á garðaband- inu og horfði á féð. Ærnar röðuðu sér í garðann og úðuðu í sig síðdeg- isgjöfinni. Ráku snoppuna á kaf í heyið eins og þær héldu að besta tuggan væri á botninum. Við og við rauk einhver ærin frá til þess eins að troða sér að annars staðar. Gamli bóndinn hafði ætíð sömu nautn af að fylgjast með fénu. Það minnti um sumt á mannfólkið. Leit- andi að besta bitanum til að hremma hann á undan öðrum. Troða sér. Berja frá sér, tillitsleysið og frekjan. Nei, það var ekki allur munur á. En nú færi þessum ánægjustundum eflaust að fækka. Hann hafði hætt búskap fyrir nokkr- um árum og flutt í þorpið. En hann hafði fengið gömul fjárhús að láni spöl utan við bæinn og haft þangað með sér bestu ærnar sínar um þrjátíu að tölu. Þau skiptust á að fara á húsin hjónin, hann um helgar hún á virkum dögum. En þetta var að verða þeim ofviða. í slæmri færð og vondum veðrum var gangan út að húsum erfið, of erfið fyrir fólk á áttræðisaldri. Nei, það var auðvitað réttast að skera niður á næsta hausti. Jóhann beygði sig niður að Gullbrá og klóraði henni á bakinu. „Þú ættir nú eiginlega að vera dauð fyrir löngu,“ sagði hann í gælutón. Þetta hafði annars verið einkennilegt með hana Gullbrá um árið. Hvað skyldi nú vera langt síðan. Líklega fjögur ár. Já, hún hefur sennilega verið fimm vetra þá. Aldrei hafði hún svo sem verið nein metskepna. Ekki sérlega falleg svona írauð um hnakka og andlit. Ekki raunar sérlega Ijót heldur. Og ekki hafði verið frjóseminni fyrir að fara. Hún var aldrei tvílembd utan einu sinni og þá villtist annað lambið undan þegar sleppt var svo hún kom með aðeins eitt lamb það haust sem önnur. En hún skilaði alltaf sínu lambi, oftast góðu lambi. Og hún var efnileg veturgamla ærin undan henni. En þegar hún var á fimmta vetur tók hún upp á þeim óvana að stökkva upp i garðann. Hvað eftir annað kom hann að henni í hlöðunni þar sem hún reif í sig úr stálinu, traðkaði niður heyið og valsaði um garðana. Jóhann þoldi ekki tætingslega umgengni í hlöðu og fjárhúsi. Hann tautaði yfir ánni, hótaði henni sláturhúsi að hausti eða hún yrði bundin sem þó varð aldrei af. Er leið á vetur hætti hún að fara í garðann. Ær verða þungar á sér undir vor jafnvel þó einlembdar séu. Jóhann var á báðum áttum. Hann þoldi ekki garðarollur. Á hinn bóginn var þaö slæmt að þurfa að farga sæmilegri á besta aldri. Svo kom kalt sumar og enn kaldara haust. Það var snjóhragl- andi dag eftirdag í september. Fyrir mánaðarmót var jörð orðin alhvít. Allt fé var tekið á hús þar með talin sláturlömb. Þá kom í Ijós að Gullbrá hafði engu gleymt. Hún tók upp fyrri háttu og hélt sig í garðanum, tróð niður heyið og hrakti. Aftur og aftur komu þau að henni valsandi um garða og hlöðu. Nei, það var víst ekki um annað að gera en slátra henni. En það var skratti snúið, svona ung ær. Það leið að lokum október mánaðar. Snjór lá enn á jörð. Lambaslátrun vaf lokið og Gullbrá hélt uppteknum hætti. Einn sunnudag voru þau í fjár- húsunum hjónin að taka af þeim ám sem áttu að fara í sláturhúsið að morgni. Jóhann þurfti að sinna vinnu sinni svo María ætlaði að sjá um ærnar. Hann mundi það eins og það hefði gerst í gær. María hafði spurt. „Á Gullbrá að fara?“ Hann hafði verið seinn til svars. Annað hvort yrði að lóga rollunni eða binda hana allan veturinn. Hvorugt þótti honum góður kostur. Svo sagði hann-. „Ja, ef hún verður í garðanum á morgun er best að hún fari.“ Hann hafði sem sé komið sér undan því að taka ákvörðun. Komið ábyrgð- inni yfir á ána ef svo mætti segja. Og þegar hann kom heim úr vinnu á mánudagskvöld hafði María sagt honum alla sögu. Hún hafði farið snemma á húsin að láta út ærnar, aðrar en þær sem átti að lóga. Er hún kom í fjárhúsin var hún dálitla stund að átta sig á því hvað var öðruvísi en vant var. Jú, það var engin kind í garðanum. Gullbrá lá út í horni, lygndi augum sem sak- leysislegust eins og það hefði aldrei hvarflað að henni að fara í garða. María gaf smátuggu, gekk síðan út og gaf fénu gætur um gætt. Gullbrá ruddist að jötu en bar ekki við að lyfta sér yfir garðaband. Ærnar luku gjöfinni og Maria hleypti út þeim sem iengra lífs var auðið. Gullbrá var í þeim hópi. Ojá, hún haföi bjargað lífi sínu daginn þann. Og það sem undar- legra var, hún hafði aldrei síðan borið við að stökkva í garðann. Bara eignað sér þennan ákveðna stað við garðahöfuðið. „Já, kellingin ,“sagði Jóhann aftur og kjassaði ána, „þú hefðir eigin- lega átt að vera dauð fyrir löngu." Sigrún Björgvinsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.