Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						w
Þriðjudagur 15. oktober 1985       11
Mikið verk um
mikinn mann
¦   Indriði G. Þorsteinsson
Jóhannes   Sveinsson   Kjarval,
ævisaga, I—II.
Almenna bókafélagið, 1985
Þegar einn hæfasti rithöfund-
ur þjóðarinnar leggur til atlögu
við mesta listmálara sem hún
hefur átt, þá fer ekki hjá því að
menn bíði árangursins spenntir.
Jóhannes Sveinsson Kjarval var
afburðamálari sem kenndi þjóð
sinni að skoða landið í allt öðru
ljósi en hún hafði nokkru sinni
gert áður. Hann gegndi í raun-
inni ekki ólíku hlutverki og
Jónas Hallgrímsson rúmri öld
áður. Indriði G. Þorsteinsson
sló í gegn fyrir mörgum árum
með smásögunni Blástör og
skrifaði síðan fimm skáldsögur,
hverja annarri betri. Þar að
auki hefur hann náð að halda
þjóðinni í heljargreipum ýmist
reiði eða ómengaðrar aðdáunar
vegna hárbeittra blaðaskrifa
sinna, sem engum getur bland-
ast hugur um að eru oft snilldar-
lega gerð, og eiga kannski meg-
instyrk sinn í því að menn eru
höfundinum oft einlæglega
ósammála en lesa hann samt.
Þess vegna er það að þegar
Indriði sendir nú frá sér tveggja
binda verk, um sex hundruð
blaðsíður, þá getur ekki hjá því
farið að menn líti upp, sperri
eyrun og að þá forvitni að vita
um úrslit glímunnar við mynd-
listarjöfurinn.
Og hver er svo árangurinn? í
stuttu máli sagt góður. Svo ég
reyni að skilgreina verkið -
eyrnamerkja það - þá er það að
stórum hluta af þeirri ætt sem í
bókmenntafræðinni er oft kennt
við dókúmentasjón, beina heim-
ildanotkun. Indriði notar hér þá
aðferð að hann setur fram breiða
frásögn sem flýtur fram átakalít-
ið, og hann gerir mikið af því að
taka beinar tilvitnanir upp og
láta þær sjálfar tala. Fyrir vikið
verður bókin svo löng sem raun
ber vitni. Um þetta efni fer
hann þó fimum listamanns-
höndum svo að frásögnin verður
hvergi óhóflega langdregin né
þreytandi. Hann kann vel þá list
að velja heimildir í þessu skyni,
þannig að yfirleitt tala þær skýru
máli - segja sögu - og verða að
lifandi og samfelldri frásögn í
höndum hans.
Þetta er raunar þveröfugt við
þá frásagnaraðferð sem Indriði
er hvað kunnastur fyrir, og fyrir
þá sök fróðlegt til skoðunar.
Hann hefur til þessa verið mest
kenndur við samanþjappaðan,
harðsoðinn og stuttorðan stíl,
en hér er aöferðin ný og allt
önnur. Frásögnin er yfirtaks-
mikil og óniðurskorin. Hins
vegar fann ég ekki annað en
þetta tækist vel, og sjálfur las ég
allt verkið í gegn án þess að
finna til annars en sögumátinn
héldi mér vel við efnið og bráð-
spenntum állan tímann.
Efnið er líka áhugavert. Það
þarf víst engan að fræða á því
að maðurinn Jóhannes Sveins-
son Kjarval var engum líkur. 1
þessari bók er honum lýst af
natni, samúð og nærfærni.
Mannlegir drættir hans, lands-
frægur húmor, líka velvilji hans
og hjálpsemi, og sömuleiðis
undansláttarlaus     kröfuharka
fyrir hönd listarinnar, koma allir
vel fram. í bókarlok stöndum
við uppi með heilsteypta mynd
af mikilmenni sem alls staðar
sópaði að pg skildi eftir sig spor
hvar sem hann bar að garði.
Og þetta er í stuttu máli sagt
meginviðfangsefni bókarinnar.
Þetta er ævisaga mannsins Jó-
hannesar Sveinssonar Kjarvals,
lýsing hans og krufning á mikil-
fenglegum persónuleika hans.
Má líka segja að ærið sé efnið,
enda í marga matarholuna að
leita. Ég kann ekki að vega og
meta heimildameðferð höfund-
ar, enda ekki kunnugri sögu
Kjarvals en gerist og gengur.
Hins vegar rak ég mig ekki á
annað en að þar væri vel að
staðið, og öll frásagnaraðferð
bókarinnar er traustvekjandi.
Trúlega má þó lengi bæta við
einstökum sögum og frásögn-
um, enda ekki við öðru að búast
um mann sem kom jafn víða við
í tíma og rúmi og Kjarval.
Annað er þó óhjákvæmilegt
að gagnrýna í þessu sambandi.
Heimildaskrá er engin í bók-
inni, og er það slæmur skortur á
fræðilegri nákvæmni. Frá verki
eins og þessu þarf að vera
gengið á þann hátt að hægt sé að
ganga rakleiðis að minnsta kosti
að prentuðum heimildum þess á
söfnum. Þótt oftast sé hægt að
átta sig á því hvar bækur og
blaðagreinar, sem notaðar eru,
sé að finna, vantar tilvísánir
sem gera slíkt mögulegt. Fyrir
þá, sem eiga eftir að nota þetta
verk við frekari skrif um
Kjarval, veldur þetta því að
slíkt getur orðið tafsamt. Þetta
hefðu hlutaðeigendur þurft að
sjá fyrir og bæta úr í tæka tíð.
Á hinn bóginn er það skýrt
einkenni á bókinni allri að hún
snýst nánast ekki um listaverk
Kjarvals. Þar er lítið sem ekki
fjallað um þróun hans á lista-
brautinni, feril hans sem málara
eða þær breytingar sem væntan-
lega hafa orðið á viðfangsefnum
hans eða afstöðu til fyrirmynda
sinna. Verkið allt takmarkast
við manninn en víkur í raun
sáralítið að viðfangsefnum hans
í myndlistinni. Sjálfsagt finnst
ýmsum að þar liggi höfundur
vel við höggum, og þó. Það er
hverjum höfundi nauðsynlegt
að marka svið sitt vel, og í þessu
tilviki hefur Indriði valið sér
ævisöguna. Er það vissulega
ærið viðfangsefni að því er varð-
ar mann sem átti jafn litríkan
feril og Kjarval. Það kemur
glöggt fram í bókinni að Kjarval
var orðinn svo dáður meðal
allra landsmanna á efri árum að
við fáa aðra er að jafna. Um
slíkan mann er full ástæða til að
skrifa rækilega ævisögu. Það er
engin hætta á öðru en hún falli
í frjóan jarðveg.
Jóhannes S. Kjarval.
Hins vegar er að því að gæta
að listasöguleg úttekt á Kjarval
verður að teljast jafn nauðsyn-
leg og þessi saga. Væntanlega
verða margir til þess kallaðir að
fást við það efni í framtíðinni.
Málverk Kjarvals eru það mörg
og margbreytileg að þar liggur
trúlega enn þá að minnsta kosti
jafnmikil saga óskrifuð og sú
sem hér er rakin. Ég vona að
þessi bók Indriða verði glöggum
og vel ritfærum listfræðingum
hvatning og örvun til að takast
á við það verk. Þjóðin þarf svo
sannarlega á því að halda að fá
yfirlit um og krufningu á verk-
um þessa manns frá hendi sér-
fræðinga, sem geti orðið fólki til
leiðbeiningar við að skilja verk-
in betur en ella og njóta þeirra.
. Kímnisögurnar, sem ganga af
Kjarval, eru víst fleiri en svo að
í tölum verði talið, og margar
frábærar. Sjálfum þótti mér
einna mestur fengur í sögunni
um það þegar Kjarval mætti í
málaragallanum í afmælinu hjá
Eggert Stefánssyni og hóf upp
Indriði G. Þorsteinsson.
eintal við guð um afmælisbarn-
ið. Hana hafði ég ekki heyrt
áður, en fleiri eru þarna góðar.
Annars er það sannast sagna
að hér sem endranær fylgir öllu
gamni, nokkur alvara. Þegar
þessar sögur eru saman komnar
kemur það kannski betur í Ijós
en nokkru sinni endranær hvað
Kjarval hefur átt auðvelt með
að samsama létta og heilbrigða
gamansemi og glettni við alvöru
lífsins og harðar kröfur listar-
innar. Slíkt er eitt af helstu
einkennum mikilhæfra lista-
manna, sem þessar sögur sýna
að Kjarval hefur átt í ríkum
mæli.
Allir, sem til þekkja, vita líka
að Kjarval fékkst við skáldskap,
sem líklegahefursjaldnastverið
tekinn nema miðlungi hátíð-
lega. Þekktastur fyrir verk af
því taginu hefur hann trúlega
lengst verið meðal flestra fyrir
skrýtnar og fáránlegar vísur sem
oft var víst minna af merkingu
eða boðskap í en ýmsu öðru.
Sjálfur var ég ekki fyrir lestur
bókarinnar mikið meira en laus-
lega kunnugur þessu, og þess
vegna kom það mér þægilega á
óvart að finna þarna töluvert af
kveðskap eftir Kjarval sem er
úr allt annarri átt. Hann hefur
greinilega haft verulega mikla
gáfu til Ijóðagerðar og ræktað
hana kannski meira en margir
gera sér grein fyrir. Þarna er
inni á milli að finna kveðskap
sem myndi að mínu viti geta
þótt býsna áhugaverður þótt
einhver minni spámaður hefði
þar staðið að verki. Eða hvað
segja menn til dæmis um þetta.
Sfrangr er mál í stuðlafjöllum
straumur lífsins skapar öllum
mönnum störfog strit.
Störfin breyta lit, en listin
lifir þegar búin vistin
okkar er.
Sjálfum þykir mér þetta vel
kveöið.
Þá er hjónabandssaga Kjar-
vals rakin hér allnákvæmlega,
en sambúð hans og konu hans
slitnaði eins og menn vita. Mig
rekur minni til að áður hefur
verið drepið smekklega á þetta
á prenti, í niðurlagi Kjarvals-
kvers Matthíasar Johannessen.
Hér er sagan þó mun fyllri, og
ég tel ástæðu til að taka ofan
fyrir Indriða fyrir það hve nær-
færnislega hann fer þar höndum
um. Þar sem endranær kemur
Ijóslega fram myndin af hinum
hjálpsama og velviljaða og um-
hyggjusama manni, á bak við
hrjúft yfirborð sem út var snúið.
Það leiðir af frásagnaraðferð
Indriða í þessari bók að spennu
gætir ekki mikið í frásögninni.
Hún líður áfram líkt og af sjálfu
sér, og það eru kannski fremur
hin mörgu litlu atriði sem grípa
lesandann heldur en heildar-
söguþráðurinn. Þegar leið að
bókarlokum þótti mér þó að
þessi frásagnaraðferð ætti ekki
lengur eins vel við og áður.
Ellihrörnun Kjarvals og dauða-
stríð eru í raun hádramatísk
viðfangsefni. Það er eiginlega
átakanlegt að sjá það fyrir sér
hvernig þessi stóri og sterki
maður hrekst smám saman á
undanhald fyrir Elli kerlingu.
Staðreyndirnar varðandi þetta
efni komast að vísu vel til skila
í bókinni, en þó er ég þeirrar
skoðunar að dálítið átakameiri
frásagnaraðferð hefði getað far-
ið betur þarna í lokin. Með
öðrum orðum hefði mátt auka
örlítið á frásangarhraðann og
frásagnargleðina þegar þar var
komið - hnykkja svolítið á í
lokin - sem hefði gefið betri
bók.
En allt um það kann ég naum-
ast annað en hrósyrði að segja
um þessa sögu Indriða G. Þor-
steinssonar. 'Hann hefur gefið
okkur frábærlega vel skrifaða
og glögga mannlýsingu á mikil-
hæfum einstaklingi, og barma-
fulla af smellnum frásögnum í
kaupbæti. Þetta er ævisaga fyrst
og fremst, og hún verður örugg-
lega góður grunnur fyrir þá sem
vonandi eiga áður en of langt
um líður eftir að kryfja málverk
Kjarvals og túlka þau fyrir aðdá-
endur hans. Og þegar öllu er á
botninn hvolft er víst í þeim
hópi hvorki meira né minna en
nánast öll íslenska þjóðin.
Eysteinn Sigurðsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24