Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ENSKA ER OKKAR MÁL
 Talnámskeið - 7 vikur
 Viðskiptanámskeið
 Einkatímar
 Enskunámerlendis
 Kennt á mismunandi stigum
 Barnanámskeið (5-15 ára)
 Málfræði og skrift
 Þjóðfélagsleg umræða
 Kvikmyndaumræða
 Frítt kunnáttumat og ráðgjöf
Enskunámskeið að hefjast
Hringdu í síma 588 0303  FAXAFENI 8   www.enskuskolinn.is
L
æknarnir Guðmundur Ara-
son og Þórður Óskarsson
eru í forsvari fyrir tækni-
frjóvgunarstofu sem tekur
til starfa í Kópavogi um
næstu mánaðamót. Þeir störfuðu áð-
ur á tæknifrjóvgunardeild Landspít-
alans, en tóku þá ákvörðun í vor að
hefja einkarekstur, eftir að óvissa
hafði ríkt um nokkurt skeið um fram-
tíð starfseminnar innan Landspít-
alans. Þeir leggja áherslu á að hag
þeirra sem þurfa að nýta sér þjón-
ustuna eigi að vera betur borgið en
áður, með bættri aðstöðu og styttri
bið eftir meðferð. 
Tæknifrjóvgunardeild Landspít-
alans var stofnuð árið 1991, en Þórð-
ur segir að í seinni tíð hafi komið upp
ýmsir erfiðleikar við að halda starf-
seminni áfram inni á spítalanum.
?Sparnaðaraðgerðir sem gripið hefur
verið til á Landspítala ? háskóla-
sjúkrahúsi hafa náttúrulega beinst að
því að viðhalda bráðaþjónustu. Þar
má segja að tæknifrjóvganir séu í
minni forgangi, og kannski ekkert
óeðlilegt að menn beini spjótum sín-
um að þeirri starfsemi þegar þarf að
skera niður. Nokkur óvissa hefur
þannig ríkt um starfsemina und-
anfarin tvö til þrjú ár. Rætt hafði ver-
ið um að leggja deildina niður en
hætt við það, en síðan aftur sótt í
sama farið þegar næstu sparnaðar-
aðgerðir hafa gengið yfir. Þetta hefur
skapað mikið óöryggi, bæði meðal
starfsfólks og sjúklinga. Þannig að
okkur fannst rétt að skoða þann
möguleika hvort þessi starfsemi ætti
þá ekki betur heima utan spítalans,
þar sem hún gæti fengið að þróast og
dafna í friði. Það er hugmyndin með
þessu, að starfsemin fái að njóta sín,
án þess að vera í einhvers konar nið-
urskurðarsamkeppni við bráðaþjón-
ustu sem hlýtur alltaf að hafa for-
gang inni á bráðasjúkrahúsi.?
Kostnaðurinn aukist ekki
Þórður og Guðmundur leggja
áherslu á að kostnaður við tækni-
frjóvgunarmeðferðir eigi ekki að
aukast við það að þjónustan færist út
af spítalanum og í hendur einkaaðila.
Þeir segja rekstraráætlanir hafa
byggt á því að meðferðargjaldið héld-
ist óbreytt, þannig að þeir sjúklingar
sem greiða fullan kostnað við með-
ferðina muni ekki greiða hærra gjald
en áður. Þá hafi heilbrigðisyfirvöld
lýst vilja til þess að taka þátt í að
greiða meðferðina niður fyrir barn-
laus pör með svipuðum hætti og gert
hefur verið hingað til. 
?Þjónustusamningur hefur ekki
enn verið gerður við ríkið, en verið er
að ræða hvernig endurgreiðslum
verður háttað fyrir barnlaus pör sem
greiða ekki fullt gjald,? segir Þórður.
?Hugmyndir hafa verið uppi um að
Landspítali - háskólasjúkrahús taki
að sér að verða nokkurs konar verk-
kaupi og myndi þá greiða þennan
mismun, væntanlega með fjárveit-
ingu sem fengist frá heilbrigðisyfir-
völdum. Einnig standa yfir viðræður
um kaup á sérhæfðum tækjum og
búnaði frá spítalanum, sem getur
nýst okkur en verður varla nýttur
þar. Kostnaðurinn við meðferðirnar
hefur verið reiknaður út og hefur
ekkert breyst, og bæði af okkar hálfu
og heilbrigðisyfirvalda hefur verið
lögð áhersla á að gjöldin fyrir þjón-
ustuna hækki ekki.? 
Biðtími eftir því að komast í tækni-
frjóvgunarmeðferð hefur síðustu ár
verið um eða undir einu ári. Stefnt er
að því að með bættri starfsaðstöðu og
sveigjanlegra umhverfi verði unnt að
fjölga meðferðum og eyða þannig
biðlistunum og stytta bilið á milli
meðferða ef árangur næst ekki í
fyrsta sinn. Fólk eigi þá að geta end-
urtekið meðferð eftir tvo til fjóra
mánuði, í stað þess að þurfa að bíða í
hálft ár eða jafnvel lengur. Þar sem
tæknifrjóvgunardeild Landspítalans
var lokað í sumar þarf að vinna upp
nokkra töf, en Guðmundur og Þórður
segja að það eigi ekki að taka langan
tíma, og vonast til að biðlistarnir taki
síðan að styttast og verði horfnir inn-
an tíðar. Þegar því marki verður náð
segja þeir að möguleikar opnist á því
að bjóða útlendingum að gangast
undir tæknifrjóvgunarmeðferðir hér. 
?Því hefur verið sýndur nokkur
áhugi, enda hefur það vakið eftirtekt
hve góður árangur hefur náðst í
tæknifrjóvgunum á Íslandi,? segir
Guðmundur. ?Auk þess er kostn-
aðurinn við meðferðina lægri hér en
víða tíðkast, til dæmis getur verið
talsvert dýrara að gangast undir
tæknifrjóvgun í Bandaríkjunum. Í
annan stað getum við meðhöndlað
pör sem þurfa á gjafaeggjum að
halda, sem ekki er boðið upp á alls
staðar.? Þórður bætir við að aðilar á
Norðurlöndum hafi sýnt áhuga á
samstarfi, þar sem ekki hafi verið
unnt að sinna öllum sem óski með-
ferðar. 
Geysilegt andlegt álag 
fylgir ófrjósemi
Þeir undirstrika að pör sem reynt
hafi árangurslaust að eignast börn
upplifi gjarnan mikla vanlíðan og að
ófrjósemin hafi lamandi áhrif á allt líf
þeirra. Það skipti því miklu máli að
unnt sé að veita þeim góða þjónustu,
við góðar aðstæður og án mikilla tafa.
?Ég held að allir geri sér grein fyr-
ir mikilvægi þess að geta átt börn
saman og stofna fjölskyldu,? segir
Guðmundur. ?Ég hygg að flest pör
sem leita til okkar séu búin að reyna
lengi og þetta er í rauninni síðasta
vonin, ef svo má segja. Þegar fólk er
búið að taka þá ákvörðun að reyna að
leita sér hjálpar þá finnst því líka
mikilvægt að hægt sé að bregðast
fljótt við. Stóra skrefið er að koma í
viðtal og þegar það hefur verið yf-
irstigið getur verið erfitt að bíða lengi
eftir því að komast í rannsóknir og
meðferð.?
Guðmundur bendir einnig á að í
dag sé fólk gjarnan lengi í námi og
fari ekki að huga að barneignum fyrr
en upp úr þrítugu, en þá sé frjósemin
talsvert minnkuð miðað við tvítugs-
aldurinn. Tíminn vinni því hratt gegn
möguleikum þessa fólks á að eignast
börn og mikilvægt að geta brugðist
skjótt við.
Þórður segir að geysilegt andlegt
álag fylgi ófrjósemi. ?Það getur eig-
inlega enginn skilið líðan þessa fólks
sem ekki hefur reynt það sjálfur að
geta ekki eignast barn. Það er erfitt
fyrir fólk sem hefur eignast sín börn
vandræðalaust og án hjálpar að setja
sig í þessi spor. Ófrjósemi veldur
fólki miklum sársauka og hefur áhrif
á gjörvallt líf þess. Þetta hefur veru-
leg áhrif á öll framtíðarplön og áform
hvað varðar vinnu og starfsframa. Ég
hef stundum vitnað í rannsókn þar
sem reynt var að leggja mat á and-
Enginn getur skilið
sem ekki hefur reynt
Tæknifrjóvgunardeild
Landspítalans var lokað í
sumar, en senn tekur til
starfa einkarekin tækni-
frjóvgunarstofa sem sinna
mun þeim fjölmörgu pörum
sem þurfa aðstoð við að
eignast börn. Aðstandendur
stofunnar binda vonir við
að með nýju rekstrarformi
verði unnt að veita betri
þjónustu og eyða biðlistum.
Aðalheiður Inga Þorsteins-
dóttir ræddi við Guðmund
Arason og Þórð Óskarsson.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Biðtími eftir því að komast í tæknifrjóvgunarmeðferð hefur síðustu ár verið um eða undir einu ári. Stefnt er að því að með bættri starfsaðstöðu og sveigjanlegra
umhverfi verði unnt að fjölga meðferðum og eyða þannig biðlistunum og stytta bilið milli meðferða.
?
Ég hygg að flest pör sem leita til okkar 
séu búin að reyna lengi og þetta er 
í rauninni síðasta vonin.
?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64