Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Hún kom í þennan heim öllum að óvörum eins og lítill sólargeisli sem brýst fram úr skýjum og hún hvarf á braut umvafin birtu og kærleika eins og síðustu geislar sólar sem sest við sjónarrönd. Hún geislaði af birtu og hlýju þennan dag sem hún dvaldi með okkur og óveðursskýin náðu aldrei að skyggja á útgeislun hennar. Dagurinn var stuttur en hann var bjartur og fagur. Þannig eru þeir dagar sem við minnumst fram á gamalsaldur dagar bernskunnar. Þú kenndir okkur að lifa og þú kenndir okkur að deyja eins og sr. Auður Eir orðaði það svo fallega. Þau Aðalsteinn undirbjuggu brottförina gagnvart börnunum í þvílíkri einlægni, kærleika og alúð að undrun sætti og Anna Pálína kvaddi lífið með bros á vör. Í raun getum við ekki annað en lotið höfði í auðmýkt og þökk fyrir að fá að njóta návistar hennar ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR ✝ Anna PálínaÁrnadóttir fæddist í Hafnar- firði 9. mars 1963. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 30. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 8. nóvember. þennan sólríka dag. Með aðstoð vina og eiginmanns náði ein- lægni hennar og geisl- un út yfir gröf og dauða. Einstæð eftir- mæli sr. Auðar Eirar ásamt ógleymanlegri og harmþrunginni túlk- un Gunnars Gunnars- sonar, Sigurðar Flosa- sonar, Jóns Rafns- sonar, Péturs Grétars- sonar og Sinikka Langeland gerðu útför hennar að ógleym- anlegu listaverki. Þökk sé þeim ásamt öllum þeim sem heiðruðu minningu hennar þennan dag. Lífinu ég þakka það sem mér var gefið; hláturinn og grátinn, svo að greint ég fái gleðina og harminn, þetta tvennt sem myndar mína söngva’ og ykkar, svo og mínir söngvar og allra söngva, sem og mínir söngvar, og allra söngva, sem og eru sömu söngvar. (Violeta Parra/Aðalsteinn Ásberg.) Við hin lifum áfram – um stund – lifum í gleði eins og Anna Pálína orðaði það. Páll bróðir. Jæja, elsku amma mín, nú ert þú farin frá mér og okkur öllum. Hvað geri ég núna þeg- ar eitthvað er að og ekki hægt að hringja heim til ömmu? Alltaf varst þú til staðar þegar mig vantaði og skildir alltaf hvað var að og vissir hvernig átti að laga öll vandamál. Það var alltaf hægt að redda öllu heima í eld- húsinu hjá ömmu. Allar mínar æsku- minnningar snerta þig á einn eða annan hátt, og ég geymi þær. Eins og að labba Kirkjuveginn til þess að fara á bókasafnið og fá bækur. Ég les enn mikið og held ég nú að ég hafi fengið lestrarástríðuna frá þér. Eða þegar þú fórst með okkur Helgu í Stapafell að kaupa púsl ef veður var leiðinlegt og okkur leiddist. Ég sit enn og púsla mikið. Og amma, þú varst alltaf til að hjálpa mér þegar ég var að fara á ball og hafði ekkert til að fara í, þá sagðir þú, förum niður í Álnabæ og kaupum efni og svo eftir tvo tíma var ég komin í nýja flík og á leið á ball og ég lærði mikið hjá þer að sauma og sauma mikið sjálf í dag. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR ✝ Ólöf Jónsdóttirfæddist á Mel- stað í Keflavík 6. júlí 1930. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 12. nóvember. Amma mín, þó ég hafi flust til Bandaríkj- anna þá varst þú samt alltaf til staðar. Og það er þér að þakka að ég fór út, þú sagðir alltaf, þetta reddast, gefðu þessu tíma og er ég bú- in að vera 12 ár og sé ekki eftir neinu nema þessum árum sem ég hef misst með þér. En ég veit þú ert ekki farin alveg, þú munt alltaf verða í hjarta mínu. Og margar sögur hef ég að segja börnum mínum frá ömmu á Íslandi og ég vona að ég geti verið eins góð móðir og þú varst góð amma. Elsku amma mín, þú ert alveg ómissandi og næstu dagar, vikur og mánuðir eiga eftir að verða erfiðir og mikið á ég eftir að sakna þín. Og eng- in getur fyllt þau spor sem þú skildir eftir. Ég er sú manneskja, eiginkona, móðir og vinur sem ég er í dag útaf þér og fyrir það færð þú allar mínar þakkir. Ég elska þig meir en orð geta lýst og í mínu hjarta muntu allt- af koma fyrst. Alla mína ást. Ólöf Smith. Ef tár væru stigar til himnaríkis myndi ég vera búin að koma í kaffi 100 sinnum fram og til baka til þín, amma mín. „Love“, Helga María. Ég sá það á Mogga- vefnum að Kalli vinur minn og nágranni er látinn. Þar sem ég er stödd í öðru landi var ég ekki við jarðarförina til að votta fjölskyldu hans samúð mína. Ég vil með þessum orðum bæta úr því og þakka liðnar stundir. Það er mikil gæfa að eiga góða granna. Kalli og Margrét eru ein af þeim. Kalla á ég margt að þakka, allt frá þeim tíma er ég fluttist í Hóf- gerðið, fyrir rétt 14 árum. Þau hjón- in hafa alltaf verið mér hjálpleg og margar voru ferðir mínar yfir göt- una til að leita ráða hjá smiðnum góða varðandi ýmsar framkvæmdir og viðhald sem fylgir því að vera húseigandi. Kalli var minn faglegi ráðunautur sem aldrei pirraðist yfir kellunni sem skokkaði hvatvís yfir götuna í vandræðum sínum. Alltaf átti hann góð ráð og alltaf var hann fús að lána mér rétta verkfærið eða finna réttu fjölina í bílskúrnum sín- um sem hugsanlega gæti hentað. Alltaf var hann fús og góðviljaður KARL BERGÞÓR VALDIMARSSON ✝ Karl BergþórValdimarsson fæddist í Reykjavík 24. september 1928. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 8. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 17. nóvember. að segja mér til og ráð- leggja, ganga með mér yfir götuna og líta á verkið. Þá átti hann það til að horfa á mig glettnum augum, brosa kankvís og segja um leið og hann hallaði örlítið undir flatt: „Þetta er fínt hjá þér. En sjáðu, það hefði eiginlega verið betra að gera þetta svona…“ Svo fræddi hann mig um hvernig hlutirnir ættu að vera og hvers vegna. Ég gat gengið örugg til verks vitandi af honum hinum megin götunnar. Það var einhver ró yfir Kalla sem mér líkaði, aldrei sá ég á honum asa eða læti. Hann fór rólega og yf- irvegaður yfir hlutina og allt sem ég sá hann gera var gert af alúð og hlýju. Engar skyndilausnir voru í hans fórum. Þær stundir er ég kom til Kalla í bílskúrinn eru mér minnisstæðar. Alltaf gat hann lagt niður verkið sem hann var við og gefið sér tíma til að sinna mér. Skúrinn var fullur af lífi, dásamleg timburlykt, hlýja, góðvild. Allar stundirnar sem Kalli hafði dvalið í skúrnum og unnið verk sín voru nærri, næstum áþreif- anlegar. Mér fannst ég komin í helgidóm og þótt ég væri oftast að flýta mér fór ég aldrei innfyrir nema vera mjög róleg. Kalli var ekki einn um sköpunina á þessu heimili. Hann sýndi mér stoltur hvað kona hans var mikil hagleiksmanneskja og börnin hans. Hvað hann var að skera út og hvað hann var að smíða fyrir barnabörn- in. Mér lék forvitni á að vita hver Kalli var og spurði um lífshlaup hans. Hann sagði mér það í grófum dráttum en ég skynjaði að hann var dulur. Það sannreyndi ég er ég heimsótti hann á sjúkrabeðinn í sumar. Þá tók hann innrammað ljóð sem hékk á veggnum við rúmið og las fyrir mig. Það hafði verið ort til sonar þeirra hjóna sem lést barn- ungur. Hann sagði mér líka að þau hefðu misst tvö önnur börn. Ég hafði svosem skynjað það að þau hjón höfðu fengið sinn skerf af áföll- um. Oft undraðist ég úthaldið sem Kalli hafði og engu var líkara en honum væri gefinn meiri tími í sól- arhringnum en öðrum. Hann virtist óþreytandi við að dytta að húsinu og verkin voru óþrjótandi. Þegar hann klæddi húsið sitt að utan fyrir nokkrum árum heyrðust hamars- höggin snemma morguns og oft á tíðum hljóðnuðu þau ekki fyrr en langt gengið í annan dag. Ég horfði oft á hann úr glugganum mínum og dáðist að þessum rólegu handtök- um, þessari ró sem hann bjó yfir og æðruleysi. Það var einhver sam- hljómur í bjartri, kyrri sumarnótt- inni og rólegum, taktföstum ham- arshöggum Kalla. Þegar ég áttaði mig á því að þau voru hljóðnuð þá grunaði mig að ekki væri allt með felldu hjá granna mínum. Hann tók veikindum sínum af æðruleysi og það kom mér ekki á óvart að alvaldið gaf honum lengri tíma en læknavísindin ætluðu. Við Kalli áttum oft spjall saman um lífið og tilveruna er við hittumst á gangstéttinni við húsið hans. Snemma í sumar ræddum við m.a. um hvað tæki við að lífi loknu. Þá sagði hann: „Ég veit ekki hvaðan ég kom og veit ekki hvert ég fer, en það er ekki ólíklegt að ég fari þang- að þaðan sem ég kom. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði hann glettinn. Meira var ekki um það að segja. Þegar ég sá hann í sumar ganga við staf í sólskininu, máttfarinn, grannur, afskaplega hægur, var hann tignarlegur. Mikil manneskja var að hverfa jafnfumlaust og yf- irvegað og hamarshöggin hljómuðu forðum. Kalli byggði hús sitt ekki á sandi og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Ég sendi hlýjar kveðjur til Mar- grétar Ólafar og allra aðstandenda. Helga Guðrún. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SVANA S. SIGURGRÍMSDÓTTIR, Hólagötu 12, Vestmannaeyjum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut að kvöldi miðvikudags 17. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 24. nóvember kl. 13.00. Örn Viðar Einarsson, Daníel Emilsson, Elín Kristín Magnúsdóttir, Lára L. Emilsdóttir, Viðar Guðmundsson, Anna S. Ingimarsdóttir, Pétur Árnmarsson, Sigurgrímur Árni Ingimarsson, Jenný Gunnarsdóttir, Esther Ingimarsdóttir, Halldór Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn, Rut Sigurgrímsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.