Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 12
12 | 19.12.2004 Þ au kölluðu gjarnan starfsemina „eldhúsútgáfuna“. Og forstjór- arnir voru foreldrar annarra starfsmanna, barnanna þriggja, því heimilið var jafnframt skrifstofa. Núna hefur fækkað um einn hjá útgáfufyrirtækinu Dimmu við Laufásveginn eftir að móðirin, eiginkonan og annar „forstjóranna“, Anna Pálína Árnadóttir söngkona, lést í lok október eftir langa, hetjulega og að hluta til opinbera baráttu við krabbamein. En áfram heldur lífið og áfram heldur starfið. Áfram verða hugmyndirnar sjálfsagt til í eldhúsinu og pökkun afurðanna fer fram í borðstofunni, sem er undirlögð af diskum, umslögum, bæklingum og hulstrum, auk nokkurra bunka af jólakortum sem bíða sendingar á borðinu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur, tónlistarmaður, formaður Rithöf- undasambands Íslands og „forstjóri“ Dimmu, er í önnum, fáum dögum fyrir jól, enda útgáfan aldrei meiri en í ár, átta útgefnir titlar og þar af einn með Önnu Pálínu heitinni. Honum finnst gott að hafa í nógu að snúast; það dreifir huganum frá sorg og söknuði. Þau Anna Pálína voru vön að takast sameiginlega á við verkefnin, en núna er staðan breytt og þau takast sameiginlega á við breytinguna og verkefnin, Að- alsteinn og börnin þrjú, Árni Húmi, 16 ára, Þorgerður Ása, 14 ára og Álfgrímur, 7 ára. „Þetta var og verður heimilisiðnaður,“ segir Aðalsteinn Ásberg. „Við það eru bæði plúsar og mínusar. Maður er nánast alltaf í vinnunni en getur um leið gert margt í einu. Að mínu mati eru kostirnir við að reka fyrirtæki og heimili á sama stað fleiri en gallarnir. Það er hægt að halda húsaleigunni í lágmarki og maður getur haft lokað þegar maður vill og byrjað daginn þegar manni hentar.“ Hann hefur komist að því að hann er ekki einn um þetta fyrirkomulag. „Fyrir nokkrum árum fór ég að leita að samstarfsaðila í Danmörku sem gæti tekið að sér að skipuleggja tónleikaferð fyrir okkur Önnu Pálínu um Norðurlöndin. Ég skrifaði nokkrum fyrirtækjum á þeim vettvangi og fékk mjög jákvætt svar frá einu í Kaup- mannahöfn. Milli okkar fóru afar formleg bréf, annars vegar á bréfsefni merkt fyr- irtækinu Dimmu og hins vegar frá hinu fyrirtækinu. Við gerðum með okkur samning og við Anna Pálína fórum í hálfsmánaðar tónleikaferð ásamt hljómsveit, sem gekk ágætlega. En okkur þótti skemmtilegt að þegar við mættum til Kaupmannahafnar til að hitta samstarfsaðilann kom í ljós að fyrirtækið var eins uppbyggt og okkar eigið fyrirtæki: Einn maður á fjórðu hæð í íbúðablokk! Það er alveg óþarfi að þykjast vera stærri en maður er. Smæðin hefur marga kosti.“ Sérhæfð og sjálfsprottin | Dimma er orðið 12 ára gamalt fyrirtæki, sem eru mun lengri lífdagar en því var ætlað í upphafi. „Það sem vakti fyrir okkur var að gefa út eina plötu. Á sama tíma átti ég í fórum mínum handrit að tveimur ljóðabókum. Við ákváðum að slá þessu tvennu saman og prófa að gefa út sjálf. Þetta var 1992 og okkur gekk bara vel; við sluppum taplaus. Því reyndist auðvelt að halda áfram að gefa út það efni sem við höfðum áhuga á að gefa út. Að stórum hluta er þetta sjálfsprottin út- gáfa sem vatt upp á sig þegar við gáfum út fyrstu píanóplötu Gunnars Gunnarssonar sem hafði þá unnið með okkur um skeið. Síðustu misserin hefur starfsemin færst í aukana, ekki síst vegna þess að við höfðum aflað okkur reynslu og þekkingar á því hvernig er unnt að standa að sérhæfðri útgáfu af þessu tagi fyrir lítinn markað, oft eins konar jaðarútgáfu, því aldrei stóð til að keppa um vinsældalistana. Svona útgáfa krefst þess að haldið sé afar vel utan um útgjöld, t.d. í auglýsingar. Ella brenna menn upp á skömmum tíma, sem því miður hefur hent marga sem gert hafa tilraunir í þessa veruna. Og menn mega ekki gera ráð fyrir skyndigróða heldur vonast eftir jafnri sölu til langs tíma. Þannig er t.d. fyrsta platan okkar, sem kom út fyrir 12 árum, einmitt að seljast upp þessa dagana! Við þekkjum orðið okkar markað býsna vel. Og hann hefur stækkað með vissum titlum; t.d. fór fyrsta barnaplatan okkar, Berrössuð á tánum, langt út fyrir okkar hefðbundna markað og sama gerðist með plötu Guðrúnar Gunn- arsdóttur í fyrra, Óð til Ellyjar. Guðrún er náin vinkona okkar og eftir að hún hafði haldið sína velheppnuðu Ellyjartónleika, sem voru jafnframt hljóðritaðir, þótti okkur mjög vænt um að fá að gefa út fyrstu sólóplötu frábærrar söngkonu. Svo rokseldist platan og aflaði Guðrúnu Íslensku tónlistarverðlaunanna að auki. Þannig hefur okk- ur stundum tekist að teygja aðeins jaðarinn í átt að miðjunni. Grunnurinn er þó ævin- lega löngun til að gefa það út sem við höfum sjálf áhuga á, ekki keppa um vinsældir. Vinsældirnar verða þá bara eins og bónus.“ Aðalsteinn tekur fram að þau hjónin hafi aldrei haft lífsviðurværi af útgáfunni, meðalupplag plötu sé ekki nema 2.000 eintök, en hún hafi verið góð aukabúgrein á L jó sm yd ir : Á rn i S æ be rg HLUSTAÐ Á HVÍSLIÐ Anna Pálína Árnadóttir gerði sér grein fyrir að platan Sagnadans yrði hennar síðasta. Það gerði eiginmaður hennar, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, líka. Núna sendir fyrirtæki þeirra, Dimma, frá sér fimm nýja diska fyrir jólin, þeirra á meðal svanasöng Önnu Pálínu. Eftir Árna Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.