24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir BETRA VERÐ! *Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 9,21% til 9,36% miðað við hvaða gerð af bíl er valin. 3.490.000 kr. VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr. AFBORGUN 35.500 kr. Á MÁn.* L200 Intense Dcab Sjálfsk. 370.000 kr. lækkun! 4.090.000 kr. VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr. AFBORGUN 45.900 kr. Á MÁn.* OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk. 250.000 kr. lækkun! 5.350.000 kr. VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr. AFBORGUN 59.900 kr. Á MÁn.* PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk. 620.000 kr. lækkun! F í t o n / S Í A Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Um 300 húseigendur við Laugaveg hafa fengið send bréf frá borginni að undanförnu þar sem athuga- semdir eru gerðar við það sem bet- ur megi fara í útliti eigna þeirra. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir athugasemdirnar vera mis- munandi miklar. „Í sumum tilvikum er verið að benda á atriði sem betur mega fara og við komum þá skilaboðum til þeirra húseiganda um að þeir lagi húsin. Nú erum við að útvíkka þetta og taka Hverfisgötu, Grett- isgötu, Njálsgötu og Þingholtin inn í þetta líka.“ Vilja fegrun fyrir 17. júní Mikil áhersla er lögð á það inn- an borgarkerfisins að ná góðum heildarbrag á miðborgina fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmda- og eignasviði. Til að ná þeim árangri er verið að reyna að fá eigendur yfirgefinna húsa til að lagfæra þau sem mest má. Áhersla hefur verið lögð á að bæta útlit þriggja eigna sem eru mjög sýni- legar frá Laugaveginum; Frakkastíg 16, Þingholtsstræti 2 til 4 og Hverf- isgata 32 til 34, en bakhlið þess hús er afar sýnileg frá Laugaveginum. Magnús segir að mál þessara þriggja eigna séu öll í ákveðnu ferli. „Húsið við Þingholtsstræti lítur rosalega illa út, en þar erum við búnir að veita eiganda þess leyfi til að hefja viðgerðir á því að utan. Þeir eru með gríðarlega metnaðarfull áform um fataversl- un. Húsin við Hverfisgötuna bíða niðurrifs og það er reynt að halda þeim í horfinu þangað til, a.m.k. þeim hluta sem snýr að götunni. En áður en að leyft verður að fjar- lægja þau vill skipulagsráð fá að vita hvað eigi að koma í staðinn. Það mál er því í biðstöðu vegna þess að eigandi lóðarinnar er að vinna að því að fá deiliskipulaginu breytt. Frakkastígur 16 er síðan í eigu Frjálsa fjárfestingabankans og er búið að gefa honum þrjá kosti: að lagfæra húsið, rífa það og ganga frá lóðinni eða byggja upp nýtt hús í samþykkt við deiliskipulag. Bankinn er að skoða þessa kosti.“ 300 húseigendur við Laugaveg hafa fengið send bréf frá borginni um það sem betur má fara í útliti húsa þeirra Vilja fegra borgina fyrir þjóðhátíðardaginn ➤ Húsin þrjú sem áhersla erlögð á að fegra fyrir þjóðhá- tíðardaginn standa við Þingholtsstræti 2 til 4, Hverfisgötu 32 og 34 og Frakkastíg 16. FEGRUN MIÐBORGAR Ekki fallegt Þingholts- stræti 2 til 4 verður lag- fært að utan á næstunni. Áttatíu konur tóku þátt í leið- toganámskeiði Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vest- mannaeyja, sem lauk með hátíð- arkvöldverði í gær. „Þetta er ótrúlega góð mæting, sérstaklega af því að margt annað var í gangi,“ segir Valgerður Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Visku. „Þetta hefur verið rosalega gam- an og maður er strax farinn að sjá áhrif. Eitt kvöldið var ræðunám- skeið og fyrst treystu fáar sér til að halda ræðu en á endanum gerðu þær það allar,“ segir hún. Þátttak- endur þurftu ekkert að greiða fyrir námskeiðið vegna styrkja frá Vest- mannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum. thorakristin@24stundir.is Leiðtoganámskeið í Vestmannaeyjum „Allar héldu ræðu“ Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í gerð lagafrumvarps til að styrkja réttarstöðu lifandi líffæra- gjafa, einkum til að bæta tekjumissi og mæta þeim kostnaði sem getur fylgt líffæragjöf. Er það gert að til- lögu heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra. Í skýrslu vinnuhóps um stöðu lifandi líffæragjafa, sem skipaður var af félags- og tryggingamálaráð- herra, kemur fram að einstaklingar sem lýst hafa sig fúsa til að gefa líf- færi hafi sumir hverjir ekki treyst sér til þess af fjárhagslegum ástæð- um. Nánast undantekningarlaust er skýringin fjarvistir frá vinnu í kjölfar aðgerðarinnar. Vinnuhópurinn leggur til að líf- færagjafa sé tryggð tímabundin fjárhagsaðstoð verði hann fyrir tekjumissi vegna líffæragjafarinnar, og tekjutengdar greiðslur til líf- færagjafa nemi 80% af meðaltali heildarlauna. „Lagt er til að hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði nemi aldrei hærri fjárhæð en 518.600 kr. Gert ráð er fyrir að upphæðin breytist í samræmi við breytingu hámarksfjárhæðar sem fram kemur í lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna,“ segir í skýrslunni. hlynur@24stundir.is Ríkisstjórnin ræðst í gerð nýs lagafrumvarps Staða líffæragjafa styrkt Heilbrigðisráðherra Lagði ásamt fé- lagsmálaráðherra til breytinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.