Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

24 stundir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
24 stundir

						24
stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 19
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 17. september
CID23Cavalliera Rusticana og
Pagliacci í Óperunni
»
Meira í Morgunblaðinu
Drama á föstudag
CID23Færeyskri jólaverslun
verður beint til Íslands
»
Meira í Morgunblaðinu
Ódýra Ísland?
CID23Hvaða hjólahjálmar eru í
tísku þessa dagana?
»
Meira í Morgunblaðinu
Töff toppstykki
CID23Haukum og Stjörnunni
spáð sigri í handbolta
»
Meira í Morgunblaðinu
Hverjir eru bestir?
CID23Allt um bókina Animal
Farm fyrir nemendur
»
Meira í Morgunblaðinu
Glósubókin
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is
a
En stefnan er sett út og þá ætla ég að
gera það á meðan dóttir mín er ung
og ekki komin á skólaaldur. Mig langar að
fara til einhvers skemmtilegs lands.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@24stundir.is
Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur
Bæringsson segir það bara gaman
að eiga stöðugt við sér stærri menn
þegar hann mætir landsliðum ann-
arra þjóða. Í kvöld verður hann í
eldlínunni í vítateignum í Laugar-
dalshöllinni þegar Ísland mætir
Svartfjallalandi í B-deild Evrópu-
mótsins í körfuknattleik karla.
?Þetta leggst bara vel í mig.
Svartfellingar eru klárlega með
sterkasta liðið í riðlinum og þó þeir
séu í B-deildinni með okkur þá eru
þeir alls ekki nein B-þjóð. Þeir eru
bara þar vegna þess að þeir eru ný-
búnir að fá sjálfstæði frá Serbíu.
Það er eina ástæðan fyrir því að
þeir eru í B-deildnni í ár,? sagði
Hlynur á mánudaginn þegar hann
hafði lokið við að árita fjölda
mynda en landsliðið áritaði mynd-
ir í einni verslana Select við góðar
undirtektir ungviðisins.
?Þetta verður bara fjör enda eru
þarna á ferðinni toppleikmenn
sem leika í bestu deildum úti um
alla Evrópu og í NBA,? sagði Hlyn-
ur og var hvergi banginn.
Margir ekki snöggir
Miðað við meðaljóninn er Hlyn-
ur alls ekki smávaxinn, hann er 197
sentimetra hár og vill ekki viður-
kenna að það sé leiðinlegt að kljást
stöðugt við sér hávaxnari og þyngri
menn.
?Það fer dálítið eftir því hvort
þeir geta hreyft sig líka. Ef maður
er kominn í þann pakkann að þeir
séu þyngri, hærri og sneggri en
maður sjálfur þá er það orðið ansi
erfitt. 
Margir af þessum gaurum eru
ekki mjög snöggir og það má því
reyna að nýta sér það á móti þeim.
Það eru sem betur fer ekkert svo
margir sem hafa allan pakkann frá
náttúrunnar hendi. En auðvitað
hittir maður á leikmenn sem eru
illviðráðanlegir.
Annars hefur mér yfirleitt geng-
ið mun betur með áberandi há-
vaxna menn en þá sem eru kannski
aðeins hærri en ég og eru bæði
sterkir og snöggir. Það eru miklu
erfiðari mótherjar en súlurnar.?
Íslenska landsliðið byrjaði
keppnina vel, lagði Dani hér
heima, en tapaði síðan í Hollandi
um helgina. ?Það var klúður í rest-
ina hjá okkur. 
Við vorum inni í leiknum allan
tímann og það hefði verið ljúft að
ná í bæði stigin þar.
Við mætum síðan Austurríkis-
mönnum um helgina og þeir unnu
Dani en töpuðu á móti Svartfell-
ingum. Þeir eru aðeins hærra skrif-
aðir en við ? en ekki mikið. Það má
gera því skóna að þetta sé barátta í
riðlinum um annað sætið og við
þurfum helst að komast í gegnum
þennan fyrri hluta mótsins með
minnst tvo sigra. Fyrst við klúðr-
uðum þessu í Hollandi þá væri það
ásættanlegt.?
Byrjaði í götubolta
Hlynur er 26 ára gamall fram-
herji sem byrjaði eiginlega fyrir
slysni í körfunni. ?Axel Nikulásson
var á ferð um landið að kynna
körfubolta, svona 3 á 3 götubolta.
Hann kom til Grundarfjarðar, þar
sem ég átti heima, og ég spilaði í
móti hjá honum og fannst þetta
hörkugaman. Svo var maður alltaf
að leika sér úti á velli í Grundarfirði
og þannig byrjaði þetta,? segir
Hlynur. ?Því miður voru ekki
körfuboltaæfingar í Grundarfirði,
og eru ekki enn, þannig að maður
varð bara að leika sér úti.?
Hlynur byrjaði að keppa í körfu-
bolta með KR í áttunda flokki.
?Síðan fór ég í Borgarnes og var þar
í fimm vetur áður en ég fór í Snæ-
fell, lék með þeim í þrjú tímabil og
hélt þá í víking til Hollands og var
þar einn vetur en kom síðan heim
aftur. Mér líkaði vistin í Hollandi
alveg ágætlega, en ég var óheppinn.
Annars veit ég ekki hvort maður á
að tala um óheppni, kannski bara
vitleysa í mér að kynna mér málið
ekki betur. Liðið var hæfileikaríkt
en við skulum orða það þannig að
klúbburinn í kringum liðið var
ekki fagmannalega rekinn og allar
aðstæður ollu mér vonbrigðum.
Maður hefði viljað vera á hærra
plani,? segir Hlynur.
Ætlar í atvinnumennsku á ný
En hann er ekki á þeim buxun-
um að láta þetta slá sig út af laginu
og ætlar sér í atvinnumennsku á
nýjan leik. ?Ég var að hugsa um
það fyrir þetta tímabil, en ákvað að
taka eitt ár í viðbót hér heima. En
stefnan er sett út og þá ætla ég að
gera það á meðan dóttir mín er ung
og ekki komin á skólaaldur. Mig
langar að fara til einhvers skemmti-
legs lands og prófa nýjan lífsstíl og
njóta þess sem það getur boðið
manni,? segir Hlynur.
Landsliðsfyrirliðinn í hand-
knattleik, Ólafur Stefánsson, sagði
fyrir ekki margt löngu að hann
vildi fá Hlyn í vörnina í landsliðinu
í handbolta. Ætli Hlynur hafi hug-
leitt það eitthvað?
Hefðum sjálfsagt fengið gull!
?Nei, ekki alvarlega, þetta var
bara frá honum komið og ég veit
ekki hvað þjálfaranum fannst um
þessa hugmynd. Eins og þjóðin
hefur fengið að kynnast undanfar-
ið þá hugsar Ólafur ýmislegt og
hann hefur það fram yfir marga
sem eru í umræðunni að hann seg-
ir það sem hann hugsar. Það hlýtur
að vera mjög gott fyrir íþrótta-
fréttamenn því það koma
skemmtilegir hlutir frá honum.
Þessi hugmynd fór aldrei mjög
langt, ég tók þessu eins og hrósi. En
ætli við hefðum bara ekki fengið
gull á Ólympíuleikunum ef ég
hefði verið í vörninni,? segir Hlyn-
ur og hlær og bætir við: ?Maður
hefur mikið á samviskunni!
Nei, strákarnir þurftu greinilega
ekki mikla hjálp, þeir stóðu sig frá-
bærlega. Kannski var þetta það sem
þurfti til að þeir fengju spark í rass-
inn í vörninni. Þeir stóðu sig frá-
bærlega og þurftu alls ekki á minni
hjálp að halda,? segir Grundfirð-
ingurinn.
Kraftmikill Hlynur
Bæringsson er vanur
að slást við stóra og
sterka stráka undir
körfunni.
Götubolti í
Grundarfirði
L52159Hlynur Bæringsson kann því vel að kljást við sér stærri menn
L52159Hefðum sjálfsagt fengið gull á ÓL ef ég hefði verið í vörninni
?
Hlynur er 26 ára gamall og
leikur í kvöld sinn 45. lands-
leik, en fyrst lék hann 23.
febrúar 2002 gegn Makedón-
íu í Skopje.
?
Hann er með rétt um 10 stig
að meðaltali í landsleikj-
unum, en mest skoraði hann
gegn Belgum og Pólverjum
árið 2004, 23 stig í hvorum
leik.
?
Hlynur lék með meist-
araflokki Skallagríms 1997-
2002 og frá þeim tíma með
Snæfelli, nema veturinn
2005-2006 þegar hann lék í
Hollandi.
HLYNUR BÆRINGSSON
24stundir/Kristinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32