Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eintak

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 19. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eintak

						Hiti í kosningabaráttunni hjá Rithöfundasambandinu
Atkvæði sótt á elliheimili
og austur á Sogn
Á aðalfundi Rithöfundasam-
bands íslands um næstu helgi verða
kosningar til formanns og stjórnar
sambandsins. Þó kosningabaráttan
hafi ekki verið framarlega í fjöl-
miðlum hingað til, er töluverður
hiti í henni, einkum baráttunni um
formannssætið en um það keppa
þau Ingibjörg Haraldsdóttir og
Kjörtur Pálsson. Stuðningsmenn
Hjartar hafa sýnt meiri hörku við
atkvæðasmölun og meðal annars
sótt atkvæði inn á elliheimili og
austur á Sogn en kosningabarátta
stuðningsmanna Ingibjargar hefur
verið á lægri nótum. Kosningabar-
áttan fer aðallega fram í síma og eru
þá stuðningsmenn beggja að minna
á sinn frambjóðanda og biðja um
stuðning. Um 60 manns hafa þegar
skilað inn kjörseðlum þegar vika er
til aðalfundarins og er það svipaður
fjöldi „utankjörstaðaatkvæða" og í
kosningunum fyrir tveimur árum.
EINTAK hafði samband við
nokkra rithöfunda í báðum stuðn-
ingsmannahópum til að reyna að
kortleggja hvaða fylkingar eða hóp-
ar stæðu á bak við formannsefnin. I
grófum dráttum má segja að það
sem kallast Máls-og menningar-
klíkan standi á bak við Ingibjörgu
en hluti af fyrrum stuðningsmönn-
um Þráins Bertelssonar, fráfar-
andi formanns, standi á bak við
Hjört.
Upphaflega ætlaði Þráinn Bert-
elsson aftur fram sern formaður
Rithöfundasambandsins í þessum
kosningum og Ingibjörg ætlaði
áfram að gefa kost á sér í stjórn
sambandsins. Ólafur Haukur
Símonarson bauð sig þá fram
gegn Ingibjörgu í stjórnina og taldi
hún að það framboð væri runnið
undan rifjum Þráins. Mótleikur
hennar var að fara gegn Þráni í for-
mannsembættið sem aftur leiddi til
þess að Þráinn hætti við framboð
sitt og Hjörtur ákvað að gefa kost á
sér.
Ekki lengur á flokks-
pólitískum linum
Einn þeirra sem EINTAK ræddi
við sagði að stuðningsmenn Hjart-
ar væru að reyna að reka kosninga-
baráttu sína eftir flokkspólitískum
línum en það væri úrelt fyrirbæri í
dag og bæri keim af ofsoknaræði.
Að vísu væri Ingibjörg með rétt
flokksskírteini ef út í það væri farið
en af fyrrum formönnum Rithöf-
undasambandsins síðustu 20 árin
hafa nær allir komið úr Alþýðu-
bandalaginu eða tengst þeim flokki.
Bent hefur verið á að i kosning-
aslag sem þessum snúist baráttan
frekar um persónur en málefni og
það hafi oft gefist vel að blanda síð-
an pólitík inn í dæmið. Þetta hafi
gerst í síðustu formannskosningum
fyrir tveimur árum þegar Þráinn
Bertelsson keppti um embættið við
Sigurð Pálsson. Þá hafi Hrafn
Gunnlaugsson stigið fram á sjón-
arsviðið sem stuðningsmaður Sig-
urðar og lenti um leið í ritdeilu við
Þráin. Menn hafi síðan tengt stuðn-
ing Hrafns við Sigurð á þann hátt
að hann væri innanhandar hjá
Davíð Oddssyni og þetta hafi
kostað Sigurð embættið en mjög
mjótt var á munum milli þeirra
tveggja, Sigurður hlaut tæplega 100
atkvæði en Þráinn rúmlega 100 at-
kvæði.
Atvinnumenn og hinir
Rithöfundasambandið telur nú
rúmlega 300 félagsmenn og þar af
eru 30-40 sem eru að reyna að lifa
eingöngu af skáldskap sínum. Bent
hefur verið á að nær enginn af þess-
um atvinnumönnum styðji Hjört
og fremur að hann sæki sinn stuðn-
ing til þeirra félagsmanna sem
komið hafa inn sökum starfa sinna
við að skrifa ævisógur, viðtalsbæk-
ur, sögulegan fróðleik o.s.frv. At-
vinnumennirnir eru áberandi í
launasjóðnum og margir þeirra
skrifa fyrir Mál og menningu sem
nú er eitt öflugasta forlag landsins.
Munurinn á formannsefnunum
endurspeglast svolítið í stefnu
þeirra að því leyti að Ingibjörg vill
reka Rithöfundasambandið áfram
sem stéttar- og hagsmunafélag og
reyna að fá hærri ritlaun og meira
af fé í sjóði félagsins. Hjörtur aftur
á móti vill meiri dreifingu á fé til fé-
lagsmanna sambandsins og að ekki
sé gert að skilyrði fyrir þá sem á
annað borð fá styrki úr sjóðum þess
eða öðrum sjóðum að þeir vinni
ekki aðra vinnu á meðan.
Menntun og störf
Hjörtur Pálsson er einkum
þekktur sem ljóðskáld en hann er
fæddur á Sörlastöðum í Fnjóskadal
í S-Þingeyjarsýslu árið 1941. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA árið 1961
og cand. mag. í íslenskum fræðum
frá Háskólanum 1972. Hann starf-
aði fyrst sem fréttamaður á RUVog
síðar dagskrárstjóri frá 1972-1984.
Meðal bóka hans má nefna ljóða-
bækurnar Dynfaravísur, Fimm-
strengjaljóð, Sofendadans og Haust
í Heiðmörk. Hann hefur þýtt fjölda
verka á íslensku, meðal annars verk
eftir Isaac Bashevis Singer og Aug-
ust Strindberg. Hjörtur hlaut heið-
ursviðurkenningu Rithöfundasjóðs
RUVárið 1989 og Rithöfundasjóðs
Islands 1990. Hann varð bæjarlist-
armaður Kópavogs 1990.
Ingibjörg Haraldsdóttir er einnig
ljóðskáld en einkum þekkt fyrir
þýðingar sínar á verkum Fjodor
Dostojevskí. Hún er fædd í Reykja-
vík 1942 og lauk stúdentsprófi frá
MR 1962 og síðan mag. art. í kvik-
myndastjórn frá Kvikmyndaskólan-
um í Moskvu 1969. Ingibjörg hefur
búið og starfað lengi á Kúbu, var
þar aðstoðarleikstjóri við Teatro
Estudio í Havana árin 1970 til 1975
og hún var formaður Vináttufélags
Islands og Kúbu frá árinu 1977.
UNDARLEQ
VERÖLD
HILMARS
ARNAR
Ingibjörg Haraldsdóttir
Meðal bóka hennar má nefna
ljóðabækurnar Þangað vil ég fljúga,
Orðspor daganna og Nú eru aðrir
tímar. Ingibjörg hlaut menningar-
verðlaun DV fyrir þýðingu sína á
Fávitanum eftir Dostojevskí árið
1988 og ljóðabók hennar Nú eru
aðrir tímar var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna 1989.
Meiri jöfnuð
Hjörtur Pálsson segir í samtali
við EINTAK að hann vilji gjarnan
vera fulltrúi sem flestra í samband-
inu. „Ég vil stuðla að meiri jöfnuði
meðal félagsmanna en ekki ójöfn-
uði og hafa sambandið eins opið og
lýðræðislegt og hægt er fyrir félags-
menn," segir Hjörtur. „Ég tel að ég
hafi fengið góðar undirtektir meðal
félagsmanna við þessi sjónarmið
mín."
Hjörtur segir ennfremur að hon-
um sé heldur illa við kosningalof-
orð sem guð og lukkan ræður hvort
hægt verði að standa við eða ekki.
Þess vegna geti hann engum lofað
gulli og grænum skógum. „Hins
vegar eru trén að laufgast þessa
dagana og ég vona að rithöfundar
eigi gott sumar framundan. Ég
mun reyna að gera mitt besta ásamt
þeim sem vilja með mér vinna,"
segir Hjörtur.
Barátta á
erfiðum tímum
Ingibjörg Haraldsdóttir segir að
það sé einkum þrennt sem hún
muni leggja áherslu á nái hún kjöri.
„Ég mun berjast fyrir hagsmunum
rithöfunda og annarra félagsmanna
á tímum erfiðleika sem nú eru í
bókaútgáfu," segir Ingibjörg. „I
öðru lagi mun ég vinna að því að
bæta andrúmsloftið innan Rithöf-
undasambandsins og stuðla að ein-
ingu   meðal   félagsmanna   þess,
Hjörtur Pálsson
þannig að það verði vettvangur
skoðanaskipta og umræðu þeirra í
millum. Og í þriðja lagi er það starf
út á við því mér finnst að rödd rit-
höfunda mætti heyrast betur í þeim
umræðum sem eru um menningar-
mál í þjóðfélaginu."
Fleiri í kjöri
Fyrir utan kjörið um formann
Rithófundasambandsins verður
kosið um varaformann, einn með-
stjórnanda og einn varamann í
stjórn. Þeir sem gefa kost á sér í
varaformanninn eru Hilmar
Jónsson, Kristján Jóhann
Jónsson og Ólafur Haukur Sím-
onarson. Um sæti meðstjórnanda
munu berjast þau Guðjón Frið-
riksson, Kristín Ómarsdóttir og
Kristján Hreinsson, og um vara-
mannssætið þau Eyvindur P. Ei-
ríksson, Rúnar Arthúrsson og
Steinunn Jóhannesdóttir. O
SILFURSKOTTUMAÐURINN
SILFURSKOTTUMAÐURINN © MYNDASAGA EFTIR SJÓN & STEINGRÍM EYFJÖRÐ
Afdipló-
matískum
dónaskap
Fáir menn skipa hærri sess í lífi
mínu en James Carver III. Við urð-
um óvart sessunautar í Air France
flugi frá París til Rómar og það var
ekki séns aö sleppa frá þessum al-
ameríska dreng sem á fyrstu fimm
mínútum samneytis okkar hafði trúað
mór fyrir fjölskylduleyndarmálum síð-
ustu 150 ára: mamma gengur í nær-
klæðnaði frá Fredricks í Hollywood,
svona Playþoy stöffi, amma var
lesþía og svaf hjá Gertrude Stein
og föðulangafinn gerði að sárum
John Wilkes Booth eftir morðið á
Abraham Lincoln og var nærri því
skotinn í þrígang fyrir þetta en fékk
síðan uppreisn æru og hans er
minnst sem húmanista sem var á
móti tilraunum á dýrum og kjötáti.
James hafði verið sendur til Evrópu
í átta mánuði til þess að ná sér í kúl-
túr. Frá fimm ára aldri hafði hann lært
fjögur tungumál, vissi allt um við-
skiptajöfnuð Bandaríkjanna og að-
skildra Evrópulanda og var með
áform um að skrifa ævisögu George
Washington sem myndi þreyta
heimsmyndinni og það var búið að
sérhanna fyrir hann stöðu í utanríkis-
þjónustunni þar sem móðurættin
hafði ráðið lögum og lofum í u.þ.b.
eina öld.
Við fórum saman í bæinn og
næstu fjóra daga vorum við óaðskilj-
anlegir. James trúði mér fyrir því að
hann hefði þróað dónaskap yfir í list-
form, - komum út að þorða og ég
skal sýna þér. Við löþþuðum inn á
veitingastað og James talaði hátt
með yfirgengilegum amerískum
hroka. Hann valdi mat sem var aug-
lýstur á ódýra matseðlinum úti í
glugga og fór síðan að kvarta. Þetta
pasta er þúið til úr trjákvoðu. Pið eruð
að níðast á saklausum túristum, það
er frostlögur í víninu og þessi þjónn
hrækti á diskinn minn eftir að ég
kvartaði í fyrsta skipti. Eftir smástund
kom framkvæmdastjórinn og enginn
tók eftir því að James var búinn að
svissa úr Suðurríkjaensku yfir í reip-
rennandi ítölsku. Framkvæmdastjór-
inn: Ég er hræddur um að við þurfum
að kalla á lögguna. James: Loksins
eitthvað af viti, ég er með átján kærur
sem ég vil fara yfir með yfirvöldunum.
Framkvæmdastjórinn: Mágur minn er
lögga og ég get komið yður í fangelsi,
það er ekki sniðug leið til að eyða frí-
inu. James: þannig eyði ég öllum frí-
um. í fyrra eyddi ég níu mánuðum í
fanglesi í Lima, en sannleikurinn sigr-
ar. Framkvæmdastjórinn: Komið ykk-
ur þurt hið snarasta og ég geri ekkert
meira mál úr þessu. James stóð upp
og veifaði plastspjaldi. Gott fólk,
sagði hann á Oxfordensku, ég er frá
heilþrigðisnefnd Sameinuðu Þjóð-
anna og það hefur komið í Ijós að
kokkurinn hérna er með hepatítis þ, c
og d. Auk þess hefur komið upp
dæmi af blóðkreppusótt sem ég veit
ekki hvort við getum rakið hingað, en
við höfum okkar efasemdir. Herra
Ramos sem er hér við hliðina á mér
hefur rétt í þessu neitað að loka veit-
ingahúsinu og því hef ég gripið til
þessa örþrifaráðs að tala við ykkur
beint. Það greip um sig algjör skelfing
á veitingastaðnum og ég minnist enn
gamalla sænskra hjóna sem ráku
puttann upp í kok og reyndu að kasta
upp og þriggja Breta sem sungu
Here we go og réðust á kokkinn.
James dró mig í burtu og sagði að
þetta hefði verið allt of auðvelt og að
næst ættum við að velja veitingastað
við hæfi. Og síðan þyrftum við að þúa
til góðan skandal til að sleppa við að
borga hótelið. Þremur dögum síðar
laumaðist óg út, þorgaði hótelreikn-
inginn og flaug aftur til Frakklands. Að
vísu hafði ég þorðað ókeypis allan
tímann í Róm, en það að flýja frá pizz-
um og pöstum í logandi slagsmálum
og látum virkaði ekki vel á melting-
una. Þegar ég las nýjasta Newsweek
og sá frétt um James Carver III,
tungumálaséni, diplómat í þrjá ættliði
og nýjasta sendimann Washington til
írak vissi ég að stríðið við Saddam
væri loksins unnið. Ég sé James fyrir
mér þar sem starfsfólkið á Bagdad
Hilton liggur á hnjánum og þýðst til
þess að  borga stríðsskaðabætur
| næstu tuttugu árin og það er þara út
í af morgunkaffinu. Q
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32