Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eintak

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eintak

						1"
Allir eru að tala um sjónvarpspredikarann Benny Hinn og saimkomu hans í Kaplakrika á sunnudaginn.
Hinn breytti ekki vatni í vín og gekk ekki á vatni en vakti engu að síður mikla athygli.
Lofrjr Atu Eiríksson talaði við, galdrakarl og prest, trúaða og vantrúaða,
og þá sem urðu fyrir kraftaverkunum. Hér reifa þeir skoðanir sínar og reynslu af honum.
Sjónvarpspredikarinn Benny
Hinn er floginn heim til Texas en
þjóðin situr eftir í forundran yfir
samkomunni sem hann hélt í
Kaplakrika á sunnudagskvöldið.
Fólk skiptist í tvo hópa í afstöðu
sinni til predikarans. Annar þeirra
segir hann boðbera Drottins og
vitnar um kraftaverk sem hann hafi
meðal annars framkvæmt hér á
landi en efasemdarmenn um ágæti
hans eru þó sennilega fleiri.
Andmælendur Benny Hinn segja
að samkoma hans hafi einkennst af
múgsefiun á hæsta stigi og telja
hann af svipuðu sauðahúsi og sjón-
varpspredikararnir Jim Bakker og
Jimmy Swaggart sem báðir féllu
af stalli sínum fyrir að fara að baki
lögum.
EINTAK leitaði til nokkurra
kraftaverkasérfræðinga og einstak-
linga sem segjast hafa upplifað
kraftaverk á samkomunni og lækn-
ast af ýmsum kvillum. Flestir eru
þó með þann fyrirvara að þeir hafa
ekki fengið þau staðfest af læknum
enda einungis nokkrir dagar frá því
samkoman var haldin. Eftir um það
bil mánuð má vænta að sýnt verði
frá samkomunni á Omega en
Benny Hinn er þar fastur dagskrár-
liður kl. 20.30 á kvöldin.
Guðmundur Jónsson frelsaðist
fyrir nokkrum árum og fylgist
reglulega með Benny Hinn í sjón-
varpinu. Hann segir að áhrifanna
frá krafti hans gæti ekki síður
heima í stofu.
„Við hjónin vorum að horfa á
samkomu með Benny Hinn á Om-
ega fyrir viku síðan eins og við ger-
um oft," segir hann. „í einni lof-
gjörðinni fylltumst við krafti Guðs
og konan mín segir: „Það vildi ég
að Solla systurdóttir mín væri hér
eða kæmi á samkomuna því ég veit
að hún myndi læknast." Solla er 15
ára gömul og hún hefur verið með
mígreni og mikla verki í baki um
árabil. Konan mín þekkir þetta því
hún læknaðist sjálf af svipuðum
mígreniköstum í Veginum sem er
kristilegt samfélag í Kópavogi. Ég
fer í símann og hringi í Sollu á
Raufarhöfn og býð henni suður.
Við förum á samkomuna hjá
Benny Hinn og um leið og hann
segir að það sé manneskja hægra
megin í salnum að læknast af mí-
greni fylltist hún krafti Guðs, mikill
skjálfti fór um hana og hún er
læknuð. Solla var búin að leita
lækninga að ráðum móður sinnar
hjá hómópötum og fleirum og þeir
hafa náð að nudda eitthvað bakið á
henni nema einn ákveðinn blett í
bakinu. Mígrenið og bakverkirnir
hurfu sem sagt á samkomunni. Við
hjónin vorum búin að fá orð frá
Guði og vissum að þetta myndi
gerast."
Halldór Gröndal prestur
„Það er visst tregðulögmál í
gömlu kirkjunum. Ekki bara lút-
ersku kirkjunni á Islandi heldur
öllum gömlum kirkjum. Það
sem fyrir er fer alltaf f varnar-
stöðu þegar eitthvað nýtt og
róttækt skýtur upp kollinum."
Systurnar læknuðust
„Ég fékk líka þekkingarorð til
Grétu Maríu Víkingsdóttur sem
er með okkur í bænahópi," segir
Guðmundur. „Þetta gerðist þegar
hópurinn kom saman fyrir stuttu.
Þá opnaðist eitthvað fyrir eyrað á
henni og hún fékk suð og svona. Á
¦samkomu Benny Hinns varð hún
síðan alheil."
Sóiveig Haraidsdóttir, Solla,
staðfesti vitnisburð Guðmundar og
var himinlifandi yfir breyttu heilsu-
fari sínu. Gréta María var hins veg-
ar ekki tilbúin til að fullyrða að hún
hafi upplifað kraftaverk og vildi
bíða eftir úrskurði lækna varðandi
heilsufar sitt. Gréta þjáist af eyrna-
bólgu en engir verkir eru henni
samfara og því erfitt að vitna um
beina lækningu. Engu að síður
sagði hún að líðan sín væri betri en
fyrir samkomuna.
„Mér fannst ég léttast heilmikið
inn í eyrunum eða þannig," segir
hún.
Yngri systir Grétu Maríu sem
ekki vill láta nafns síns getið varð
líka fyrir einhvers konar áhrifum á
samkomunni.
„Ég hef verið með bakverki frá
því ég var átta ára og oft leitað
lækninga við þeim hjá Iæknum en
þeir hafa ekkert getað gert fyrir mig
því þeir sjá ekki hvað er að," segir
hún. „Þótt ég sé trúuð var ég á báð-
um áttum þegar ég fór inn í salinn
og átti alls ekki von á þessu. Þegar
Benny Hinn kallaði þá niður sem
vildu frelsast fór ég með hópnum
og var skíthrædd án þess að vita af
hverju. Ég fann fyrir verknum á
samkomunni því við stóðum með
hendurnar upp í loftið en þegar ég
gekk þaðan út var hann farinn og
hef ekki fundið fyrir verknum síð-
an. Það var ekkert sérstakt sem gaf
mér til kynna að verkurinn væri
horfinn. Hann bara hvarf."
Guðmundur segist ekki skilja
hugsanagang þeirra sem halda því
fram að Benny Hinn sé falsspámað-
ur því það hafi kostað hann millj-
ónir að koma til Islands.
„1 sambandi við lækningarnar
má segja að Benny Hinn gæti
nuddað skallann á fiölda fólks án
þess að nokkuð gerðist í hans eigin
mætti," segir Guðmundur. „Fólkið
úti í sal læknast undir predikun fyr-
ir mátt Guðs. Það fer upp á sviðið
til að vitna um þessa lækningu. Ef
það hefur ekki fundið kraftinn þýð-
ir kannski lítið fyrir það að koma
upp á sviðið. I Mogganum var sagt
að fólk sem ekki fékk lækningu hafi
verið laumað niður af sviðinu. Fólk
sem er frelsað veit að það þýðir lítið
að koma upp ef Guð hefur ekki
snert við því undir predikuninni.
Sjáðu hvað hann gerði við eina
konu sem sat úti í sal. Hún hafði
ekki burði í sér til að koma upp en
hún er trúuð. Guð gaf Benny Hinn
þau skilaboð að fara til hennar og
hann tók af henni stafinn og hjálp-
aði henni að byrja að ganga í trú.
Þessi kona sem er nálægt áttræðu
var búin að vera sjúklingur frá átta
ára aldri. Svo geta aðrir komið upp
í göngugrindum eða með hækjur
og Benny horfir á þetta fólk en fær
engin skilaboð um að þetta fólk sé
að læknast. Hann sagði réttilega að
við skiljum ekki alltaf út af hverju
sumir Iæknast og aðrir ekki og ætl-
aði að spyrja Guð að þessu þegar
hann kæmi heim. Fólki var ekki
laumað niður af sviðinu. Við
þekkjum hvernig Benny Hinn
starfar og hann er kominn með
aðra smurningu og farinn að sækja
fólk úti í sal. Og ég er viss um að
margir hafi læknast í salnum án
þess að koma upp á sviðið."
Falskristur og
falsspámenn
Kraftaverkalækningar hafa að
mestu verið orðaðar við sértrúar-
söfnuði en þeir eru ekki allir jafn
ásáttir um ágæti Benny Hinn. Guð-
mundur H. Guðmundsson for-
stöðumaður Islandsdeildar votta
Jehóva efast um að hann gangi á
Guðs vegum.
„Við teljum þetta ekki byggt á
trúarlegum grunni heldur með æsi-
aðferðum og oftast er peninga-
plokk með í spilinu," segir hann.
„Síðan koma „kraftaverkin" og ef
þau mistakast er útskýringin sú að
menn hafi ekki nógu sterka trú.
Þessar lækningar sem eiga að hafa
átt sér stað, og við teljum ekki vera
neinar lækningar, eru oft eitthvað
sem gerist í hrifningu og eru ekki
varanlegt. Það er til þekkt dæmi um
tvo menn sem voru að lækna sjón-
lausa og þeir sögðu fólkinu að kasta
gleraugum sínum upp á sviðið og
leyfa þeim að traðka og brjóta þau.
Það var múgur manns sem gerði
þetta og fékk náttúrlega enga bót."
Guðmundur segist ekki eiga von
á að það fólk sem telur sig hafa
hlotið lækningu sé að b'úga. „Yfir-
leitt eru þetta verkir sem hverfa.
Það byggist oft á tilfinningu og fólk
heldur að því líði eitthvað betur,"
segir hann.
Guðmundur vill ekki fullyrða
neitt beint um Benny Hinn en segir
að þau „kraftaverk" sjónvarpspred-
ikara sem gengið hafi verið eftir og
rannsökuð, standist yfirleitt ekki og
vitnar í Biblíuna til útskýringar. „I
Matteusarguðspjalli 24:24 segir: „Þá
munu rísa upp falskristur og fals-
spámenn og þeir munu gera stór
tákn og undur til að leiða menn í
villu, jafnvel ef verða mætti út-
valda. Sjá ég hef sagt yður það fyr-
ir."
Guðmundur er viss um „að
menn sem hafa verið uppvísir að
alls kyns svikum og braski, eins og
margir þessara sjónvarpspredikara,
séu ekki talsmenn Guðs," eins og
hann orðar það. „Þetta peninga-
kerfi sem er í kringum þessa menn
tengist heldur örugglega ekki
trúnni á alvaldan kærleiksríkan
Guð," bætir hann við. „Við teljum
að raunveruleg kraftaverk sem ger-
ast, og þau eru mörg, gerist ekki á
svona hópsamkomum," segir Guð-
mundur. „Kraftaverk Guðs eru
ekki gerð með lúðrablæstri, auglýs-
ingum, fjárplokki og öðru slíku."
"
Hallgrímur Magnússon læknir
„Fólk á tfmum Krists sem trúði og snerti klæði hans fékk það sem
kallað er lífsorka, eða næga orku til að lækna eigin líkama. Ef ég
tek gróft dæmi þá er þetta nákvæmlega sama og gerist þegar
maður borðar lyf til að hafa áhrif á sjúkdóma."
Kristján Gissurarson finnst of
fljótt að fullyrða nokkuð um eigin
heilbrigði eða tengdamóður sinnar,
en þau voru bæði gestir samkom-
unnar, og vill bíða eftir vottorði
lækna þar að lútandi.
„Ég finn samt mikinn mun á
mér," segir hann. „Ég er hættur á
hjartalyfium sem ég var á vegna of
hás kolesterols. Mér líður miklu
betur en bíð eftir hvað læknarnir
segja. Tengdamóðir mín fór með
mér á samkomuna og sagðist hún
aldrei hafa upplifað annað eins.
Hún er með asma og eftir samkom-
una labbaði hún upp þrjár hæðir
eins og ekkert væri en áður átti hún
í mestu erfiðleikum með að komast
4
8
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24