Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikublağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikublağiğ

						M^mémmmUvm^
VIKUBLAÐIÐ 25. MARS 1993
Nýfrjálshyggja,
barnasjúkdómur
eftirkommúnismans
Upplausn Sovétríkjanna, loka-
áfanginn í þróun sem hófst með
hruni Berlínarmúrsins í október
1989, hefur raskað mjög heimsmynd
okkar tíma. Fréttaskýrendur, stjórn-
málamenn og hugmyndafræðingar af
öllum gerðum hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að þar með hafi kommúnism-
inn beðið ósigur, og því hljóti andstæða
hans, kapítalisminn, að hafa unnið. Ef
sósíalískt hagkerfi hafi hrunið þá hafi
þverstæða þess, frjáls markaður í anda
frjálshyggjunnar, sigrað. En því fer fjarri
að þetta sé veruleikinn á þessum síðasta
áratug tuttugustu aldarinnar.
Og ekki nálgumst við veruleik-
ann frekar þegar farið er að ræða
um stjórnmál í anda baráttu
þessara andstæðna. Ekkert virð-
ist einfaldara en að stilla upp
sem andstæðum einræði og
frelsi, alræðishyggju og lýðræði,
og segja að kommúnisminn
standi fyrir það fyrrnefnda og
hafi verið sigraður, og það síðara
sé kapítalisminn sem hafi náð yf-
irhöndinni. Þannig heyrum við
stöðugt talað um baráttu „lýð-
ræðissinna" í fyrrum Sovétríkj-
unum og mælikvarðinn á gang
baráttu þeirra er hversu vel
gengur að koma á friálsu mark.-
aðshagkerfi. En eins og Fuku-
yama bendir á í síðustu bók
sinni, The End of History and
the Last Man, þá þrífst markaðs-
hagkerfi ágætlega víða í alræðis-
ríkjum, og frá sjónarhóli hag-
vaxtar standa þau betur að vígi
en Iýðræðisríkin.
Heimsmyndin er svart-hvít og
allar sögulegar forsendur hennar
vantar. Þetta kemur skýrt í Ijós í
allri umfjöllun stóru fjölmiðl-
anna um átök Borisar Jeltsíns
Rússlandsforseta við fulltrúa-
þingið síðustu vikurnar. Þar er
það hvíti riddarinn í gervi
Jeltsíns sem berst við forynjur er
standa vörð um arfleifð liðins
tíma, gamla Sovétkerfisins - lýð-
ræði gegn alræði. Talað er um
að valdaránsmennirnir frá í ágúst
1991 hafi endurholdgast í harð-
línumönnum á þingi sem hafi
sett sér það markmið að endur-
reisa sovétkommúnismann, og
að Jeltsín dragi markalínuna
milli umbóta og afturhalds -
milli lýðræðis og alræðis.
Eitt skref áfram, tvö
skref afturábak
En svo einfalt er það ekki. Það
hefur alveg gleymst að sá vísir að
lýðræði sem til hefur orðið í
fyrrum Sovétríkjunum er ekki
verk „lýðræðissinnans" Jeltsíns.
Það var Gorbatsjof sem kom á
tjáningarfrelsi og opnaði um-
ræðuna sem gerði myndun
flokka og hreyfinga mögulega;
það var hann sem kom á kjörnu
fulltrúaþingi sem átti að hafa eft-
irlit með stjórnvöldum og ruddi
brautina fyrir sjálfstæði lýðveld-
anna. Þótt flestir þingmanna hafi
haft flokksskírteini upp á vasann,
þá voru pólitískar markalínur
óháðar þeim uppruna.
Rimma Jeltsíns við fulltrúa-
þingið, sem hefur verið viðvar-
andi frá því Rússland öðlaðist
sjálfstæði, endurspeglar í raun að
lýðræðislegar forsendur vald-
anna vantar. Þó Jeltsín hafi verið
kosinn forseti Rússlands í al-
mennum kosningum, þá segir
það bara hálfa söguna. Vinsældir
sínar á hann að þakka ógöngum
Gorbatsjofs. Þegar Gorbatsjof
var kjörinn aðalritari sovéska
Kommúnistaflokksins í maí 1985
hrinti hann af stað róttækri um-
bótastefnu til að koma stein-
runnu sovétkerfinu úr kreppu
Bjarni
Guðbjörnsson
sinni. Hann kom á tjáningar- og
félagafrelsi. Fjölmiðlar ræddu
óhræddir sögu Sovétríkjanha,
einnig svörtu hliðarnar, og drög
að flokkum og hagsmunasam-
tökum urðu til. En á efnahags-
sviðinu beið hann algert skip-
brot. Umbæturnar sem hann
stóð fyrir leiddu til algers efna-
hagslegs hruns og missti hann
við það stuðning almennings við
umbótastefnu sína.
Fyrstu árin var Jeltsín banda-
maður hans, en vegna ágreinings
um markmið var honum vikið úr
stjórnmálaráði sovéska komm-
únistaflokksins 1988. Þá varð
hann helsta rödd andstöðunnar.
Þessi fyrrum fulltrúi valdsins
náði eyrum almennings og varð
tákn miskunnarlausrar bdráttu
gegn kommúnistaflokknum og
sósíalismanum - en almenningur
setti samasemmerki milli „sósíal-
ismans" og vöruskortsins. Jeltsín
varð einnig sameiningartákn
gegn áætlunum Gorbatsjofs, í
samvinnu við leiðtoga annarra
sovétlýðvelda um áframhaldandi
sambandsríki. Tilraunin til
valdaráns í ágúst 1991 hafði það
markmið að stöðva upplausn
Sovétríkjanna og afnema lýð-
ræðisumbæturnar en afleiðingin
varð önnur en til stóð. Jeltsín,
sem kosinn var forseti Rússlands
sumarið 1991, komst á hátind
vinsælda sinna þegar hann
„barðist" gegn valdaráninu og
hafði öll tromp á sinni hendi.
Friðsamlegu „valdaráni" þessa
hvatvísa forseta Rússlands lauk
með afsögn Gorbatsjofs 25. des-
ember 1991. I stað Sovétríkj-
anna kom laustengt Samband
sjálfstæðra ríkja undir forystu
Rússa, sem lögðu undir sig arf-
leifð Sovétríkjanna; Rússland
lagði meira að segja undir sig
sæti Sovétríkjanna í Oryggisráði
Sameinuðu þjóðanna - með
þegjandi samkomulagi föstu full-
trúanna. Og ríkjandi hugmynda-
fræði varð andkommúnismi,
Kommúnistaflokkurinn bannað-
ur, eignir hans gerðar upptækar
og allar menjar sovéttímans
skyldu þurrkaðar út. En mestu
mistök Jeltsíns á ferli sínum sem
lýðræðishetja voru að notfæra
sér ekki meðbyrinn sem hann
hafði á þessum tíma og efna til
almennra kosninga.
Nú hefur Jeltsín staðið í um-
bótastarfi í eitt ár og eini árang-
urinn er óðaverðbólga, atvinnu-
leysi, lífskjarahrun hjá almenn-
ingi og almenn upplausn efna-
hagskerfisins. Hann ædaði sér að
koma á kapítalisma, óheftum
markaðsbúskap, á mettíma, en
slíkar bráðaaðgerðir hafa engan
árangur borið. Því ljósari sem
ósigur þessarar stefhu hefur orðið
því harðari verður andstaðan við
Jeltsín. Vanda sínum hefur Jeltsín
mætt með því að sölsa undir sig æ
meiri völd, með því að stjórna
með tilskipunum. Hann er gagn-
rýndur fýrir að hafa selt sig er-
lendu valdi með því að fylgja ráð-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út í
æsar og selja sjálfstæða utanríkis-
stefnu fyrir efnahagsaðstoð. Og á
þjóðþinginu eru miðjumenn
honum erfiður ljár í þúfu. Þeir
vilja nýja umbótaleið með minni
ævintýrablæ, hægfara mark-
aðsvæðingu þar sem ríkisfyrirtæki
hafa hlutverki að gegna. Þá vilja
þeir koma á verkaskiptingu milli
framkvæmdar- og löggjafarvalds.
En gagnrýni á Jeltsín kemur
einnig úr röðum „lýðræðissinna",
sem telja að öfgafull efnahags-
stefna hans hafi grafið undan
möguleikum þeirra til umbóta.
Gavril Popov, fyrrum borgar-
stjóri í Mosku, var óvæginn í
gagnrýni sinni þegar hann sagði
að hugrekki Jeltsín - Gaidar-
stjórnarinnar hafi verið fólgið í
því að ryðjast áfram í blindni „þar
til síðasti kjósandinn var þeim
glataður".
Áður en síðasta þing kom
saman var Kaspúlatof, vondi
gæinn í forsæti þingsins, tals-
maður þess að boðað yrði til al-
mennra kosninga, bæði til þings
og forseta, en Rússland er eitt
fárra lýðvelda fyrrum Sovétríkja
þar   sem   almennar   kosningar
hafa ekki enn farið fram. Og til
að leggja áherslu á að með þess-
ari tillögu væri hann ekki að
stefha á stól Jeltsíns lýsti
Kaspúlatof því yfir að hann ætl-
aði ekki að bjóða sig fram sjálfur,
heldur snúa sér á ný að háskóla-
kennslu. Þessi umræða kom lítið
upp á þinginu. Þess í stað keyrði
Jeltsín í gegn hugmyndir sínar
um þjóðaratkvæði með miklum
bægslagangi, og gekk síðan af
þingi eins og hans er vandi.
Kjósa skal um það hvor eigi að
ráða ferðinni, forsetinn eða
þingið. A „upplýstur einvaldur" í
forsetaembætti að leiða þjóðina
til nýrra tíma, eða eiga aðrir
hópar fyrrum valdastéttar,
Nomenklatúrunnar, að hafa ein-
hver áhrif á þróunina líka? Það
„gleymist" [-þegar fortíð and-
stæðinga Jeltsíns er dregin fram í
dagsljósið í fjölmiðlum-] að geta
þess að Jeltsín á líka sína fortíð
sem embættismaður gamla Sov-
étkerfisins og meira að segja
friálshyggjumaðurinn Gaidar var
einn áróðursmeistara sovéska
Kommúnistaflokksins. En al-
menningur skal ekki spurður
hvaða leið hann vill fara, um það
virðast flestir sammála, því nið-
urstaða slíkrar kosningar er
mjög á huldu. Með upphlaupi
sínu í lok síðustu viku virðist
Jeltsín hafa náð eyrum ráða-
manna á Vesturlöndum, þótt
óvíst sé hvort honum hefur tek-
ist heimafyrir að varpa ábyrgð-
inni á erfiðu efhahagsástandi yfir
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12
Blağsíğa 13
Blağsíğa 13
Blağsíğa 14
Blağsíğa 14
Blağsíğa 15
Blağsíğa 15
Blağsíğa 16
Blağsíğa 16