Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikublağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikublağiğ

						VIKUBLADID 16.JULI 1993
Samfélagtð
I hlekfcjwm og skugga hrdtos
„Pær ásakanir, semfram voru bornar á
hendur framkvœmdastjóra sjónvarps-
ins hafa því ekki reynst á rökum reistar
og er það vissulega alvarlegt umhugs-
unarefni fyrir þá, sem báru þœr ásak-
anirfram, m. a. úr rœðustól Alþingis."
Morgunblaðið t forystugrein þriðjudaginn lí.júlí 1993.
Aþennan hátt gengur stærsta
blað landsins fram fyrir
skjöldu, hvítskúrar Hrafh
Gunnlaugsson og notar til þess
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það
er kannski von því Ríkisendurskoð-
un reynir sjálf að sýkna Hrafh -
sem er ótrúlegt þegar sama stofhun
í raun bendir á að maðurinn hafi
brotið gegn hæfisreglu stjórnsýslu-
laganna.
Hvað er hér áferðinni?
Hvernig hófst Hrafhsmálið svo-
nefhda? Það hófst með því að
Hrafh Gunnlaugsson var ráðinn
framkvæmdasrióri sjónvarps eftir
að Heimir Steinsson hafði leyst
hann frá störfum sem dagskrár-
stjóra. Þarna var um óvenjulega
grófa aðgerð að ræða af hendi
menntamálaráðherra. Og í tengsl-
um við þessa ákvörðun mennta-
málaráðherra voru rifjuð upp mál-
in eitt af öðru til þess fyrst og
fremst að sýna fram á að Hrafn
Gunnlaugsson væri hagsmunalega
tengdur öllum stofhunum og sjóð-
um kvikmyndagerðar í landinu og
að hann hefði þegið þaðan veru-
lega fjármuni. Hvað sem annað
verður sagt um skýrslu Ríkisendur-
skoðunar þá staðfestir hún í einu
og öllu allt það sem stjórnarand-
staðan sagði um hagsmunatengsl-
in:
1.   Hrafn Gunnlaugsson hefur
fengið meira fé og oftar úr fleiri
sjóðum ogfráfleiri stofnunum en
allir aðrir kvikmyndagerðar-
menn.
2.  Hann hefur auk þess komið
sér í stjórnunarstöðu í öllum þess-
um sjóðum og stofnunum þar sem
kostur hefur verið á því.
3- Ogþegarþað hefur ekki dug-
að hefur hann komist inn á gafl í
þessum stofnunum með kunn-
ingjasambbndum og margróm-
aðri „vináttu" við valdamestu
menn landsins.
Fyrst er að nefha til þessarar
sögu Kvikmyndasjóð. Sjóðurinn
lýtur ákveðinni stjórn og í stjórnina
tilnefha samtök kvikmyndagerðar-
fólks. Hrafhi hefur alltaf tekist með
góðu og illu að koma sér inn í
stjórn sjóðsins í gegnum þessi sam-
tök. Hvað eftir annað hefur komið
til átaka í þessum samtökum vegna
yfirgangs Hrafhs - en átökin hafa
ekki orðið honum hindrun; þvert á
móti. Þannig hefur hann öll und-
anfarin ár sem hann var jafhframt
dagskrárstjóri sjónvarpsins setið í
stjórn Kvikmyndasjóðs.
I skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að Hrafh hefur fengið
á núvirði úr Kvikmyndasjóði um
91,5 miiljónir króna. Þar kemur
líka fram að hann hefur ýmist
gengið á svig við eða brotið gegn
flestum veigamestu skilyrðum
sjóðsins hvaða nafhi sem þau nefh-
ast - til dæmis varðandi skil á grein-
argerðum og upplýsingar um aðra
fjármögnunaraðila.
I annan stað ber að nefha
óvenjuleg tengsl hans við ráðu-
neytisstjórann í menntamála-
ráðuneytinu Knút Hallsson.
Ráðuneytisstjórinn kórónaði
margra ára þjónustu sína við Hrafn
með því að skrifa bréf fyrir hönd
ráðuneytisins til Norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðsins án
þess að láta ráðherrann vita.
Tengslin við menntamálaráðu-
neytið takmarkast hins vegar ekki
við Knút Hallsson. Þar situr nú
Ólafur G. Einarsson sem hefur
verið greiðviknari við Hrafn
Gunnlaugsson en alla aðra - til
dæmis námsmenn og skólakerfið
eða aðra starfsmenn á menningar-
akrinum. Þannig lét Ólafur kaupa
þrjár kvikmyndir af Hrafni á einu
bretti. Og það gerði hann án þess
að hafa haft um það samráð við
Námsgagnastofnun sem alltaf hef-
ur verið gert. Og verðið sem greitt
var fyrir myndir Hrafns var miklu
hærra en fyrir þá mynd sem keypt
var næst á undan þeim myndum til
ráðuneytisins. Til þess að standa
undir kaupunum skrifaði mennta-
málaráðherra undir yfirlýsingu um
að Hrafn myndi fá peningana úr
ráðuneytinu eftir eitt ár - á árinu
Byggt á skýrslu Ríkisendurskoðunar. Alls hafa 140 milljónir runnið til Hrafns og er þá fjármögnun Norriena sjón-
varpssjóðsins á Hvíta víkingnum undanskilin. Hrafn hefur ekki sjálfur þegið fé úr Menningarsjóði útvarpsstöðva.
1993. Ráðherrann leitaði ekki fjár-
Iagaheimildar fyrir greiðslunum.
Samt hafði fjármálaráðherra skrif-
að upp á heimildina. Þannig kemur
hér inn í myndina í viðbót við áð-
urnefnda maður sem heitir Friðrik
Sófusson.
I þriðja lagi þarf að nefna til
þessarar sögu Sjónvarpið. Hrafn
er starfsmaður þess og hefur verið
síðustu sjö ár - að vísu í leyfi um
alllangan tíma. Á þeim sama tíma
hefur hann selt sjónvarpinu vörur
og þjónustu fyrir 25 miljónir króna
- sjálfum sér. Það er athyglisvert að
viðskipti þessi við Hrafn hófust
ekki fyrr en eftir aðhann sjálfur var
kominn í stöðu dagskrárstjóra.
Hann hefur sem starfsmaður sjón-
varpsins haft betri stöðu en allir
aðrir kvikmyndagerðarmenn, ekki
aðeins sín vegna beint heldur
einnig óbeint með því að aðrir
kvikmyndagerðarmenn og tækni-
menn hafa orðið háðir honum með
aðstöðu og verkefhi. Það á reyndar
líka við um Kvikmyndasjóðinn og í
seinni tíð menntamálaráðuneytið
en á báðum þeim stöðum hefur
hann haft úrslitasambönd um
skemmri eða lengri tíma.
En mikilvirkir menn láta ekki
hér staðar numið og í fjórða lagi
frétti Hrafn af Vestnorræna lána-
sjóðnum. Hann er lánasjóður
Vesturnorðurlanda og á að stuðla
að nýsköpun í atvinnulífinu í Fær-
eyjum á Grænlandi og á íslandi.
Davíð Oddsson rak fyrri stjórnar-
menn íslands í sjóðnum og réði
nýja menn sér handgengna. Sjóðs-
stjórnin samþykkti svo beiðni
Hrafns Gunnlaugssonar og veitti
honum 5 fnilljóna króna lán sem er
búið alveg sérstökum eiginleikum.
Lánið er lán þar til í ljós kemur
hvort það taki því að hafa veitt
lánið eða ekki. Lánið var veitt til að
byggja kvikmyndaver á Laugar-
nestanga. Takist það hins vegar
ekki að mati Hrafns breytist lánið í
styrk! Væri þetta ekki yndislegt og
fullkomið líf fyrir annan atvinnu-
rekstur á íslandi í þrengingunum ef
lánin breyttust í gjafir ef lántak-
endunum sýnist svo og ráðagerð-
irnar renna út í sandinn!
Og Laugarnestangi? Það er
friðað svæði en þar hefur Hrafh
farið öllu sínu fram á undanförnum
árum. Hann hefur keypt hús og
byggt við það í leyfisleysi. Hann
hefur raskað fjörunni neðan við
húsið í leysisleysi. Hann hefur á-
kveðið að byggja þar kvikmyndaver
- en enginn hefur samþykkt það
ennþá. Hann hefur samt Iátið
teikna kvikmyndaverið á Laug-
arnestanga. Sá sem teiknar er
sonur , skipulagsstjóra Reykja-
víkur. Þannig togar tvíbjörn í ein-
björn, þríbjöm í tvíbjörn og svo
ffamvegis utan endis.
Hann œilar áfram á
sömu brautinni
Til að bæta gráu ofan á svart sem
sér ekki á þegar Hrafn Gunnlaugs-
son er annars vegar bregst hann
þannig við skýrslu ríkisendurskoð-
unar að með ólíkindum er.
Hann byrjar á því að hvítþvo
Davíð vin sinn Oddsson. Hann
segir „ég er toppfagmaður" og get-
ur vel verið en svona segja menn
ekki um sjálfa sig. Hann lætur í
veðri vaka að Heimir Steinsson út-
varpsstjóri hefði ekki haft mikið í
sig að segja í faglegu prófi. Hann
ræðst að framkvæmdastjóra Nor-
ræna kvikmyndasjóðsins sem leyfði
sér að telja Hrafh ekki alveg full-
kominn mann þó að framkvæmda-
stjórinn vildi halda í eitt hornið á
myndinni Hin helgu vé þegar þar
að kæmi. Og hann bætir því við að
Ríkisendurskoðun hafi hvítþvegið
hann. Svo kallar hann gagnrýnend-
ur sína ónefnum. Með öðrum orð-
um: Hrafh Gunnlaugsson hefur
ekkert lært og hann er staðráðinn í
því að halda uppteknum hætti.
Niðurlag leiðarans í Morgun-
blaðinu fjallar um hagsmuna-
tengslin í Hrafhsmálinu. Þar segir
að lokum: „Þau hagsmunatengsl
snúa hins vegar ekki að einum
manni, heldur mörgum." Þannig á
að bjarga Hrafhi fyrir horn: Með
því að kerfið sé allt gallað og hann
ekki sá eini sem hafi notið hags-
munatengsla. Og vissulega er Rík-
isendurskoðun hjálpleg Hrafni við
þessa útleggingu. En staðreyndirn-
ar liggja engu að síður fyrir: Eng-
inn maður í íslensku menningarlífi
hefur náð að blómstra eins og
Hrafh Gunnlaugsson í skjóli vinar
síns Davíðs Oddssonar.
Snýst umrœðan gegn
menningunni?
Hættan við umræðuna nú er
nefnilega sú að útlegging Morgun-
blaðsins, Ríkisendurskoðunar og
Hrafns muni koma niður á menn-
ingarstarfsemi; að í framhaldi af
skýrslunni gangi þeir fram á sviðið
sem segja að listamönnum og öðr-
um starfsmönnum á menningar-
akrinum sé ekki treystandi fyrir
menningarfjármunum. Þess vegna
þurfi stjórnmálamenn eða þeir sem
ráðherrar tilnefna að ákveða það
sem gerist.
Fari svo verður ekki aðeins Sjón-
varpið heldur öll íslensk menning í
skugga hrafnsins; Sjónvarpið vegna
þess að Hrafn misnotar þar að-
stöðu sína til að koma inn sínu
fólki, sínum mönnum og sínum
þáttum og um leið gerir hann allt
sem hann getur til að hindra að
aðrir fái að sjást á skermum sjón-
varpsins. Þannig verður þjóðin um
sinn ekki aðeins í skugga hrafnsins
heldur líka í hlekkjum hans.
Laxveiðimenn eru náttúruunnendur
Iþví tölublaði VIKUBLAÐS-
INS, sem kom út 2. júlí, birtist
grein eftir Auði Sveinsdóttur
„Ferðamennska innanlands, vaxt-
arbroddur eða ógnun við náttúr-
una", sem ég vil leyfa mér að gera
að umtalsefni.
Greinarhöfundur vekur réttilega
athygli á ýmsu varðandi þessi mál-
efni og setur fram spurningar um
eitt og annað, tíl þess væntanlega
að vekja menn til umhugsunar um
ferðaþjónustu og umhverfismál.
Hún telur nauðsyn bera tíl að haga
málum þannig, að íslenskri náttúru
verði ekki ógnað.
Það vaktí sérstaka athygli mína
þegar Auður vék að laxveiðimönn-
um, sem hún telur aðal útílífsins
„með þjón á hverjum fingri meðan
á dýrum laxveiðitúrunum stendur."
Þannig ættí útilíf og ferðamennska
ekki að verða, ritaði Auður.
Fordómar gagnvart
laxveiðimbnnum
Eg verð að segja eins og er að
þarna fánnst mér greinarhöfundi
bregðast bogalistín með hliðsjón af
fyrirsögn greinarinnar og umfjöll-
un hennar, því að hér koma fram
ýkjur og fordómar gagnvart lax-
veiðimönnum. Svona alhæfing og
skot út í loftið skemmir góða grein
um náttúruvernd að mínum dómi.
Mér sýnist að Auður þekki lítíð
til í þessum eíhum um íslenskan
veruleika; hún hafi látið æsifréttir
um hátt verð veiðileyfa og vitn-
eskju um erlenda veiðimenn, sem
hingað koma árlega tíl laxveiða og
nýta sér leiðsögumenn við árnar,
villa sér sýn. Slík þjónusta er ekkert
meira en almennir ferðamenn
njóta á skipulögðu ferðalagi um
landið og er engum hneykslunar-
hella, svo sjálfsagt þykir það.
Breiður hópur stundar
laxveiði
Greinarhöfundur virðist ekki
hafa áttað sig á því hversu breiður
þjóðfélagshópur það er hér á landi
sem stundar laxveiðar. Um það
vitna m.a. hin mörgu félög stanga-
veiðimanna og hópar um land allt.
Eigi heldur hversu verð veiðileyfa
er breytilegt um veiðitímann.
Hæsta verð er þegar veiðivonin er
mest, eins og eðlilegt er, en unnt er
að komast í laxveiði fyrir viðráðan-
legt verð fyrir flesta sem á annað
borð hafa áhuga fyrir laxveiði, en sá
fjöldi manna er takmarkaður ef á
þjóðarheildina er litíð.
Veiðifélag ráðstafar
veiði
Þá skal vakin athygli á eftírfar-
andi fyrirkomulagi um nýtingu
veiði og það er kannski það sem
öllu máli skiptir og snertir
áhyggjuefhi Auðar Sveinsdóttur
um umgengni við náttúruna. Abú-
endum eða eigendum jarða, sem
eiga þessi hlunnindi, er gert að
skyldu lögum samkvæmt að mynda
félagsskap um veiðina og ráðstöfun
hennar. Það á m.a. að tryggja að ís-
lenski náttúru sé ekki ógnað.
Einar
Hannesson
Fyrirkomulag þetta krefst mikils
þegnskapar af eigendum veiðirétt-
arins og hefur orðið til þess m.a. að
tryggja almennari og opnari nýt-
ingu veiði og þar með stangaveiði
fyrir þá mörgu sem veiðiskap vilja
stunda.
Lögbundið er að serja ákveðinn
stangafiölda á hverja á og veiðifé-
lagi er skylt að stunda fiskrækt. Er
vandséð   að   annað   fyrirkomulag
henti betur.
Silungsveiði
Það væri vissulega hægt að ræða
frekar um veiðiskap í ám og vötn-
um, eins og um silungsvötnin fjöl-
mörgu um land allt sem bíða eftir
veiðimönnum. Væri synd að segja
að fólki almennt gefist ekki kostur
á að komast í veiði fyrir hóflegt
verð.
Þá hentar silungsveiði ákaflega
vel sem útilífsiðkun fyrir fiöld-
skylduna saman, eins og alkunna
er. En hér skal staðar numið að
Höfundur er starfsmaður
Landssambands veiðifélaga
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12
Blağsíğa 13
Blağsíğa 13
Blağsíğa 14
Blağsíğa 14
Blağsíğa 15
Blağsíğa 15
Blağsíğa 16
Blağsíğa 16