Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 14
14 í dagslns ðnn VIKUBLAÐIÐ 6. JANÚAR 1995 Dofri Hermannsson, Þráinn Karlsson, Arnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Sunna Borg í hlutverkum sínum í Óvæntri heimsókn, sem Leikfélag Akureyrar sýnir nú um helgina. Ljósm: Páli A. Pálsson. að er búið að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra mann ársins og er það eðlilegt og sldljanlegt val. Grínfi'gúra ársins virð- ist æda að verða forveri hennar Ami Sigfússon, skammlífasti borgarstjóri Islandssögunnar. Hann ædar ekld að þola „kommum“ það að gera grín að sér og sínum í áramótaskaupi. Nefnum fleiri menn ársins. Hjartahlýjasti maður ársins: Davíð Oddsson. Létti stóreignaskatti at tekjuhæsta fólki landsins. Heiðarlegasti skúrkur ársins: Guð- mundur Arni Stefánsson. Ávirðing- amar hrönnuðust upp og hann hrökklaðist frá, en var þó blásaklaus. Missldldasta hetja ársins: Markús Om Antonsson. Lýsti sig ónýtan sem borgarstjórakandídat, en taldi sig fullboðlegan sem þing- mannskandídat. Annað kom á dag- inn. Frjálshyggjuríkasti maður ársins: Halldór Blöndal. Vill bjóða erlenda tjárfesta velkomna ef þeir geta græjað hluti f,rir Kolkrabbafyrirtæld. Til að fá verkefni hjá Dóra þarf annað hvort Flokksskírteini eða ættartal Engeyjar. Fýlupúld ársins: Bryndís Schram. Því meira sem spurt er um kostnað vegna þessa maka ráðherra þein mun meira skuldar þjóðin henni. Þolinmóðasti maður ársins: Matthías Á Mathiesen. Formaður þjóðhátíðamefridar bauð afmælis- gestum á leið til Þingvalla upp á lengstu biðröð Islandssögunnar. Partýhaldari ársins: Jakob Frímann Magnússon. Endalaust stuð og pen- ingum skattgreiðenda mokað út. Flækjufótur ársins: Salome Þor- kelsdóttir. Braut á sér löppina og datt -afþingi. Vemdaðasti maður ársins: Ólafur Skúlason biskup. Nokkrir háskóla- nemar opnuðu munninn og biskup klagaði í forsætisráðherra og háskóla- rektor. Meiddasti maður ársins: Hrafii Gunnlaugsson. Alvarlega slasaður eftir orðaflaum annarra. Kysi senni- lega frekar að vera laminn með bók- inni sem seldist ekld. Verðmætasti bitlingaþegi ársins: Júlíus Hafstein. Fær 600 þúsund krónur fyrir að setja saman eigin draumóra í ferðamálum. Duglegasti sérverkari ársins: Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Á ráð- herralaunum undir vemdarhendi Davíðs við að grúska. Bara eitthvað. Sprenglærðasti hagfræðingur árs- ins: Steingrímur Hermannsson. Fær að eyða ofúrrólegu ævikvöldinu í Gabbró-höllinni við Amarhól. Besservisser ársins: Jón Baldvin Hannibalsson. Hann veit best hvað þjóðinni er fyrir bestu. Og hann er ó- vinsælastur allra fyrir vildð. Reiðasti maður ársins: Matthías Bjamason. Undir tók þegar hann barði ræðupúlt Alþingis með hnúun- um. Minnti óþyrmilega á Krúsjoff með skóinn. Fattlausasti frambjóðandi ársins: Pétur Bjamason framsóknarmaður á Vestfjörðum. Ætlar í sérframboð vegna þess að gjörsamlega óþekktur maður burstaði hann í lýðræðislegu prófkjöri. Bank, bank, er einhver heima? Trúverðugasti kerfishrellir ársins: Jóhanna Sigurðardóttir. Eftir 7 ár á ráðherrastóli ætlar hún nú að leiða þjóðina út úr ógöngunum. Alþýðlegasti maður ársins: Kristján Jóhannsson. Með 800 þúsund krónur fyrir kvöldið og tengdamútta orðin ráðherra. Apaköttur ársins: Ólafúr G. Ein- arsson. Þarfnast ekki skýringar. Leikfélag Akureyrar Óvænt heimsókn Spennandi og marg- slunginn sakamálaleikur riðja dag jóla ffumsýndi Leikfé- lag Akureyrar sakamálaleikritið Óvænt heimsókn effir J.B. Priestley í íslenskri þýðingu Guðrúnar J. Bach- mann. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson. I leikritinu segir af stúlku sem ver- ið hefur í þjónustu efnaðrar fjöl- skyldu, og lætur lífið á voveiflegan hátt. Ransóknarlögreglan fer á fúnd fjölskyldunnar og það kemur í ljós að hvert og eitt þeirra gæti borið ábyrgð á dauða stúlkunnar. Að lokum er ekkert eins og áður sýndist. En hver er hinn seki? Leikritið er skrifað 1945, en gerist vorkvöld nokkurt árið 1912 á heimili Birling hjónanna sem em velstæðir borgarar í iðnaðarbæ á Englandi. Á upphafsámm þessarar aldar vom menn fullir bjartsýni og höfðu óbilandi trú á að tækniframfarimar tryggðu almenna velsæld. Upphafs- atriði leikritsins endurspegla þetta viðhorf; annað kemur síðar á daginn þegar fjölskyldan verður fyrir óvæntri heimsókn. Þessi margslungni sakamálaleikur Laugardaginn 7. janúar kl. 16:00 verða formlega opnaðar tvær sýningar á Kjarvalsstöðum: Leirlist á íslandi og sýning á verkum Jóhann- esar S. Kjarvals. í vestursal og miðsal verður sýn- ingin Lei-list á Islandi. Saga Ieirlistar á íslandi er stutt, raunar innan við mannsævi, og hófst fyrir tilstilli Guðmundar frá Aliðdal sem setti fyrstu leirmunagerðina á fót hér á Iandi um 1930. Með þessari sýningu er ætlunin að gefa nokkurt yfirlit yfir þróun leirlistar hjá íslenskum lista- mönmun sem hafá helgað sig þess- um miðli, og líta yfir sviðið eins og hefur að undanfömu sópað til sín helstu leiklistarverðlaunum í ensku- mælandi borgum beggja vegna Atl- anshafsins - New York og London. Höfundur verksins er breska leik- skáldiðJ.B. Priestley, sem hefði orð- ið aldargamall 13. september sl., ef honum hefði enst aldur. Óvænt heimsókn er meðal þekktustu leik- rita hans og það sem hefur notið mestrar hylli, a.m.k. á Islandi. Amar Jónsson er gestur leikfélags- ins og fer með hlutverk rannsóknar- lögreglumannsins í Óvæntri heim- sókn. Amar er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Hann steig sín fyrstu skref á leiksviði með LA í hlutverki Hans f Hans og Grétu í jólasýningu félagsins fyrir réttum 40 ámm, þá bam að aldri. Arnar hefur af og til á það er nú. Hér getur því að líta sýn- ishorn verka þeirra sem mddu braut- ina, dæmi um hvað leirlistafólk hefur verið að fást við síðustu áratugi óg hver viðfangsefnin eru nú. Þróunin hefur óneitanlega verið blómleg og fjölbreytt í stuttri sögu leirlistarinnar á Islandi og er vonandi að sýningin nái að endurspegla það að nokkm. Alls á 21 listamaður verk á sýning- unni. í ausmrsal verður sýning á verkum úr eigu Kjarvalssafns. Jóhannes S. Kjarval er óumdeilanlega einn helsti meistari íslendinga á sviði myndlist- ar og skipa verk hans stóran sess í ferli sínum leikið með LA, síðast fyr- ir ellefu árum í My Fair Lady. Með hlutverk heimilisfólksins, sem ekld em síður mikilvæg, fara margir af helstu leikumm Leikfélags Akureyrar. Þráinn Karlsson og Sunna Borg leika Birlinghjónin, Rósa Guðný Þórsdóttir og Dofri Hermannsson böm þeirra, Sigurþór Albert Heimisson væntanlegan tengdason þeirra og Bergljót Arn- alds er í hlutverki þjónustustúlkunn- ar á heimilinu. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist er eftir Lár- us Halldór Grímsson og ljósahönn- uður er Jóhann Bjami Pálmason. Næstu sýningar á Óvæntri heim- sókn verða laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. janúar kl. 20:30. huga þjóðarinnar. Sýndar verða myndir af þekktum íslendingum, landslagsteikningar, uppstillingar og olíuverk, en einnig teikningar af ýmsum þeim fúrðuvemm sem ein- kenna myndheim Kjarvals. Sýningin er einstakt tækifæri fyrir almenning að skoða verk eftir meistara Kjarval. Framvegis verða svo sýningar á ýms- um verkum Kjarvals í austursal Kjar- valsstaða. Kjarvalsstaðir em opnir daglega frá 10-18 og er kaffistofa Kjarvals- staða opin á sama tíma. Fullorðin kunningjakona mín varð fyrir því óláni nú skömmu fyrir jólin að detta og handleggsbrjóta sig. I sjálfu sér ætti það ekld að þurfa að sæta neinum tíðindum en þó urðu sérkennilegir atburðir þess valdandi að þetta má skrá í annála. Reyndar var þetta slík upphfun að dugar í tvo pistla Eftir tveggja daga dvöl á sjúkrahúsi staðarins snarast ein starfsstúlkan að henni þar sem hún hafði laumast í reyldngahomið. Raunar var það all- nokkuð afrek því hom þetta er í óinnréttuðum kjallara spítalans og þarf að skreiðast þó nokkra rangala til að komast að horninu. Er yfir timburstæður, múrbrot og raf- magnssnúmr að klöngrast. Öfáir nikótínistar hafa þama mætt örlögum sínum og þrálátur orðróm- ur er um það í plássinu að einhverjir muni hafi týnst þama niðri og enn ekld fúndist. Að auki er „reykher- bergið" undir jarðhæð og því ekld um glugga að ræða. En til þess að eitthvert loft komist þó að var brotið gat á einn vegginn og rörbútur þræddur út. Gatið er þó ekld nema 11 cm í þvermál og vill því verða nokkuð lítið loftstreymið ekla hvað síst sökum þess að kettir sækja í að liggja ofan á rörinu sökum hitaút- streymis. En hvað sem þessu öllu líður hafði umræddri kunningjakonu tekist að brjóta sér leið niður í komptma og sat þar í makindum þegar starfsstúlkan teygði inn álkuna og krafðist út- göngu hennar. Nokkuð var reyndar erfitt að átta sig á hvað hún vildi því Iíkt og aðrir reykingafasistar hússins bar hún gasgrímu þegar hún þurfti að fara í „byrgið“ eins og reykher- bergið var á stundum nefnt. Að auld var hún með námahjálm á höfði þar eð ekki var nema ein 10 kerta pera í kjallaranum og því erfitt að sjá til. En með því að ljósið skein þá í andlit sakbitinna reykingamannanna sáu þeir ekki hver var á ferðinni né heyrðu orðaskil sökum grímunnar. En starfsstúlkan var undir þetta búin, dró fram langan og mikinn staf með skærum á öðrum endanum en krók á hinum. Khppti hún rösklega á sígarettu vinkonu minnar, sneri síðan stafnum við, krækti í hana og dró út. „Þú átt að fara í myndatöku,“ var erkibiskups boðskapur og þýddi þar ekkert að andmæla. En þegar í myndaherbergið kom vandaðist heldur málið. „Leggstu á vinstri hliðina," var fyrirsldpað. Sú gamla hreyfði andmælum: „Það segir læknirinn að ég megi alls ekld gera, það er þar sem ég er brotin.“ ,Já, já, við skulum hjálpa þér.“ Og að þeim orðum slepptum var gripið í báða enda konunnar og henni skellt á vinstri hliðina. Sársaukinn var slíkur að hún missti meðvitund um stund. Og bíður það nú næsta pistils að gera grein fyrir þessari myndatöku og atburðum þar í kring. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá ömefni. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Ævinlega. A í T 1 12 23 Á J U 2 13 24 B K Ú 3 14 25 D L V 4 15 26 Ð M X 5 16 27 E N Y 6 17 28 É O Ý 7 18 29 F Ó Þ 8 19 30 G P Æ 9 20 31 H R Ö 10 21 32 1 S 11 22 Leirlist á íslandi og sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.