Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
leiðinni í viðtalið við Paul
Auster var ég næstum því
lentur í árekstri. Tveir
strákar, sennilega nýkomnir
með bílpróf, voru að spyrna
á Miklubrautinni. Þeir
sveigðu bílunum á milli ak-
reina og áður en ég vissi af
stefndi annar þeirra á mig.
Ég rykkti í stýrið og bremsaði. Það mátti engu
muna en strákfíflið virtist ekki einu sinni taka eft-
ir því sem gerðist. 
Hvers vegna fá sautján ára börn að taka bíl-
próf? Fæstir sautján ára strákar eru orðnir færir
um að leika knattspyrnu með fullorðnum mönn-
um. Hvers vegna ættu þeir að geta haft stjórn á
hundrað hestafla drápsvél í umferðinni?
Ég blótaði strákunum þar sem ég náði þeim á
næstu ljósum en svo rann upp fyrir mér að þetta
hefði getað orðið austerísk flétta af bestu gerð:
Blaðamaður og mikill aðdáandi Pauls Austers
lendir í árekstri á leið sinni í langþráð viðtal við
höfundinn. 
Hverjar eru líkurnar á því að nákvæmlega
þessi maður sé keyrður í klessu einmitt á þessu
mikilvæga augnabliki í lífi hans? 
Svo að segja engar. 
Ekki frekar en það voru miklar líkur á því að
steinn losnaði úr byggingu og félli ofan á Nick
Bowen þar sem hann var á gangi í New York. Eða
að aumingja Bowen myndi læsa sig inni í kjarn-
orkubyrgi einmitt sama dag og eigandi þess og
eini maðurinn með lykil að því fékk hjartaáfall.
Nick Bowen er persóna í sögu sem ein af sögu-
hetjum skáldsögu Pauls Austers Oracle Night
skrifar. Bowen, eins og svo margir í sögum Aus-
ters, áttar sig á því að heimurinn stjórnast af til-
viljunum: ?Hendingin situr um okkur alla daga
lífsins sem getur verið tekið frá okkur á hverri
stundu, algerlega að ástæðulausu.? 
Þegar ég komst loksins á Hótel Holt heill á húfi
stóð Paul Auster í anddyrinu ásamt eiginkonu
sinni, rithöfundinum Siri Hustvedt, sem var ein-
mitt að koma úr viðtali við samstarfsmann minn á
blaðinu Einar Fal Ingólfsson. Eftir að Einar Fal-
ur hafði myndað Auster sagði ég rithöfundinum
frá því sem hafði gerst á leiðinni. 
?Og hvað, ertu óslasaður?? 
?Já, hann lenti sem betur fer ekki á mér. En
það hefði reyndar getað orðið svolítið flott,? bætti
ég við, ?svona eins og atriði í bók eftir þig.?
Auster gaf ekkert út á það en sagði að hann
hefði sjálfur lent í mjög hörðum árekstri ásamt
eiginkonu sinni og dóttur fyrir þremur árum.
?Við vorum að keyra í Brooklyn þegar bíll
klessir beint inn í hægrihlið okkar þar sem Siri
sat. Hann var á miklum hraða. Ég hélt í fyrstu að
Siri væri hálsbrotin. Hún lá bara þarna í sætinu,
gat ekki hreyft sig. Þeir þurftu að klippa hana út
úr bílnum. Þetta var hræðilegt. En hún slapp
nánast ómeidd, fyrir utan mar og eymsl í
skrokknum var hún heil. Það var ótrúlegt.?
Auster talar hægt með rámri röddu. Augun eru
dökk og dramatísk, það er eins og þau séu ýmist
að ásaka mann um eitthvað eða bíða eftir því að
eitthvað stórkostlegt gerist. Ósjálfrátt bregst
maður við en ekki alltaf með stórbrotnum hætti:
?Já, þetta er ótrúlegt, alveg hreint ótrúlegt. En
má ég byrja viðtalið á því að spyrja þig um áhug-
ann á tilviljuninni sem er gegnumgangandi þema
í öllum bókunum þínum, kannski ásamt manns-
hvarfinu.?
?Ég veit ekki hvort ég get svarað spurning-
unni, sennilega væri ég ekki svona heltekinn af
þessum hlutum ef ég gæti útskýrt hvers vegna.
Ég skil í raun og veru ekki hvaðan bækurnar
mínar koma, hvernig hugmyndirnar verða til.
Það gerist einhvers staðar djúpt í undirvitund-
inni. Bækur mínar eru allar skrifaðar af ósjálf-
ráðri hvöt. Ég get í rauninni ekki útskýrt það.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort þessi hug-
mynd um að einhver hverfi úr lífi manns sé
myndhverfing um dauðann. En ég er ekki viss.?
Auster hugsar sig um.
?Ég veit þó að lífið er skrýtið og það er alltaf að
koma okkur á óvart. Og ég vil að bækurnar mínar
séu í senn ævintýralegar og raunsæjar, að þær
nái utan um raunverulegar hræringar í lífinu,
bæði hið innra og ytra. Mér þykir erfitt að út-
skýra þetta.?
Auster hugsar sig enn um.
?Ég er ekki að segja að allt sem gerist sé tilvilj-
unum háð. Við veljum og skipuleggjum fram í
tímann, við mótum þarfir okkar og þrár. En það
vita allir að umhverfið hefur áhrif á val okkar og
skipulag og þarfir okkar og þrár. Og það er ein-
mitt þegar þessir tveir heimar, sá innri og ytri,
skella saman sem eldglæringar myndast og sögur
verða til.?
?Þú fjallar líka ítrekað um öryggisleysið og
óvissuna sem einkennir alla framvindu,? held ég
áfram. ?Það nægir alveg að minnast á Nick Bo-
wen en saga hans endar ofan í læstu neðanjarð-
arbyrgi, sögumaðurinn segir okkur aldrei hvort
hann kemst aftur út eða hvað verður um hann.?
?Já, þetta er saga í sögunni og hún fjallar bæði
um það hvað er að gerast í frásögninni og per-
sónuna sem er að skrifa hana, rithöfundinn sem
k
v
r
h
þ
h
é
þ
h
h
þ
þ
G
h
b
T
k
á
m
h
A
æ
h
f
e
í
d
o
þ
þ
ý
f
p
e
u
Aldeilis
lygileg tilviljun
A
e
?Þegar ég skrifa ekki finnst mér ég ekki vera lifandi,? segir
bandaríski rithöfundurinn Paul Auster sem er gestur á Bók-
menntahátíð í Reykjavík. Þröstur Helgason ræðir við Auster
um mátt tilviljunarinnar sem er frumafl í sögum hans,
árekstra, mannshvörf og nýjustu skáldsögu höfundarins, The
Brooklyn Follies.
SVIPTINGAR Í FLUGHEIMINUM
T
öluverðar sviptingar virðast
vera í flugheiminum á Ís-
landi um þessar mundir. Í nokkur
ár hafa verið starfrækt hér tvö
áætlunarflugfélög. Fyrst í stað
var ljóst að samkeppni þeirra í
milli leiddi til umtalsverðrar
lækkunar á fargjöldum milli Ís-
lands og nálægra landa. Á þessu
ári hafa viðskiptavinir flugfélag-
anna beggja þótzt verða þess var-
ir, að minna sé um ódýr sæti en
áður milli landa. Hafa flugfar-
gjöld hækkað með áberandi hætti
á þessu ári? Það væri æskilegt að
fá skýr svör við því. Kannski hafa
þær eftirlitsstofnanir, sem eiga
að fylgjast með því að frjáls sam-
keppni sé stunduð svör á reiðum
höndum við þeirri spurningu.
Alla vega er eðlilegt, þegar um
takmarkaða samkeppni er að
ræða á vissum sviðum atvinnu-
lífsins að með því sé fylgzt, hvort
samkeppnisaðilar leggi leið sína í
Öskjuhlíð!
Nú verður ekki betur séð en
viðræður standi yfir eða séu að
hefjast á milli FL Group og eig-
enda helzta samkeppnisaðila fyr-
irtækisins um kaup FL Group á
tveimur dönskum lággjaldaflug-
félögum, sem eigendur Iceland
Express keyptu fyrr á þessu ári.
Það geta verið alveg ákveðin
rök fyrir því, að FL Group leiti
eftir slíkum kaupum. Og sjálfsagt
munu eigendur Sterling Airways
svara því til að allt sé til sölu ef
rétt verð fáist.
Hins vegar skiptir máli að sam-
starf á milli FL Group og eigenda
Iceland Express ? eða viðskipti
af einhverju tagi ? leiði ekki til
þess að dragi úr samkeppni á
milli Icelandair og Iceland Ex-
press á flugleiðum á milli Íslands
og Evrópu. Vísbendingar um
hækkun fargjalda á undanförnum
mánuðum hafa vakið upp spurn-
ingar um hvort úr þeirri sam-
keppni hafi dregið. Vísbendingar
um aukið samstarf helztu eigenda
þessara tveggja flugfélaga á öðr-
um sviðum flugsins munu ýta
undir þær spurningar.
En ganga verður út frá því sem
vísu, að þeir sem eiga að tryggja
frjálsa samkeppni séu starfi sínu
vaxnir.
VIÐBÚNAÐUR VIÐ ÁFÖLLUM
Þ
egar stór áföll dynja yfir er
ekki alltaf nóg að hafa
nægan mannafla til að
bregðast við, heldur þarf einnig
að vera til áætlun um það hvernig
eigi að ganga til verks. Í Morg-
unblaðinu í gær er fjallað um við-
búnað á höfuðborgarsvæðinu til
að mæta áföllum af ýmsum toga.
Á undanförnum árum hefur verið
unnið að því að meta stöðuna. Ár-
ið 2002 kom út áhættugreining
þar sem taldir eru upp 13 áhættu-
flokkar; efnaslys og mengunar-
óhöpp, eldgos, eldsvoðar, fjar-
skipti, fjöldasýkingar og farsóttir,
geislavirkni, jarðskjálftar, ofan-
flóð, óeirðir og hryðjuverk, óveð-
ur, samgöngur og aðfærsla að-
fanga, sjávarflóð og veitu-
stofnanir og truflanir í rekstri. Í
febrúar á þessu ári var lokið við
gerð skýrslu þar sem búin eru til
dæmi um stóráföll með vísan til
fyrri skýrslunnar og fjallað um
það hvernig bregðast beri við og
hverjir eigi að taka þátt í björg-
unaraðgerðum. Þessi vinnubrögð
eru að norskri fyrirmynd og
munu fulltrúar bæði slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu og lög-
reglunnar fara utan í næstu viku
til að fylgjast með umfangsmikilli
æfingu, sem haldin verður í Nor-
egi.
Harmleikurinn, sem fellibylur-
inn Katrín olli í Bandaríkjunum,
er til marks um það hvað mik-
ilvægt er að vera viðbúinn hinu
versta. Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri á höfuðborgar-
svæðinu, bendir í greininni á mik-
ilvægi þess að vera vel undir áföll
búinn. ?Menn horfa á mörg tilvik
erlendis og spyrja hvers vegna
ekki hafi tekist að ráða betur við
ástandið en raunin varð, en þegar
farið er að rýna betur í hlutina
var e.t.v. ekki svo mikill skortur á
uppsettu afli heldur skortur á
einföldum hlutum á borð við upp-
lýsingagjöf til yfirvalda og milli
viðbragðsaðila. Samræming og
samhæfing verður að vera öflug,?
segir hann.
Vitaskuld er aldrei hægt að
skipuleggja viðbrögð við öllum
hugsanlegum áföllum. Hins vegar
er nauðsynlegt að huga að sam-
hæfingu þeirra, sem þurfa að
vinna saman í neyðartilvikum, og
hafa góða hugmynd um það á
hverju má eiga von til dæmis þeg-
ar óveður brestur á samfara hárri
sjávarstöðu. 
Æfingar geta aldrei komið í
stað raunveruleikans, en góður
undirbúningur skiptir engu að
síður miklu máli þegar á hólminn
er komið og mannslíf eru í húfi. Í
umfangsmiklum björgunarað-
gerðum skiptir máli að hver þátt-
takandi þekki sitt hlutverk og
gengið sé fumlaust til verks. Það
hefur margoft komið í ljós þegar
leita hefur þurft til björgunar-
sveita við erfiðar aðstæður
hversu mikilvægt það er að kunna
til verka. Hér er aftur á móti ver-
ið að tala um tilfelli, sem gætu
gerst einu sinni, en gerast von-
andi aldrei. 
MISMUNUN á
milli barna er að
aukast og er það
eitt þeirra mála
sem jafnaðar-
menn ættu að
leggja mikla
áherslu á að vinna
gegn. Þetta kom
fram í máli Ingi-
bjargar Sólrúnar
Gísladóttur, for-
manns Samfylkingarinnar, á árs-
fundi danskra jafnaðarmanna, en
henni var boðið að flytja þar ræðu.
Ingibjörg segir að í sinni ræðu hafi
hún stutt við þau málefni sem Helle
Thorning-Schmidt, hinn nýi leið-
togi danskra jafnaðarmanna, ætlar
að beita sér fyrir, og þar á meðal
eru málefni barna. Hún segir að
þessar áherslur danskra jafnaðar-
manna, sem miða m.a. að því að
auðvelda fjölskyldufólki að ná end-
um saman, sé eitthvað sem hugs-
anlega þurfi að ræða frekar hér á
landi.
Jafnaðarmenn 
í Danmörku eru í vörn
Ingibjörg Sólrún segir að nú
verða jafnaðarmenn í Danmörku
að sækja í sig veðrið, eins og þeir
hafi gert í Noregi í þingkosning-
unum í vikunni, og segist I
hafa fulla trú á því að fl
muni gera það undir stjór
ing-Schmidt. Jafnaðarmen
mörku guldu afhroð í kos
febrúar síðastliðnum. Fl
tapaði fylgi þrátt fyrir að h
í stjórnarandstöðu í nokku
ir kosningarnar sagði 
Lykketoft af sér formen
Thorning-Schmidt var kj
maður, en deilur hafa ve
flokksins eftir forman
Ingibjörg Sólrún segir ljó
formanns bíði mikið starf
inn sé klofinn, skoðana
óhagstæðar en miklar v
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ársfundi dans
Þurfum að vinn
mismunun ba
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48