Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur
10. nóvember 2005
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
L50766GOOGLE-BRÆÐUR | 6 
L50766ATVINNULÍF
L50766FRÉTTASKÝRING | 8
Moldríkir 
og skrýtnir BORGFIRSKA 
UPPSVEIFLAN
Fljótandi
króna 
ÞETTA HELST?
STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingabanki
hefur ákveðið að opna útibú í Danmörku og
í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar
Íslands er ákvörðun þessi sögð vera rökrétt
framhald aukinna umsvifa bankans í Dan-
mörku á undanförnum
misserum.
Útibúið, sem verður í
Kaupmannahöfn, verður
opnað um leið og öll leyfi
liggja fyrir en fari allt
samkvæmt áætlunun
mun það gerast innan
fárra mánaða.
?Þetta er rökrétt
framhald af auknum um-
svifum okkar í Dan-
mörku og uppbyggingu þar,? segir Þórður
Már Jóhannesson, forstjóri Straums-
Burðaráss Fjárfestingarbanka, í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir að umsvif bank-
ans þar hafi aukist verulega á síðustu tveim-
ur árum og það sé stefna bankans að vaxa
frekar erlendis og auka umsvif sín erlendis.
Því sé þessi uppbygging skref í þá átt.
Stjórnendur útibúsins verða þeir Oscar
Crohn og Jesper Johansen en bankinn hef-
ur fest kaup á ráðgjafafyrirtæki í þeirra
eigu. Þeir eru báðir sagðir með langa
reynslu í fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestinga-
bankastarfsemi í Danmörku og störfuðu áð-
ur m.a. hjá Capitellum A/S og Enskilda 
Securities.
Straumur-Burðarás 
til Danmerkur 
Þórður Már 
Jóhannesson
DÆGURVERÐ á 95 oktana bensíni við lok-
un markaðar í Rotterdam í fyrradag var
521 dollari/tonn og hefur verð ekki verið
lægra síðan mánudaginn 13. júní sl. þegar
það var 516 dollarar á tunnu.
Ástæðuna má meðal annars rekja til hlý-
inda í Bandaríkjunum en veðurfræðingar
spá að svo verði áfram. Verð á bensíni er
mjög háð verði á öðrum olíuafurðum og
því hefur þetta mikil áhrif.
Bensín ekki ódýrara
síðan í júní
KÖGUN hf. hefur tryggt sér
50,1% af heildarhlutafé í norska
hugbúnaðarfyrirtækinu Hands
ASA í Noregi. Hands ASA er
skráð í kauphöllinni í Ósló og mun
Kögun hf. í kjölfarið gera yfirtöku-
tilboð í öll útistandandi bréf í fé-
laginu. Tilboð Kögunar hf. hljóðar
upp á 1,20 norskar krónur á hlut
sem er 23,7% yfir síðasta skráða
gengi félagsins sem jafnframt er
meðalgengi síðustu þriggja mán-
aða. Heildarkaupverð verður því
um 1,6 milljarðar íslenskra króna.
Forstjóri Kögunar, Gunnlaugur
M. Sigmundsson, segir við Morg-
unblaðið að frekari kaup á fyrir-
tækjum á þessu sviði séu fyrirhug-
uð.
Hands ASA er með um 35?40%
markaðshlutdeild á sviði Microsoft
Business Solutions lausna í Noregi
og þar af leiðandi stærsti sam-
starfsaðili Microsoft á því sviði í
Noregi. 
600 viðskiptavinir
Velta Hands á árinu 2005 er áætl-
uð um 140 milljónir norskra króna,
um 1,3 milljarðar íslenskra króna,
og gert er ráð fyrir að hlutfall
hagnaðar fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBITDA-hlutfall) verði
um 10%. Velta Hands á næsta ári
er áætluð um 190 milljónir norskra
króna eða um 1,8 milljarðar ís-
lenskra króna. 
Viðskiptavinir Hands eru í dag
um 600 um allan Noreg og starf-
rækir félagið skrifstofur í Ósló,
Bergen, Stavanger og Sandefjord.
Hjá Hands starfa í dag um 180
manns. Í tilkynningu frá Kögun
segir að Hands ASA hafi yfir að
ráða hæfu starfsfólki og söluneti
sem myndi góðan grunn að frekari
stækkun í Skandinavíu. 
Gunnlaugur M. Sigmundsson
segir félagið hafa fylgst með
Hands ASA um nokkra hríð. Fé-
lagið hafi lent í talsverðum
hremmingum og selt frá sér starf-
semi í Danmörku en síðan verið að
taka til í rekstrinum heima fyrir.
Félagið sé nú í góðum rekstri og
nýverið styrkt stöðu sína umtals-
vert með kaupum á fyrirtækjunum
Completo AS sem sérhæfi sig í
lausnum fyrir lögfræði- og ráð-
gjafafyrirtæki og Nett 2 3 AS sem
sérhæfi sig í lausnum fyrir flutn-
ingafyrirtæki ásamt hýsingar-
lausnum fyrir viðskiptavini sína.
?Við ákváðum þess vegna að
láta til skarar skríða. Reyndar
gerðum við tilraun til að kaupa fé-
lagið í maí en var þá hafnað.
Stærstu hluthafarnir þekktust
hinsvegar tilboð okkar núna,? seg-
ir Gunnlaugur.
Hann segir að kaupin á Hands
séu í samræmi við stefnu Kögunar
um að stækka enn frekar á sviði
viðskiptalausna. Önnur fyrirtæki í
samstæðunni sem bjóða lausnir á
þessu sviði eru fyrir Ax hugbún-
aðarhús hf., Hugur hf., Landstein-
ar Strengur hf., Aston Baltic SIA
og Skýrr hf. 
Eitt af fimm stærstu
?Þau fyrirtæki sem við höfum
keypt hafa öll selt viðskiptahug-
búnaðarlausnir frá Microsoft. Við
teljum að Microsoft muni verða
mjög stór aðili þessu sviði, rétt
eins og á öðrum sviðum. Það eru
mjög margir og litlir endursölu-
aðilar þessa hugbúnaðar í heim-
inum en mörg stór fyrirtæki hafa
að undanförnu verið að kaupa upp
þessa endursöluaðila, fyrirtæki
sem eru jafnstór eða jafnvel minni
en Kögun í veltu. Við teljum því að
framundan sé mikil samþjöppun
fyrirtækja og okkar stefna er að
verða eitt af fimm stærstu fyrir-
tækjum í heiminum á sviði við-
skiptahugbúnaðarlausna frá
Microsoft. Það má því vænta að við
kaupum fleiri fyrirtæki á þessu
sviði,? segir Gunnlaugur.
Kögun hyggur á frekari 
kaup á fyrirtækjum
Handsamaði norskt hugbúnaðarfyrirtæki í gær og heildarkaupverð verður 1,6 milljarðar
Morgunblaðið/Golli
Uppkaup Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir að
vænta megi frekari tíðinda af kaupum fyrirtækisins á öðrum félögum.
Eftir Helga Mar Árnason
hema@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20