Tíminn - 28.05.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1971, Blaðsíða 4
£etið iJii AjcHíatp Þá er fyrsta liluta kosningabai'- áttunnar í sjónvarpinu, flokka- kynningunni, lokið. Kynningar- þættirnir sex voru nokkuð ólíkir, allt frá væmnum þætti sjálfstæðis manna upp í skemmtiþátt Fram- boðsflokksins. Skoðanir manna á þessum kynn ingarþáttum eru vafalaust mjög misjafnar, og hver dæmir fyrir sig. Þátturinn um Framboðsflokk- inn var að sjálfsögðu mesta grín- ið, þótt sumir hafi reyndar litið á auglýsingaskrum og tannbursta bros sjálfstæðismanna sem grín. O-listamenn voru með gagnrýni á alla flokkana. en þó lang mest á íhaldsmenn. Er auðheyrt, að menn hafa yfirleitt skemmt sér vel við grínþátt O-listans. Annars voru l'lestir þættirnir málefnalegir, og var rætt um þau þjóðmál, sem efst eru á baugi um þessar rnundir — landhelgis- málið, byggðaþróunarmál, efna- hagsmálin og hrollvekjuna, sem blasir við 1. september, velferðar málin og þar þá sérstaklega elli- lífeyrinn og mörg önnur mál. í hinni málefnalegu umræðu stóðu hinir ungu frambjóðendur í baráttusætum Framsóknarflokks- ins sig einna bezt, en ýmsir aðrir komu einnig vel fyrir. GÓÐIR DAGSKRÁRLIÐIR Annars hafa ýmsir góðir liðir verið á dagskrá sjónvarpsins að undanförnu. Má þar t. d. nefna sænska sjón varpsleikritið á sunnudagskvöldið — Hún kallaði mig djöfuls morð ingja. Þetta leikrit fjallaði um vörubílstjóra, sem varð fyrir því að aka á ungan dreng á reiðhjóli og verða honum að bana. Þótt hann væri reyndar í fullurn rétti lagalega séð, og sýknaður af öllum ákærum, þá hafði þetta mjög sterk áhrif á bílstjórann, og lýsti mynd in því vel og sannfærandi. Fræðslumynd norska sjónvarps ins um Japan, sem sýnd var síðar á sunnudagskvöldið, var einnig ágæt og skemmtileg á að horfa. Á sunnudagskvöldið var einnig þátturinn „Dansar frá ýmsum löndum“, þar sem nemendur og kennarar í fjórum dansskólum sýndu marga dansa. Þessir dans- ar voru yfirleitt mjög sfeemmti- lega útfærðir og þátturinn í heiid mjög skemmtilegur og fjölbreyti- legur. SKEMMTILEGUR VIÐTALS- ÞÁTTUR. Á mánudagskvöldið var dagskrá sjónvarpsins óvenju skemmtileg. Þátturinn Kona er nefnd var á dagskrá fyrst eftir fréttir og ræddi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.