Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						14 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR
Í
slenska ríkið hefur selt eignir
fyrir tæplega fimmtíu milljarða
króna á kjörtímabilinu. Bróður-
parturinn af þeirri upphæð kemur
til vegna sölu fjármálastofnana.
Sala Landssímans, sem átti að
skila ríkissjóði fjörutíu milljörð-
um króna, mistókst og skilaði
rúmum milljarði í ríkiskassann.
Ekkert kjörtímabil kemst í hálf-
kvisti við líðandi tímabil hvað
varðar sölu eigna ríkissjóðs.
Kjölfestufjárfestar og aðrir 
Salan á Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, FBA, á seinni hluta
ársins 1999 hafði miklar afleiðing-
ar fyrir framhald sölu fjármála-
stofnana. Yfirlýst stefna ríkis-
stjórnarinnar hafði verið að selja
fjármálastofnanir í dreifða eigu.
Eftir söluna eignaðist hópur fjár-
festa sem kallaður var Orca-hóp-
urinn ríkjandi hlut í bankanum.
Hópurinn samanstóð af þekktum
kaupsýslumönnum: Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni, Þorsteini Má Bald-
vinssyni, Jóni Ólafssyni og Eyjólfi
Sveinssyni.
Davíð Oddsson var afar ósáttur
við þessa hópamyndun og margir
eru þeirrar skoðunar að afstaða
hans hafi haft veruleg áhrif á
framhald einkavæðingar. Sakaði
hann hópinn um að hafa eyðilagt
áform ríkisstjórnarinnar um
dreifða eignaraðild að bankanum.
Davíð hafði lýst skoðunum sínum
um dreifða eignaraðild að bönk-
um í Morgunblaðsviðtali. Þar
sagði hann að koma yrði í veg fyr-
ir að aðilar í viðskiptalífinu næðu
of sterkum tökum á bönkum,
þannig að önnur sjónarmið en arð-
semissjónarmið lægju til grund-
vallar í rekstri þeirra.
Rætt hafði verið um kjölfestu-
fjárfesta og dreifða eignaraðild í
fjármálastofnunum um nokkurt
skeið. Þvert á væntingar flestra
sýndi erlendur banki íslenskum
banka áhuga. Skandinaviska En-
skilda Banken í Svíþjóð ræddi við
ríkið um kaup á kjölfestuhlut í
Landsbankanum árið 1998. Ríkis-
stjórnin útilokaði ekki þann
möguleika að erlendar fjármála-
stofnanir eignuðust kjölfestuhlut
í bönkunum. Þó var ljóst að dreifð
sala var ofar á vinsældalistanum.
Áformin um sölu FBA urðu meðal
annars til þess að ekki var farið í
frekari viðræður við SEB. Sænski
bankinn átti þó síðar eftir að koma
við sögu einkavæðingar bankanna
með óbeinum hætti.
Vel heppnuð sala
Sala viðskiptabankanna,
Landsbanka og Búnaðarbanka,
fór ágætlega af stað. Í árslok 1999
voru 15% hlutafjár beggja ríkis-
bankanna seld fyrir um 5,5 millj-
arða króna. Útboðinu var skipt í
tilboðshluta og kennitölusölu til
almennings. Mikill áhugi var á út-
boðinu. Um 25 þúsund manns
skráðu sig fyrir bréfum í Búnað-
arbanka og um 30 þúsund fyrir
bréfum í Landsbankanum. Hreinn
Loftsson, þáverandi formaður
einkavæðingarnefndar, var afar
ánægður með áhugann á hluta-
bréfum í ríkisbönkunum. Ári síð-
ar beindi ríkisstjórnin því til
bankaráða beggja bankanna að
hefja viðræður um samruna bank-
anna. Metinn var kostnaður við
sameininguna og ávinningur af
henni. Kostnaður var metinn um
1,2 milljarður króna, en árlegur
ávinningur af sameiningu var tal-
inn um einn milljarður króna.
Landssíminn tafði
Skref í einkavæðingu bank-
anna voru ekki stigin í bráð. Þess
í stað beindu ríkisstjórnin og
einkavæðingarnefnd sjónum sín-
um að Landssímanum. Sala
Landssímans mistókst gjörsam-
lega. Markaðsaðstæður breyttust
líka hratt. Eftir misheppnaða til-
raun til þess að selja Landssímann
fóru menn að ókyrrast varðandi
sölu bankanna. 
Í ársbyrjun 2002 hafði banka-
ráð Búnaðarbankans frumkvæði
að því að setja saman hóp fjár-
festa til þess að kaupa bankann.
Vilji var til þess innan bankans að
búa til hóp sem víðtæk sátt gæti
verið um. Lykilmaður innan hóps-
ins var Björgólfur Guðmundsson.
Auk þess voru lífeyrissjóðir og
aðrir sterkir viðskiptamenn bank-
ans. Magnús Gunnarsson, formað-
ur bankaráðs Búnaðarbankans,
hefur góð tengsl inn í lífeyrissjóð-
ina auk þess að njóta trausts víða
í viðskiptalífinu. Þess var vand-
lega gætt að hópurinn hefði ekki á
sér einlitt pólitískt yfirbragð.
Töldu menn að samstaða gæti
náðst milli stjórnarflokkanna um
hópinn. Þá töldu menn einnig að
stjórnarandstaðan og verkalýðs-
hreyfingin yrðu ekki mótfallin
þessum hópi. Björgólfur Guð-
mundsson lagði á það ríka áherslu
að pólitík yrði haldið fyrir utan
þetta tilboð. Eftir að bankaráðið
hafði ýtt hópnum úr vör hafði það
ekki frekari afskipti af gangi
mála. Hópurinn vildi að hlutirnir
gerðust hratt og strax yrði látið
reyna á það hvort vilji væri fyrir
hendi hjá stjórnvöldum til að selja
hópnum bankann. Davíð Oddsson
forsætisráðherra var ekki tilbú-
inn til að selja hópnum bankann
en framsóknarmenn tóku ekki illa
í þessa hugmynd. 
Ný tilboð
HSBC-bankinn í London hafði
haft umboð ríkisins til að leita er-
lends kjölfestufjárfestis til að
kaupa í Landsbankanum frá því í
júní 2001. Enginn sýnilegur árang-
ur var af þeirri leit. Ríkisstjórnin
ákvað að selja 20% hlut í Lands-
bankanum í gegnum viðskiptanet
Kauphallar Íslands. Sú sala heppn-
aðist vel og seldust bréfin upp á ör-
skömmum tíma.
Björgólfur Guðmundsson,
Björgólfur Thor Björgólfsson og
Magnús Þorsteinsson sendu einka-
væðingarnefnd bréf þar sem þeir
lýstu vilja sínum til þess að ganga
til viðræðna um kaup á kjölfestu-
hlut í Landsbankanum. Hópurinn
var nafnlaus á þessum tíma, en
fékk síðar nafnið Samson ehf. Rík-
isstjórnin svaraði með því að aug-
lýsa til sölu kjölfestuhluti í báðum
ríkisbönkunum. Rökin voru þau að
selja ekki ríkisfyrirtæki nema að
allir sætu við sama borð við að
bjóða í þau. 
Ákveðin áhætta var tekin með
því að fara í slíkt ferli. Hættan var
sú að Samson myndi einfaldlega
missa áhugann. Í þeirra herbúðum
mátti greina í ferlinu pirring á
hægagangi og efasemdir um það
að þeir hefðu keypt bankann ef
þeir hefðu gert sér grein fyrir
hversu langan tíma söluferlið
tæki. Hagnaður þeirra af sölu
drykkjaverksmiðjunnar Bravo í
Pétursborg, sem seld var á 40
milljarða, var ávísun á margvísleg
fjárfestingartækifæri önnur en að
kaupa íslenskan ríkisbanka.
Persónur og leikendur
Meðal þeirra sem svöruðu aug-
lýsingunni voru Samson og S-hóp-
urinn svokallaði, sem í voru á þeim
tíma Eignarhaldsfélagið Andvaka,
Eignarhaldsfélagið Samvinnu-
tryggingar, Fiskiðjan Skagfirðing-
ur hf., Kaupfélag Skagfirðinga
svf., Ker hf., Samskip hf. og Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn. Allt fyrir-
tæki sem tengjast Samvinnuhreyf-
ingunni og Framsóknarflokknum.
Aðrir sem vildu kaupa voru fjár-
festingarfélagið Kaldbakur, sem
er sprottið úr KEA og Samherji á
stóran hlut í, Íslandsbanki og Þórð-
ur Magnússon, kenndur við fjár-
festingarfélagið Gildingu. Gilding
fór flatt á niðursveiflu hlutabréfa-
markaðar og rann inn í Búnaðar-
Fimmtíu milljarða 
einkavæðing
Á ýmsu hefur gengið við sölu ríkiseigna á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir misheppnaða sölutilraun Landssímans hefur ríkið aldrei selt jafn 
mikið af eignum á einu kjörtímabili. 35 milljarða sala ríkisins á bönkunum var tafsöm og langt því frá vandræðalaus.
SÖLU LOKIÐ
Einkavæðingarferli kjörtímabilsins lauk þegar kjölfestuhluti Búnaðarbankans var seldur. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Ólafur Ólafsson,
forstjóri Samskipa, lýstu ánægju með hversu vel gekk á lokaspretti sölunnar. Söluferlið tók rúmt hálft ár.
ÓSÁTTUR
VIÐ VINNU-
BRÖGÐIN
Steingrímur Ari
Arason sagði
sig úr einka-
væðingar-
nefnd. Hann
sagði skýrslu
Ríkisendur-
skoðunar ekki
segja alla sög-
una um þau
vinnubrögð
sem hann for-
dæmdi.
T
veir nefndarmenn í fram-
kvæmdanefnd um einkavæð-
ingu sögðu af sér á tímabilinu. Af-
sögn þeirra var langt því frá létt-
bær fyrir forystu Sjálfstæðis-
flokksins. Hreinn Loftsson var að-
stoðarmaður Davíðs Oddssonar
fyrsta ár hans í forsætisráðuneyt-
inu. Steingrímur Ari Arason
gegndi trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn um árabil og var aðstoð-
armaður fjármálaráðherra. 
Hreinn sagði af sér eftir um-
ræður á þingi um Baug. Hann
taldi sér ókleift að sitja áfram eft-
ir orð forsætisráðherra á þingi
um fyrirtæki sem misnota mark-
aðsráðandi stöðu. Hreinn sat sem
stjórnarformaður Baugs og for-
maður einkavæðingarnefndar. 
Steingrímur Ari Arason sagði
af sér í kjölfar ákvörðunar um að
ganga til viðræðna við Samson um
kaup á Landsbankanum. ?Ég hef
aldrei kynnst öðrum eins vinnu-
brögðum,? sagði Steingrímur Ari
um ástæður afsagnar sinnar. Eftir
skýrslu Ríkisendurskoðunar ít-
rekaði Steingrímur Ari afstöðu
sína og sagði skýrsluna ekki segja
alla söguna. ?
GAMLIR FÉLAGAR
Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson voru
gamlir samstarfsmenn og félagar. Hreinn
gat ekki setið undir orðum Davíðs.
Einkavæðingarnefnd:
Missti
tvo fyrir borð
STÆRSTU EINKAVÆÐINGAR 
RÍKISINS FRÁ 1999 TIL 2003
verð í milljónum króna
1999 FBA 9.710
1999 Áburðarverksmiðjan1.257
2001 Landssíminn 1.087
1999-2002 Landsbankinn 20.319
1999-2003 Búnaðarbankinn 14.134
Samtals: 46.507
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/VI
LH
ELM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48