Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						15LAUGARDAGUR  25. janúar 2003

bankann. Eignuðust eigendur Gild-

ingar við það hlut í Búnaðarbank-

anum.

Þegar Gilding sameinaðist

Búnaðarbankanum höfðu eignir

félagsins hrapað í verði auk þess

sem þróun krónunnar hafði verið

því óhagstæð. Verð eignanna tók

að rísa á ný eftir sameininguna og

Búnaðarbankinn hagnaðist geysi-

lega á þessari sameiningu. Vegna

efasemda forsætisráðherra um

viðskiptin urðu tafir sem að mati

sérfróðra rýrðu gróðann af við-

skiptunum um tugi milljóna

króna.

Gildingarhópurinn þótti ekki

sannfærandi og Íslandsbanka var

ýtt út af borðinu af samkeppnis-

ástæðum. Bankinn er töluvert

stærri en bæði Landsbanki og

Búnaðarbanki.

Þá voru eftir Samson, S-hópur-

inn og Kaldbakur. Flestir töldu að

þegar hefði verið ákveðið að Sam-

son keypti Landsbankann og S-

hópurinn Búnaðarbankann. Sú

varð niðurstaðan, hvort sem kenn-

ingarnar voru réttar eða rangar.

Óskýrt ferli

Snemma í ferlinu mátti skilja

það á bjóðendum, þótt þeir bæru

það ekki á torg, að söluferlið væri

óskýrt. Kaupendur fengu ekki

skýrar upplýsingar um hversu

stór hluti væri til sölu. Þetta kom

sér sérlega illa fyrir Kaldbak.

Kaldbakur var í samstarfi við

SEB-bankann í Svíþjóð, sem var

tilbúinn til beinnar þátttöku í

kaupunum. Það var þó háð því að

til sölu væri meira en þriðjungur í

bankanum. Í auglýsingu var talað

um að minnsta kosti 25% hlut. Illa

gekk að fá fram nánari vilja yfir-

valda í þeim efnum. Fjórir þættir

voru lagðir til grundvallar vals á

kaupendum: fjármögnun, verð,

framtíðarsýn og loks geta og

reynsla kjölfestufjárfestis til að

takast á við verkefnið. Sérfræð-

ingar á fjármálamarkaði töldu

mistök að blanda verðinu inn í út-

boðið á þessu stigi málsins. 

Björgólfur Thor var ekki sátt-

ur við vinnubrögðin og taldi

einkavæðingarferlið hér mun

óskýrara en í Búlgaríu, þar sem

þeir félagar höfðu tekið þátt í

slíku ferli. Þeir félagar í Samsoni

voru líka allt annað en sáttir með

sölu Landsbankans á helmings

hlut sínum í Vátryggingafélagi Ís-

lands í miðju söluferlinu. Kaup S-

hópsins á VÍS spruttu af tog-

streitu milli S-hópsins og Lands-

bankans. S-hópurinn hafði betur í

þeirri viðureign og krafðist þess

að kaupa hlut Landsbankans í VÍS.

Salan var óheppileg í miðju sölu-

ferli Landsbankans, enda eðlilegt

að nýir eigendur vildu hafa eitt-

hvað um eignasamsetningu bank-

ans til framtíðar.

Kaldbakur bauð best

Einkavæðingarnefnd gaf ekki

upp verðið sem boðið var í Lands-

bankann. Kaldbakur bauð hæst

4,16 krónur á hlut. S-hópurinn

bauð 4,12 og Samson bauð 3,9.

Bjóðendur voru búnir að vinna

heimavinnuna sína. Þeir gerðu

ráð fyrir að ná mætti niður verð-

inu. Tiltekt væri styttra á veg

komin í eigna- og kröfusafni

Landsbankans en í Búnaðarbank-

anum. Gengið var til viðræðna við

Samson. Kaldbaksmenn höfðu það

sterkt á tilfinningunni að allt væri

gert til að útiloka þá frá kaupun-

um. Fleiri höfðu þá tilfinningu.

Steingrímur Ari Arason, sem set-

ið hafði í einkavæðingarnefndinni

frá 1991, sagði sig úr henni með

þeim orðum að hann hefði aldrei

kynnst öðrum eins vinnubrögð-

um. Hann fór fram á það að óhlut-

drægur aðili færi í saumana á

vinnubrögðunum.

Forsætisráðuneytið fól Ríkis-

endurskoðun að fara yfir málið.

Ríkisendurskoðun tók undir

margt af gagnrýnisatriðum Stein-

gríms Ara. Hún taldi þó að reglur

hefðu ekki verið brotnar. Það sem

gagnrýniverðast væri lyti að póli-

tískum ákvörðunum. Yfir þeim

hefði Ríkisendurskoðun ekkert að

segja. Efnislega breyttist skýrsla

Ríkisendurskoðunar ekki mikið

frá fyrstu drögum, en lokaútkom-

an verður að teljast mildari en leit

út fyrir á tímabili. Deilur urðu í

ráðherranefnd um einkavæðingu.

Sjálfstæðismenn vildu ganga frá

sölu Landsbankans áður en

skýrsla Ríkisendurskoðunar yrði

birt. Framsóknarmenn höfnuðu

því. Frétt Fréttablaðsins af ráð-

herrafundinum varð tilefni yfir-

lýsingar Samsonar um að of mikil

vinna væri eftir til þess að hægt

væri að ganga frá samkomulagi

um sölu bankans áður en skýrslan

kæmi út. Skammur tími leið frá

útkomu skýrslu til þess að samn-

ingar með fyrirvara um áreiðan-

leikakönnun voru undirritaðir.

Ekkert bendir til annars en að

auðvelt hefði verið að flýta samn-

ingum og seinka skýrslu.

Hrókering í framsóknarskák

S-hópurinn var í ferlinu eins og

lífrænn klasi sem tók stöðugum

breytingum. Meginástæður þess

voru annars vegar samsetning

hópsins út frá fjárhagslegum for-

sendum til þess að eiga fyrir

bankanum og hins vegar valdatafl

innan hópsins. Þar tókust á Ólafur

Ólafsson, forstjóri Samskipa, sem

var í forystu í bankakaupunum,

og Þórólfur Gíslason, kaupfélags-

stjóri Kaupfélags Skagfirðinga,

sem fór fyrir fjárfestingarfélag-

inu Hesteyri. Það fyrirtæki hafði

eignast stóran hlut í Keri, sem var

kjölfestan í tilboðinu í Búnaðar-

bankann. Þórólfur er frændi Dav-

íðs Oddssonar og naut velþóknun-

ar hans. Um tíma leit út fyrir að

Þórólfur væri að hafa Ólaf undir í

baráttunni.

Fjárfestar tengdir Gildingu

sátu ekki auðum höndum. Yfir-

stjórn Búnaðarbankans hafði ekki

gefið upp alla von um að hafa

áhrif á hverjir eignuðust bank-

ann. Í sameiningu sáu menn til

þess að einstaklingar tengdir

Gildingu höfðu komist yfir fjórð-

ungs hlut í bankanum. Þar með

var einnig ljóst að S-hópurinn

þyrfti að kaupa yfir 40% í bankan-

um eða eiga það á hættu ella að

Gilding næði yfirhöndinni í bank-

anum.

Ólafur lék síðust leiki valda-

skákarinnar af mikilli hug-

kvæmni. Lending náðist með því

að Jón Helgi Guðmundsson

kenndur við BYKO og einn Gild-

ingarmanna keypti hlut Hesteyr-

ar í Keri og Hesteyri fékk hlut í

VÍS á móti. Þar með voru nokkrar

flugur slegnar í einu höggi.

Þórólfur fékk völdin í VÍS og fjár-

sterkasti fjárfestir Gildingar var

tekinn með í hópinn og kom með

þrjá milljarða í púkkið.

Erlend fjármögnun

S-hópurinn bauð betur í Bún-

aðarbankann en Kaldbakur. Kald-

baksmenn voru þá búnir að gefa

upp alla von um að þeir ættu

möguleika. Töldu þeir að ástæð-

an væri sú að Þorsteinn Már

Baldvinsson, forstjóri Samherja,

væri utan náðar forsætisráð-

herra vegna þátttöku í kaupum

Orca-hópsins á FBA. Einn stærsti

banki Evrópu, franski bankinn

Société Générale, hugðist taka

beinan þátt í kaupunum. Frétta-

blaðið hafði áreiðanlegar heim-

ildir fyrir því að bankinn ætlaði

að fjárfesta í Búnaðarbankanum

fyrir þrjá milljarða. Útibú

Société Générale í Frankfurt var

ráðgjafi S-hópsins og fékk 300

milljónir í sinn hlut fyrir viðvik-

ið.

Michael Sautter, fulltrúi bank-

ans, staðfesti við Fréttablaðið að

hreinar viðskiptalegar ástæður

hefði ekki legið að baki því að

Société Générale hætti við beina

þátttöku í kaupunum. Ástæðurn-

ar voru samkvæmt heimildum

einkum þrjár. Bankinn varð und-

ir í baráttu um bankann Crédit

Lyonnais. Það þótti því ímyndar-

lega veikt að tapa þeim slag og

kaupa banka á litla Íslandi á

sama tíma. Grein Euromoney um

Samson og fortíð meðlima þess

hóps dró augu evrópskra fjár-

málamanna að landinu. Menn

vildu ekki lenda í því kastljósi. Þá

bættist við að stjórnendum

Société Générale þótti of mikil

pólitík í íslensku viðskiptalífi.

Bankinn útvegaði því þýska

einkabankann Hauck &

Aufhäuser, sem tók við keflinu.

Sætasta stelpan í bænum

Hvað sem mönnum kann að

finnast um söluferlið og nýja eig-

endur bankanna er ljóst að fróð-

legt verður að fylgjast með næstu

skrefum í þróun fjármálakerfis-

ins. Bankarnir eru lausir úr viðj-

um ríkisins. Því ætti að fylgja ein-

dregnari arðsemiskrafa og skil-

virkari ákvarðanir teknar á for-

sendum viðskipta. Íslenskt banka-

kerfi er dýrt. Smæð þess er óhag-

kvæm og viðskiptavinir greiða

fyrir með meiri vaxtamun. Nýir

eigendur munu leita leiða til að

hagræða og hámarka arðinn af

fjárfestingu sinni. Eigendurnir

eru bundnir af því að eiga að

minnsta kosti þriðjung í bönkun-

um til næstu tuttugu mánaða. 

Ýmsar vangaveltur eru um

framhaldið. Margir telja að Kaup-

þing sé ákjósanlegur kostur til

sameiningar við annan hvorn ríkis-

bankanna. ?Sætasta stelpan í bæn-

um? er Kaupþing kallað meðal gár-

unga í fjármálaheiminum. Sögu-

sagnir hafa verið á kreiki um að

samkomulag liggi fyrir um að

Kaupþing kaupi hlut bankans að

þessum tíma liðnum. Fulltrúi

þýska bankans, Peter Gatti, neitaði

því að aðrir stæðu á bak við kaup-

in. Eitt er víst að nýir eigendur rík-

isbankanna munu ekki sitja auðum

höndum. Hagræðingarferli sem

S-HÓPURINN

Geir Magnússon,

forstjóri Kers, Ósk-

ar Gunnarsson,

varaformaður

stjórnar VÍS, Krist-

ján Loftsson,

stjórnarmaður í

Keri, og Finnur

Ingólfsson, for-

stjóri VÍS. Miklar

hrókeringar voru í

S-hópnum áður

en endanleg

mynd hans keypti

í Búnaðarbankan-

um.

SAMSON KAUPIR

Frumkvæði Magnúsar Þorsteinssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar varð til þess að skriður komst 

á einkavæðingu bankanna. 

MISTÓKST

Eigendur Lands-

símans skelltu

skollaeyrum við

öllum ábending-

um um verð fyrir-

tækisins. Niður-

staðan varð sú

að markaðurinn

hafnaði sölunni.

E

inkavæðing Landssímans átti

að skila ríkinu um fjörutíu

milljörðum. Sala þessa ágæta fyr-

irtækis mistókst gjörsamlega.

Þegar upp var staðið höfðu selst

hlutir fyrir rúman einn milljarð

króna. Gengið, sem ákveðið var

5,75, þótti of hátt. Búnaðarbank-

inn sá um söluna. Seljandi reyndi

að fá verðið lækkað. Yfirvöld af-

tóku það með öllu. Niðurstaðan

varð sú að áhugi á útboðinu varð

enginn.

Sama gilti um tilraunir til þess

að fá að kjölfestufjárfesti.

Ósveigjanleiki varðandi verð

gerði það að verkum að hvorki

gekk né rak. Verð sambærilegra

fyrirtækja fór hratt lækkandi á

mörkuðum. Hryðjuverkin 11.

september höfðu einnig slæm

áhrif á markaði víða um heim.

Gagnrýnt var að seljandi tæki

ekkert tillit til breyttra aðstæðna.

Einnig voru margir þeirrar skoð-

unar að fyrst hefði átt að leita til

kjölfestufjárfestis og fá þannig

verðmiða á vöruna. Ávöxtun

þeirra sem keyptu hlutabréf í

Landssímanum er svipuð og ef

þeir hefðu stungið peningunum

undir koddann sinn. ?

Fulltrúi þýska 

bankans, Peter 

Gatti, neitaði því að

aðrir stæðu á bak við kaup-

in. Eitt er víst, að nýir eig-

endur ríkisbankanna munu

ekki sitja auðum höndum. 

,,

Einn milljarður í stað fjörutíu:

Misheppnuð sala 

Landssímans

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48