Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablağiğ

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Fréttablağiğ

						Veistu
svarið?
6 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR
1
Skipstjóri Bjarma BA frá Tálknafirði
hefur verið ákærður fyrir að fleygja
fiski aftur í sjóinn í nóvember 2001. Hvað
heitir skipstjórinn?
2
Samingaviðræður um ríkjabandalag
tveggja þjóða á eynni Kýpur eru farn-
ar út um þúfur. Hvaða tvær þjóðir fara
með yfirráðin á eynni? 
3
Sigurjón Kjartansson og Gunnar
Hjálmarsson eru umsjónarmenn nýs
morgunþáttar sem farinn er í loftið á
gamla X-inu 97,7. Hvað heitir þátturinn? 
Svörin eru á bls. 22
MALTA Þó að innganga Möltu í Evr-
ópusambandið hafi hlotið fylgi
meirihluta landsmanna í þjóðar-
atkvæðagreiðslu
nú á dögunum ríkir
enn talsverð óvissa
um framhald mála.
Ljóst þykir að ekki
er einhugur um
málið meðal þjóð-
arinnar og hefur
þegar verið boðað
til þingkosninga
þar sem það mun
endanlega ráðast
hvort aðild landsins að samband-
inu verður að veruleika. 
Þjóðarflokkurinn, sem nú er
við völd, hefur barist ákaft fyrir
aðild Möltu að Evrópusambandið
og unnið markvisst að því að fá
þjóðina á sitt band. Verkamanna-
flokkurinn, sem er í stjórnarand-
stöðu, hefur aftur á móti lagst al-
farið gegn inngöngu landsins í
sambandið, einkum á þeim for-
sendum að hún muni leiða af sér
atvinnuleysi í landinu og yfir-
drottnun stærstu aðildarríkj-
anna, að því er fram kemur á
fréttavef BBC. 
En raddir fylgismanna aðild-
ar eru ekki síður háværar. Á
meðal röksemda þeirra er sú
aukna landkynning sem líklegt
er að fylgi aðild að Evrópusam-
bandinu og jafnframt sú hag-
ræðing sem upptaka evrunnar
mun hafa í för með sér fyrir
ferðaþjónustu í landinu. Ferða-
þjónusta er einhver mikilvæg-
asta atvinnugrein landsins og
gefur hún af sér stóran hluta
gjaldeyristekna þjóðarinnar. Það
kemur því varla á óvart að með-
al helstu stuðningsmanna aðild-
ar eru hóteleigendur og veit-
ingamenn.
Íbúar Möltu eru aðeins um
380.000 talsins og því liggur fyr-
ir að þjóðin verður sú langfá-
mennasta í Evrópusambandinu
ef inngangan verður að veru-
leika. Þetta hafa verið einhver
helstu rök fylgismanna jafnt
sem andstæðinga aðildar. Leið-
togi Verkamannaflokksins telur
víst að minni aðildarríkin verði
tilneydd til þess að hanga í
jakkalafi stærstu ríkjanna. Enn
fremur óttast hann að straumur
ódýrs vinnuafls frá Austur-Evr-
ópu muni hafa í för með sér al-
varlegar afleiðingar fyrir vinnu-
markaðinn í landinu. Hann telur
því vænlegri kost að Malta verði
eins konar ?Sviss Miðjarðar-
hafsins?, með frjáls og óháð við-
skiptatengsl við lönd Evrópu-
sambandsins jafnt sem Norður-
Afríku.
Á hinn bóginn er öllum ljóst
að Malta er talsvert fámennara
og fátækara land en Sviss og því
erfitt að þurfa að sjá á bak fjár-
hagslegri aðstoð upp á tugi millj-
arða króna frá Evrópusamband-
inu. ?
SIGURVISSIR
Stuðningsmenn aðildar Möltu að Evrópusambandinu fögnuðu ákaft þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Enn á þó mikið
vatn eftir að renna til sjávar áður en sigurinn er í höfn. Boðað hefur verið til þingkosninga í apríl þar sem tekist verður á um málið á ný.
Atvinnuleysi eða
auknar tekjur?
Enn ríkir talsverð óvissa um inngöngu Möltu í Evrópusambandið.
Stjórnmálaflokkar keppast um að koma sjónarmiðum sínum á framfæri
og færa rök fyrir afstöðu sinni í von um að vinna þjóðina á sitt band.
?
Leiðtogi Verka-
mannaflokksins
telur víst að
minni aðildar-
ríkin verði til-
neydd til þess
að hanga í
jakkalafi
stærstu ríkj-
anna.
Mörkinni 6 ? Sími: 588-2061 ? sala@bodeind.is
Kr. 134.900,-
BOÐEIND
www.bodeind.is
Vanda?ur og hljó?látur turnkassi frá Antec. Asus mó?urbor?
me? öllu flví n?jasta sem flarf í leikina og skólaverkefnin!
AMD-XP-2400 MHz örgjörvi
256Mb DDR minni
60Gb har?ur diskur
DVD geisladrif
Flottur 17? ViewSonic skjár
Grí?arlega öflugt
skjákort: Asus V9180
AGP8X, DDR 64MB,
Geforce4, VGA, DVI,
2nd VGA og Video út
Microsoft XP Home
st?rikerfi
AMD-XP-2400MHz
á
r
a
áb
yrg
ð
SHS 2911-2003
TRÚMÁL Ásatrúarsöfnuðurinn hef-
ur lýst yfir stuðningi við Fríkirkj-
una og prest hennar í baráttunni
við þjóðkirkjuna um fermingar-
börn og aðra mismunun sem
frjáls trúfélög telja sig búa við:
?Við höfum sömu hagsmuna að
gæta og Fríkirkjan og því styðjum
við hana,? segir Lára Jóna Þor-
steinsdóttir, lögsögumaður Ása-
trúarsafnaðarins. ?Þá munum við
leita eftir samstarfi við Fríkirkj-
una og aðra í baráttunni fyrir að-
skilnaði ríkis og kirkju en aðgerð-
ir í þá veruna eru í undirbúningi,?
segir lögsögumaðurinn.
Fríkirkjupresturinn hefur sem
kunnugt er staðið í deilum við
ýmsa presta þjóðkirkjunnar
vegna fermingarbarna en Frí-
kirkjupresturinn fermir börn
ókeypis. Staðhæfði hann úr
predikunarstóli að prestar þjóð-
kirkjunnar reyndu að véla til sín
fermingarbörn utan þjóðkirkj-
unnar í sínar raðir í ferm-
ingarundirbúningi.
?Við verðum að stíga varlega
til jarðar í þessum málum og öðr-
um. Þjóðkirkjan hefur yfirburða-
stöðu á við önnur trúfélög og
verður að meta öll ágreiningsmál
í því ljósi,? segir Kristján Valur
Ingólfsson á Biskupsstofu. ?
LÁRA JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR LÖGSÖGUMAÐUR
Hagsmunir ásatrúarmanna og Fríkirkjunnar fara saman.
Frjáls trúfélög og þjóðkirkjan:
Ásatrúarmenn styðja Fríkirkjuna
AÐALFUNDUR Breytingar urðu á
stjórn Flugleiða á aðalfundi fé-
lagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson
og Einar Þór Sverrisson settust í
stjórn fyrir hönd fjárfestingarfé-
lagsins Gaums, sem er í eigu Bón-
usfjölskyldunnar. Úr stjórninni
fóru Birgir Rafn Jónsson og
Haukur Alfreðsson. Mikill við-
snúningur hefur orðið á rekstri
Flugleiða og skilaði félagið góðum
hagnaði síðasta ár. 
Sigurður Helgason, forstjóri
félagsins, hefur um nokkurra ára
skeið verið með árangurstengdan
launasamning. Góð afkoma nú
skilar honum aukagreiðslu í
fyrsta sinn. Árslaun hans eru 18,7
milljónir. Við það bætast 3,8 millj-
ónir í kaupauka í ár. Lykilstarfs-
menn fyrirtækisins hafa einnig
gert kaupréttarsamninga á hluta-
fé í fyrirtækinu á genginu 1,8.
Gengi Flugleiða var um og undir
genginu 2 á þeim tíma sem samn-
ingarnir voru gerðir. Gengi bréfa
félagsins er nú þrefalt hærra.
Kaupréttur forstjóra nemur 13
milljónum að nafnverði. Miðað
við sölu nú myndi forstjórinn
hagnast um 45 milljónir. Sam-
kvæmt samningi verður hann að
eiga bréfin í tvö ár.
Á aðalfundinum kom fram að
vænta megi sviptinga í rekstri fé-
lagsins vegna yfirvofandi stríðs-
átaka í Írak. ?
GÓÐUR VÖXTUR
Undir stjórn Sigurðar Helgasonar hefur
orðið mikill rekstrarbati hjá Flugleiðum.
Sigurður uppsker nú kaupauka og hækk-
andi gengi hlutabréfa sinna í félaginu.
Gott ár að baki hjá Flugleiðum:
Fulltrúar Gaums setjast í stjórn
Atvinnuleysi:
Í jafnvægi
ATVINNA Rúmlega 4.000 manns eru
nú á skrá hjá Vinnumiðlun höfuð-
borgarsvæðisins:
?Það má líta svo á að það sé
jafnvægi í atvinnuleysinu. Miðað
við síðustu mánuði lítum við á það
sem góðar fréttir,? segir Hugrún
Jóhannesdóttir, framkvæmda-
stjóri Vinnumiðlunar. ?Atvinnu-
leysið jókst og jókst en nú er lát á.
Við erum bara bjartsýn.? ?
HERSHÖFÐINGI
Noer Muis hershöfðingi var yfirmaður
indónesískra hersveita í Austur-Tímor þeg-
ar landið hlaut sjálfstæði árið 1999.
.
Mannréttindabrot í Aust-
ur-Tímor:
Hershöfð-
ingi dæmdur
INDÓNESÍA, AP Fyrrum yfirmaður í
indónesíska hernum hefur verið
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
að stöðva ekki árásir á óbreytta
borgara í Austur-Tímor árið 1999.
Noer Muis er hæst settur af þeim
átján indónesísku ráðamönnum
og hermönnum sem færðir hafa
verið fyrir dóm vegna þátttöku
sinnar í blóðugum átökum sem
brutust út í Austur-Tímor um það
leyti sem landið hlaut sjálfstæði
frá Indónesíu.
Komið hefur verið á fót sér-
stökum mannréttindadómstól í
Jakarta til þess að rétta yfir
Indónesunum. Hefur dómstóllinn
nú þegar sýknað tólf hinna
ákærðu en fjórir hafa verið
fundnir sekir og dæmdir í þriggja
til tíu ára fangelsi. ?
Þrjú börn í Texas:
Myrt og 
limlest
TEXAS, AP Mikinn óhug setti að íbú-
um Brownsville í Texas þegar lim-
lest lík þriggja ungra barna fund-
ust í lítilli íbúð í bænum. Yngsta
barnið, sem var eins árs gamall
drengur, fannst liggjandi í rúmi
og hafði höfuð hans verið skorið
af. Lík hinna barnanna tveggja
lágu í plastpokum á gólfinu.
Foreldrar barnanna hafa verið
færðir til yfirheyrslu en rannsókn
málsins er enn á byrjunarstigi.
Nákvæm dánarorsök liggur ekki
fyrir að svo stöddu. Þá er enn sem
komið er óljóst hvort börnin voru
myrt í íbúðinni eða líkin flutt
þangað síðar. ?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77.28 0.38% 
Sterlingspund 124.63 1.10% 
Dönsk króna 11.48 0.12% 
Evra 85.22 0.14%
Gengisvístala krónu 122,05 0,13%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 388
Velta 9.934 m
ICEX-15 1.382 0,0%
Mestu viðskipti
Fjárfestingarfé. Straumur hf. 324.497.637 
Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 229.720.672 
Samherji hf. 75.573.251 
Mesta hækkun
Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 11,54% 
Eimskipafélag Íslands hf. 2,52% 
Íslandsbanki hf. 0,99%
Mesta lækkun
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -9,09% 
ACO-Tæknival hf. -5,00% 
Flugleiðir hf. -3,57%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7440,6 -1,1% 
Nasdaq*: 1257,9 -1,1% 
FTSE: 3287,0 -4,8% 
DAX: 2202,3 -4,5% 
Nikkei: 7943,0 1,0% 
S&P*: 790,7 -1,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Breytingar hjá 
Kaupþingi:
Sigurður
stjórnarfor-
maður
VIÐSKIPTI Sigurður Einarsson, for-
stjóri Kaupþings, tekur við stjórn-
arformennsku af Guðmundi
Haukssyni, sparisjóðsstjóra
SPRON, í Kaupþingi. Sigurður
verður stjórnarformaður í fullu
starfi. Við starfi hans tekur
Hreiðar Már Sigurðsson aðstoðar-
forstjóri.
Umsvif Kaupþings hafa aukist
gríðarlega undanfarin ár. Velta fé-
lagsins hefur tvöfaldast árvisst.
Áhrif SPRON í Meiði, sem er
stærsti hluthafi Kaupþings, hafa
minnkað eftir að Bakkabræður
keyptu stóran hlut í fyrirtækinu. ?

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32