Fréttablaðið - 02.10.2003, Side 38

Fréttablaðið - 02.10.2003, Side 38
Egill á Stöð 2 Hrósið 38 2. október 2003 FIMMTUDAGUR Ásta Guðbjartsdóttir og Sus-anne Torpe vinna nú að því að þýða metsölubókina The Da Vinci Code fyrir bókaútgáfuna Bjart. Ásta þýðir á íslensku en Susanne á dönsku: „Við gerum ráð fyrir að fyrsta prentun í Danmörku verði 10 þús- und eintök en hér heima prentum við ekki nema 2.500 eintök,“ segir Snæbjörn Arngrímsson bókaút- gefandi, sem treður nýjar slóðir í útgáfumálum með því að gefa út bók í tveimur löndum samtímis. The Da Vinci Code eftir banda- ríska rithöfundinn Dan Brown er einhver mesta metsölubók síðari tíma og hefur þegar selst í 2,5 milljónum eintaka í Bandaríkjun- um. Útgáfa Bjarts á bókinni í Dan- mörku er í raun kynningarátak fyrir Evrópumarkað: „Ætli galdur þessarar bókar felist ekki í samblandi af spennu og sagnfræði og lesendum finnst þetta skemmtilegt,“ segir Snæ- björn. „Dan Brown var alls óþekktur höfundur en markaðs- setning bókarinnar í Bandaríkjun- um var frumleg og gekk vel og svo spurðist hún bara vel út. Það má ætla að Dan Brown eigi erindi við Evrópubúa því fyrri bók hans, Angels & Demons, var á metsölu- listum í Þýskalandi á meðan hún seldist alls ekki neitt í Bandaríkj- unum. Hún er hins vegar farin að seljast núna, 3-4 árum eftir að hún kom út.“ ■ Metsölubók THE DA VINCI CODE ■ einhver mesta metsölubók síðari tíma í bandaríkjunum er væntanleg í íslenskri og danskri þýðingu hjá bókaútgáfunni Bjarti. Imbakassinn ...fær Sigurður G. Tómasson í Út- varpi Sögu fyrir viðtal við Braga Kristjónsson í Bókavörðunni. Þar fór saman sjaldgæf blanda af fyndni og fróðleik. Tvær að þýða Da Vinci Code HEMMI GUNN Á Landspítalanum – vinir hans vona hið besta. Hemmi Gunn fékk hjartaáfall ÁFALL Hinn landsþekkti sjónvarps- maður Hermann Gunnarsson liggur nú á bráðadeild Landspítal- ans eftir alvarlegt hjartaáfall. Er Hemma haldið sofandi í öndunar- vél. Hemmi féll niður á heimili systur sinnar og fékk strax fyrstu hjálp: „Ástand hans er stöðugt og við vinir hans vonum hið besta,“ seg- ir Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri í Henson og gamall og traustur vinur Hemma. ■ Samningaviðræður eru í gangium að Egill Helgason komi til starfa á Stöð 2 með þátt sinn Silf- ur Egils. Þátturinn var sem kunn- ugt er sleginn af á Skjá Einum þar sem hann hafði verið á dag- skrá í fimm ár. Í staðinn bauð Skjár Einn upp á nýjan þátt með Sigmundi Erni Rúnarssyni: „Ég lít ekki svo á að það sem ég var að gera sé á nokkurn hátt orð- ið úrelt,“ segir Egill, sem vill þó ekki tjá sig frekar um samninga- viðræðurnar við Stöð 2 þar sem þær eru á viðkvæmu stigi. Ef af verður er ljóst að Silfur Egils verði hvalreki á fjörur Stöðvar 2 en sjónvarpsstöðvarnar bítast nú hart um áhorfendur á vetrardag- skrá sinni, ekki síst eftir tilkomu nýs áskriftarsjónvarps Íslenska sjónvarpsfélagsins, Skjás 2. Egill á ekki von á því að mikl- ar breytingar, ef þá nokkrar, verði gerðar á þætti sínum þegar hann hefur göngu sína á Stöð 2: „Þetta er allt tilbúið og þarf svo sem ekki nema að kveikja á rafmagninu,“ segir hann. „Ann- ars er ég upptekinn við annað þessa dagana. Sonur minn var að byrja á leikskóla og það er eins og verið sé að rífa úr manni hjartað. Nú erum við feðgar að ganga í gegnum aðlögunartíma hér,“ segir Egill á leikskólanum – á leið á Stöð 2. ■ Lárétt: 1 mýrarsund, 5 upphaf, 6 sex, 7 ekki, 8 heiðinn guð, 9 uppistaða, 10 á fæti, 12 á flík, 14 slæm, 16 leggst undir árar, 17 slór, 19 kvendýr. Lóðrétt: 1 lítill sopi, 2 kyrri, 3 bardagi, 4 ungviði, 6 væntir, 8 væl, 11 fiska, 13 ala, 15 þrír eins, 18 svik. Kokkteilkofi Gúnda Hver rækallinn! Ég kemst ennþá ekki yfir það hvað hann var SVAKALEGA ná- lægt því að komast alla leið! 1 6 7 8 14 15 17 18 16 19 2 3 1311 9 1210 4 5 Lausn. Lárétt:1drag,5rót,6vi,7ei,8 goð,9lón,10tá,12laf, 14ill,16ræ,17 lall,19læða. Lóðrétt: 1dreitill,2rói,3at,4kið,6 vonar, 8gól,11ála,13fæða,15lll,18 læ. Sjónvarp EGILL HELGASON ■ er á leið á Stöð 2. Segir nóg eftir í sjálfum sér og Silfrinu sem sé alls ekki gengið sér til húðar. EGILL HELGASON Á milli þess sem hann stendur í samn- ingaviðræðum við Stöð 2 er hann í aðlög- unarferli með son sinn á leikskóla. Segir eins og verið sé að rífa úr sér hjartað að horfa á eftir barninu á leikskóla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Málverk Leonardo da Vinci kemur mjög við sögu í metsölubókinni. Í bókinni kemur fram að lærisveinninn sem situr Jesú á hægri hönd sé í raun María Magdalena, ástkona og barnsmóðir Jesú – leyndarmál sem kirkjan vill hafa út af fyrir sig. SUSANNE TORPE Snarar The Da Vinci Code yfir á dönsku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.