Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Egill á Stöð 2
Hrósið
38 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
Á
sta Guðbjartsdóttir og Sus-
anne Torpe vinna nú að því að
þýða metsölubókina The Da Vinci
Code fyrir bókaútgáfuna Bjart.
Ásta þýðir á íslensku en Susanne á
dönsku:
?Við gerum ráð fyrir að fyrsta
prentun í Danmörku verði 10 þús-
und eintök en hér heima prentum
við ekki nema 2.500 eintök,? segir
Snæbjörn Arngrímsson bókaút-
gefandi, sem treður nýjar slóðir í
útgáfumálum með því að gefa út
bók í tveimur löndum samtímis.
The Da Vinci Code eftir banda-
ríska rithöfundinn Dan Brown er
einhver mesta metsölubók síðari
tíma og hefur þegar selst í 2,5
milljónum eintaka í Bandaríkjun-
um. Útgáfa Bjarts á bókinni í Dan-
mörku er í raun kynningarátak
fyrir Evrópumarkað:
?Ætli galdur þessarar bókar
felist ekki í samblandi af spennu
og sagnfræði og lesendum finnst
þetta skemmtilegt,? segir Snæ-
björn. ?Dan Brown var alls
óþekktur höfundur en markaðs-
setning bókarinnar í Bandaríkjun-
um var frumleg og gekk vel og
svo spurðist hún bara vel út. Það
má ætla að Dan Brown eigi erindi
við Evrópubúa því fyrri bók hans,
Angels & Demons, var á metsölu-
listum í Þýskalandi á meðan hún
seldist alls ekki neitt í Bandaríkj-
unum. Hún er hins vegar farin að
seljast núna, 3-4 árum eftir að hún
kom út.? ?
Metsölubók
THE DA VINCI CODE
? einhver mesta metsölubók 
síðari tíma í bandaríkjunum er 
væntanleg í íslenskri og danskri 
þýðingu hjá bókaútgáfunni Bjarti.
Imbakassinn
...fær Sigurður G. Tómasson í Út-
varpi Sögu fyrir viðtal við Braga
Kristjónsson í Bókavörðunni. Þar
fór saman sjaldgæf blanda af
fyndni og fróðleik.
Tvær að þýða Da Vinci Code
HEMMI GUNN
Á Landspítalanum ? vinir hans vona hið
besta.
Hemmi
Gunn fékk
hjartaáfall
ÁFALL Hinn landsþekkti sjónvarps-
maður Hermann Gunnarsson
liggur nú á bráðadeild Landspítal-
ans eftir alvarlegt hjartaáfall. Er
Hemma haldið sofandi í öndunar-
vél. Hemmi féll niður á heimili
systur sinnar og fékk strax fyrstu
hjálp:
?Ástand hans er stöðugt og við
vinir hans vonum hið besta,? seg-
ir Halldór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri í Henson og gamall
og traustur vinur Hemma. ?
S
amningaviðræður eru í gangi
um að Egill Helgason komi til
starfa á Stöð 2 með þátt sinn Silf-
ur Egils. Þátturinn var sem kunn-
ugt er sleginn af á Skjá Einum
þar sem hann hafði verið á dag-
skrá í fimm ár. Í staðinn bauð
Skjár Einn upp á nýjan þátt með
Sigmundi Erni Rúnarssyni:
?Ég lít ekki svo á að það sem ég
var að gera sé á nokkurn hátt orð-
ið úrelt,? segir Egill, sem vill þó
ekki tjá sig frekar um samninga-
viðræðurnar við Stöð 2 þar sem
þær eru á viðkvæmu stigi. Ef af
verður er ljóst að Silfur Egils
verði hvalreki á fjörur Stöðvar 2
en sjónvarpsstöðvarnar bítast nú
hart um áhorfendur á vetrardag-
skrá sinni, ekki síst eftir tilkomu
nýs áskriftarsjónvarps Íslenska
sjónvarpsfélagsins, Skjás 2.
Egill á ekki von á því að mikl-
ar breytingar, ef þá nokkrar,
verði gerðar á þætti sínum þegar
hann hefur göngu sína á Stöð 2:
?Þetta er allt tilbúið og þarf svo
sem ekki nema að kveikja á
rafmagninu,? segir hann. ?Ann-
ars er ég upptekinn við annað
þessa dagana. Sonur minn var að
byrja á leikskóla og það er eins
og verið sé að rífa úr manni
hjartað. Nú erum við feðgar að
ganga í gegnum aðlögunartíma
hér,? segir Egill á leikskólanum ?
á leið á Stöð 2. ?
Lárétt: 1 mýrarsund, 5 upphaf, 6 sex, 7
ekki, 8 heiðinn guð, 9 uppistaða, 10 á
fæti, 12 á flík, 14 slæm, 16 leggst undir
árar, 17 slór, 19 kvendýr.
Lóðrétt: 1 lítill sopi, 2 kyrri, 3 bardagi, 4
ungviði, 6 væntir, 8 væl, 11 fiska, 13 ala,
15 þrír eins, 18 svik.
Kokkteilkofi
Gúnda
Hver rækallinn! Ég kemst
ennþá ekki yfir það hvað
hann var SVAKALEGA ná-
lægt því að komast alla leið!
1
6
78
14 15
17 18
16
19
23
1311
9
1210
4
5
Lausn. Lárétt:1drag,5rót,6vi,7ei,8
goð,9lón,10tá,12laf ,  14ill,16ræ,17
lall,19læða.
Lóðrétt: 1dreitill,2rói,3at,4kið,6
vonar , 8gól,11ála,13fæða,15lll,18
læ.
Sjónvarp
EGILL HELGASON 
? er á leið á Stöð 2. Segir nóg eftir í
sjálfum sér og Silfrinu sem sé alls ekki
gengið sér til húðar.
EGILL HELGASON
Á milli þess sem hann stendur í samn-
ingaviðræðum við Stöð 2 er hann í aðlög-
unarferli með son sinn á leikskóla. Segir
eins og verið sé að rífa úr sér hjartað að
horfa á eftir barninu á leikskóla.
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T
SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN
Málverk Leonardo da Vinci kemur mjög við
sögu í metsölubókinni. Í bókinni kemur
fram að lærisveinninn sem situr Jesú á
hægri hönd sé í raun María Magdalena,
ástkona og barnsmóðir Jesú ? leyndarmál
sem kirkjan vill hafa út af fyrir sig.
SUSANNE TORPE
Snarar The Da Vinci Code yfir á dönsku.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40