Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 26
Kynlíf,
kannabis og
keðjusög
Það má deila lengi um það hvortþað þjóni einhverjum vitræn-
um tilgangi að endurgera gamlar
hryllingsmyndir og sjálfsagt mun
þessi nýja útgáfa af hinni al-
ræmdu Texas Chainsaw Massacre
misbjóða mörgum sem hafa upp-
runalegu myndina frá 1974 í há-
vegum.
Í þá daga var unglingahrollur-
inn ferskur og nýr en formúlan er
orðin ansi útvötnuð eftir þrjá ára-
tugi enda gengur hún enn út á það
að snælduvitlausir brjálæðingar
spretta fram úr skúmaskotum og
slátra ungu fólki sem reykir,
drekkur brennivín, dópar og
stundar kynlíf. Það væri því synd
að segja að það sé eitthvað nýtt á
ferðinni hér en það verður þó að
segja 2003 árgerðinni af The
Texas Chainsaw Massacre það til
varnar að hún er ekkert verri en
þeir unglingahrollar sem boðið
hefur verið upp á undanfarin ár.
Skíturinn og viðbjóðurinn í
kringum úrkynjaða fjölskylduna,
sem brytjar ferðalanga sem eiga
erindi til Texas í spað, er alveg
hreint ágætur og nokkur klassísk
bregðuatriði hafa tilætluð áhrif.
Ofbeldið sem gekk fram af fólki
fyrir 30 árum er hins vegar ekk-
ert til að tapa sér yfir í dag enda
kippa sér fáir upp við aflimanir og
húðflettingar á þessum tímum þar
sem allt er leyfilegt. Vélsögin er
að vísu orðin svolítið gamaldags
og þunglamalegt morðvopn en
það er samt eitthvað sjarmerandi
við að sjá afmyndaðan óskapnað-
inn hlaupa í æðiskasti á eftir ung-
mennum með sögina á lofti. Þeir
sem vita að hverju þeir ganga
ættu því að geta verið sæmilega
sáttir við þessa útgáfu en þeir
sem efast ættu að halda sig fjarri
Leðurfési og hyskinu hans. ■
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Sambíóin Keflavík, s. 421 1170
Sambíóin Akureyri, s. 461 4666
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Dr. Christian Pfeiffer flytur
fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík um
áhrif fjölmiðla á börn og unglinga.
12.30 Eggert Pétursson flytur fyrir-
lestur um verk sín og feril í LHÍ, í Laug-
arnesi, stofu 024.
16.00 Dr. Christian Pfeiffer, lög-
fræðingur og forstöðumaður rannsókna-
stofnunar í af-
brotafræði
(KFN) í Hann-
over, flytur fyr-
irlestur á
ensku um af-
brot og of-
beldi ung-
linga. Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu 1 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
20.00 Séra Sigurður Arnarson flyt-
ur erindi um sorgina og minnistap í
Grafarvogskirkju.
■ ■ SAMKOMUR
09.00 Hinn sívinsæli basar á
Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldinn í
dag kl. 9-16. Á basarnum er til sölu fjöl-
breytt handavinna heimilisfólks Hrafn-
istu.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
26 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
NÓVEMBER
Mánudagur
LJÓSMYNDASÝNING Árið 1921 var Ólaf-
ur Magnússon ljósmyndari fenginn
til þess að fylgja Kristjáni X kon-
ungi og fjölskyldu hans á ferð um
Suðurlandið. Í kjölfar konungs-
heimsóknarinnar hlaut Ólafur titil-
inn konunglegur hirðljósmyndari.
„Hann fær þennan titil frá Dan-
mörku og má eftir það auglýsa sig
með þessu, sem hann gerir alveg
grimmt. Hann setur meira að segja
kórónu inn á myndirnar sínar sem
stimpil,“ segir Ívar Brynjólfsson,
ljósmyndari og sérfræðingur á
myndadeild Þjóðminjasafnsins.
Ívar er sýningarstjóri stórrar sýn-
ingar á ljósmyndum Ólafs, sem
opnuð var í Listasafni Reykjavíkur
í Hafnarhúsinu um helgina.
Kristján X kom þrisvar aftur í
heimsókn til Íslands, og jafnan var
Ólafur með í för að ljósmynda. Á
sýningunni má sjá myndir úr
tveimur fyrstu ferðunum. Ívar seg-
ir landslagsmyndir Ólafs skipa
stóran sess á sýningunni. „Það er
von mín að með þessari sýningu
falli hann inn í þann stað sem hon-
um ber í íslenskri landslagsmynda-
hefð. Þessar ljósmyndir hans eru
feikilega góðar og fara auðveldlega
fram úr megninu af því sem er að
gerast í dag.“
Ólafur er sonur Magnúsar
Ólafssonar ljósmyndara, sem sjá
má ljósmyndir eftir í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur í næsta húsi við
Hafnarhúsið. Ólafur lærði hjá
föður sínum en hélt síðan í fram-
haldsnám í ljósmyndun í Kaup-
mannahöfn. Hann kom síðan heim
og opnaði ljósmyndastofu í
Templarasundi, þar sem hann
fékk góðar viðtökur strax frá
byrjun. Ólafur er líka fyrsti ís-
lenski ljósmyndarinn til að sýna
erlendis. „Hann sýndi tvisvar í
Danmörku á fjórða áratugnum. Í
seinna skiptið kemur drottningin
að skoða myndir Ólafs og hann
færir henni að gjöf tvær ljós-
myndir.“
Sýningin er komin frá Þjóð-
minjasafni Íslands. Á ljósmynda-
deild safnsins er að finna gífurlega
merkilegar heimildir eftir marga
helstu ljósmyndara þjóðarinnar,
þar á meðal um það bil 40 þúsund
ljósmyndir eftir Ólaf Magnússon
einan. „Þetta er með stærsta ljós-
myndasýningin sem haldin hefur
verið á vegum Þjóðminjasafnsins,“
segir Ívar. ■
KATRÍN JOHNSON
Besti bitinn í bænum er núðlurmeð kjúklingi á Thai matstof-
unni,“ segir Katrín Johnson, dans-
ari í Íslenska dansflokknum. „Ég
fer reglulega þangað og maturinn
er bæði góður og ódýr.“
Bestibitinn
Umfjöllunkvikmyndir
FRÉTTABLA‹I‹ ER
FLUTT Í FRÉTTAHÚSI‹
WWW.HOLT.IS
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Girnilegir jólamatseðlar
og ljúffeng vín
Lítið inn á www.holt.is
og pantið tímanlega
Landslagsmyndir
hirðljósmyndarans
ÞÓRSMÖRK
Ein af ljósmyndum Ólafs Magnússonar á
sýningunni í Hafnarhúsinu.
THE TEXAS CHAINSAW MASSACRE
Leikstjóri: Marcus Nispel
Aðalhlutverk: Jessica Biel, Jonathan
Tucker, R. Lee Ermey
TÓNLIST Enginn veit hvað framtíðin
ber í skauti sér sagði Jesú á kross-
inum og hafði kannski bara rétt fyr-
ir sér. Samt vissi ég vel að leiðir
mínar og Damien Rice myndu á
endanum liggja saman. Vinir höfðu
bent mér á að hlýða á frumraun
hans, þar sem hún væri „langt yfir
meðallagi“. Ég er ekkert sérstak-
lega auðtrúa maður en meðmælin
komu úr trúverðugum áttum. Loks
hittumst við Damien í hljóðheimun-
um og ég grannskoðaði piltinn frá
toppi til táar. Með varúð þó, svipað
eins og læðan skoðar maka sinn
áður en hún ákveður að renna upp
skottinu.
Jú, platan er góð og langt yfir
meðallagi. Hún er tilfinningaþrung-
in, heiðarleg og flutningurinn er
sjarmerandi brothættur. Damien
getur verið svolítið sykursætur í
tilfinningalegri einlægni sinni, en
kannski er hann bara svona tilfinn-
ingaríkur maður? Einn af þessum
djúpu karlmönnum sem fá ekki hár
á bringuna?
Damien er gjörsamlega ber-
strípaður á frumraun sinni, bæði í
útsetningum og lagasmíðum, og er
með hjartað hangandi á skyrtu-
kraganum á allra færi. Hugljúf
plata með textum sem fjalla um
sigra og ósigra í ástum. Fínt fyrir
ráðvillta karlmenn eins og mig sem
skilja ekkert í kvenfólki.
Æi, hvað er ég eiginlega að
reyna að segja hérna? Plata fyrir þá
sem eru hrifnir af allsberum karl-
mönnum með kassagítar? Úff, nú
hlýt ég alveg að vera að missa það!?
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
DAMIEN RICE:
O
Damien Rice
er næs