Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 90 Leikhús 90 Myndlist 90 Íþróttir 85 Sjónvarp 92 LAUGARDAGUR ÚRSLITALEIKUR Í SMÁRANUM Keflavík og KR mætast í úrslitaleik í Hóp- bílabikarkeppni kvenna í körfubolta klukkan 14.15 í Smáranum. Klukkan 16 tekur Breiðablik á móti Grindavík, efsta liði Intersport-deildar karla. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FALLEGT VEÐUR EN KALT Mjög kalt inn til landsins en skaplegra með strönd- um. Vindur hægur. Hlýnar seint á morgun. Ullarsokkar og húfa nauðsyn fyrir útigöngu- fólk. Sjá síðu 6 20. desember 2003 – 318. tölublað – 3. árgangur FÆR 6,5 MILLJÓNIR Í BÆTUR Konu, sem slasaðist alvarlega í ævintýraferð í Glymsgili, voru úrskurðaðar 6,5 milljónir króna í bætur. Sýnir að þeir sem bjóða upp á slíkar ferðir verða að taka ábyrgð. Sjá síðu 4 LEIKSKÓLAGJÖLD LÆKKA Fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar var sam- þykkt eftir fjórtán klukkustunda langan fund sem stóð langt fram á nótt. Gert ráð fyrir lækkun leikskólagjalda fimm ára barna. Sjá síðu 6 SPARNAÐUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Stúdentaráð vinnur að tillögum sem geta spar- að Háskólanum stórfé. Lagt verður til að farið verði að fordæmi bandarískra háskóla þar sem tekist hafi að draga úr kostnaði við fjölmenn námskeið um allt að 75%. Sjá síðu 8 RÍKISÁBYRGÐ ÍSLENSKRAR ERFÐA- GREININGAR Eftirlitsstofnun EFTA hefur birt álit sitt á fyrirhugaðri ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðagreiningu í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Sjá síðu 4 Dr. Gunni: Hringnum lokað Þriðji hluti Hringadróttinssögu kemur í bíó á annan í jólum. Heimildir herma að þessi loka- hrina þríleiksins hafi að geyma einhverjar tilkomumestu senur kvikmyndasögunnar. SÍÐUR 36-37 ▲ Kvikmyndir: Bíður skjálfandi eftir gagnrýni LÍFEYRISRÉTTINDI „Mannskynssagan sannar þá staðreynd að ef stjórn- arherrar eru of lengi við völd þá glata þeir tilfinningunni fyrir kjörum almennings, spilling eykst og stjórnarathafnir fara að ein- kennast af eiginhagsmunum um- fram hagsmuni hins almenna borgara,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðarsambands Íslands. „Því miður hafa núver- andi stjórnvöld nokkrum sinnum á starfstíma sín- um unnið skemmdar- verk á lífeyriskerfinu, með því að hygla ákveðnum hóp- um opinberra starfsmanna og í skjóli þess hafa verið byggðir upp gjörsamlega óraunsæir líf- eyrissjóðir alþingismanna og enn fáránlegri lífeyrissjóðir ráðherra,“ segir Guðmundur. Hann segir græðgi hafa ráðið för þegar frumvarpið var lagt fram og snuprar stjórnarþing- menn fyrir framgöngu þeirra. „Stjórnarþingmenn ásamt for- sætisráðherra hafa farið hamför- um og ausið fúkyrðum og svívirð- ingum yfir landslýð. Allt háttalag og málflutningur þeirra ber einkenni veruleika- firrts fólks, sem ekki er í neinum tengsl- um við hinn al- menna borgara. Það ber greini- leg merki þess að þarna fer fólk sem hefur verið alltof lengi við völd og er orðið spillt. Græðgi og gæska gagnvart eigin- hagsmunum er að ná völdum,“ segir Guðmundur og bendir á að framundan séu almennir kjara- samningar. „Nú er svo komið að við blasa gífurleg átök á vinnumarkaði næstu mánuðina, okkur, venjulega fólkinu, er algjörlega ofboðið. Við verðum að koma í veg fyrir að þetta fólk vinni meiri skemmdar- verk á íslensku þjóðfélagi, við þurfum að senda það í endurhæf- ingarfrí,“ segir Guðmundur Gunnarsson. - sjá meira bls. 2 the@frettabladid.is bubbi fer á nasa Megas: ▲ SÍÐA 50 Spilar á Borginni á Þorláksmessu hvað er málið? Óskar Pétursson: ▲ SÍÐA 32 Skagfirðingar og söngur Dr. Gunni var að senda frá sér geisladiskinn Stóra hvell. Þar með er doktorinn, sem áður var skeleggur tónlistargagnrýnandi, kominn hinum megin við borðið. ▲SÍÐUR 38-39 Skemmdarverk Formaður Rafiðnaðarsambandsins sendir ríkisstjórn og þingmönnum kaldar kveðjur. Hann segir stjórnvöld hafa unnið skemmdarverk á líf- eyriskerfinu. Græðgi og eiginhagsmunagæska ráði gerðum ráðamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HRÍÐ Í BANKASTRÆTI Þegar borgarbúar vöknuðu upp í gærmorgun var hvít jörð og hríð. Sumir hafa eflaust hugsað með sér að kannski yrðu jólin hvít þrátt fyrir allt. Ólíklegt er hins vegar að það verði því síðdegis er búist við að það fari að hlýna á ný. Færð á vegum er ágæt, en hálka eða hálkublettir á vegum utan við helstu þéttbýliskjarnana. jóladrykkir ● grænmetisjól Andalifrarkæfa, humar og appelsínuönd matur o.fl. Gerard Lemarquis: ▲ SÍÐUR 68-75 nýstúdentar ● skemmtilegur pakkaleikur Allir á barnum jólin koma Kormákur Geirharðsson: ▲ SÍÐUR 60-67 Arnaldur Indriðason: Mýrin best í Svíþjóð BÓKMENNTIR Sænskir gagnrýnend- ur hafa valið Mýrina sem bestu glæpasögu ársins þar í landi. Mýrin kom út í Svíþjóð nú í haust og hefur fengið góðar móttökur þarlendra lesenda. Gagnrýnendur hafa lofað hana í hástert. Meðal annars sagði gagnrýnandi Syd svenska dagbla- det, Jan Broberg, að Mýrin væri ein besta glæpasaga sem hann hefði nokkurn tíma lesið. Nánar á síðu 40. Geiri í Goldfinger: Gægjuleik- hús í bígerð NÆTURLÍF Ásgeir Davíðsson, eig- andi súlustaðarins Goldfinger í Kópavogi, hefur í bí- gerð að stofna nýjan erótískan stað í Reykjavík. Þar verð- ur boðið upp á gægjuleikhús, sem hann nefnir svo, en það þekkist á ensku sem „peepshow“. Heimildir herma að Ásgeir hafi tryggt sér húsnæði Vegas á Frakkastíg í þessu skyni og hann ætli jafnframt að opna þar stærstu búð með hjálpartæki ástarlífsins á Íslandi. Nánar á síðu 30. VALDAÞREYTA Guðmundur Gunnarsson sendir ráðherrum og stjórnarþingmönnum gusu vegna nýrra laga um lífeyrisréttindi æðstu ráðamanna. ÁSGEIR DAVÍÐSSON Vöxtur Fréttablaðsins: 96 síður ÚTGÁFA Fréttablaðið í dag er 96 blað- síður og er því prentað í þrennu lagi. Vöxtur blaðsins hefur verið mikill undanfarna mánuði og er nú svo komið að prentvél Ísafoldar- prentsmiðju getur ekki prentað það í einu lagi. Þess vegna eru í raun tvö blöð inni í aðalblaðinu og þar með ekki einn kjölur. Vegna mikils vaxtar blaðsins verður prentvélin stækkuð á næst- unni. Viðbót við hana er á leið til landsins og verður stækkuð prent- vél tekin í notkun í febrúar. ■ 4 dagar til jóla Opið til klukkan 22.00 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.