Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						HAMFARIR ?Við látum okkur fátt
um finnast enda breytir það engu
hvort við höfum áhyggjur eður
ei,? segir Einar Þorsteinsson,
bóndi að Sólheimahjáleigu í Mýr-
dalshreppi. Bærinn sá stendur
einna næst Mýrdalsjökli af
sveitabýlum í hreppnum en sér-
staklega er fylgst með jöklinum
þessa dagana þar sem leiðni
hefur mælst óvenjuhá í Múla-
kvísl og megn brennisteinsfýla
er við upptök Jökulsár við Sól-
heimasand. Hefur þeim tilmæl-
um verið beint til ferðafólks að
sýna ýtrustu aðgát við ferðir á
þessum slóðum enda er um eitur-
efni að ræða sem auðveldlega
geta orðið fólki að fjörtjóni.
Undir Mýrdalsjökli er eld-
stöðin Katla sem vísindamenn
hafa áhyggjur af enda tæplega
80 ár síðan þar gaus síðast. Það
er sami tími og lengsti tíminn
milli gosa úr Kötlu síðan á land-
námsöld en hún hefur gosið um
20 sinnum frá þeim tíma.
Einar hefur búið í nágrenni
við jökulinn undanfarin 50 ár en
óttast ekki sérstaklega gos á
næstunni.
?Við sofum rólega hér um
slóðir enda þótt langt sé síðan
gaus síðast á þessum slóðum.
Einhver brennisteinsfýla er við
Jökulsá eins og er en ég set það
ekkert í samhengi við eldgos
eða einhvern óróa. Það er
algengt að finna slíka lykt við
árnar hér og þarf ekki að
merkja neitt.?
Kötlugos eru öflug þeytigos
og þeim getur fylgt mikið
gjóskufall og gífurleg jökul-
hlaup sem geta reynst fólki
einna hættulegust. Vatn kemst
þá að goskviku í gosrásinni og
tætist kvikan
þá í sundur og
þeytist upp í
loft. Gosmökk-
ur getur orðið
allt að 20 kíló-
metra hár og
sést víða.
Almanna-
varnir ríkisins
hefur samið
viðamikla áætl-
un um hvað til
brags skal taka
hefjist eldgos í
Mýrdalsjökli enda skapar slíkt
hættu fyrir fjölda fólks í ná-
grannasveitum og jafnvel víðar.
Neyðarstigi Almannavarnar-
nefndar er lýst yfir ef ótvíræð-
ur gosórói sést með berum aug-
um eða á skjálftamælum,
gosmökkur sést á veðursjá eða
ef flóðs verður vart á Mýrdals-
sandi eða í öðrum ám frá jöklin-
um. Flókið net sjálfvirks efna-
vöktunarkerfis og skjálftamæla
er á Mýrdalsjökli og verða
vísindamenn þess fljótt varir ef
eitthvað óeðlilegt er á seyði.
albert@frettabladid.is
10 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Fyrsta ár bandaríska hersins í Írak:
Meira mannfall en í Víetnam
STRÍÐ Samkvæmt opinberum tölum
Bandaríkjastjórnar féllu innan við
fjögur hundruð bandarískir her-
menn fyrsta árið sem þjóðin tók
þátt í Víetnamstríðinu. Þegar ár er
liðið síðan Íraksstríðið hófst er tala
fallinna Bandaríkjamanna tæplega
800 manns. Þetta hafa andstæðing-
ar George Bush, forseta Bandaríkj-
anna, haldið að forsetanum undan-
farið en mótmæli gegn stríðsrekstri
landsins fara vaxandi í landinu.
Hefur öldungadeildarþingmaðurinn
Ted Kennedy farið hvað harðast
fram í gagnrýni sinni á forsetann og
segir stríð forsetans gegn hryðju-
verkamönnum hafa farið fyrir lítið
með innrásinni í Írak.
?Meðan forsetinn háir stríð sitt í
Írak nota raunverulegir hryðju-
verkamenn tímann til að koma fyrir
hópum manna víðs vegar í heimin-
um sem láta til sín taka eins og
dæmið í Madríd sannar. Þetta er
sannarlega Víetnam forseta vors.? ?
Félög hjartasjúklinga:
Skora á 
ráðherra
LYFJAMÁL Félög hjartasjúklinga í
Þingeyjarsýslum og á Vesturlandi
hafa sent frá sér
áskorun til heil-
brigðisráðherra
þess efnis að hann
endurskoði ákvörð-
un sína um viðmið-
unarverð lyfja. 
Segir í tilkynn-
ingu frá félögunum,
að þessi sparnaðar-
aðgerð muni leiða
til mikils skrifræð-
is, óvissu og verð-
hækkana hjá fjölda hjartasjúklinga.
Mörg dæmi séu um að lyf hækki
langt yfir 100 prósent. Er vísað í
samþykkt Landssamtaka hjarta-
sjúklinga sem hafi mótmælt þess-
um aðgerðum ríkisstjórnarinnar og
telji ákvörðunina lítt ígrundaða. ?
Meltingarlæknar:
Mismunandi
lækninga-
máttur
LYFJAMÁL Félag sérfræðinga í melt-
ingasjúkdómum hefur sent frá sér
áskorun til heilbrigðisráðherra um
að hann taki ekki ákvörðun um við-
miðunarverð lyfja við meltingar-
sjúkdómum án samráðs við félagið.
Félagið telur sjálfsagt að velja
ódýrasta lyfið þegar það eigi við,
en bendir jafnframt á að lækning-
armáttur lyfjanna sé ekki alltaf sá
sami og að tilteknir sjúklingar nái
ekki viðunandi meðferðarárangri
með ódýrasta lyfinu. Félagið telur
að forsendur heilbrigðisráðu-
neytisins um sambærileg með-
ferðaráhrif séu ekki byggðar á
nægjanlegum faglegum eða vís-
indalegum rökum og að breyting-
in geti leitt til óhagræðis og auk-
ins lyfjakostnaðar sjúklinga. ?
KONUNGLEG GJÖF
Friðrik krónsprins og unnusta hans, Mary
Donaldson, þurfa ekki að bíða í óvissu um
hvað þau fái í brúðkaupsgjöf frá skipu-
leggjendum hátíðahalda í tilefni 200. ártíð-
ar Hans Christian Andersen á næsta ári.
Þau fá forláta matarstell með mynd-
skreytingum úr ævintýrum höfundarins.
SAMANBURÐUR Á STRÍÐUNUM
Stríðið í Írak 1 ár
Stríðið í Víetnam 10 ár
Írak 800 hermenn Bandaríkjanna látnir 10.000 almennir borgarar látnir
Víetnam 58.000 hermenn Bandaríkjanna létust 5,2 milljónir borgara létust
Skjöldur og
Kormákur kaupa
Guðjón Samúelsson
? hefur þú séð DV í dag?
JÓN
KRISTJÁNSSON
Hjartasjúklingar
skora á ráðherra
að endurskoða
ákvörðun sína.
LÍKHÚSIN FYLLAST
Fjöldi fallinna í stríðinu í Írak eykst dag
hvern og enginn endir í augsýn.
V
ísindamenn fylgjast afar
grannt með Mýrdalsjökli
þessa dagana enda ýmislegt sem
bendir til að Katla sé að vakna af
blundi sínum,? segir Sigurður
Reynir Gíslason, jarðfræðingur
hjá Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands.
?Ekki er það eingöngu vegna
þess að hún er komin á tíma
heldur benda allar almennar vís-
bendingar til þess að eitthvað sé
í nánd. Leiðni í Múlakvísl,
brennisteinslykt í Jökulsá og
jarðhræringar á þessu svæði
eru með því móti að flesta renn-
ir í grun að gamla konan sé að
vakna af 80 ára blundi.?
Sigurður bendir á að brenni-
steinslykt sú er finnst gjarna
fyrir hlaup og er megn við
Jökulsá á Sólheimasandi getur
verið banvæn fólki enda er það
svo að þegar hún er mjög megn
þá hættir lyktarskyn fólks að
nema hana. Reynslan er sú að
vegna þessa hafi fólk ekki
varann á sér og þá er stórhætta
fyrir hendi þó enginn geri sér
grein fyrir því.?
Helstu einkenni eitrunar er
sviði í augum og óþægindi í
öndunarfærum ásamt ógleði og
höfuðverk. ?
SÓLHEIMAJÖKULL
Tæp 80 ár eru síðan eldgos
varð á þessum slóðum og 
vísindamenn telja að brátt fari
að draga til tíðinda á ný.
Sigurður Reynir Gíslason jarðfræðingur:
Vísindamenn á varðbergi
Katla komin á steypirinn
Katla í Mýrdalsjökli er komin á steypirinn ef miðað er við söguna en tæplega 80 ár eru síðan 
gos varð síðast í Mýrdalsjökli. Það er sami tími og lengst hefur liðið milli gosa Kötlu frá 
landnámsöld en íbúar sofa rólegir.
MYN
D
/ODDU
R SIGU
RÐSS
ON
?
Einhver
brennisteins-
fýla er við
jökulsá en ég
set það 
ekkert í sam-
hengi við eld-
gos eða ein-
hvern óróa.
Virt bandarískt ferðatímarit:
Ísland í 
úrvalsflokki
FERÐAMÁL Ísland á fjóra fulltrúa á
lista hins virta, bandaríska ferða-
tímarits ?Condé Nast Traveler? yfir
bestu nýju hótelin, veitingastaðina
og barina í heiminum. Áætlað er að
um fimm milljónir lesi tímaritið í
hverjum mánuði.
101 Hótel í Reykjavík og Hótel
Búðir á Snæfellsnesi eru í hópi 100
bestu nýju hótelanna. Sjávarkjallar-
inn í Aðalstræti er á listanum yfir
66 bestu nýju veitingastaði veraldar
og barinn á 101 Hótel er einn af
þrjátíu bestu börunum. Allir stað-
irnir fá talsverða umfjöllun í blað-
inu þar sem helstu kostir þeirra eru
tíundaðir. ?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40