Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. maí 1973 TÍMINN 3 Norsku húsunum skipaö upp I Keflavíkurhöfn. Húsin eru tilbúin og ekki er annað eftir en tengja þau við undirstöðurnar og leggja i þau vatn og rafmagn. Timamyndir: Gunnar. EYJABYGGÐ ER AÐ RÍSA í KEFLAVÍK NORSKT skip kom til Keflavikur i gær með sex tilbúin hús, sem Viðlagasjóður keypti. Eru húsin að öllu leyti tilbúin nema að setja Eftirfarandi framlög hafa bor- izt f Vestmannaeyjasöfnun Rauða krossins: Rúmlega 300.000,00$ (27.4 millj. kr.) frá Icelandic Volcanic Relief Committee, New York um the American Scandinavian Founda- tion. Þetta er langstærsta einstaka framlagið, sem Rauða krossinum hefur borizt í Vestmannaeyja- söfnunina. 1 Icelandic Volcanic Relief Committee eru frú Ingibjörg Gislason, Ivar Guð- mundsson og Hans Indriðason. Frá Danmarks Lærerforening d.kr. 15.000,00. Frá finnska kennarasamband- inu, Suomen Opettajain Liitto um 5.200,00 Bandarikjadollarar. Frá Sambandi islenzkra barna- kennara kr. 100 þús. Aður höfðu borizt kr. 100 þús. frá Landssambandi framhalds- skólakennara. þarf þau á sökklana og festa einingarnar saman og tengja vatn og rafmagn. Sökklarnir undir fyrstu húsin eru tilbúnir og Ingi Kristinsson, formaður Sambands isl. barnakennara og Ölafur S. ólafsson, formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara, hafði milligöngu um að afhenda Rauða krossinum þessi framlög. Þá afhenti Karl Eiriksson, for- stjóri Bræðranna Ormsson h.f., nýlega gjafabréf AEG-Telefunk- en i Vestur-Þýzkalandi um 25 raf- magnseldavélar, sem framlag I Vestmannaey jasöfnunina. Ennfremur hefur Vestmannaeyjasöfnuninni borizt 50 eldavélahellur frá norska fyrirtækinu Grepa og Mjelva, sem Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sambands isl. samvinnufélaga, afhenti nýlega. Einnig barst 100 þús. kr. framlag frá Karnabæ 31. janúar sl. Þakkar Rauði krossinn þessi miklu framiög i söfnunina. strax og uppskipun lýkur verður hafizt handa um að gera húsin ibúðarhæf. Með þessum fyrsta farmi komu átta Norðmenn,sem vanir eru þessuin verkum og islenzkir iðnaðarmenn hafa verið ráðnir til að vinna aö fram- kvæmdunum. Tekur einn til tvo daga að ganga frá hverju húsi. Húsin sem sett verða upp i Keflavik eru 117 fermetrar á stærð. Alls verða þau 40 talsins en þegarer búið aö steypa I6sökkla. Verða húsin reist uppi á heiði fyrir ofan svonefnt Garðahverfi, og hefur svæðinu verið gefið nafn- ið Eyjabyggð til bráðabirgða að minnsta kosti. Skipið sem flutti húsin fer beint til Noregs aftur og sækir annan farm og verður i förum þar til öll húsin eru komin til Keflavfkur. Margir Vestmannaeyingar hafa setzt að i Keflavik og hafa um 130 umsóknir borizt i þau 40 hús. sem þar verða reist. OÓ Undirstöður hafa veriö steyptar undir 12 hús, en alls verða reist 40 á þessum stað. Ekki láta deigan síga MIKLU VERÐMÆTI í GULLI OG SKARTGRIPUM STOLIÐ ÓUNNU GULLI og skartgripum að verðmæti hátt á aðra milljón króna var stolið á verkstæði og i verzlun Ulrichs Falkner, gull- smiðs i Austurstræti, aðfaranótt miðvikudags. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þeim.sem þarna voru að verki, en þetta er eitt árangursmesta innbrot, sem framið hefur verið i Reykjavik. Verzlunin er i húsi þvi sem Haraldur Arnason verzlaði i eina tiö. Brotizt var inn með þeim hætti að farið var upp á þak hússins og brotinn upp litill gluggi á vinnustofunni og skriðið þar inn. Þegar inn var komið hefur þjófurinn eða þjófarnir látið greipar sópa og var bókstaflega öllu verðmætu stolið úr verk- stæðinu og vezluninni. öskjur voru tæmdar og óunnið gull og hálfunnir smiðagripir voru teknir. Málið er óupplýst. _oó Ulrich Falkner, gullsmiður, kom að verzlun sinni og verkstæði rúnu öllu verömæti i gærmorgun. Var búiö að stela verðmætumfyrir nær 2 millj. kr. A myndinni stendur hann meö tómar öskjur, sem tæmdar voru. Tímamynd: Róbert. Bilanir nýja BÚR-togarans ti! umræðu í borgarstjórn: Hver greiðir tjónið? • EINS OG kunnugt er, hefur hinn nýi togari , Bæjarútgerðar Reykjavikur litt getað stundað veiðar vegna þrálátra bilana. Vegna þessa máls mun Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi, gera eftirfarandi fyrir- spurnir á borgarstjórnarfundi i dag: 1. Hversu alvarlegar eru þessar bilanir taldar? 2. Hver ber þann kostnað, sem þegar er orðinn af þessum sökum, bæði vegna veiðitaps og viðgerð- ar? Aukinn launa jöfnuður meginatriði næstu kjarasamninga, segir forseti ASÍ Alþýöublaöiö átti viöta, viö Björn Jónsson, forscta ASÍ I tilefni 1. mai. Fer hér á eftir svar Björns við eftir- farandi spurningu Alþýðu- blaðsins: ,,Nú sagðir þú, að staðan við næstu kjarasamninga, sem verða væntanlega aö hausti, verði sennilega ekki sterk fyrir verkalýöshreyfinguna. Aður hefur þú sagt opin- berlega, að þeir samningar verði af ykkar hálfu fyrst og fremst varnarbarátta: verka- lýðshreýfingin muni neyðast til að leggja meiri áherzlu á að gæta fengins réttar en að sækja nýjan. En hvaða atriði þarf þá fyrst og fremst að leggja áherzlu á? — 1 sambandi við hin al- mennu launamál tel ég megin- atriðið vera: ekki aðeins aö varðveita kaupmátt verka- launa láglaunafólksins, heldur að bæta hann. Ég segi þetta þrátt fyrir það, að ég telji að grundvöllur kunni ekki að vera fyrir umtaisveröum al- mennum kauphækkunum. Þarna þarf þvi að koma aukinn launa jöfnuöur, en launamismunurinn er að minu viti oröinn of mikill. t stóru stökkunum, sem gerð voru I samningum opinberra starfs- manna árið 1963 og aftur 1970, þá var bilið milli hinna há- launuðu og hinna láglaunuðu breikkað óhæfilega mikið. Sambærileg þróun hefur að visu átt sér stað i sumum öðrum löndum, en ég tel, að við þoluin hana verr en aðrir. Verði þessu ekki breytt aftur að verulegu lcyti fcr allt okkar efnahags- og framleiðslukerfi úr skorðum. Þessu ástandi verðum viö því aö brcyta. Þaö á að minu viti að vcra megin- atriði kjarasam ninganna i haust. Að öðru leyti óttast ég, að ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar sé . nú með þvi móti, að baráttan standi um varðveizlu fenginna réttinda og fenginnar stöðu þegar á heildina er litið”. Endurskoðun vísitölunnar Um visutölum áliö segir Björn, aö liann telji óhætt að fullyrða, að það sé orðin al- menn skoöun i verkalýðs- hreyfingunni, að visitölumáliö verði að endurskoða mjög rækilega og þurfi forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að nota sumariö mjög vel til þess að möta sameiginlega stefnu I þvi máli. Sú stefna sé ekki enn fyrir hendi i einstökum atriðum. Siðan segir hann: ,,Það sem ég myndi vilja leggja sérstaka áherzlu á I sambandi viö visitöluna er, að hún hefur ekki reynzt okkur, þegar til langs tima er litið, sú vörn,sem við höfum vonazt eftir, gegn óheillaþróun á ýmsum sviðum. Litum t.d. á þróunina i húsnæöismálunum. Þær kjarabætur, sent við höfum fengið á s.I. þrem árum — og þær hafa veriö miklar — hafa bókstaflega drukknað hvað þennan mála- flokk varöar oghefurvisitalan enga vernd, eöa litla, getað veitt okkur þar. Svipaö mætti kannski segja unt skatta- málin” —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.