Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						21. september 1937
Tónskáldið Atli Heimir Sveins-
son er 66 ára í dag en lætur tíma-
mótin ekki á sig fá og sinnir tón-
smíðum eins og ekkert hafi í
skorist. ?Þetta er bara venju-
legur vinnudagur,? segir Atli
Heimir sem tekur afmælis-
dagana ekkert of hátíðlega þótt
hann kannist vissulega við að
hafa lyft sér upp á þessum 
dögum. ?Það var sennilega eitt-
hvað um það þegar ég var yngri
en maður er orðinn of gamall
fyrir slíkt. Ég hélt að vísu upp á
fimmtugs- og sextugsafmælin
og þá var eitthvað um veitingar,
annars hef ég helst viljað fagna
afmælum með því að bjóða til
tónleika með minni músík. Þá
losnar maður líka við öll ræðu-
höld. Leikur framúrstefnumúsík
og enginn kemst að með ræður.
Ég þarf líka ekki á hóli að halda
en þykir vænt um það þegar fólk
vill hlusta á verkin mín en Þeyya
hefur mælst vel fyrir. Það tón-
listarfólk sem ég hef starfað
með hefur alltaf verið mjög
elskulegt og tilbúið til að taka
þátt í þessu og mér þykir vænt
um það. Tónskáld gerir auðvitað
ekki mikið nema það hafi sæmi-
legt samband við tónlistarfólk,
söngvara og prímadonnur, að ég
tali nú ekki um þær.?
Atli Heimir segist alltaf vera
með næg verkefni í gangi en
hann er að ganga endanlega frá
þriðju sinfóníunni. ?Ég er líka
byrjaður á þeirri fjórðu þannig
að það er allt farið af stað. Ég er
aðallega í yfirlestri og rútínu-
vinnu þessa dagana og svo er ég
að senda nýtt verk til Japans í
október. Mér var boðið þangað
en kemst ekki. Hef einfaldlega
ekki tíma og svona ferðalög 
trufla mig of mikið. Ég verð
bara í góðu tölvusambandi við
Japan fyrst ég get ekki verið úti
um allar trissur.?
Þar fyrir utan segist Atli vera
orðinn eigingjarn á tíma sinn á
efri árum. ?Það er auðvitað farið
að styttast í þessu hjá manni en
maður hafði svo mikinn tíma
þegar maður var ungur.?
Atli Heimir segir árin sextíu
og sex þó síður en svo gera sér
lífið leitt. ?Ég er stálhraustur og
með mikið vinnuþrek. Ég reyni
líka að lifa heilbrigðu lífi án þess
að gera neitt sérstakt annað en að
borða heilbrigðan mat og ganga.
Ég hef alltaf verið svolítill göngu-
maður. Það er rmín líkamsæfing
þótt ég hafi líka prófað pyntinga-
tækin. Þau eru ágæt til þess að
koma manni í form,? segir tón-
skáldið sem gerir engan greina-
mun á afmælisdeginum og öðrum
dögum í dagatalinu. ?
20
21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
STEPHEN KING
Þessi margfaldi metsöluhöfundur og meistari
hrollvekjunnar er 57 ára í dag.
Kæfir ræðuhöld með tónlist
ATLI HEIMIR SVEINSSON: SINNIR LIST SINNI Á 66 ÁRA AFMÆLINU SÍNU
?Skáldskapurinn er sannleikurinn í lyginni.?
- Stephen King veit manna best að það er oft meira vit í skáldskapn-
um en raunveruleikanum.
timamot@frettabladid.is
ATLI HEIMIR SVEINSSON Lætur 66 ára afmælið ekki trufla sig, sinnir tónlistinni og fer væntanlega í góðan göngutúr um Vesturbæinn.
?Reykjavík er full af gönguleiðum og mér finnst sérstaklega gott að ganga í Vesturbænum í hálfa til eina klukkustund.?
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ragnar Björnsson
trésmiður, Brú á Eskifirði,
Börn, tengdabörn og afabörn.
sem lést aðfararnótt þriðjudags 14. september, verður
jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 22.
september klukkan 14.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, tengdadóttir og amma,
Halldóra Ingibjörg
Ingólfsdóttir (Inga)
Lyngbrekku 1, Kópavogi,
sem lést 13. september sl., verður jarðsungin frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 23. september nk. kl. 10.30. Jarðsett verður í
Torfastaðakirkjugarði, Biskupstungum. Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Kr. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær
Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Jónína
Salný Stefánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Garðar Ásbjörnsson, Ragnar
Runólfsson, Gertrud Jóhansen og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi
Gestur Guðmundur Þorkelsson
Suðurgötu 72, Hafnarfirði
sem andaðist sunnudaginn 12. september á Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag
þriðjudaginn 21. september kl. 13:30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið
Kristinn Gestsson, Sigríður Gröndal, Ásta Gestsdóttir, Garðar Þorsteins-
son, Gunnlaugur Gestsson, Hulda Haraldsdóttir, Helena Rut Gestsdóttir,
Kristín Halla, Atli, Garðar Þór, Tanja Bryndis, Alma, Ísak og Sara.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, 
amma og langamma,
Ágústa Guðrún Halldórsdóttir
Hátúni 4, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag 
21. september kl. 15.00.
Halldór Ómar Sigurðsson, Laufey Guðrún Sigurðardóttir, 
Atli Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir, Hafrún Sigurðardóttir, 
Einar Björn Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, 
Einar Gíslason
Lindargötu 57, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 10. september.
Bálförin hefur farið fram í kyrrþey. 
Róbert Lauridsen, Sigríður Magnúsdóttir, Birgir Einarsson,               
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Gísli Einarsson, Sigríður Benía Bermann,
Einar Emil Einarsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Emelía Hildur 
Einarsdóttir, Stefán Autrey, barnabörn og barnabarnabörn.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐSSON
Á þessum degi árið 1937 kom bókin The
Hobbit, eftir J.R.R. Tolkien, út í fyrsta sinn
en þar bankaði Gandálfur upp á hjá hobbit-
anum værukæra Bilbó Bagga og dró hann á
vit ævintýranna ásamt vaskri sveit dverga. 
Bilbó komst oft í hann krappan á flakki
sínu, barðist við risaköngulær og dreka.
Eignaðist forláta brynju, sverð sem hægt
var að treysta á og síðast en ekki síst hafði
hann Hringinn eina af slímuga kvikindinu
Gollum.
Þessi vinsæla saga um Bilbó gat svo af
sér stórvirkið Hringadróttinssögu þar sem
Tolkien gerði nánari grein fyrir Hringnum
og þeim ógnarkrafti sem hann bjó yfir.
Bilbó var, eins og hvert mannsbarn veit,
aukapersóna í þeim bálki sem fylgdi hring-
beranum Fróða í
gegnum miklar
svaðilfarir.
Peter Jackson
kvikmyndaði
Hringadróttins-
sögu með frábær-
um árangri fyrir
skemmstu og sag-
an segir að hann
hafi fullan hug á
að koma Hobbitan-
um á filmu í fram-
tíðinni þannig að
það sér ekki enn fyrir endann á ævintýrinu
sem hófst með heimsókn Gandálfs árið
1937. ?
ÞETTA GERÐIST
HOBBITINN KEMUR ÚT
MERKISATBURÐIR
1784 Fyrsta dagblaðið í Banda-
ríkjunum, The Pennsyl-
vania Packet and Daily
Advertiser, kom út í fyrsta
sinn í Fíladelfíu.
1893 Frank Duryea reynsluók
fyrsta bensínbílnum en
þessi ?hestlausi vagn? var
hannaður af Frank og bróð-
ur hans Charles Duryea. 
1938 Fellibylur gekk yfir hluta
New York og nágrennis
með þeim afleiðingum að
rúmlega 600 manns týndu
lífi.
1964 Malta fékk sjálfstæði frá
Bretlandi.
1989 Fellibylurinn Hugo fór yfir
Charleston og olli eigna-
tjóni upp á 8 milljarða
dollara.
1998 Myndbandsupptaka af
vitnisburði Bills Clinton um
samband sitt við Monicu
Lewinsky var gerð opnber.
Gat af sér Hringadróttinssögu
GOLLUM Þessi fláráða
skepna var kynnt til sög-
unnar fyrir 67 árum.
Tilkynningar um
andlát og jarðarfarir
eru velkomnar á síður
Fréttablaðsins.
Sími: 550 5000

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40