Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 15 ® Sýning — Ja, upphaflega var þessi sýning ekki mfn hugmynd, heldur vina minna. En fyrir mitt leyti get ég sagt, að ég álit það mikil- vægt fyrir mig að fá þarna gott tækifæri til yfirlits verka minna, sjá hvað ég hef látið frá mér fara um ævina og hver þróunin hefur orðið. — Nei. Ég er ekki ánægður með þessi verk, ekki eitt þeirra. Hvernig má það lika vera? Þau eru að visu mjög misjafnlega vond.... — Ég hef nú ekki haft tima til að lita yfir þetta ennþá, en ég er aö vona, að þetta yfirlit geti eitt- hvað hjálpað til þess, að ég fari að mála skár. Það eru vond verk, sem ég hef látið frá mér fara til þessa. Bóhemisti sem ætlaði i stúdentspróf Sverrir Haraldsson er fæddur 18. marz árið 1930 i Vestmanna- eyjum, foreldrar Haraldur Bjarnason og Anna Kristjáns- dóttir. Sextán ára gamall fluttist hann til Reykjavikur, og hóf nám i Handiða- og myndlistarskólan- um. Þar stundaði hann nám næstu þrjú árin, 1946-1949. Heima i Vestmannaeyjum hafði Sverrir byrjað að mála 12 ára gamall. Það er gaman að skoða þessi byrjandaverk Sverris, blýant-, oliu- og vatns- litamyndir (eins og Úr Eyjum, Herjólfsdalur, lleimaklettur, o.n.) Þetta eru figúratifar mynd- ir, eins og hann málar i dag. Enda sagði Sverrir i blaðayiðtali fyrir nokkrum árum : ,,Allir mála fyrst figúrativt, a.m.k. fram yfir fermingaraldur. Það kemur af sjálfu sér, krakkar reyna að gera sem nákvæmastar eftirmyndir. Þega'r þeim finnast þau ekki geta gert nógu vel, leiðist þeim og þau hætta. Ég teiknaði lika eins og aðrir krakkar, en ég hætti aldrei”. Svo var nú það. Sverrir tók fyrst þátt i samsýn- ingu meðan hann var enn við nám i H- og M. Það var árið 1948 hjá Félagi isl. myndlistarmanna, en siðan hefur hann verið þátt- takandi i flestum samsýningum félagsins. Annars sagði Sverrir okkur þá sögu, að námið i H.- og M hefði ekki farið svo ýkja vel i sig. — Það má segja, að ég hafi verið bóhemisti á þessum árum eða e.t.v. ekki ólikur hippunum i dag. Þetta gekk einhvern veginn svo nærri mér, að ég hét þvi að snerta ekki á pensli, þar sem eftir væri ævinnar, segir Sverrir og brosir. — Ég verð að nefna það, að ég stefndi um skeið að þvi að taka stúdentspróf.En ég hafði ekki tek- ið neitt landspróf. Þvi var það, að ég fór i gagnfræðaskóla hér i Reykjavik. En námið fór þannig með mig, að mánuði áður en ég ætlaði i landsprófið (vorið 1948), var ég kominn með magasár og þurfti að fara á spitala. Þar með var draumurinn búinn.... En það varð svo sem ekkert úr heitinu minu, þvi næsta vetur fór ég aftur i H.- og M og þá til að fá réttindi sem teiknikennari. Skammakrókurinn Við röltum um stund með Sverri á föstudaginn i kringum málverkin hans að Kjarvalsstöð- um, ærið spekingslegir, enda þýddi ekkert annað, þegar maður var kominn inn i þennan 30 ára heim hans, mjög svo fjölþættan. ,,Að visu eru þau misjafnlega vond”, sagði Sverrir. Eina uppstillinguna i Kjarvalssalnum kallar hann „skammakrókinn” i gamni og alvöru. Þetta eru nokkrar geómetriskar abstraks- jónir, sem Sverrir málaði á árun- um 1949 til 1952, eða svo (þess má geta, að á þessum árum kenndi Sverrir við H.- og M og einnig seinna, 1953-56). — Æ, já, ég skammast min einna mest fyrir þessar myndir, held ég, segir Sverrir, þegar við stöldrum þarna við. — Mér liggur við að likja þessu núna við að setja saman púsluspil. Þessar geometriur eru allt of auðveld list... — Sjáðu þessa mynd hérna, það hefði alveg eins mátt hafa þessi fleti ljósa.... Þessi rauði flötur hérna neðst getur alveg eins verið hinum megin. — Er það ekki rétt, Sverrir, að þú hafir aldrei ánetjast þeim iistastefnum verulega, sem uppi hafa verið á þinum listferli? — Ég veit ekki, hvað segja skal, — nei, ætli megi ekki segja það. Ég hef alla vega reynt að halda minum persónulegum sér- kennum þrátt fyrir allt. Það má þó segja, að abstraksjónin hafi verið i verkum minum meira og minna fram að 1960. — Annars eru þessar liststefn- ur að mörgu leyti hættulegar. Það er ekki hægt að eltast við þær, — ef maður ætti að fylgjast náið með þeim, yrði manni ekkert úr verki. Ég hef ekkert fylgzt með stefnum undanfarin ár. Ég hef ekki gefið mér tima til þess. Ég er á þessari ákveðnu linu núna og... Sólarlag eftir Berlin Fyrstu sjálfstæðu sýningu sina hélt Sverrir árið 1952, i Lista- mannaskálanum i Reykjavik. Annars verða þær sýningar, sem hann hefur tekið þátt i, m.a. i Róm, Parfs, og Kaupmannahöfn, ekki taldar upp hér. 1952-1953 var hann um 8 mánaða skeið við nám i Paris. Og enrf málar hann geometriskar abstraksjónir. Siöari hluta sextugasta ára- tugsins málaði Sverrir fremur lit- ið. Það kom m.a. til af þvi, að hann var við ýmislegt annað, svo sem að gera myndir i bækur. „Maður varð einhvern veginn að vinna fyrir sér”, segir Sverrir. Arið 1957-1960 dvaldi Sverrir við nám i V-Berlin. Frá þvi timabiii sjáum við nokkrar sérstæðar ab- straksjónirí Kjarvalssal, svo sem Plakatlitir nr. 112. — Ég var troðfullur af hug- myndum, þegar ég kom heim frá Berlin, segir Sverrir. — Ég varð einhvern veginn að létta á mér. Og að koma úr stórborginni i sólarlagið og sjóndeildarhringinn hér heima, það var yfirþyrm- andi. Það varð mér til happs, vil ég segja, að ég greip til að mála með málarasprautu. Með henni gat ég unnið fljótt og losað á mér. Ég notaði það verkslag allt fram til 1963. Hálfgerðar abstraksjónir fyrst i stað, en fór æ lengra út i natúralismann, figúrativt lands- lag, unz ég fór að nota oliu aftur. Þar með erum við komin fram til þess listskeiðs, sem Sverrir er enn á, þ.e. oliu-landslagsmynd- anna, sem fylla allan vestur- sal Kjarvalsstaða. Þetta eru verk 7-8 siðustu ára. Auk þess eru i þessum sal nokkrar teikningar, þ.á.m. skissur af mótifum, sem hann seinna hefur málað mörg (mismunandi) verk út frá, svo sem Úr Sogamýri(úr glugga þar sem hann bjó, áður en hann flutt- ist að Hulduhólum i Mosfellssveit 1970). Lamaður á Þingvöllum Þetta grunna ýfir litssp jall veröur ekki öllu lengra hér. Greint hefur verið frá þvi helzta i listferli Sverris Haraldssonar. Ég vil aðeins segja, — „kom heldur og sjá!” Eins og sjá má, þegar 1966-1973 verk Sverrií á Kjarvalsstöðum eru skoðuð, hefur listamaðurinn ekki leitað langt eftir mótifum fyrir myndir sinar. Þær eru flest- ar héðan úr grenndinni, úr Mos- fellssveit, Sogamýrinni og þaðan, sem Breiðholtshverfið er nú. — Ég hef ákaflega litið ferðast um landið. Ég legg mest upp úr úrvinnslunni, minna mótifinu sjálfu. — Það var fyrst i sumar, að ég leit á Þingvelli mótif-augum. Ég varð bókstaflega lamaður.... Viö spyrjum Sverri að lokum, hvort hann hyggist halda áfram aö mála figúratift landslag. — Get ekki sagt um það núna, segir Sverrir. — Ég ætla að biða og sjá, hvað ég fæ út úr þessari sýningu. — Stp. Jarðýta Til sölu Caterpiller D.6.B. beinskipt með 16 tonna spili og 8 m gálga. í topp standi. B I LASALAN SiMAR 19615 18085 BORGARTUNI1 Öryggi framar öllu SAAB er á undan Halogenljós og Ijósaþurrkur, rafmagnshitað bílstjórasæti, fjaðrandi höggvari og stólbitastyrkt yfirbyggirig eru ekki lengur nýjungar hjó SAAB, heldur þrautreynd öryggisatriði, sem æ fleiri bílaframleiðendur taka nú eftir. En SAAB er ófram ó undan: í ór eru nýjungarnar t.d. framsæti með óföstum hnakkapúðum, sérhönnuð fyrir akstursöryggi og vellíðan. Stýri með öryggispúða. Sterkari höggvari. Endubætt loftræsti- og hitakerfi, sér hitablóstur ó afturrúðu. SAAB fæst nú með hinni nýju viðurkenndu 2 lítra sænsksmíðuðu SAAB-vél. SAAB 1974 fæst í 7 litum, þar af 2 nýjum tízkulitum. Nýtt grill ó SAAB 95 og SAAB 96. /-Hnakkapúðar" ! aftursaeti Sér hitablástur á afturrúðu. Nýtt handfang, „pístólugrip". öruggari dyralæsing. Nýtt sérhannað ökumannssæti, með áföstum hnakkapúða. Nýtt öruggara og þægilegra stýri. Endurbættar rúðuþurrkur. Nýtt loftræsti- og hitakerfi. Endurbætt ryðvörn. Innfelling fyrir útvarp. Nýjir litir að innan. Stærri geimir fyrir rúðuvask, 5 Itr. SAAB 99L 2 lítra vél, 95 ha DIN (70 kW) 4 gíra venjul. skipting, eða 3 gíra sjálfskiptur. 2 eða 4 dyra. 5 manna. Sterkari höggvari. SAAB 99 þolir ákeyrslu á 8 km. hraða án þess að verða fyrir tjóni. SAAB 99x7 1.85 lítra vél, 88 ha DIN (65 kW) 4 gíra venjuleg skipting, 2 dyra. 5 manna. Á hagkvæmu verði. SAAB 96 5 manna, 2 dyra. V4 vél, 73 ha DIN. 4 gíra venjul. skipting. SAAB 95 7 manna, 3 dyra. Stadion. V4 vél 73 ha DIN. 4 gíra venjul. skipting. ,ÖRYGGI FRAMAR ÖLLIT ’^BDORNSSONAca SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.