Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 40
 ...... 1 1,1,1 Sunnudagur 7. október 1973. GHÐI fyrir góúan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS I I I 1 • MERKIÐ, SEM GLEÐUR Hittumst i haupfélaginu Laugardaginn 6. október var opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlits- sýning á verkum Sverris Haraldssonar listmálara. Sverrir byrjaði fyrst að mála 12 ára gam- all, árið 1942, og á sýningu þessari er leitast við að sýna úrval þeirra mynda, sem listamaðurinn hefur gert þessi 30ársíðan. Sýningin er nefnd Myndir l942-’73 og eru á henni alls 233 málverk, þar af að- eins 10 til sölu. Hin eru nær öll i einkaeign (fáeinar myndir tilheyra söfnum). Sýningunni er skipt i tvennt. 1 öðrum salnum i myndlistarhús- inu, þ.e. Kjarvalssal, eru myndir frá 1942 fram til 1966. t hinum salnum eru myndir frá 1966 fram til þessa dags, þar af allstór hluti, sem aldrei hefur komið fyrir sjónir almennings áður. A siðustu sex árum hefur Sverrir haldið tvær sjálfstæðar sýningar i Casa Nova árið 1966 og 1969, og auk þess tók hann þátt i samnorrænni sýningu að Kjarvalsstöðum i fyrra. Undirbúningur þessarar miklu sýningar, sem opin verður fram Kjarvalsstöðum — Vona að ég móli ekki eins vondar myndir eftir þessa sýningu, segir listamaðurinn, sem varð dolfallinn yfir mótífum Þingvalla í sumar til 28. þ.m. hefur staðið yfir i tæpt ár. Auk listamannsins sjálfs hafa einkum þeir Garðar Gislason og Knútur Bruun unnið að 'undirbún- ingi hennar, en einnig ýmsir vinir listamannsins og starfsfólks Kjarvalsstaða. Eins og fyrr sagði eru nær allar myndirnar i einkaeign, og fólst þvi hvað mest vinna i þvi að hafa samband við hina fjölmörgu eigendur. Safnað hafði verið saman um 300 myndum fyrir sýninguna, en sökum ónógs rúms komust ekki „nema” 233 myndir upp. • Aðspurður um áætlaðan heildarfjölda mynda þeirra, sem hann hefur gert um ævina, kvaðst Sverrir álita, að það væru að llkindum minnst helmingi fleiri myndir en þetta. Við spurðum hann, hvort hann væri ánægður með það úrval, sem þarna væri komið saman. Sverrir kvaðst vera allánægður með það, en þó kvaðst hann muna eftir ýmsum myndum, sem hann hefði viljað, að þarna kæmu fram, en ekki tókst að hafa upp á. Misjafnlega vond — Hvað gekk þér helzt til með þessari viðamiklu sýningu, Sverrir? Framhald á bls. 15. Herjólfsdalur, blýantsteikning, er Sverrir gerði 12 ára gamall heima f Eyjum. Hún nýtur sin ekki f svarthvftu bessi. Sjálfsmynd frá 1970 MYNDIR 1942 llér sjáum við listamanninn, Sverri llaraldsson. Afsaka verður, að myndirnar sjást ekki sem skyldi, en málverkasýning verður ekki skoðuð af bliiðum. (Myndir: Gunnar) Yfirlitssýning Sverris að „Skammakrókurinn”, — sjá grein. Sverrir segist ekki hafa mikla æfingu I hestamyndum. En hvað finnst ykkur um árangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.