Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 11. nóvember 1973.
iiiill
mgiíii
Myndin er tekin i sal Gunnars llannessonar og sést á myndatjald, sem litmyndum Gunnars er varpaö á.
Gangnamaöur. Ljósmynd GSG
LJÓS '73 er heiti Ijós-
myndasýningar, sem nú
stendur yfir á Kjarvals-
stöðum. Að þessari
sýningu standa 6 ungir
Reykvikingar — áhuga-
Ijósmyndarar, sjálfmennt-
aðir i ,,listinni".
Hvers vegna ekki að fara og sjá
þessa sýningu? Sýningin er mjög
áhugaverð, og þeir eiga heiður og
hrós skiliö, sem að henni standa.
Það er gaman að eyða stund með
myndum þeirra. Þær fela i sér
blitt viðmót vekja athygli á
hversdagslegum umhverfis--
„mótivum” sem alltaf eru fyrir
augum, en fáir taka eftir. Þarna
eru þau sýnd á listrænan hátt i
svart-hvitu.
Þegar lokið er skoðun þessarar
sýningar, kann margur að spyrja
sjálfan sig: Af hverju blæs maður
ekki rykið af myndvélinni sinni og
tekur slikar myndir (allir eiga
myndavélar)? En dæmið er ekki
svo einfalt, þvi að litill hlutur
myndarinnar er unninn, þó að
„mótivið” sé komið á filmu. Þá
er eftir kópering, stækkun og
skurður, en allt þarf þetta að
fylgjast að til þess, að úr verði
reglulega góð mynd. Þessi þáttur
i myndagerö strákanna hefur
tekizt afbragðsvel.
Það er mikil vinna, sem liggur
að baki gerð myndanna á þessari
sýningu. Þarna eru 120 myndir,
sem 6 ljósmyndarar hafa tekið
við misjöfr. skilyrði, og mætti þvi
bgast við sundirleitum myndum.
Sú er þó ekki reyndin, þvi að
heildarsvipur er á allri sýn-
ingunni og jöfn áferð á myndum.
Þó getur að lita eina og eina
mynd, sem er grátónuð og flöt, —
en nóg um það — smámunasemi á
ekki rétt á sér i umsögn um
þessa miklu sýningu.
Hvernig mynd er skorin, er eitt
af aðalatriðunum við stækkun
myndarinnar, og afmörkun
„mótivs”, — skurður myndar-
innar — veldur öllu um, hvernig
mynd verður áhorfandanum „af-
lestrar”. Svo illa má skera mynd,
að aðalatriðiö tynist i illa upp-
byggðu umhverfi, og myndin
verður þá „ólæsileg”.
Þeir félagar gleyma þessu
atriði ekki, og allt er á sinum stað
i næstum hverri mynd. Þó getur
að lita mynd og mynd, þar sem
skurður á að bjarga misheppnuðu
mótivi.
Myndskurðurinn er i sjálfu sér
smekkur hvers og eins, og reynir
þá hvað helzt á smekkvisi og
kunnáttu manna i uppbyggingu
myndar.
Yfirlitsmynd af sýningarsal — Timamynd Gunnar