Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT 7. tölublað — Fimmtudagur 10. janúar — 58. árgangur WOTEL mLÐOfff SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir" hefur til slns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þaö býöur líka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiöslu og rakarastofu. VISIÐ VINUM A HOTEL LOFTLEIDIR. I Stærstur straumur í dag: Veðurspóin óhagstæð Þorlóks- höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri — hætt við að sjór gangi hótt ef hvessir með kvöldinu — ÞAÐ er ekki annað að gera en bíða og sjá, hverju fram vindur um veðurlagið, var svarið, sem Timanum var veitt i gær I sjó- þorpunum, þar sem hættast er við, að sjór gangi á land um há- flæði þessi dægur, ef storhir verð- ur af hafi og loftþrýstingur lágur. t sumum þeirra geta bryggjur hæglega farið á bólakaf, ef þeir þættir, sem mestu orka um flóð- hæð, leggjast á eitt, og bátum og mannvirkjum orðið hætt. Jónas Jakobsson veðurfræðing- ur sagði okkur i gær, að loftþrýst- ingur væri um 970 millibör, og þýddi það, að sjór gengi þrjátiu sentimetrum hærra en gert myndi ráð fyrir á flóðtöflum. Á hinn bóginn væri liklegt, að loft- þrýstingur hækkaði eitthvað, og yrði þá flóðhæð minni, er þvi svarar. Hann kvað gert ráð fyrir sunnan- og suðvestankalda eða stinningskalda fyrst i stað, en þegar liði á fimmtudaginn, væri þvi spáð, að hvessti af austri með roki á miðum. Hvassviðri af þeirri átt yrði viðsjárverðast i Þorlákshöfn á kvöldflóðinu i dag. — I Þorlákshöfn er nú hæg sunnan — eða suðaustanátt, sagði Benedikt Thorarensen, fréttarit- ari Timans þar i gær, en það er mjög viðsjárverð átt hér, þegar svona stendur á, einkum ef vind- ur eykst til muna. A kvöldflóðinu á þriðjudaginn munaði aðeins rúmu feti, að sjór næði upp á sjálfar bryggjurnar. Stærstur straumur er þó ekki fyrr en á morgun, fimmtudag. Sjór getur hæglega gengið á land, þvi að hér er sums staðar svo lágt bak við kambana, að sjávarflöturinn er hærri, þegar hátt er i. Mest hætta steðjar þó að bátun- um i höfninni, ef ólátaveður gerir i stórstrauminn, þvi að þeir gætu hreinlega kastazt upp á bryggjur, ef illa tækist til. Bót er þó i máli, að hér verða ekki nema sex til átta bátar, i stað þess að stundum eru þeir þrjátiu til fjörutiu, og auðvitað verða menn i þeim til taks, ef skjótt þarf til að taka að koma þeim út. Flóðtaflan i undirbúningi — Við höfum ekki flóðtöflu fyrir Þorlákshöfn, sagði Gestur A- mundason vigtarmaður, er við snerum okkur til hans, en mæl- Frh. á bls. 15 Þegar þessi mynd var tekin, lágu margir bátar við bryggju í Þorlákshöfn. Nú eru þar aðeins 6-8 bátar. Þaö kemur sér vel, ef sjó fer aö stæra á stórstraumnum i dag og skjótt þarf að bregöa viö, bátunum til bjargar. Vöruþurrð á ísafirði GS-tsafirði — Ekkert flutn- ingaskip hefur komið til ísa- fjarðar siðan 20. desember og er ekki von á skipi fyrr en á föstudag, en þá veröa liðnir 22 dagar frá siðustu skipakomu hingað. Af þessu hefur leitt þurrð á ýmsum vörum hér vestra. Þannig er ísafjöröur nú kartöflulaus og allir gos- drykkir eru uppseldir. Hitt er þó sýnu alvarlegra, aö ýmsar mikilvægar útgeröarvörur biða i Reykjavik flutnings vestur, og horfir til vandræða vegna þess. Vestfirðingar eru aö vonum mjög óánægðir meö það ófremdarástand, sem rikir i þessum efnum. Sjaldan liða færri en sautján dagar á milli skipsferða hingað, en nú keyrir um þverbak. Svo er að sjá sem ekki stoði að kvarta yfir þessu. A.m.k. hefur ferðum ekki verið fjölgað, og sjá þó allir að hin aukna togaraútgerð á Vestfjörðum kallar á fleiri strandferðir, ef vel á aö vera. Talsvert magn af loðnu en nokkuð dreift SI.ÆMT vinnuveöur var i fyrri- nótt á þvi svæöi, sem leiðangurs- menn á hafrannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni eru viö loönu- rannsóknir, þ.e. um 50 sjómilur noröur af I.anganesi. Ekki reyndist unnt aö kasta vörpunni nema cinu sinni til að taka sýni, en að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar, leiöangursstjóra á Arna, virðist vera töíuvert mikið magn af loönu á svæöinu, sem leitað hefur veriö á. Ilún er þó heldur dreifð, en nokkrar minni torfur hafa fundi/.t. — Það er nú erfitt fyrir mig að slá þvi föstu, hvort þetta kvikindi sé veiðanlegt i troll, sagði Hjálm- ar i viðtali við blaðiö i gær, — reynslan verður að skera úr um það. Litil von er til þess, að hægt sé að veiða loðnuna i nót að svo komnu máli, þó ekki sé hægt að segja að það sé útilokað. Það má búast við þvi, að þeir sem eru með troll, fari að ieggja af stað hvað úr hverju, sagði Hjálmar. Svæði það, sem leitað hefur verið á, er um 50 m ilna langt og 5- 10 milna breitt 00 milur norður af Langanesi og vestur á móts við Rauðunúpa. Hlutfall ókynþroska loðnu var heldur minna i seinna sýninu, sem tekið var i fyrra- kvöld, áður en breldi, eða um 1/4 en var 1/3 i fyrsta sýnishorninu. lljáimar sagði það ekkert óeðlilegt, þótt eilthvert magn af ókynþroska loðnu væri i göng- unni, þar sem búizt væri við mjög mikilli loðnu á næstu vertið, þ.e. árið 1975. Hann sagði ennfremur, að þeir hefðu litið gert að þvi ennþá, aö liggja yfir torfu, til að athuga hraða göngunnar og stefnu, en Frh. á bls. 15 ENDANLEG AKVORÐUN UM HAFNAR- FRAMKVÆAADIRNAR í ÞORLÁKSHÖFN Nýja höfnin verður lokuð báðum megin DANSKT verkfræðifyrirtæki hefur að undanförnu unniö að hönnun væntanlegra hafnarfram- kvæmda i Þorlákshöfn til undir- búnings verkútboði, og var i gær endanlega valið á milli þeirra þriggja tillagna, sem hag- stæðastar voru taldar. Eins og kunnugt er fékkst einn milljarður króna frá Alþjóða- bankanum eftir gosið i Vest- mannaeyjum til hafnarbóta á suðurströnd landsins. Var ákveðið, að þrjú hundruð millj- ónir króna af þessu fé rynnu til hafnarframkvæmda i Þorláks- höfn, gegn jafnmiklu framlagi innlendu. Tillaga, sem merkt var tölunni sextán, er heimamönnum i Þorlákshöfn þótti álitlegust, gerði ráð fyrir höfn, lokaðri á báða vegu. Kostnaður við hana er mjög nálægt þvi, er ákveðið hafði verið að verja til hafnarframkvæmd- anna i Þorlákshöfn — sem næst 610 milljónir króna. Sá galli var þó á þessari tillögu, að nauð- synlegt var að hækka fyrir- hugaðan varnargarð um þrjá metra frá þvi, sem upphaflega var gert ráð, og hefur það eðlilega nokkurn viðbótarkostnað i för méð sér, þótt ekki muni þar miklu i hlutfalli við heildarkostnað. Það varð þessi tillaga, sem varð fyrir valinu i gær, með þeim endurbótum á hæð og styrkleika varnargarðsins, er getið var. Timanum tökst ekki i gær að ná tali af Brynjólfi Ingólfssyni, ráöu- neytisstjóra, sem er formaður byggingarnefndar sunnlenzkra hafna, en formaður hafnar- nefndar i Þorlákshöfn, Benedikt Thorarensen, sagði við blaðið i gærkvöldi, að þessi ákvörðun myndi vekja ánægju eystra, enda væri hún i samræmi við ein- dregnar óskir manna þar. —JHÚ Kohoutek sást í gær UM SEX-LEYTIÐ i gærkvöldi mátti greina þá margumtöluöu halastjörnu Kohoutek berum augum héöan úr Reykjavik, og allsæmilega með venjulegum handsjónauka. Var hún um það leyti i 7 gráðu hæð á suðvestur- himninum, rétt fyrir ofan skýja- bakka og hvarf skömmu siðar bak við hann. Að sögn Þorsteins Sæmunds- sonar stjarnfræðings er Kohoutek nú að fjarlægjast sólina. Með hverjum deginum færist hún jafnframt lengra til austurs og verður þvi smám saman auð- veldara að sjá hana næstu daga. Sagði Þorsteinn, að hún ætti að sjást allvel berum augum, ef bjart yrði. Miðað viðstöðu hennar i gærkvöldi, verður hún i kvöld svolitið ofar og til vinstri á suð- vesturhimninum. Háskólinn ræður yfir sæmi- legum sjónauka, ,,en það er kannski varla hægt að kalla hann rannsóknakiki”, sagði Þorsteinn. ,,Hún er ekki sérlega glæsileg , að mér finnst, en sést vel. Hún mun sjást betur á morgun, af þvi hún verður þá á dimmari himni. Hún verður eftirtektarverð, en ekki eins glæsileg og sumar spárnar hljóðuðu upp á i fyrra. Hún er miklu daufari en spáð var. Eins og halinn sást nú i ljósa Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.