Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 68
Sýningin á verkum Dieters Roth,
sem verður á Listahátíð Reykjavík-
ur nú í vor, hefur vakið töluverða at-
hygli nú þegar fyrir utan landstein-
anna. Sagt er frá sýningunni á for-
síðu nýjasta heftis hins virta lista-
tímarits ArtReview og umfjöllun
um sýninguna er á tveimur opnum
inni í blaðinu.
Greinin um Dieter Roth er eftir
Jessicu Morgan, sem er sýningar-
stjóri ásamt Birni Roth, syni Diet-
ers. Á forsíðu blaðsins og inni í því
er myndin Keller-Duo og á annarri
opnu eru myndirnar Floor, Gólf og
Reykjavík Slides.
Á síðasta ári var stór yfirlitssýn-
ing á verkum Dieters Roth í nútíma-
listasafninu Museum of Modern Art
í New York. Að hluta til eru sömu
verk á sýningunni í Reykjavík, en
hér verður þó lögð meiri áhersla á
tengsl Roths við Ísland, en hér á
landi bjó hann lengi vel allt frá
sjötta áratug síðustu aldar.
Þessi stóra yfirlitssýning á verk-
um Roths er stærsta verkefni Lista-
hátíðar í ár. Hún verður haldin á
þremur stöðum dagana 14. maí til
21. ágúst í sumar, í Listasafni Ís-
lands og Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu, og einnig í sýningar-
sal Orkuveitu Reykjavíkur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Lista-
safn Reykjavíkur og Listasafn Ís-
lands standa saman að slíku stór-
virki en verkin sem verða til sýnis
eru um 400 talsins og koma frá
Þýskalandi, Spáni og Hollandi.
Meðal þess sem sýnt verður eru
nokkrar af þekktustu innsetningum
listamannsins, bókverk, grafísk
verk og málverk.
Meðal annarra alþjóðlegra lista-
manna sem taka þátt í sýningunni
eru Fischli & Weiss og meðlimir
Dieter Roth akademíunnar. Boekie
Woekie bókabúðin mun hafa bækur
Dieters Roth a boðstólum og auk
þess setja upp söludeild í tengslum
við sýninguna. ■
32 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... útskriftarsýningu Listaháskóla
Íslands sem verður opnuð á Kjar-
valsstöðum á laugardaginn. Þar
verða sýnd verk nemenda úr
myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild skólans.
... málþingi um Jean Paul
Sartre sem haldið verður á Akur-
eyri á laugardaginn í tilefni þess
að Sartre hefði orðið hundrað ára
á þessu ári.
... heljarmikilli kántríhátíð sem
verður haldin á Grand Rokk á
föstudags- og laugardagskvöld.
Þar koma fram íslenskar hljóm-
sveitir sem helga sig kántrítónlist
af óhefðbundnu tagi.
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sína árlegu vor-
tónleika í Neskirkju í kvöld undir stjórn Lárus-
ar Halldórs Grímssonar. Á þessum tónleikum
syngur Andrea Gylfadóttir nokkur lög með
sveitinni.
Efnisskráin verður öll í líflegri kantinum, en
þar á meðal eru syrpur með lögum Stevie
Wonder og Blood Sweat and Tears hópsins,
básúnueinleiksverkið Poeme a la Carte þar
sem einleikari er Sigurbjörn Ari Hróðmarsson
og Anna Lilja Karlsdóttir leikur einleik í verki
Antonio Carlos Jobims Wave.
Undanfarin ár hefur Lúðrasveit Reykjavíkur
gengið í gegnum mikla endurnýjun. Á meðan
eldri meðlimir hafa verið að hverfa af vett-
vangi einn og einn hafa ungir félagar fyllt
skörðin og er aldursbreiddin nú allt frá 11 ára
upp í 78 ára.
Lárus Halldór hefur leitt Lúðrasveit Reykjavíkur
frá 1998 og hefur tekist vel að leiða saman
þessar tvær ef ekki þrjár kynslóðir, þannig að
tónlistarlegur árangur hefur verið með afbrigð-
um góður og yngri sem eldri hljómsveitar-
meðlimir hafa fengið að njóta sín og haft
mikla ánægju af starfinu.
Kl. 12.00
Bergþór Pálsson baritónsöngvari verður
gestur Antoniu Hevesi píanóleikara á
síðustu hádegistónleikum vetrarins í
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar. Þau ætla að flytja vorljóð
úr ýmsum áttum og nefna tónleikana
„Vorið kemur að hugga“.
menning@frettabladid.is
Lúðrasveit í endurnýjun
Forsíðufrétt í listheiminum
!
Sunnan yfir sæinn breiða...
Vortónleikar Kyrjanna
í Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 5. maí kl. 17:00
Á efnisskrá eru lög eftir Burt Bacharach,
Atla Heimi og dægurlög úr ýmsum áttum
Stjórnandi: Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir
Píanóleikari: Halldóra Aradóttir
Miðaverð er kr. 1300. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Fö 6/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
- Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20
- Síðustu sýningar
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Fi 5/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 14 - UPPS.
Su 8/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 14/5 kl 14,
Su 22/5 kl 14 - UPPSELT
PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Fi 12/5 kl. 21:00
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Mi 4/5 kl 20 - UPPS., Fi 5/5 kl 20 - UPPS.,
Fö 6/5 kl 20 - UPPS., Lau 7/6 kl 20 - UPPS.,
Su 8/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 - UPPS.,
Fö 13/5 kl 20 - UPPS., Lau 14/5 kl 20
Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds.
Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Lau 7/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
- Síðustu sýningar
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
8. maí kl. 20 - 4. sýn
10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
DIETER ROTH Á FORSÍÐUNNI Sýning Listahátíðar Reykjavíkur á verkum Dieters Roth
er forsíðuefni ArtReview.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
1 2 3 4 5 6 7
Miðvikudagur
MAÍ
■ ■ FYRIRLESTRAR
16.15 Loftur Guttormsson, pró-
fessor í sagnfræði við Kennarahá-
skóla Íslands, flytur fyrirlestur undir
yfirskriftinni Barnakennarar á Ís-
landi 1910-1940 í félagsfræðilegu
ljósi. Fyrirlesturinn verður haldinn í
Skriðu, fyrirlestrarsal Kennaraháskóla
Íslands við Stakkahlíð.
■ ■ FUNDIR
20.30 Í kvöld fer af stað ný starf-
semi í Hinu húsinu. Forma er sam-
vinna tveggja einstaklinga á batavegi
eftir átröskun á alvarlegu stigi. Í boði
eru 10 vikna hópmeðferðir án end-
urgjalds fyrir 18 ára og eldri. Þetta
verður haldið á miðvikudagskvöld-
um.
■ ■ SAMKOMUR
17.00 Ritlistarhópur Kópavogs
efnir til ljóðahátíðar í Café Borg,
Hamraborg 10, í tilefni af fimmtíu
ára afmæli Kópavogsbæjar.
21.00 Spunakvöld verður í Klink &
Bank. Undirbúningsfundur verður að
þessu sinni hluti af formlegri dagskrá
og verður þar með partur af gern-
ingnum. Eftir hlé er ferlið endurtekið.
Aðgangur ókeypis.