Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 12
MÓTMÆLA RÚNINGI Meðlimir róttæku dýraverndunarsamtak- anna PETA mótmæla rúningi sauðfjár og meintri dýraníðslu við útflutning fjár á fæti frá Ástralíu við Benetton-búð í miðborg Mílanó á Ítalíu í gær. 12 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Ekkert lát á skálmöldinni í Írak: Uppreisnarmenn færast í aukana BAGDAD, AP Uppreisnarmenn í Írak hafa fært sig upp á skaftið undan- farna daga. Síðan tilkynnt var um í síðustu viku að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð hafa að minnsta kosti 130 manns týnt lífi í árásum. Í gærmorgun sprakk öflug bíl- sprengja í verslunarhverfi í Bagdad og fórust sex manns í til- ræðinu en sjö slösuðust alvarlega. Um svipað leyti létust þrír Írakar í sprengingu við eftirlitsstöð lög- reglu í öðru hverfi borgarinnar. Á sunnudaginn fórust í það minnsta 36 landsmenn í árásum víðsvegar um landið, þar af féllu 25 þegar sjúkrabíl hlöðnum sprengiefnum var ekið inn í líkfylgd í borginni Tal Afar. Talið er að súnníar sem eru ósáttir við sinn hlut í stjórn lands- ins standi á bak við flestar árásirn- ar. Á sama tíma hafa hersveitir handtekið fjölda meintra uppreisn- armanna, 84 hafa verið gómaðir í Bagdad síðustu tvo daga og 52 nærri Diyarah. Talsmaður Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra sagði í gær að búið væri að fylla sex af þeim sjö ráðherraembættum sem ekki náð- ist samkomulag um í síðustu viku. Þó á eftir að skipa í hið viðkvæma embætti varnarmálaráðherra en fastlega er búist við að það komi í hlut súnnía. ■ Göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar: Malbikun áfram eftir hvítasunnu FJARÐABYGGÐ Fyrsta malbikunar- áfanganum í göngunum milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fá- skrúðsfjarðarmegin. Næsti malbiksáfangi fer af stað eftir hvítasunnu og lýkur tíu dögum síðar. Síðasti áfang- inn, í gegnum munnann við Reyðarfjörð, verður ekki mal- bikaður fyrr en um miðjan júní. Verið er að gera göngin klár til malbikunar, ljúka bergstyrk- ingum, leggja drenlagnir í gegn- um göngin og byggja upp veg- inn. Vegurinn verður síðan mal- bikaður og í framhaldi af því verður unnið með raflagnir og lýsingu og loftræstingu sem far- ið verður af stað með á næst- unni. Verið er að steypa vegskál- ann Reyðarfjarðarmegin og tek- ur sú vinna fjórar til fimm vikur til viðbótar. Gísli Guðmundsson stöðvar- stjóri segir að heilmikil vega- vinna sé eftir í göngunum og fyrir utan þau. „Við verðum í því fram á haust að klára þessa vegi. Það á að leggja klæðningu á þá líka,“ segir hann. - ghs Veðurfar í apríl: Hiti yfir meðallagi VEÐUR Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síð- ustu dögunum undanskildum, sam- kvæmt samantekt Trausta Jónsson- ar veðurfræðings. Aprílmánuður var bæði hlýrri og vætusamari í Reykjavík en í meðal- ári. Meðalhiti var 4,2 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi en samt kald- ara en síðustu tvö ár. Mestur mæld- ist hitinn fjórtán gráður og hefur svo hár hiti ekki mælst í Reykjavík í apríl síðan 1965. Þá var úrkoma þriðjungi meiri en í meðalári. Meðalhitinn á Akureyri var 2,9 stig, 1,3 stigi hlýrri en í meðalári, og úrkoma í rétt tæpu meðallagi. - bþg Sjálfsbjörg: Reglugerð mótmælt FÉLAGSMÁL Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu, mótmælir breytingu á reglu- gerð um sjúkraþjálfun og óskar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi fatlaða á vinnumark- aði. Þá átelur félagið breytingar skuli gerðar án samráðs við fatl- aða. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi samtak- anna um helgina. „Með nýrri reglugerð um kostnaðarþátttöku Trygginga- stofnunar ríkisins í sjúkraþjálf- un er þátttaka í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar fatlaðra á vinnumarkaði stóraukin. Þessi breyting bætist við aðra tekju- tengda stoðþjónustu við fatlaða s.s. heimilishjálp og aukinn lyfjakostnað,“ segir í ályktun- inni. - óká                    !"#$   %$&$      #           '() *#(  #+  )+  # #$,    ( #-  #).#    +   / 0       12    # $    34 51   / #  5   #    #     # ) $ 3-#    /   0# # *   #     # *   / # /  $        $  67$28 9   !   "#$ %% #& %% /      # *) ''' ( $     !  )  *         +!,  ,  ■ INDÓNESÍA ■ LEIÐRÉTTING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI VIÐ TENGIVINNU Í GÖNGUNUM Gunnar Skarphéðinsson, starfsmað- ur í tengivinnu hjá Rarik, tengir saman 66 kílóvolta rafmagnskapla. VIÐ GÖNGIN Í REYÐARFIRÐI Unnið við vegskál- ann Reyðarfjarðarmegin. Verið er að steypa vegskál- ann og tekur sú vinna um mánuð í viðbót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HELSÆRÐUR Hussein Ali lenti í sprengingu í Karadah- hverfinu í Bagdad í gær sem kostaði þrjú mannslíf. VALDAMENN Koizumi hitti í gær þá Jose Manuel Bar- roso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Jean Claude Juncker (t.h.). Vopnasala til Kína: Japanar uggandi LÚXEMBORG, AP Leiðtogar Evrópu- sambandsins reyna nú að róa Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað ein- dregið við að vopnasölubanni sam- bandsins til Kína verði aflétt. Jean Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, sagði að sambandið myndi alltaf taka hags- muni Japana með í reikninginn þeg- ar lokaákvörðun um málið verður tekin í júní, en Lúxemborgarar fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhuga á að aflétta banninu en stefna Kína gegn nágrönnum sínum veldur ugg víða um heim. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Ellý K. Guðmundsdóttir, forstöðu- maður Umhverfis- og heilbrigðis- stofu, var rangnefnd Ellý J. Vil- hjálmsdóttir í frétt í blaðinu í gær og titluð sviðsstjóri umhverfissviðs. LÖMUNARVEIKI AFTUR EFTIR TÍU ÁR Fyrsta lömunarveikitil- fellið í tíu ár hefur greinst í Indónesíu. Tilfellið greindist í farandverkamanni og virðist vera sambærilegt þeim tilfell- um sem komið hafa upp í Afr- íku og Miðausturlöndum að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.