Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 12

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 12
MÓTMÆLA RÚNINGI Meðlimir róttæku dýraverndunarsamtak- anna PETA mótmæla rúningi sauðfjár og meintri dýraníðslu við útflutning fjár á fæti frá Ástralíu við Benetton-búð í miðborg Mílanó á Ítalíu í gær. 12 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Ekkert lát á skálmöldinni í Írak: Uppreisnarmenn færast í aukana BAGDAD, AP Uppreisnarmenn í Írak hafa fært sig upp á skaftið undan- farna daga. Síðan tilkynnt var um í síðustu viku að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð hafa að minnsta kosti 130 manns týnt lífi í árásum. Í gærmorgun sprakk öflug bíl- sprengja í verslunarhverfi í Bagdad og fórust sex manns í til- ræðinu en sjö slösuðust alvarlega. Um svipað leyti létust þrír Írakar í sprengingu við eftirlitsstöð lög- reglu í öðru hverfi borgarinnar. Á sunnudaginn fórust í það minnsta 36 landsmenn í árásum víðsvegar um landið, þar af féllu 25 þegar sjúkrabíl hlöðnum sprengiefnum var ekið inn í líkfylgd í borginni Tal Afar. Talið er að súnníar sem eru ósáttir við sinn hlut í stjórn lands- ins standi á bak við flestar árásirn- ar. Á sama tíma hafa hersveitir handtekið fjölda meintra uppreisn- armanna, 84 hafa verið gómaðir í Bagdad síðustu tvo daga og 52 nærri Diyarah. Talsmaður Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra sagði í gær að búið væri að fylla sex af þeim sjö ráðherraembættum sem ekki náð- ist samkomulag um í síðustu viku. Þó á eftir að skipa í hið viðkvæma embætti varnarmálaráðherra en fastlega er búist við að það komi í hlut súnnía. ■ Göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar: Malbikun áfram eftir hvítasunnu FJARÐABYGGÐ Fyrsta malbikunar- áfanganum í göngunum milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fá- skrúðsfjarðarmegin. Næsti malbiksáfangi fer af stað eftir hvítasunnu og lýkur tíu dögum síðar. Síðasti áfang- inn, í gegnum munnann við Reyðarfjörð, verður ekki mal- bikaður fyrr en um miðjan júní. Verið er að gera göngin klár til malbikunar, ljúka bergstyrk- ingum, leggja drenlagnir í gegn- um göngin og byggja upp veg- inn. Vegurinn verður síðan mal- bikaður og í framhaldi af því verður unnið með raflagnir og lýsingu og loftræstingu sem far- ið verður af stað með á næst- unni. Verið er að steypa vegskál- ann Reyðarfjarðarmegin og tek- ur sú vinna fjórar til fimm vikur til viðbótar. Gísli Guðmundsson stöðvar- stjóri segir að heilmikil vega- vinna sé eftir í göngunum og fyrir utan þau. „Við verðum í því fram á haust að klára þessa vegi. Það á að leggja klæðningu á þá líka,“ segir hann. - ghs Veðurfar í apríl: Hiti yfir meðallagi VEÐUR Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síð- ustu dögunum undanskildum, sam- kvæmt samantekt Trausta Jónsson- ar veðurfræðings. Aprílmánuður var bæði hlýrri og vætusamari í Reykjavík en í meðal- ári. Meðalhiti var 4,2 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi en samt kald- ara en síðustu tvö ár. Mestur mæld- ist hitinn fjórtán gráður og hefur svo hár hiti ekki mælst í Reykjavík í apríl síðan 1965. Þá var úrkoma þriðjungi meiri en í meðalári. Meðalhitinn á Akureyri var 2,9 stig, 1,3 stigi hlýrri en í meðalári, og úrkoma í rétt tæpu meðallagi. - bþg Sjálfsbjörg: Reglugerð mótmælt FÉLAGSMÁL Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu, mótmælir breytingu á reglu- gerð um sjúkraþjálfun og óskar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi fatlaða á vinnumark- aði. Þá átelur félagið breytingar skuli gerðar án samráðs við fatl- aða. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi samtak- anna um helgina. „Með nýrri reglugerð um kostnaðarþátttöku Trygginga- stofnunar ríkisins í sjúkraþjálf- un er þátttaka í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar fatlaðra á vinnumarkaði stóraukin. Þessi breyting bætist við aðra tekju- tengda stoðþjónustu við fatlaða s.s. heimilishjálp og aukinn lyfjakostnað,“ segir í ályktun- inni. - óká                    !"#$   %$&$      #           '() *#(  #+  )+  # #$,    ( #-  #).#    +   / 0       12    # $    34 51   / #  5   #    #     # ) $ 3-#    /   0# # *   #     # *   / # /  $        $  67$28 9   !   "#$ %% #& %% /      # *) ''' ( $     !  )  *         +!,  ,  ■ INDÓNESÍA ■ LEIÐRÉTTING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI VIÐ TENGIVINNU Í GÖNGUNUM Gunnar Skarphéðinsson, starfsmað- ur í tengivinnu hjá Rarik, tengir saman 66 kílóvolta rafmagnskapla. VIÐ GÖNGIN Í REYÐARFIRÐI Unnið við vegskál- ann Reyðarfjarðarmegin. Verið er að steypa vegskál- ann og tekur sú vinna um mánuð í viðbót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HELSÆRÐUR Hussein Ali lenti í sprengingu í Karadah- hverfinu í Bagdad í gær sem kostaði þrjú mannslíf. VALDAMENN Koizumi hitti í gær þá Jose Manuel Bar- roso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Jean Claude Juncker (t.h.). Vopnasala til Kína: Japanar uggandi LÚXEMBORG, AP Leiðtogar Evrópu- sambandsins reyna nú að róa Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað ein- dregið við að vopnasölubanni sam- bandsins til Kína verði aflétt. Jean Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, sagði að sambandið myndi alltaf taka hags- muni Japana með í reikninginn þeg- ar lokaákvörðun um málið verður tekin í júní, en Lúxemborgarar fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhuga á að aflétta banninu en stefna Kína gegn nágrönnum sínum veldur ugg víða um heim. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Ellý K. Guðmundsdóttir, forstöðu- maður Umhverfis- og heilbrigðis- stofu, var rangnefnd Ellý J. Vil- hjálmsdóttir í frétt í blaðinu í gær og titluð sviðsstjóri umhverfissviðs. LÖMUNARVEIKI AFTUR EFTIR TÍU ÁR Fyrsta lömunarveikitil- fellið í tíu ár hefur greinst í Indónesíu. Tilfellið greindist í farandverkamanni og virðist vera sambærilegt þeim tilfell- um sem komið hafa upp í Afr- íku og Miðausturlöndum að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.