Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 52

Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 52
32 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Þ að verður svolítið spenn-andi að sjá hvernig fólk tek-ur þessari sýningu,“ segir Björn Roth um heljarinnar mikla yfirlitssýningu á verkum lista- mannsins Dieters Roth, sem opn- uð verður í þremur sýningarsöl- um í dag. „Það má segja um hann að hann var fyrst og fremst þekktur og virtur meðal myndlistarmanna sjálfra, en almenningur vissi lítið um hann.“ Björn skipulagði fyrir nokkrum árum stóra yfirlitssýn- ingu á verkum Dieters sem fyrst var sett upp í safninu Schaulag í Basel fyrir tveimur árum og síðan í Museum of Modern Art í New York á síðasta ári, en hann segir þessa stóru sýningu hér í Reykja- vík vera af töluvert öðrum toga. „Að stórum hluta er þessi sýn- ing gerð nákvæmlega eins og við unnum síðustu stóru sýningarnar með Dieter á meðan hann lifði. Ég tek upp þráðinn þar svolítið. Ég leyfi mér það líka af því að ég vann mjög náið með honum í tutt- ugu ár. Þetta var stór partur af mínu lífi líka og þess vegna nota ég tækifærið að halda áfram með þetta.“ Fjölbreytt úrval af verkum Dieters Roth, þar á meðal bókverk, grafíkmyndir, málverk og innsetn- ingar, verður sýnt á þessari sýn- ingu og er markmiðið að gefa raunsanna mynd af listamanninum og fjölskrúðugum ferli hans. „Þetta er fyrsta stóra sýningin á verkum hans hér á Íslandi og þess vegna verður að gefa létt yf- irlit yfir ýmislegt sem hann tók sér fyrir hendur.“ Elstu verkin sem hann vann hérna á Íslandi verða sýnd í sýn- ingarsal Orkuveitu Reykjavíkur. „Í Listasafni Íslands verður síðan yfirlit yfir bækurnar og prentin sem hann vann hérna á Ís- landi og svo endum við í tómri vit- leysu í Hafnarhúsinu.“ Í Hafnarhúsinu fær Dieter Roth-akademían að leika lausum hala. Þessa akademíu stofnaði Björn með vinum og samstarfs- mönnum Dieters skömmu eftir að hann dó. „Þetta eru listamenn, iðnaðar- menn og prentarar víðs vegar að úr heiminum. Hluta af þessu fólki var alltaf boðið að taka þátt í sýn- ingunum sem við gerðum saman. Þótt gamalt efni sé líka sýnt í Hafnarhúsinu þá er sýningin þar líka að hluta til nýjung sem við vinnum saman og spinnum eins og við gerðum með Dieter. Meðan á Listahátíð stendur verður líka haldið áfram að vinna úti í port- inu. Það má segja að sýningin renni þannig út í portið.“ Þar verða á ferð nemendur Roth-akademíunnar, ekki síst listamenn sem hafa verið viðriðn- ir Klink og Bank. „Margir þeirra eru nemendur mínir frá Listaháskólanum sem ég skrái alltaf sjálfkrafa inn í Roth-akademíuna.“ Á árunum milli 1970 og 1980 hætti Dieter Roth að mestu að sýna verk sín. „Hann fór eiginlega í felur á tímabili. Hann vildi ekkert eiga við listasala og vildi ekki sýna í söfnum. Hann hélt sig til hlés og flutti eiginlega heim til Sviss, dró sig út af öllum markaði og út úr listaelítunni. Á seinustu árunum var hann líka mjög mikið á Íslandi og lét lítið fyrir sér fara. Það var mjög erfitt að ná í hann.“ Allur listferill Dieters ein- kenndist af tilraunastarfsemi á öllum sviðum. Hann gerði tilraun- ir með fjölda miðla, þar á meðal tónlist, ljóðlist og myndlist. Hann prófaði að nota alls kyns hluti sem efnivið í verk sín, þar á meðal lífræn efni, matvæli og annað sem geymist illa. „Þetta er auðvitað hausverkur fyrir allt safnafólk, en þeir einka- safnarar sem gefa þessu séns að verkin hafi ekkert eigið líf eins og Dieter hugsaði það, þeir hafa ekk- ert nema ánægjuna af því að verk- in breytist og jafnvel hverfi.“ Hundasinfónían Þegar Ari Kristinsson og Eggert Ein- arsson voru nemendur Dieters Roth í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans skrifuðu þeir rit- gerð um hann í listasögu. Ari notaði tækifærið og spurði Diet- er hvert verka hans væri í mestu uppáhaldi hjá honum sjálfum. „Hann sagði strax: Hundasinfóní- an,“ segir Ari. „Og hvernig er hún, spurði ég. Og þá segir hann: Þetta byrjaði þannig að ég og Richard Hamilton ætluðum að setja upp myndlistarsýningu fyrir hunda á Spáni. Við höfðum tekið eftir því á matsölustað, sem við borðuðum á, að þar voru matseðlar fyrir hunda, og þá spurðum við: Af hverju ekki myndlist fyrir hunda? Við máluðum myndir og sýndum þær, en það virkaði ekkert, hundarnir sýndu engan áhuga. En þarna í myrkrinu heyrðum við svo angurvært hunda- væl að ég fór að athuga málið og komst að því að þarna var hæli fyrir heimilislausa hunda. Aldrei á æv- inni hafði ég heyrt jafn angurvært væl. Það skar mig í gegnum merg og bein og við ákváðum að taka það upp.“ Dieter réð til sín menn með tækja- búnað og lét taka upp hundavælið og setti það síðan upp á mörgum sýningum. „En þetta var svo óþægilegt væl að hann gat aldrei setið inni á sýning- um, sagði Dieter mér. Áhorfendur gátu heldur ekki haldist lengi við inni á sýningunum og konurnar sem sátu yfir verkunum kvörtuðu.“ Ari segir að sársaukinn sem var yfir þessu verki hafi endurspeglað sárs- aukann í lífi hans sjálfs. „Þessi sársauki snerti hann mjög djúpt.“ BJÖRN ROTH, standandi með derhúfu, ásamt félögum úr Roth-akademíunni. Sýningin á verkum Dieters Roth verður opnuð í dag í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur. Spenntur að sjá viðbrögðin SÚKKULAÐILJÓNATURN Eitt verka Diet- ers Roth á sýningunni. Stór s‡ning á verkum Dieters Roth í flremur s‡ningarsölum ver›ur flungami›jan á Listahátí›. Björn Roth, sonur listamannsins og s‡ningarstjóri, vann nái› me› fö›ur sínum um tveggja áratuga skei›. Ari Kristinsson kvikmyndagerð- armaður Ungur og sjarmerandi „Ég kynntist Dieter fljótlega eftir að hann kom til landsins. Hann var þá óþekktur, ungur og sjarmerandi maður með fullt af nýjum hugmyndum í sambandi við myndlist, auglýs- ingagerð og fleira. Við unnum mörg mjög spennandi verk saman, ég vann tæknivinnuna fyrir hann. Þá var ég að læra þetta fag, offsetljósmyndun, í Litbrá. Um Dieter væri hægt að tala lengi. Hann var mjög spennandi maður og þau hjónin bæði. Hans frjóa og frumlega hugsun hefur nýst mér mjög vel, bæði í bókagerð og bara í lífinu yfirleitt.“ Marteinn Viggós- son offsetljós- myndari Óhemju flókinn „Ég var mikið á randi meðal þessara myndlistarmanna sem hann var í tengslum við, hitti hann uppi í Myndlistarskóla þegar hann kenndi þar og svo tók ég mig til og hafði sam- band við hann þegar ég var að vinna að rannsóknarverkefni um áhrif hans á Íslandi. Ég kynntist honum mjög vel og hann er með markverðari mönnum sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Hann var óhemjulega flókinn maður, bæði greiðvikinn úr hófi fram og viðkvæmur og meyr en líka erf- iður í samskiptum og gerði miklar kröfur til fólks. Ef hann hélt að fólk væri að gera eitthvað á sinn hlut þá voru menn bara settir út af sakramentinu, en síðan var maður tekinn í sátt og þá var hann grátklökkur og sá mikið eftir öllu.“ Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræð- ingur Fór að kjarna málsins „Ég hugsa að ég hafi orðið fyrir meiri áhrifum af honum en nokkrum manni öðrum. Hann var fenginn til að kenna okk- ur í Myndlistaskólanum og hafði mikil áhrif á okkur öll. Hann hjálpaði okkur fyrst og fremst að komast að kjarna málsins. Í myndlistarskólum er oft svo mikið af alls kyns dulúðugu rugli og fólk er með alls konar óljósar meldingar út í loftið, en hann brýndi alltaf fyrir okkur að horfa á raun- veruleikann. Hann mætti alltaf seint á daginn og kenndi síðan yfirleitt á börum og veitingahúsum, Hótel Holti og Hótel Borg, og borgaði þá reikningana sjálfur. Þetta var mjög óvenjuleg kennsla, en hann fylgdi okkur eftir og var guðfaðir okkar og verndari í langan tíma á eftir.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.